Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 7
Laugai'dagur 22. janúar 1944. alþyðublaðið [Bœrinn í dag. | Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30-—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötuf: Karlakór R,- víkur syngur. 20.00 Fréttir. 20,20 Minningarkvöld um Kai Munk (Félag íslenzkra leik ara). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Hallgrímsprestakall. kl. 2 e. h. á morgun, messa í Austurbæjarskóla. Séra Jakob Jónsson. Kl. II f. h. barnaguðs- þjónusta, séra Sigurbjörn Á. Gísla- son. Kl. 10 f. h. sunnudagaskóli í Gagnfræðaskólanum við Lindar- götu. Kl. 8V2 e. h. Kristilegt ung- mennafélag heldur fund í Handíða skólanum, Grundarstíg 2 A. Bald- ur Jónsson stud. art. talar. Fríkirkjan. Messað á morgun kl. 2, sr. Árni Sigurðsson. — Unglingafélags- fundur í kirkjunni kl. 11 stund- víslega. Laugarnessprestakall. Barnaguðsþjónusta í samkomu- sal Laugarnesskirkju kl. 10 f. h. — Engin síðdegismessa. Messað í kapellu háskólans á morgun, (sunnudag), kl. 5 e. h. Guðmundur Sveinsson, stud. theol. prédikar. Frjálslyndi söfnuðurinn. Mess^ð á morgun kl. 5, síra Jón Auðuns. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messað á morgun kl. 2, síra Jón Auðuns. Nesprestakall. Messað í Mýrarhúsaskóla kl. 2 Vz síðdegis. Jón Thorarensen. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Vopn guðanna11 annað kvöld, og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. Hin árlega hlutavelta Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands í Reykjavík, sem ékki fékkst húsrúm til að halda seinni- hluta f. á. verður haldin um n.k. mánaðamót, og vonast deildin til þess, að bæjarbúar sýni Kvenna- deildinni sömu velvild og ávallt að undanförnu, með því að gefa muni á hlutaveltuna að þessu sinni, af sömu velvild og áður. I ! Híílar ; barnaslinnhúfur 1 I nýkomnar. H.TOFT Skólavorðostíg 5 Simi 1035 riTO^TTra7 standa tast ntn 8 stnnda vinnodaginn. Rlótmæli marfira verkalýðsíé- laga gegn sktr »ingu*hans. X 1 ERKALÝÐSFÉLÖGIN ' víða um land hafa ekki í hyggju að láta taka af sér þá réttarbót. sem þau fengu með 8 stunda vinnudeginum. . Vegna þingsályktunaríillögu, sem borin var fram á alþingi í haust um afám 8 stunda vinnu- dags hafa mörg félög samþykkt mótmæli, og hafa þessi borist nú síðast: Á fundi í Verkalýðsfélagi Hríseyjar, sem haldinn var 2. jan. s.l. var samþykkt svo hljóðandi tillaga; með samhlj. atkv.: „Fundurinn mótmælir harð- lega þingsályktunartill. vissra þingmanna, um skerðingu 8 stunda vinnudagsins í vega- vinnu og brúargerð, og skorar enn fremur á Alþýðusamband íslands að beita sér fyrir því, að ekki verði samið um neinar tilslakanir á því, sem unnizt hefur.“ Á fundi Verkalýðsfélagsins ,,Baldur“ á ísafirði, sem hald- inn var 2. jan. s. 1., var ein- róma samþykkt eftirfarandi tillaga: „Verkalýðsfélagið „Baldur“ á Isafirði, mótmælir eindregið fram kominni þingsályktunar- tillögu um afnám 8 stunda vinnudags í vega- og brúargerð og æskir þess, að Alþýðusam- band Islands komi mótmælum þessum á framfæri við alþingi og Ríkisútvarpið.“ Á fundi, sem haldinn var að Heimalandi undir Eyjafjöflum, 30. des. 1943, í Verkamanna- félaginu ,,Dimon“ í Rangár- vallasýslu, var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma af öllum fundarmönnum: „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu ,,Dimon“ í Rang árvallasýslu, 30. des. 1943, mót- mælir harðlegá þingsályktunar tillögu fram kominni á alþingi þess efnis, að 10 stunda vinnu- dagur verði framvegis látinn ráða í vinnu við vega- og brú- argerðir ríkisins, en krefst þess hins vegar, að 8 stunda vinnu- dagurinn verði látinn ráða í þess stað í þeirri vinnu sem annarri, svo sem átt hefir sér stað nú um skeið.“ u fySVERRIR1 Tekið á móti flutningi til Búð- ardals, Gilsfjarðarhafna og Flateyjar í dag. Samlórs Reykjavíkur SÖNGSKEMMTUN Sam- kórs ' Reykjavíkur og karlakórsins „Arna“ í Gamla Bíó í fyrrakvöld tókst mjög vel. Húsið var fullskipað áheyr- endum, sem fögnuðu söngfólk- inu ákaft. Barst því og söng- stjóranum rnikið af blómvönd- um— og varð að endurtaka mörg lögin. Samkórinn og ,Ernir“ efna til annarrar söngskemmtunar í Gamla Bíó á morgun. Þýzk veðurattuigunarstöð á Grænlandi Guðmundur Finnbogason dr. phil., flytur fyrirlestur á morgun kl. 2 e. h. í hátíðasal háskólans, og kall- ar hann: „Tíminn og eilífðin“. Samningar f um kaup og kjör skipstjóra og stýrimanna, hafa komizt á milli Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins ,,Grótta“ og Vélbátafélags íslands, Útgerðarfélags Keflavík- ur, Útvegsbændafélags Gerða- hrepps hins vegar, á skip állt að 75 rúmlestum. Fyrir nokkru var frá því skýrt í fréttum,‘að Bandaríkjamenn hefðu tekið þýzka veðurat- hugunar- og útvarpsstöð, sem leynst hafði á austurströnd Grænlands, en danskir fiskimenn orðið varir við og skýrt frá. Þegar Bandaríkjamenn tóku stöðina, var þar aðeins einn Þjóð- verji; hinir voru farnir. Á myndinni sjást amerískir hermenn vera að skoða tæki hinnar þýzku leynistöðvar. MÍDNÍngarorð um Sólveign Mrtalls- dóttur HaubatUBgu í Kolbe! iisstaðahreppi. ÞINN 15. þ. m. andaðist að Haukatungu í Kolbeins- staðahreppi, ekkjan Sólveig Þórhallsdóttir, 92 ára að aldri. Sólveig var fædd 6. jan. 1852 að Tungu í Möðrudal í Dala- sýslu. Foreldrar hennar voru Þórhallur Jónsson og Signý Sæmundsdóttir. Þegar hún var 6 ára gömul, fluttist hún að Kvennabrekku til síra Guðmundar Einarsson- ar og konu hans Katrínar Ólafs dóttur Sívertsen, og er þau Guðmundur og Katrín fluttu búferlum að Breiðabólsstað á Skógarströnd, fór hún með þeim og dvaldist á heimili þeirra hjóna þangað til hún giftist manni sínum, Jóni Guð- mundssyni á Innra-Leiti á Skóg arströnd. Þar voru þau í 1 eða 2 ár, en fluttu þá að Ölvers- krossi í Kolbeinsstaðahreppi. Ár ið 1901 missir hún mann sinn, en býr áfram á Glverskrossi með börnum sínum, til ársins 1909 er hún missti alveg sjón- ina, þá 57 ára gömul. Flytzt hún þá að Hraunholtum í sömu sveit og er þar í nokkur ár, þaöan að Mýrdal og er þar í 3 ár, og síðast rð Haukatungu og dvaldi þar til dánardægurs. Sólveig var kona fríð sýnum, tápmikil, prýðilega verki farin, bókhneigð og mjög vel gefin. Hennar lán var það, að alast upp á einhverju því mesta myndar- og regluheimili, sem þá var á Islandi. Á því heim- ili var ekki skólalærdómur, heldur vinna, og húsbændurnir kunnu verkin og vildu láta gera þau vél. Einnig var þar margt að nema annað, þó það kæmi ekki vinnunni við, sem jaíngáfuð kona og Sólveig gat tileinkað sér, þó það færi fram hjá fjöldanum. Að þessu bjó Sólveig alla tíð og var langt umfram samtíðar konur sínar á ýmsum sviðum. Sá er þetta ritar, minnist margra sagna, er hún sagði honum frá uppvaxtarárum sín- um á Breiðabólsstað, og sér- staklega er honum minnisstáett, með hvað mikilli hlýju hún minntist dætra síra Guðmund- ar og Katrínar, þeirra Theó- dóru Thoroddsen og Ásthildar Thorsteinson. Þau Jón og Sólveig eignuð- ust 5 börn. Elzta barnið Guð- mund að flafni, misstu þau ný- fæddan, en hin, náðu öll þroska aldri. En það var henni sár harmur að missa þá tvo syni sína uppkomna, með tiltölulega skömmu millibili, þá Guðmund yngra og Ásmund, mjög vel gefna og drengdléga menn. Hin, sem á lífi eru, er Málfríður, kona hér í bænum, og Guðlaug- laugur, sem starfar í rannsókn- arlögreglu Reykjavíkur hjá sakadómara. Það er löng nótt að vera blindur í 35 ár, en ekki var það á Sólveigu að finna, hún var alltaf glöð og kát og sívinnandi. Undruðust allir, er sáu hvílík fyrirmyndarvinna þar var, er hún skilaði. Það var skemmtilegt að sjá hana síðustu árin háaldraða, teinrétta, slétta í andiiti eins og unga stúlku, alltaf snaribúna, þó hún væri í hversdagsfotun- um og sívinnandi, sem gat tal- að um hvað eina eins og al- sjáanái maður, er vel hafði fylgzt með, slíkt íólk er ekki hversdagsfólk. Iiún verður í dag borin tii hinztu hvíldar að Kolbeins- stöðu.m. S. G. VIKUR HOLSTEINN EINANGRUNAR- PLÖTUR Fyrirliggjandi. PÉTDR PÉTDRSSON Glerslipan & speglagerð Síini 1219. Hafnarstrœti 7, ’ I Kemisk-hreinsun. Fatapressun. Fljót afgreiðsla. P. W. Biering, (Við Hverfisgötn). Traðarkotss. 3. Sími 5284. | Nýstárlegl happdrælti NATTSPYRNUFÉLAG REYXJAVÍKUR efnir nú næstunni til happdrættis til a- góða fyrir starfsemi félagsins, sem alltaf er að verða fjöl- hæfnari og yfirgripsmeiri ár frá ári. Happdrætti þetta er hvorki um hús eða bíl, heldur um þrjá merka hluti, sem hverri hús- móður mundi þykja fengur í að eignast: ísskáp, þvottavél og strauvél. Þetta eru allt nýir hlutir, nýkomnir frá Ameríku og taldir iþað nýjasta nýja, hver á sínu sviði. sem framleitt sé þar í landi. Ilaaapnsn tuskur hæsta verði. 'Húsgagnavinnusío fijfittfttfttfitthjfttf^^ ÖtbreM Aiþýðublaðiö. Ödýrf!! Gardínutau frá kr. 1,50 Sirs _ 1,85 Léreft, mislit 2,00 Tvisttau 2,00 Kjólatau 6,50 Fóður 3,50 Silkisokkar 5,50 Éarnabuxur 7,50 Verzlunin Dyngja Laugavegi 25.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.