Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 3
¥imintudagur 27. jaiiúar 1944. ALÞTÐUBLAÐIÐ Borgin eiiífa. Rússar taafna milligöngu U.S.A. í deilunnl viö Pélveria. Brefar viðurkeiina engar hreytimnar á Pélsku lasadauBærununi frá 1939, segir Eden. Bandainenn fijrtja ítðinm matvæli. Talið er, að Þjóðverjar hafi haft á hrott með sér mikinn hluta þeirra matvælabirgða, sem til voru í Napoli, er þeir hörfuðu það- an fyrir 5. hernum. Á myndinni sést skipað í land vörum handa ítölum í Napoli-höfn. Landgangan suður af Róm gengur vel, en búizt er við hörðum átökum. Bandairoenn hafa rofið Via Appia og eru nú innan við þrjátíu ®g fimm kíiómefra frá ftém ÞJÓÐVERJAR flytja nú æ meira lið til móts við land- gönguheri bandamanna norðan Rómaborgar, sem sækja fram inn í landið og í áttina til borgarinnar. Síðustu fregnir herma, að bæði brezkar og amerískar hersveitir hafi rofið Via Appia, svo og tvíspora járnbraut, sem liggur milli Róm og Napoli. Könnunarsveitir fara fyrir meginhern- um. Bandamenn eru nú innan við 35 km. frá Róm og hafa tekið borgina Velletri og hrundið snörpu gagnáhlaupi. ALIÐ ER, að Róm falli bandamönnum í hendur nú á næstunni, eða að minnsta kosti í náinni frámtíð. ÁLeð hinni óvæntu landgöngu sunnan borgarinnar, hefir að- staða þeirra stórum breytzt. Sunnar voru sóknarskilyrði hin erfiðustu og vörn Þjóð- verja hin harðfengilegasta, en Róm, aðaltakmark banda- manna á Ítalíu nú, virtist jafnfjarri og áður. Augu manna um allan heim mæna enn á ný til Róm, til borgar- innar eilífu. ENGIN BORG í víðri veröld á eins mikil ítök í hugum menningarþjóða og Róm. — Hvort sem menn eru , kaþólskrar eða lútherskrar 'i trúar líta menn á Róm sem eins konar tákn hins óbreyti- lega, hins eilífa hér á jörð, og ber margt til þess. Þangað hafa menn sótt öldum saman úr öllum löndum' heims, til þess að skyggnast inn í for- tíðina, kynnast ótæmandi fjársjóðum hennar og teyga andrúmsloft hins horfna, — þess, •—■' sem var. Ferða- manninum, sem nemur stað- ar við rústir Colosseum, hringleikahússins mikla, sem Vespasianus keisari lét reisa endur fyrir löngu, finnst hann skilja betur, hvað við er átt, þegar borgin var köll- uð ,,eilíf.“ ERÁ ÞESSARI BORG var bin- um þeklfta heimi stjórnað um margra alda skeið, þaðan fóru hinir sigursælu og aga- sömu herskarar Rómaveldis nm löndin umhverfis Mið- jarðarhaf allt til Bretlands. Þar gengu sigraðir þjóð- höfðingjar smánargönguna á eftir vagni sigurvegarans og þangað var flutt ógrynni her- fangs og listaverka, sem varðveitzt hafa allt fram á þennan dag. Hvergi í heim- inum er samankomið sl.íkt safn listaverka, fornminja og bygginga og í Róm. Þar er óþrjótandi uppspretta fróð- leiks um fornöldina og þá, sem þá skipuðu málum í heiminum. EN SIGURBOGINN FRÆGI, múr Áreliariusar og grafhýsi Hadrians fengust á misjafn- an hátt. Þau eru til orðin fyrir slit og þjáningar margra kynslóða undirok- aðra þjóða, þau eru reist í skjóli vopnavalds hinna sig- ursælu og harðfengu Róm- verja, en vopn þeirra voru hert í blóði og tárum. Tím- inn leið. Rómaveldi hnign- aði, germanskar þjóðir brut- ust inn í ríkið og Vandalar , rændu borgina. Rómverski örninn, sem hafði svifið á styrkum vængjum yfir óra- víddir, féll magnþrota til jarðar. Nýjar þjóðir komust til vegs og valda, en um frægðarorð Rómverja var ekki talað, nema í sögubók- um. Tunga þeirra, sem eitt sinn var töluð jöfnum hönd- um í öllum hinum þekkta heimi, dó, og heyrðist ekki nema af vörum fræðimanna. EN BORGIN SJÁLF breyttist Talið er, • að aðalorrustan um Róm hefjist þá og þegar og er búizt við heiftarlegum átökum. Gengur vel að koma hermönn- um og ibirgðum á land og veita flugvélar bandamanna landhern um mikla aðstoð. Á Garigliano-vígstöðvunum hafa Bandaríkjámenn brotizt yf ir Rapido-á. Hefir varnarlína Þjóðverja á þessum slóðum, er þeir nefna Gustav-línu^ ekki reynzt eins örugg og við hafði verið búist, þar eð Kesselring marskálkur hefir sent mikið af liði sínu norður á Ibóginn til móts við landgönguheri banda- manna. Þjóðv. hafa komið fyrir mörgutm jarðsprengjum við Cassino, sem torvelda banda ekki. Hún var enn, sem fýrr, borgin eilífa. Niðurlægingar- tímar komu og það eru enn ekki liðin hundrað ár síðan Ítalía, kjarni Rómaveldis, — varð eitt ríki. En þá tók aft- ur að rofa til. Fólkið tók aftur að menntast og Róm mönnum sóknina. Sumar fregn ir herma, að Þjóðverjar hafi yf- irgefið borgina, en það hafði ekki verið staðfest, þegar síðast fréttist. Er bent á, að hin skæðu gagnáhlaup Þjóðverja þar að undanförnu séu vísbending þess^ að þeir hafi ætlað að hörfa það an norður á bóginn og taka sér varnarstöðu við Róm. Tíðinda- lítið er af vígstöðvum 8. hers- ins. Flugvélar bandamanna hafa einkum ráðizt á samgönguleiðir Þjóðverja milli Róm og suður- vígstöðvanna. Sprengja féll á mikilvæga járnbrautarstöð skammt frá Cetrano. Um 30 sprengjuflugvélar reyndu að trufla landgöngu bandamanna, en voru hraktar á brott. varð enn á ný miðstöð menn- ingar og fræðslu. Skyndilega varð afturkippur. Með svik- um og prettum, morðum og ránum, tókst einum leikn- asta loddara þessarar aldar að draga úr framvindu þró- Frh. á 7. eíðu. AÐ var tilkynnt opinber- lega í Moskva í gær, að rússneska stjórnin hefði hafn- að tilboði Bandaríkjastjórnar uni að miðla málum í landa- mæraágreiningi Rússa og Pól- verja. Anthony Eden, utanrík- isráðherra Breta lýsti yfir því í gær á þingfundi, að brezka stjórnin viðurkenndi engar breytingar á landamærunum frá 1939, en héldi fast við At- lantshafssáttmálann. Hafa tíðindi þessi hvarvetna vakið gífurlega athygli og þykir mönnum þunglega horfa um lausn þéssa máls á samkomu- Iagsgrundvelli. Rússar rökstyðja neitun sína með því, að málið sé ekki ,svo aðkallandi eða alvarlegt, að aðstoðar Bandaríkjanna þuvfi með. Engar fregnir hafa erm borizt um viðtökur þessarar neitunar í Washington. Hins vegar flutti Eden ræðu í neðri málstofu brezka þings- ins, þar sem hann markar skýrt afstöðu Breta til þessa máls. Eden sagði, að brezka stjórnin mundi halda beirri stefnu, að v.iðurkenna engar landamærabreytingar Póllands síðan 1939, í fullu samræmi við ákvæði Atlantshafssáttmálans. Með þessu er skýrt láfið í ljós, að Bretar muni snúast á | móti kröfum Rússa um ný landamæri Póllands, hvort sem miðað verður við Curzon-lín- una eða einhver önnur tak- mörk. Síðan sagði Eden: ,,Slík er afstaða vor. Brezka stjórnin mun halda Atlantshafssáttmál- ann.“ Eins og kunnugt er, kröfðust Rússar þess af Pólverjum, að landamæri ríkjanna yðru end- urskoðuð og lögðu til, að svo- nefnd Curzon-lína yrði lögð til grundvallar, en Curzon-línan er í meginatriðum sú hin sama og markalína Rússa og Þjóðverja, er mótspyrna Pólverja hafði verið brotin á bak aftur árið 1939. Pólska stjórnin svaraði á þá leið, að ekki væri tíma- bært, vegna samheldni banda- manna, að reifa þessi mál nú, en bað stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna að miðla mál- um. Er uggur mikill í mönnum út af þessum atburðum, og telja sumir, að óhyggilegt sé af Rússum, að hafna milligöngu hinna engilsaxnesku, stórvelda, og þykir það ekki spá neinu góðu. Lundúnablöðin í gær gera sér mjög tíðrætt um neitun Rússa. Leggja sum áherzlu á, að Rúss- a rhafi þakkað góðvilja Banda- ríkjastjórnar, þótt þeir hafi ekki viljað færa sér hann í nyt. Flest blöðin bera fram þá von og ósk, að hægt verði að leysa þetta viðkvæma vandamál á samningsgriundvelli svo báðir megi við una. 9 Járnbrautarbærinn (aichina á valdi Rússa. NÝRRI dagskipan Stalins í gær var tilkynnt, að Catchina, mikilvægur járnbraut arbær, væri nú á valdi Rússa. Þá hafa þeir einnig tekið Krasnogvardeisk og Vladimir- skaya. Borgir þessar voru afar þýðingarmiklar í /arnárkerfi Þjóðverja á Leningrad-víg- stöðvunum. Þjóðverjar flytja nú í ofboði liðsauka frá Estlandi og Lett- landi til þess að stemma stigu við framsókn Rússa, en [:að virðist lítinn árangur bera. í Ukrainu gera Þjóðverjar ítrekuð gagnáhlaup og reyna að stöðva Rússa áður en þeir komast að járnbrautarlínunni Odessa-Varsjá. Áhlaupunum hefir verið hrundið og biðu Þjóðverjar mikið manntjón. Rússar segja Þjóð- verja valda að morðunum á pólsku liðsforingjunum. RÚSSAR hafa nú tilkynnt, að nefnd sú, er þeir settu á laggirnar til þess að athuga ákæru Þjóðverja um, að þeir hefðu látið myrða um 11 þús- und pólska liðsforingja og lát- ið grafa þá skammt frá Smol- ensk í einni gröf hafi nú skil- að áliti. Segja Rússar þetta ó- satt með öllu og telja Þjóð- verja valda að glæpum þessum er Smolensk var á valdi þeirra. Kemst nefndin að þeirri nið- urstöðu, að ýmis gögn, sem fundust með líkunum og læknis skoðun sanni, að þetta hafi átt sér stað meðan Smolensk var í höndum Þjóðverja. Þá er sagt að menn þessir hafi allir verið skotnir í hnakkann með skam- byssu, en slíkt hafi verið háttur Þjóðverja, er því var að skipta. Rússar segja, að um 135 þús- und manns hafi verið teknir af lífi í Smolensk-héraði og af 7900 húsum standi aðeins um 300 uppi. Á sínum tíma fóru Pólverjar þess á leit við alþjóðlega Rauða krossinn, að hann græfizt fyrir um það, hvað hæft væri í psök’- ununum um morðin á pólsku liðsforingjunum, en Rússar neituðu því og kváðust sjálfir mundu rannsaka málið. Vestur-Evrópa: Loftárásum haldið áfram. D ANDAMENN héldu upp- teknum hætti í gær og fóru í hvern árásarleiðangur á fætur öðrum á ýmsa staði í N.-Frakklandi. Orustuflugvél- arnar voru í fylgd með sprengjuflugvélunum. í fyrri- nótt fóru Mosquito-flugvélar til árása á V.-Þýzkaland. Allar flugvélar bandamanna komu aftur til bækistöðva sinna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.