Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 6
8 ALÞTOUBLAÐIÐ Laugardagur 22. janúar 1944. Stjórnmála- og fræóslurit Alþýóufl. III. Allir SÓSÍALISTAR þurfa að lesa rit Gylfa Þ. Gíslasonar: SOSIA LIS á vegum lýðræðis eða einræðis Fæst í bókabúðum. Kostar aðeins 2 krónur. Áður hafa komið út 2 stjórnmálarit með þessum ritgerðum: I. Sigurður Jónasson: Rafmagnsveitur fyrir allt ísland. Jón Blöndal: Beveridgeáætlunin. Kostar kr. 1,25. II. Jón Blöndal: Þjóðnýting og atvinnuleysi. Sigurður Jónasson: Þjóðnýting á íslandi. Kostar kr. 1,00. Eignist ÖSS stiórnmála- ©g fræfelurit Kaupum aliar bækur, fímarit og bM Síðustu forvöð að ná í eftirtaldar bækur: Um refsivist á íslandi, ritgerð eftir dr. Björn Þórðar- son, forsætisráðh. Ljós og skuggar, eftir Jónas frá Hrafnagili. Teitur, eftir Jón Trausta. Skólaræður, eftir Magnús Helgason. Baldursbrá, eftir Bjarna frá Yogi. Veraldarsaga Sveins frá Mælifellsá. Nokkur complett tímarit. Einnig mikið úrval af skáldsögum til skemmtilesturs. Bókabúð GUÐMUNDAB GAMALlELSSONAB Lækjarg'ötu 6. — Sími 3263. AUCLÝSID Í ALÞfDUBLAÐIHU Rafketillinn ér eimketill framtíðarinnar. — Við höfum smíðað og sett upp nokkra slíka eimkatla með þeirri rejmslu, að þeir: 1. Spara vinnukraft. 2. Spara húsrúm. 3. Auka öryggið, með því að engin sprengihætta stafar af þeim. 4. Stórauka hreinlætið. Þeir, sem kynnu að óska upplýsinga viðvíkjandi RAFKATLINUM, gjöri svo vel að snúa sér til t Vélaverksf. Slgurðar Sveinbjörussonar Skúlatúni 6. Sími 5753. S s s s s s s s S s \ s s s s s s s s s s s s s s s s 5 ðsýnilegir flntoinger Frh. af 4. síðu. þá hafa einnig hér orðið ósýni- legir flutningár — vér höfum flutzt aftur fyrir fylkingu sið- menntaðra þjóða og mun verða skgmmtaður hlutur og réttur eftir því, hvað sem vér kjósum áð nefna ríki vort eða stjórnar- fyrirkomulag. En það er hollt að læra að leggja þenna mæli- kvarða framtíðarinnar á sjálfan sig í tíma og gera það í alvöru og auðmýkt — leggja hann á stofnanir og stefnur, fram- kvæmdir, úrræði, leiðir og leið- toga, — og fella svo sinn dóm. Undir því er komin gifta vor. Ég drap á hina ósýnilegu flutninga á svæðum andlegs lífs — hin afar merkilegu straum- hvörf, sem þar eru að gerast í djúpinu — á sviðum trúar, vís- inda, bókmennta og lista. Það er ekki tími til þess að ræða þau að þessu sinni. En þar munu blasa við augum merki- legir hlutir. Vera má að mér gefizt tækifæri til þess að víkja að þeim síðar. Hitt kann og að vera, að hér þyki þegar helzti margt mælt, en það hlægir mig, að allt mun þetta koma fram, þó að nú kunni að láta sumum miður vel í eyrum. Samvinnufélög Islend- inga í amerískum klöðurn Hjálmar björnsson, fyrrv. fulltrúi landbúnað- arráðuneytis Bandaríkjanna hér á íslandi, hefir ritað grein í amerískt tímarit, er fjallar um vöxt og framkvæmdir íslenzkra samvinnuf élaga. Grein Hjálmars, er nefnist: „Samvinna undir miðnætursól“ er aðalgreinin í septemberblaði tímarits, er landbúnaðarráðu- neyti Bandaríkjanna gefur út og útbýtt er á meðal rúmlega 8000 sveitasamvinnufélaga í Bandaríkjunum, en meðlimir þessa félags eru um tvær og hálf milljón. Greinin fjallar um vöxt íslenzkra samvinnufélaga og segir frá mörgum staðreynd- um viðvíkjandi starfsemi Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga. Með greininni eru myndir af aðalskrifstofum KEA á Akur- eyri, mjólkurstöðinni, korn- geymslunni, matvælaverzlun- inni og sláturhúsinu á Akureyri, og enn fremur mynd af bryggju, er samvinnufélag á norður- strönd íslands notast við. Eftir- farandi atriði gefa góða hug- mynd um anda greinarinnar. „Það var Taine, sem "einu sinni komst svo að orði, er hann ritaði um ísland, „snilligáfa frjóvgast ekki í jökulkuida". Er hann kastaði þessu fram tók hann ekki tillit til ósveigjan- leika sniiligáfunnar, sem hin ó- frjósamasta gróðurmold getur ekki bugað. Hann sýndi um leið, hve litla vitneskju hann hafði um snilligáfu íslendinga hvað viðvíkur bókmenntum og stjórnsemi, sem íslendingar hafa þroskað innan skugga Norðurheimskautsins í meir en 10 aldir. „í þúsund ár hafa íslendingar sýnt, hve miklum hæfileikum þeir eru búnir fyrir samvinnu. Þegar árið 930 var aiþingi stofnað á íslandi, sem, þótt það yrði fyrir margs konar breyt- ingum, gat' minnzt 1000 ára af- mælis síns 1930. Það starfar enn þann dag í dag sem aðsetur for- ustumanna íslands í stjórnmál- um, einmitt er þjóðin nálgast fullkomið frelsi. „Á rúmri öld hefir ísland breytzt úr miðaldaríki í nýtízku- ríki. Bættir vegir liggja um landið þvert og endiiangt, þar eru góðar hafnir, síma- og loft- skeytasamband, áætlunarbifreið ar og vörubifreiðar halda uppi samgöngum til yztu kima lands- ins og þjóðin á sínum eigin kaupskipaglota og loftsam- göngum að fagna. Framfarir þær, er orðið hafa á íslandi síð- ustu 5 áratugi, eru mikið fjöl- hæfni landsmanna og þekkingu forustumanng. þjóðarinnar að þakka, — en öllum kemur sam- an um það, að samvinnufélögin eiga mikinn þátt í endursköpun hins nýtízku íslenzka ríkis. Án efa munu samvinnufélögin hafa ríkjandi áhrif á framtíð ís- lands.“ Kvennaðeild Slysavamafélags fs- lands í Reykjavík, hefir ákveðið að gefa 10 þús. kr. til smíðis björgunarbáts, er starfa skal í Reykjavík og nágrenni. Heldur hann konungdómi ? Það hefir síðustu mánuðina mikið verið um það talað, hvort Viktor Emanuel muni takast að halda konungdómi á Ítalíu. Háværar kröfur hafa komið fram um það, að hann segi af sér, en öllum ákvörðunum um það virðist hafa verið frestað. Enn lætur hann að minnsta kosti taka myndir af sér í hlut- verki konungsins. Hér er hann að sæma ítalskan hermann heiðursmerki fyrir vasklega framgöngu í baráttunni við Þjóðverja. UigmennafélSoin i Ár- nes od Rangárvaltasýsln ætla að hyygja Iprötta- vSll að Þjðrsártnni. . o' Frá árspingi Skarphéðins. Héraðssambandið Skarþhéðinn hélt ársþing sitt á Stokkseyri 8.—9. janúar 1944. Mættir voru 35 fulltrúar frá 15 félögum. Forseti var kjörinn Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, og rit- ari Eyþór Einarsson, Gröf. Sig- urður Greipsson sambandsstjóri skýrði frá störfum sambandsins s.l. ár. Hafði það haldið héraðs- mót að Brautarholti, sent tvo fimleikaflokka og 14 keppendur á landsmót U.M.F.Í. á Hvann- eyri og haldið lögreglunám- skeið að Brautarholti s.l. haust, sem stóð í 14 daga, með 22 þátt- takendum frá 8 Umf. Kennari var Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn. Þá var rekið happ- drætti til ágóða fyrir íþrótta- völl sambandsins. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: „Héraðsþingið samþykkir að hefja undirbúning að íþrótta- velli að Þjórsártúni fyrir hin árlegu héraðsmót sambandsins og aðra íþróttastarfsemi ung- mennafélaganna í Árness- og Rangárvallasýslu. Þá skal stjórninni heimilt að ráða fastan íþróttakennara til starfa á sambandssvæðinu.“ Þá var samþykkt að veita kr. 500,00 í Minningarsjóð Aðal- steins Sigmundssonar kennara. Umf. Framtíðin í Þykkvabæ gekk í sambandið og eru félög þess nú 21. Sigurður Greipsson flutti erindi um þjóðfánann og færði sambandinu að gjöf fána og stöng. Umf. Eyrarbakka bauð fulltrúum að sjá sjónleikinn „Ævintýri á gönguför“, sem það hefir sýnt að undanförnu. Var hin bezta skemmtun að því. Unstav Vigeland Frh. aí 5. síðu. og mikilúðar Noregs, landsins, sem snillinginn ól. Hinir norsku nazistar hafa gert tilraunir til þess að láta ljómann, sem stafar af Vigeland, falla á sig. En slíkar tilraunir eru allra fyrir gýg unnar. íSkuggi svikaranna mun aldrei falla á nafn og minningu hins mikla hugsuðar, sem gaf köld- um steininum líf og sál. Gustav Vigejland lézt Hin(n 11. marz 1943 og var, samkvæmt ósk sjálfs sín, borinn til hinztu hvíldar í kyrrþey. Aðalfnndnr Virabfl- stjórafelagsins Drótíur. VÖRUBIFREIÐASTJÓRA- FÉLAGIÐ „Þróttur“ hélt aðalfund sinn síðastliðinn sunnudag. Var þar borin upp og samþykkt tillaga, sem heim- ilaði stjórn félagsins að sækja um upptöku í Alþýðusamband íslands, en áður voru vörubif- reiðastjórarnir, sem deild í Dags'brún. Þá var og samþykkt heimild h'anda stjórn félagsins til að segja upp samningum við at- vinnurekendur, þegar henni þætti það tímabært. Kosning stjórnar fyrir félag- ið fór fram á fundinum, og hlutu þessir menn kosningu: Friðleifur Friðleifsson, for- maður, Sveinbjörn Guðlaugs- son, varaformaður, Einar Ög- mundsson, ritari, Pétur Guð- finnsson, gjaldkeri, Jón Guð- laugsson, meðstjórnandi. Stjórn sambandsins skipa nú: Sigurður Greipsson, Haukadal, forseti, Emil Ásgeirsson, Gröf, ritari og Þórður Loftsson, Bakka gjaldkeri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.