Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. janúar 1944» fU|rí|ðttblaMð Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 49.02. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Aðalatriði og aukaátriði. FRÁ því var skýrt í Morg- unblaðinu í gær, að Bjarni Benediktsson hafi sagt á Varð- arfundinum um skilnaðarmálið í fyrrakvöld, að „sumir væru að reyna að vefja aukaatriðum inn í þetta einfalda mál“ til þess að tefja það. í tilefni af þessum ummæl- um hraðskilnaðarpostulans væri ef til vill ekki úr vegi að at- huga, hvað eru aðalatriði og hvað aukaatriði í'skilnaðarmál- inu. í>'- l . * Frá 1918 og allt fram á síð- ustu ár má segja, að þjóðin hafi verið alveg einhuga um þetta mál. Hún var ráðin í því að skilja að fullu og öllu við Dani og nota sér í því skyni þann rétt sinn, sem viðurkenndur var í sambandslögunum. Og enn er þjóðin jafn ein- huga um að skilja við Dani. En í stað þess, að áður voru allir sammála um, að gera það á löglegan hátt, samkvæmt sambandslögunum, er nú kom- inn upp ágreiningur um það, hvaða aðferðir skuli hafðar við skilnaðinn. Hinir svokölluðu hraðskiln- aðarmenn vilja ekki lengur fara hina löglegu, samningsá- kvörðuðu leið í málinu; þeir vilja ekki bíða þar til skilnað- urinn er okkur löglega heimill samkvæmt sambandslögunum, þó að ekki séu nema nokkrir mánuðir þangað til; og þeir vilja heldur ekki fylgja upp- sagnarákvæðum sambandslag- anna við þjóðaratkvæðagreiðsl- una um skilnaðinn. Með þessari stefnubreytingu hafa hraðskilnaðarmenn rofið þjóðareininguna um skilnaðar- málið. Hinir —• lögsfcilnaðar- mennirnir — hafa ekki fundið upp á neinu nýju til að skapa ágreining um málið; þeir halda aðeins fast við þá yfirlýstu síefnu þjóðarinnar allt frá 1918, að neyta, þegar þar að kemur, lagalegs, samningsbundins rétt- ar síns til skilnaðarins, sam- kvæmt sambandslögunum. * Og nú, þegar þetta er orðið Ijóst, geta menn séð, hverjir það eru, sem eru ,,að reyna að vefjá aukaatriðum inn í þetta einfalda mál“, eins og Bjarni Benediktsson á að hafa komizt að orði. Frá 1918 og allt fram á síð- ustu ár hefir öll þjóðin talið það aðalatriðí skilnaðarmálsins, að hún stæði einhuga um það á grundvelli sam- bandslaganna. En nú vilja hraðskilnaðarmenn ekki lengur viðurkenna, að þetta sé neitt aðalatriði; það á nú þvert á móti allt í einu að vera orðið aðalatriðið, að skilnaðurinn sé fíamkvæmdur áður en hann er heimill - samkvæmt sambands- lögunum og án þess að fylgt sé uppsagnarákvæðum þeirra! Eða hvernig á annars að skilja of- stopa hraðskilnaðarliðsins í sambandi við þetta atriði? Það, en ekki lögskilnaðar- Ármann Halldórsson : Skólamál á Englandi. UM ÞESSAR MUNDIR eru uppeldismál mjög til um- ræðu á Englandi eins og í lok fyrri heimsstyrjaldar. í enska þinginu hefir stjórnin lagt fram tillögur um endurskipun skóla- mála. Hafa þessar tillögur vak- ið mikla athygli. Er ætlun mín að gera nokkura grein fyrir þeim, en áður en ég lýsi sjálf- um tillögunum, mun ég gera stutta grein fyrir skipun enskr-a skólamála, einkum alþýðufræðsl unnar, sögu hennar og ýmsum atriðum, sem ég get hugsað mér, að áhugafólk um skólamál hefði gaman af að kynnast, og til skýringar gætu orðið tillög- unum. Því miður verð ég að fara eingöngu eftir bóklegum og munnlegum heimildum, þar sem ég hefi ekki átt þess kost að kynna mér enska skóla af eiginni raun. Englendingar urðu seinni til en ýmsar meginlandsþjóðir að koma á hjá sér almennri fræðslu. T. d. var skólaskylda leidd í lög í ýmsum hlutum Þýzkalands þegar á 17. öld, en það var ekki fyrr en á 19. öld, að vakna tók áhugi manna á Englandi á uppfræðslu almenn- ings, svo að kvæði verulega að. Það voru hvorki ríki né bæjar- félög, sem höfðu forgöngu um þessi mál í upphafi, heldur á- hugafólk, svipað og hér hefir átt sér stað um stofnun dagheim- ila. Mest kvað þó að kirkjunnar mönnum, en ýmsir fleiri létu til sín taka. Þetta var á tímum iðnbyltingarinnar, þegar mörg félagsleg vandamál urðu aðkall andi. Kröfur gerðust háværar um mannúðlegri meðferð á börnum og konum við störf í verksmiðjunum um endurbæt- ur á fangelsum og fleira. Þró- unarsaga skólamála í lýðræðis- löndum er yfirleitt samtvinnuð þróunarsögu félagsmála og mannréttinda. Hún er saga um vaxandi virðingu fyrir mann- inum. Árið 1833 er fyrsta skipti veitt fé til alþýðufræðslu á enskum fjárlögum. Það voru 20 þús. sterlingspund „sem hjálparfé til að reisa skólahús handa hinum fátækari stéttum. Stóra-Bretlands“, eins og kom- izt var að orði. Átti það að vera árlegur styrkur. Ári áður hafði hinn almenni kosningarréttur verið rýmkaður nokfcuð. — Á árunum frá 1833 til 1870 verða litlar breytingar á afskiptum ríkisvaldsins af þessum málum aðrar en þær, að styrkurinn er hækkaður jafnt og þétt og fleiri og fleiri skólahús eru reist. Ár- ið 1867 er kosningarréttur enn rýmkaður. Þá hlaut þann rétt fjöldi manna, sem voru bæði ólæsir og óskrifandi. Það var augljóst mál, að lýðræði, jafn- vel þótt mjög takmarkað væri, fékk ekki staðizt án almennrar uppfræðslu. Það gat verið hættulegur leikur. „Við yerðum að uppfræða húsbændur okk- ar“, varð almennt viðkvæði í brezka þinginu. Fræðslulög voru sett 1870. Almennri skóla- skyldu var þó ekki komið á fyrr en 10 árum síðar. En það skyldi tryggt, að öllum börnum gæfist kostur á tilsögn í lestri, reiknin^i og skrift. Ríkið skyldi fylla í þau skörð, sem eftir voru skilin af sjálfboðaliðunum. Skip aðar voru skólanefndir og þeim fengin fjárráð til þess að reisa skóla, þar sem þeir voru ekki fyrir. Talið er, að innan fárra ára hafi verið til skólahús handa öllum börnum í 1 andinu, en allmikil brögð þóttu að því, að foreldrar sendu ekki börn sín í skóla. Þess vegna var skóla- skylda leidd í lög. Ærið þóttu skólar þessir ó- fullkomnir. Þar var lítið sem ekkert kennt nema lestur, skr.ift og reikningur. Dæmi voru til þess, að 100 börn væru saman í deild. Og má nærri geta, að erfitt hefir verið að ná miklum árangri, en kennurum voru greidd laun eftir frammistöðu barnanna. Leiddi það til þess, að kennarar miðuðu kennsluna sem mest við prófin. Vandasamt var að vinna skipulegt starf í svo stórum deildum og freistuð- ust kennarar oft til að beita mjög hörðu við börnin, svo að fullkomið mannúðarleysi mátti heita. Árið 1902 voru sett ný fræðslulög. Var þar reynt að bæta úr ýmsum hinum verstu annmörkum, sem hér hafa ver- ið nefndir. Að öðru leyti voru höfuðatriði þeirra þau: í fyrsta lagi voru skólanefndir lagðar niður, en í þeirra stað sett fræðsluráð (Local Education Authorities), er nánar verður lýst, í öðru lagi var fé veitt til stofnunar framhaldsskólum, og í þriðja lagi var einkaskólunum veittur styrkur og fræðsluráð- unum fenginn réttur til afskipta af þeim. Skólanefndirnar þóttu gefast illa. Reyndist ókleift að fá til þessa starfs nægilega margt fólk, sem hefði skilning og á- huga á skólamálum. Hver sýsla (county) var gerð að fræðsluhér aði og auk þess hver hinna stærri borga.. Stjórn skólamál- anna var sameinuð sýslu- og bæjarstjórnum, en með raun- verulega stjórn í umboði þeirra fer fræðslumálastjóri, sem hef- ir sér við hönd tvo 'aðstoðar- fræðslumálastjóra í öllum hin- um stærri fræðsluhéruðum, annan fyrir barnaskólana, en hinn fyrir framhaldsskólana auk eftirlitsmanna eða námsstjóra, sem ferðast í sífellu milli skól- anna, fylgjast með störfum þeirra, gagnrýna og gefa leið- beiningar. Fræðsluráðin hafa í höndum sér fjármál skólanna. — Tiltekin upphæð er veitt bæði frá sýslu eða borg annars vegar og ríki hins vegar. Ríkið greiðir röskan helhiing. Fræðslu ráðin hafa allan ráðstöfunar- rétt á fénu. Þó eru kennaralaun auðvitað bundin föstum taxta. Ofar fræðsluráðunum ster.d- ur fræðsiumálastjórnin (Board of Education) í London. Forseti hennar er kennslumálaráðherr- ann og ritari einn þingmanna. Við hlið þeirra starfar svo fjöldi sérfróðra manna um uppeldis- mál. Fræðslumálastjórnin hefir ekki bein afskipti af skólahald- inu. Hlutverk hennar er að j marka hina almennu stefnu, er j fylgja skal. í því skyni hefir ( hún látið semja rit í hundraða- tali, þar sem tekin eru til með- ferðar öll hugsanleg efni, er uppeldismál varða. Eru rit þessi síðan send skólunum og ætlazt til, að þeim ráðum sé fylgt, er þar eru gefin. Eru mörg þessara rita stórmerk. — Á vegum fræðslumálastjórnar- innar starfa oft nefndir, er hafa það hlutverlc að gera tillögur um endurbætur í skólamálum. Frægust slíkra nefrida er Ha- dow-nefndin, er starfaði fullan áratug fyrir og eftir 1930. Verð- ur nánar vikið að niðurstöðum hennar síðar. í næstu grein verður skóla- kerfinu enska lýst og hlutverki hvers stigs innan þess, eins og það -virðist skilið af Hadow- nefndinni, en að tillögum henn- ar var það endurskipulagt á ár- unum 1926—’36. Sfyrfcjum úttilufað fil myndlidarmanna. EFND sú, er myndlistar- menn kusu úr sínum hópi til að úthluta fé því, sem menta málaráð veitti þeim, hefir nú lokið við úthlutun fjárins. í nefndinni áttu sæti þeir 'Jón Þorleifsson, . Finnur . Jónsson, Ríkarður . Jónsson, . Þorvaldur Skúlason og Jóhann Briem. Nefndin skipti fénu milli myndlistarmanna sem hér seg- ir: Kr, 3000.00. Ásgrímur Jónsson, Ásmund- ur Sveinsson. Jóhannes Kjarval Jón Stefánsson og Ríkarður Jónsson. Kr. 1800.00. . Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Blöndal Mýsinpr, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir M. 7 að kvðldi. Símf 4906. Jón Þorleifsson og Kristín Jóns- dóttir. Kr. 1200.00. Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Magnús Á. Árnason, Snorri Arinbjarnar, Svehm Þórarinsson og Þorvaldur- Skúlason. Kr. 900.00. Kristinn Pétursson. Kr. 400.00. Guðmundur Kristinsson. Leiðrétting. í fréttinni um hinar fyrirhuguðu- framkvæmdir á Akureyri, nýja dráttarbraut, bátakví og kola- bryggju, í blaðinu í gær, hefir mis- prentast nafn verkfræðingsins, sem hefir undirbúning þessara fram- kvæmda með höndum. í fréttinni stóð Finnbogi Rútur Valdemarsson en átti vitanlega að vera Finnbogi Rútur Þorvaldsson,, hinn lands- kunni hafnarverkfræðingur. menn, hefir „vafið aukaatrið- um inn í þetta einfalda mál“! Því að það er ekkert unnið við það fyrir þjóð okkar, þótt skiln- aðurinn yrði framkvæmdur fá- um mánuðuum fyrr en síðar, eða á annan hátt í berhöggi við sambandslögin. Kinsvegar ætti hún það á hættu, að slík fram- kvæmd skilnaðarins leiddi til hinna alvarlegustu eftirmála fyrir hana og yrði áliti hennar og sæmd út á við til varanlegs hnekkis. DAGUR, blað Framsóknar- flokksins á Akureyri, ger- ir dýrtíðina og hin töpuðu tæki- færi til þess að tryggja fram- tíð atvinnuveganna með stríðs- gróðanum að umtalsefni í aðal- ritstjórnargrein 20. þ. m. Þar segir: ,,Á fyrstu árum yfirstandandi heimsstyrjaldar gafst íslenzku þjóðinni stórfellt tækifæri til þess að koma atvinnuvegum sínum — og þar með grundvellinum undir fjárhagslegri og menningarlegri afkomu allra þegnanna um langan aldur — í vænlegt og öruggt horf. Þetta var fyrst og fremst hægt að gera með tvennu móti: Verðlagi í landinu varð að halda niðri með öflugrim ráðstiöfunum á borð við það, sem bezt þekktist með öðrum þjóðum í þeim efnum. Og í annan stað var lífsnauðsyn, að þjóðfélag- ið tæki í sínar vörzlur bróður- partinn af stríðsgróðanum, til þess síðar- að efla atvinnulífið, auka skipastólinn, rækta landið, reisa verksmiðjur og orkuver. Til þess að þetta gæti tekizt, var höfuð- nauðsyn, að pólitískur friður héld- ist í landinu og sterk og einhuga stjórn sæti hér við stýrið ófriðinn út.“ Þetta er vissulega viturlega mælt, og munu margir vilja skrifa undir það. En svo slær út í fyrir Degi. Hann segir: „Framsóknarflokknum var þetta þegar ljóst, og hann lagði fram sínar tillögur í samræmi við það. Og hann ætlaðist til þess, að aðrir flokkar tækju höndum saman við hann að koma þeim í framkvæmd og leiðrétta þær og endurskoða, jafnóðum og reynslan leiddi í ljós,. að þær þyrfti breytinga með að‘ einhverju leyti. Því miður varð ekki þessi raunin á: Svokallaðir leiðtogar verkalýðsins kepptust: þegar frá upphafi við að brjóta niður liverja hindrun, sem reynt var að leggja í götu sívaxandi dýrtíðar — með þeim afleiðingum^ að við búum nú, að góðærinú entu, við þá ægilegustu dýrtíð, sem þekkist í sögu þjóðarinnar frá öndverðu. Og atvinnuvegirnir eru því nær komnir í þrot af sömu ástæðu og alls ólíklegir til þess a5 standast samkeppnina á heims- markaðinum við aðrar þjóðir, sen» haldið hafa dýrtíð og framleiðslu- kostnaði í skefjum hjá sér.“ Jú, Framsóknarílokkurinm gerði sér þetta þegar Íjóst, eða hitt þó heldur í upphafi styrj- aldarinnar! Eða finnst Degi ekki, að það hafi vérið viturleg ráðstöfun til þess að halda niðri verðlaginu í landinu, þeg- ar þingmenn og ráðherrar Fram sóknarflokksins fengu með brögðum verðlag landbúnaðar- afurða tekið út úr gengislög- unum haustið 1939 og rifið úr þeim tengslum, sem það hafði þar verið sett í við kaupgjald- ið? Og heldur hann ekki að það hafi verið heppilegar dýrtíðar- ráðstafanir, að sprengja kjöt- og mjólkurverðið upp um 70% á sama tíma og kaupgjaldið hafi mest hækkað um 27 %? Þetta ætti Dagur að rifja upp áður en hann skrifar fleiri lof- greinar um Framsóknarflokk- inn og níðgreinar um verka- menn í sambandi við dýrtíðar- málin. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.