Alþýðublaðið - 26.01.1944, Blaðsíða 6
alþyðublaðið
Miðvikudagur 26. janúar 1944
Eldgos í Kyrrahafi.
Hinn stórfenglegi reykjar og gufumökkur er sést hér á mynd
inni og náði 25 000 fet í loft upp( stafaði frá eldgosi á eyj-
unni Ninafoo í Kyrrahafi, sem liggur í suð-vestur frá Samoa-
eyjum. Sjóðheit hraunleðjan frá gosinu rann út í hafið. Ljós-
myndarar úr landgönguliði flotans tóku þessa mynd, þegar
þeir fl-ugu yfir eyjuna í flutningaflugvél.
öryggftsmál sjómanna.
Frh. af 4. síðu.
til ákæru, er að landi kemur.
Ekki er það geðþekk tilhugsun
að undirmenn dragi skipstjór-
ann fyrir lög og dóm að jafn-
aði. en þó geta verið þær að-
stæður, að slíkt sé nauðsynlegt.
IÞegar vökulögin gengu í gildi
ætluðu ýmsir skipstjórar að ráði
útgerðarmanna sinna, að hafa
framkvæmd þeirra í sínum hönd
um með það fyrir augum að eyði
leggja lögin. Hásetarnir brugð-
ust illa við og kváðust ákveðnir
í að framkvæma lögin sam-
kvæmt anda þeirra og bókstaf.
Þeir kærðu nokkra skipstjóra til
ábyrgðar fyrir brot á lögunum.
Skipstjórarnir voru dæmdir í fé-
sektir með hótun um harðari
dóm síðar, ef brotin yrðu endur
tekin.
-Þetta dugði. Lögin voru hald-
in og nú er það viðurkennt að án
vökulaganna hefði ekki verið
hægt að halda áfram íslenzkri
togaraútgerð til lengdar. Sama
máli gegnir um „hafnarfrí" tog-
aramanna. Þegar það fékkst í
samninga ætluðu útgerðarmenn
með aðstoð. skipstjóranina að
hafa það samningsatriði að engu
en hásetarnir kröfðust þess að
samningurinn væri haldinn og
fóru strax í land og búið var að
lenda skipinu og skeyttu ekk-
ert um fyrirmæli skipstjóranna.
sem brutu í bága við samning-
inn. Síðar er það viðurkennt,
að „hafnarfríið“ hefir orðið báð-
um aðiljum til hins mesta hag-
ræðis og útgerðin grætt á því
mikið fé. Þessir atburðir gerð-
ust á þeirn tíma, sem barátta
verkalýðsins var hörðust. Þá
stóðu togarahásetarnir öruggir
í fylkingarbrjósti. Á þeim brotn-
uðu holskeflur afturhalds og í-
halds, en iþeir komu jafnan harð-
snúnari úr hverri raun og unnu
alltaf nokkuð á, þó hægt gengi
stundum. Þá skildu togarasjó-
mennirnir hlutverk sitt og fat-
aðist sjaldan sókn eða vörn.
Ekki skal það dregið í efa að
togarasjómennirnir nú séu jafn-
okar fyrirennara sinna. en hafa
þeir gætt þess, að nú þegar bú-
ið er að leysa þau vandamál,
sem eldri mennirnir glímdu við,
hafa önnur vandamáil skapazt,
sem nútímasjómaðurinn verður
að leysa og eitt af þeim er of-
hleðsla skipanna. Það vanda-
mál verður aldrei leyst viðun-
andi nema að undirmennirnir
leggi þar virka hönd á plóginn,
bæði sem einstaklingar um iborð
í skipunum og sem fjöldinn í
stéttarfélögunum sínum.
Það er vafasamt að það varði
við lög að ofhlaða skip á fiski-
veiðum, en hitt er vafalaust að
enginn hleður skip sitt meira
en það sem hásetarnir láta ofan
í það. Algjör synjun hásetanna
á ofhleðslu myndi því á svip-
stundu bægja þeim. voða frá
þjóðinni. og um leið skapa djúpa
virðingu allra góðra manna á
stéttinni í heild.
Þó hér að framan hafi verið
Ibent á það, að sjómennirnir sjálf
ir geti bætt úr ástandinu sem ein
staklingar verður það að viður-
kennast, áð ekki eru miklar lík-
ur til þess að þeim auðnist það
einum saman, til þess munu þeir
eins og aðrir vera of á valdi
þeirrar hræðilegu óaldar, sem
nú ríkir, — óaldar ábyrgðar-
leysis, lausungar og fégirndar.
Verður því að benda á aðrar
leiðir til úrbóta. Þá virðast vera
fyrir hendi tvær leiðir fyrst og
fremst.
1. Að sjómennirnir leysi mál-
ið sjálfir fyrir atbeina stéttar-
félaganna. án afskipta ríkisvalds
ins.
2. Að ríkisvaldið með náinni
samvinnu við sjómannafélögin
taki í taumana.
Um fyrri leiðina er það að
segja, að húu myndi reyna mjög
á sjálfstæði og manndóm ein-
stakra sjómanna úr öllum starfs-
greinum, þar sem örðugt myndi
reynast að koma á fót sameigin-
legu framkvæmdavaldi. Refs-
in.gu fyrir brot á samþykktum
yrði ókleift að framkvæma. En
því miður hafa í seinni tíð gerst
þeir atburðir, og sjómenn látið
bjóða sér slíkt óhæfuverk við
þeirra eigin öryggi, að lítið
myndi verða úr þeim samþykkt-
um, sem ekki væru þung viður-
lög lögð við að brjóta.
Síðari leiðin myndi verða
betri leiðin, og þar að auki sú
leiðin sem farin hefir verið hing-
að til og reynzt mjög eðlileg í
framkvæmd.
En hvað er það þá, sem ligg-
ur beinast við að gera?
Að minni hyggju meðal ann-
Guðmundur G. Hagalin:
Viðskiparáðið og réttlætifl.
ars eftirfarandi:
1. Mæla upp lestarnar og á-
kveða með tilliti til burðar-
magns hvers skips og fenginni
reynslu um sjóhæfni þess, hvað
miikið rúm í lestinni að framan-
verðu skuli ávallt vera tómt.
undantekningarlaust.
2. Banna algjörlega að hafa
full lýsisföt á bátapalli og ketil-
reisn, og lögbjóða eins fljótt og
við verður komið lýsiskassa neð-
an þilja og með öldustokknum
aftur á skipinu.
3. Láta gæta þess að í háseta
klefa og undir hvalbaknum séu
ekki geymdar að nauðsynja-
lausu neinar þungavörur.
4. Koma á löggjöf um hleðslu
skipa á fiskiveiðum og lögbjóða
þungar fésektir og réttindamissi
skipstjóra ef út af er brugðið í
verulegum atriðum.
5. Láta fara fram ítarlega
rannsókn á skipaeftirlitinu eins
og það er framkvæmt, og herða
á því, ef það kæmi í Ijós, að því
væri í einhverju áfátt, og skapa
því nýja og aukna starsfkrafta,
ef nauðsynlegt álitist.
6. Láta rannsaka, hvort gerð
ar hafa verið nokkrar þær breyt
ingar á skipunum, sem spillt
gætu sjóhæfni þeirra og láta
lagfæra það aftur. sem spiltzt
hefir, eftir því sem auðið kann
að reynast.
7. Koma af stað alhliða og
ítarlegum umræðum um þessi
mál öll með fulltrúum allra
starfsgreina sjómanna, fulltrú-
um útgerðarmanna og fulltrúum
frá ríkisvaldinu og vátrygging-
arfélögunum.
Að sjálfsögðu eru ofangreind-
ar tillögur engan veginn tæm-
andi, margt fleira ber auðvitað
að taka til athugunar. Enda eru
þær settar fram, sem liður í
þeim umræðum sem nú eru að
hefjast á opinberum vettvangi
um þetta mesta vandamál sjó-
manastéttarinnar og stórútgerð-
arinnar á líðandi tímum.
Takist ekki að leysa ofhleðslu
vandamálið mjög bráðlega er
vá fyrir dyrum. Haldi skipin
áfram að hverfa án þess að af
þeim finnist hið minnsta, hér á
heimamiðunum hlýtur að reka
að því, að engin sjómaður ráðizt
á skip, og hvað tekur þá við?
Þó að það sé mjög hæpið að
álykta að þau skip. sem horfið
hafa, hafi farizt af ofhleðslu,
þar sem sjórinn morar af tundur
duflum þá verður hættan af of-
'hleðslu ekki minni fyrir það, og
ofhleðslunni verður alltaf um
kennt í hugum fólksins og um-
ræðum manna á meðal á meðan
hún er hryllileg staðreynd
og nú er.
Með vökulögunum, sem björg
uðu togarasjómönnunum frá því
að verða drepnir af þrælkun á
skömmum tíma, var stórútgerð-
inni einnig bjargað frá hnign-
un og falli.
Á sama hátt verður nú að
vinda bráðan bug að því að
bjarga sjómönnunum frá bráð-
um þana sakir ofhleðslu skip-
ana, og stórútgerðinni frá því
að líða undir lok.
Sjómannafélagi 563.
Clark hershöfðingi.
(Frh. af 5. síðu.)
með hinum ágætasta árangri.
Fimmti herinn hafði getið sér
mikið- frægðarorð í Norður-
Afríku áður en hann efndi til
innrásarinnar á Italíu ásamt
hinum brezku hersveitum.
Þegar sjöundi herinn var
þjálfaður undir innrásina á Sik-
iley, voru hersveitir hans æfð-
ar á vegum fimmta hersins.
Hersveitir þessar þóttu með af-
brigðum vel þjálfaðar. Þetta er
óneitanlega mikill sigur fyrir
Clark, enda hefir hann getið
sér mikinn orðstír fyrir æfinga-
kerfi sitt.
Sú saga er sögð, að þegar
Clark dvaldist með hersveitir
sínar í Marokkó, hafði loft-
varnasveit, er skipuð var blökku
mönnum, haft aðsetur sitt
VERÐLAGSSTJÓRINN hef-
ir birt athugasemd hér í
blaðinu við grein mína um há-
marksverð á bókum. í athuga-
semdinni segir svo:
„í auglýsingunni um lækkun-
ina var verðlagsstjóranum
heimilað að veita undanþágu
frá 20% lækkuninni, ef um slíkt
væri sótt, og voru þegar í stað
veittar nokkrar slíkar undan-
þágur, þar sem verðinu hafði
verið stillt í hóf. Voru þannig
gerðar ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir, að lækkunin
kæmi óréttlátlega niður. Bækur
þær, sem neitað var um und-
anþágu á, máttu allar við fullri
lækkun. Aðalatriðið í nefndri
grein er því líklega byggt á
þékkingarskorti greinarhöfund-
ar á framkvæmd lækkunarinn-
ar.“
Við skulum nú athuga svo-
lítið rök yerðlagsstjórans, þar
sem hann treður fram á ritvöll-
inn til varnar Viðskiptaráði.
í greinarkorni mínu tók ég
til dæmis um réttlæti verðlags-
ákvæðanna tvær þýddar skáld-
sögur. Önnur kostaði fyrir lækk
unina 25 krónur, hin 36. Ég
sýndi fram á, að ef 36-króna-
bókin hefði átt að vera hlut-
fallslega jafndýr hinni, hefði
hún átt að kosta 70 krónur.
Báðar lækkuðu um 20%, önnur
úr 25 krónum niður í 20, hin
ur 36 niður í 28 krónur og 80
aura. Þetta taldi ég stappa
nærri því, að þeim bókaútgef-
endum væri refsað, sem stillt
hefðu nokkuð í hóf verðinu á
bókum sínum, en hinir verð-
launaðir. Nú er mér kunnugt
um, að útgefanda 36-króna-bók
arinnar var neitað um undan-
þágu frá 20% lækkuninni. „Bæk
ur þær, sem neitað var urn
undanþágu á, máttu allar við
fullri lækkun“, segir verðlags-
stjórinn. Ég tek þessi orð hans
trúanleg. En hafi 36-króna-bók-
in mátt við fullri lækkun, hvaö
þá um hina? Ef 28 krónur og 80
aurar er um það bil hæfilegt
verð á stærri bókinni, hvað væri
þá hæfilegt, að hin kostaði sam-
kvæmt því, sem áður hefir ver-
ið sagt um hlutfallslegt jafn-
virði þeirra. Tíu krónur og tutt-
ugu og níu aurar — í stað 20
króna, sem nú er verð hennar,
vítalaust af hendi viðskipta-
ráðs!
Verðlagsstjórinn segir af tróni
síns valds, sinnar þekkingar,
sinnar réttlætistilfinningar:
„Voru þannig gerðar ráðstaf-
anir til þess að koma í veg fyr-
ir, að lækkunin kæmi óréttlát-
lega niður“!!
Verðlagsstjóri reynir að verja
það, hve seint var ákveðið að
setja hámarksverð á bækur. Á
yfirleitt að láta bókaútgefend-
ur ráða um verð allra þeirra
bóka sem þeir gefa út — eða á
stofnun eins og viðskiptaráð að
taka í taumana, þegar það sýn-
ir sig, að verð sumra bóka nálg-
ast það, að geta talizt okur?
Um þetta geta verið og eru
skiptar skoðanir. En viðskipta-
ráð hefir þarna skorið úr um
skammt frá bækistöð hans. Dag
nokkurn kom hávaxinn maður
í heimsókn til blökkumann-
anna. Hann tók þá tali, spurði
sþá, hvaðan þeir væru ættaðir
og hvernig þeim gætist að Af-
ríku. Hann hlustaði á kímnisög-
ur þeirra og skemmti sér hið
bezta. Skömmu síðar barst til
bækistöðvar yfirherstjórnarinn
ar svohljóðandi skjal, sem und-
irritað var af öllum mönnum
loftvarnarsveitar þessarar:
— Við undirritaðir æskjum
þess að mega lúta yfirstjórn
Clarks hershöfðingja og fylgj-
ast með honum, hvert sem
hann kann að stefna hersveitum
sínum í framtíðinni.
afstöðu, og þar sem í Ráðinu
mtmu eiga sæti hinir sömu
menn og um síðustu áramót,
mun óhætt að ætla, að ekki
hafi síðan breytzt afstaða þeirra.
til þess, hvort yfirleitt geti tal-
izt réttlætanlegt að höfð séu
opinber afskipti af verði bóka.
En ef til vill hefir ekki íyrir
nýár í fyrra verið komin fram
nein ástæða til slíkra afskipta?
Ég fullyrði, að þá hafi þegar
verið sýnt, hvert stefndi, og
þurfti ég ekki að hugsa mig uœ
mjög lengi, unz ég hafði rifjað
upp fyrir mér nokkur ótvíræð
dæmi til sönnunar þessu. Ég
skal nefna tvö.
í fyrrahaust kom út þýdd
saga, sem var 48 bls., prentuð á
mjög þykkan pappír. Svo var
lítið á hverri bls., að sagan.
hefði ekki orðið nema 24 síður,
ef hún hefði verið prentuð með
venjulegu letri — og línufjöldi
eins og nú er algengast á skáld-
sögum, sem til er vandað. Þessí
bók kostaði, raunar bundin í
striga, tíu krónur. Látum hiö
ómerkilega band kosta fjórar
krónur. Þá eru sex eftir. Það
er þá verðið á 48 blaðsíðum,
sem jafngilda einungis 24 með
miðlungslesmáli. Þá 'kostaði 119
blaðsíðna bók, útgefin í fyrra-
haust, 25 krónur, og var|þó les-
málið á henni svo glennt, að
hún hefði ekki orðið meira en
90 síður með nokkurn veghm
venjulegum línufjölda. Það er
því auðsætt, að viðskiptaráð
hefir enga afsökun. Ef það á
annað borð taldi rétt að setja
hámarksverð á bækur, þá hafði
það góðar og gildar ástæður til
slíkra ráðstafana þegar í árs-
byrjun 1943, hvað þá 1. sept-
ember s.l. En það lét allt darka
á bókamarkaðinum, unz það
skyndilega þaut upp og setti
ákvæði, sem það varð að aftur-
kalla að miklu leyti — daginn
eftir — sem óframkvæmanleg,
en þau af ákvæðunum, sem
voru látin lafa, hafa skapað
mikið og beinlínis óviðunandi
misrétti. Og svo er verðlags-
stjóri að láta skína í þekkingar
forða sinn á bókaverzlun og:
bókaútgáfu! . . . Við láturn það
svona vera! En það gleður mig,
að hann og aðrir, sem hefir ver-
ið falin forsjá verðlagsmálanna,
virðast að lokum hafa komizt
að þeirri niðurstöðu, að þeim
veiti ekki af hollum ráðum rit-
höfunda og bóksala um verð-
lagseftirlit á bókamarkaðinum.
Þeir hafa nú óskað ráðuneytis
þeirra, og Rithöfundafélagið
hefir lagt þeim til Tómas skáld
Guðmundsson, en Bóksalafélag
ið Gunnar forstjóra Einarsson,
óg vænti ég þess, að framvegis
verði það, sem frá Viðskipta-
ráði kemur um verðlag á bók-
um, þannig úr garði gert, að
verðlagsstjóri þurfi ekki að
bera fram svipaðar varnir og
hann hefir þegar boðið okkur
upp á í Alþýðublaðinu — hvað
þá að það verði á hann lagt, að
afturkalla meira en 20% af
því á morgun, sem hann tilkynn
ir landslýðnum í útvarpi og
blöðum í dag.
Guðm. Gíslason Hagalíu.
Sfúlka,
vön afgreiðslustörfum í
vefnaðarvörubúð, óskar
eftir atvinnu.
Hefir Verzlunarskólapróf.
Tilboð merkt: „Af-
greiðsla“ sendist blaðinu
fyrir föstudag.