Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 6
 'IJi feLÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. janúar 1944. Slálvegur. Á myndinni sést Walter Bates; eftirlitsmaður þjóðvega í Darien, Connectieut í Bandaríkjunum, sýna fallegri frú nýja gatnagerð. Er yfirtborð vegarins gert úr stálmöskva og er mjög fljótlegt að leggja slíka vegi, sem þykja ódýrir og endingargóðir, en frúin hefir áhuga á slíkum vegum^ því hún á faltegan bíl, Hæstaréltardómur út af skuldamáli. Dánarbú Karvels Jénssonar gegn Agli Ragnars. Q ÍÐAST LIÍÐINN mánudag var kveðinn upp í hæsta- rétti dómur í málinu, dánarbú Karvels Jónssonar gegn Agli Ragnars. Niðurstöður og dómur hæsta réttar eru á þessa leið: fíéraðsdóminn hefir uppkveðið Guðmundur Hannesson bæjar- fógeti á Siglufirði. Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæstréttar með stefnu 19. apríl f. á., krefst þess aðallega, að stefndi verði dæpad ur til þess að greiða honum kr. 5654.50 með 5% ársvöxtum frá 4. sept. 1942 til greiðsludags, en til vara 21% af kr. 450.56 að viðbættum 5% ársvöxtum frá 30. sept. 1936 til upphafs nauðasamnings, 20. okt. 1939, eða kr. 1088.64 ásamt 5% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Svo krefst hann og málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst aðallega, að honum verði dæmt að greiða 21% af kr. 4508.56 eða 946.80, en til vara kr. 1088.64 ásamt 5% ársvöxtum af hvorri upp- hæðinni, sem dæmd yrði, frá 4. sept. 1942 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Það er ágreiningslaust, að hlnn 30. sept. 1936 skuldaði á- frýjandi Óskari Halldórssyni, útgerðarmanni, kr. 4508.56, og skyldu vextir greiðast af skuld þessari. Með yfirlýsingu 2. maí 1937 tók stefndi að sér greiðslu skuldarinnar og veðsetti áfrýj- anda til tryggingar efndum af sinni hálfu 300 tómar síldar- tunnur og 50 tunnur af salti, er voru geymdar hjá þriðja manni, og átti áfrýjandi rétt á að fá veðið afhent, ef stefndi greiddi ekki skuldina fyrir 20. júlí 1937 Yfirlýsing þessi var ekki þing- lesin og ekki verður séð, að igeymslumaður hafði haft vörslu muna þessara fyrir áfrýj- anda. Stofnuðust því með yfir- lýsingunni hvorki sjálfsvörslu- veð, handveð né önnur hlut- bundin réttindi yfir framan- greindum verðmætum. Hinn 20. október 1939 leitaði stefndi nauðasamninga við lánar- drottna sína. Tókust þeir á þá leið, að stefndi skyldi greiða 21% af almennum kröfum, og voru samningarnir staðfestir í skiptaréttl 13. marz 1940. Nauða samningarnir náðu til kröfu á- frýjanda, enda þótt hann lýsti henni ekki eða hann kæmi á annan hátt fram meðan á samn- ingunum stóð, sbr. 2. málsgr. 37. gr. laga nr. 19 frá 1924. Átti því áfrýjandi sem al- mennur kröfuhafi rétt á að 21% af kröfu sinni, eins og hún var að viðbættum vöxtum við upp- haf nauðasamninganna. Þessi hundraðshluti kröfunnar nem- ur samkvæmt reikningi um- boðsmanna aðilja kr. 1088.64. Ber að dæma stefnda til að greiða þá upphæð ásamt vöxt- um frá 13. apríl 1940, en þá var skuldin eindöguð sam- kvæmt nauðasamningunum. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefndi greiði áfrýjanda kr. 1200.00 í málskostnað fyrir báðum dómum. Því dæmist rétt vera: Stefndi, Egill Ragnars, greiði stefnandanum, dánarbúi Karvels Jónssonar, kr. 1088.64 með 5% ársvöxtum frá'13. apríl 1940 til greiðsludags og kr. 1200.00 í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að yiðlagðri aðför að lögum. Piltarnlr, sem brulust inn um áramótin, dæmdir. PILTARNIR, sem frömdu innbrot og þjófnaði um áramótin, hafa nú verið dæmd- ir. Aðallega voru þetta tveir piltar, sem höfðu frámið inn- brot og þjófnað. En auk þess voru fimm aðrir piltar þátttak- endur í nokkrum innbrotum. Tveir piltanna voru dæmdir í eins árs fangelsi hvor. Dóm- arnir eru skilorðsbundnir og skal barnaverndarnefnd hafa eftirlits með piltunum næstu 5 ár. Hún ákveður dvalarstað þeirra og störf og hefir eftirlit með hegðun þeirra. Þrír piltanna voru dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hver. Var sá dómur einnig skilorðs- bundinn. Tveir piltanna voru 16 ára gamlir. Þeir voru ekki dæmdir Nokkur minningarorð um Jón Árnason lækni á Kónaskeri. AÐ munu ekki lengur vera talin nein stór eða furðuleg tíðindi, þó að sú fregn berist, að íslenzkur læknir hafi fallið frá á bezta aldri, því’ fróðir menn telja, að lækna- stéttinn nái lægri meðalaldri en aðrar stéttir hér á landi. En þrátt fyrir það, er fráfall góðs héraðsíæknis á bezta aldri, ein hin mesta harmafregn fyrir það hérað, sem hefir orðið fyr- ir því, að missa lækni sinn, ekki sízt nú á dögum, þegar erfiðlega gengur að fá mann í manns stað, og viðkomandi hérað má búast við því, að verða læknislaust svo misser- um skiptir á eftir. Hver sá, er veikist, verður að deyja drottni sínum þar sem hann er kom- inn, án læknishjálpar, ef hann réttir ekki við af eigin mætti. En hætt er við undir slíkum kringumstæðum, að ýmsir fylgi lækni sínum eftir, yfir landa- mærin miklu, þar sem hann er ekki lengur til staðar, til að rétta hjálpandi hönd þeim, sem veikur verður. Það var því í sannleika mikil harmafregn fyrir Öxarfjarðar- hérað, er lát Jóns Árnasonar, héraðslæknis á Kópaskeri, bar að höndum, en hann andaðist að heimili sínu eftir stutta legu hinn 10. þessa mánaðar. Hann var enn á bezta aldri og virtist allhraustur svo að segja fram til síðustu stundar, svo að andlát hans kom öllum að ó- vörum. Jón læknir Árnason var stórbrotinn gáfumaður og mik- ilhæfur, duglegur héraðslækn- ir og skyldurækinn, svo að mér er ljúft og skylt að minn- ast hans með nokkrum orðum. Hann var fæddur að Garði í Mývatnssveit hinn 10. okt. 1889 og ólst þar upp, að nokkru leyti hjá foreldrum sínum, en að nokkru leyti hjá barnlaus- um hjónum, sem voru þar í húsmennsku. Hétu fósturfor- eldrar hans Anna Jónsdóttir og Sigurður, og var Sigurður þessi bróðir Jóns Guðmundssonar, er lengi var verzlunarstjóri á Siglufirði, kenndur við ,Gránu‘- félagið. Mun þetta hafa verið ’ Jóni til láns, því foreldrar hans voru ekki efnaðir, en börnin mörg.- Þjóðkunnast þeirra Garðsystkina er skáldkonan Þura í Garði. En öll voru þessi börn þeirra Garðshjóna vel gefin, sem kallað er. Þau Garðshjón, Árni Jóns- son og Guðbjörg Stefánsdóttir, foreldrar Jóns læknis, voru af góðu bergi brotin. Einkum var Guðbjörg og systkyni hennar, á orði fyrir fjölhæfar gáfur. Hjálmar fiðluleikari mun hafa verið þeirra þekktastur, og hagyrðingur var hann með af- brigðum góður, þó hann héldi því lítið á lofti. Jón var snemma bráðgjör og karlmenni hið mesta. Þótti hann afburða liðsmaður að hvaða verki, sem hann gekk, o'g reyndi oft mjög á það í fjallgöngum og eftirleitum á hinum víðlendu og hættulegu Mývatnsöræfum. Sagði hann mér oft frá ýmsum sögulegum svaðilförum frá þeim árum. Lítils háttar undirbúningsnáms naut hann á þessum árum, en fjarri fór því, að hann hugsaði til langskólanáms. Og þegar hann vorið 1910 fór til Ákur- eyrar og tók þar próf upp í 2. bekk Gagnfræðaskólans, þá nærri 21 árs að haldi, mun honum enn ekki hafa komið til hugar, að hann væri með þessu að ganga út á embættismanna - en mál þeirra send dómsmála- ráðuneytinu til athugunar. Piltarnir, sem hlutu dóm, voru allir 17 og 18 ára gamlir. Jón Árnason. brautina. Þrátt fyrir aldurinn, gekk bonum námið í bezta lagi, og við gagnfræðaprófið vovið 1912, tók hann eitt hið bezta próf í íslenzku, sem tekið var við skólann í tíð Stefáns skólameistara. Næstu þrjá vet- ur stundaði hann nám við Menntaskólann, en á sumrura vann hann ýmist í kaupavinnu eða við síld á Siglufirði. Stúdentspróf tók hann vorið 1915, og ákvað að sigla um haustið til Háskólans í Kaup- mannahöfn og stunda þar nor- ræn fræði, því að þeim verk- efnum stefndi hugurinn allur. Síðan fór hann norður til að vinna sér inn farareyri. Þegar hann kom hingað um haustið, var dvalarleyfið við Hafnar- háskólann þegar fengið, en skipsferð var engin fáanleg á næstunni, því betta var á með-1 an fyrri heimsstyrjöldin geis- aði, og allt í óvissu um allar siglingar. Þótti honum illa standa hagur sinn, og var dap- _ ur mjög dag hvern, að því hann sjálfur sagði mér. Liðu svo nokkrir dagar, að hann sá engin úrræði. Gekk hann þá á hverjum morgni nokkurn spöl út úr bænum og hugsaði ráð sitt. Mætti hann þá eitt sinn Böðvari heitnum Kristjánssyni, Menntaskólakennara, og sagði honum allt eins og var, og spurði hann ráða. Böðvar ráð- lagði honum að hætta við Hafnarferðina og byrja bá þegar nám við Háskóla íslands. Þetta ráð tók Jón, fór samdæg- urs niður í skrifstofu Háskól- ans, og lét innrita sig í lækna- deildina. En fjarri fór því, að þessi ráðabreytni væri með öllu sársaukalaus fyrir hann. Þegar hann einu sinni var snúinn við, var hann ekki í vafa um stefnuna. Hann stundaði há- skólanámið af hinu mesta kappi, og gengdi oft læknis- störfum að sumrinu, síðari ár- in, sem hann var í skóla. M. a. var hann bæði í Keflavík og á Hofsósi, í forföllum ann- arra lækna. í ársbyrjun 1921, lauk hann prófi við háskólann og sigldi samstundis til framhaldsnáms, en hann kom aftur snemma sumars. Var hann þá þegar skipaður læknir í Öxarfjarðar- héraði og kom hann þangað á miðju ári árið 1921, og dvaldi þar æ síðan. Hann var góður læknir og skyldurækinn, afburða dugleg- ur ferðamaður og lét ekkert hindra sig á hverju sem gekk. Álit hans í héraði fór alltaf vaxandi, og er það fremur fá- títt með lækna. Venjulega er þeim tekið fyrst með kostum og kynjum, en þegar árin fjölga, fer dálætið venjulega að minnka. Þetta sýnir m. a. að Jón læknir var óvenjulegur maður á ýmsa lund. Og öllum þeim, sem til þekkja, ber sam- an um, að öruggastur var hann, þegar mest á reyndi. Persónulega hafði sá, er þetta ritar, mestar mætur á Jóni lækni vegna hins mikla áhuga, sem hann hafði á þjóðlegurn fræðum. Hann stundaði mikið þjóðfræði og ættfræði og vona ég að eitthvað liggi eftir hann skráð í þeirri grein. Hann var afburða hagur á íslenzkt mál, og eru skýrslur hans til land- læknis glöggt vitni um það. — Þær skýrslur voru ekki þurrr fróðleikur, heldur fróðleikur og skemmtilestur í senn, enda hafði hann alveg sérstakt lag á því að fræða og skemmta í einu. Tel ég það ekkert oflof þó ég segi: að mér fannst hann vera með allra skemmtileg- ustu mönnum, sem ég hefi kynnzt. Smásögur og skrítlur hafði hann ávallt á hraðbergi, ef svo bar undir, vanalega úr íslenzku þjóðlífi, og sagði þær manna bezt. Jón læknir var að ýmsu leyti maður sérkennilegur í háttum og tilsvörum, svo að um hann mynduðust þjóðsögur, er sumar flugu víðs vegar um land. Sjálfur gjörði hann ekk- ert til að koma í veg fyrir það, nema síður væri, og hafði gaman af. En slíkt ber helzt við, er mikilhæfir og stórbrotn- ir menn eiga í hlut, sem þora að bjóða ‘almenningsálitinu byrginn. Á háskólaárum sínum kvænt- ist Jón Valgerði Sveinsdóttur, frá Felli í Sléttuhlíð, hinni á- gætustu búkonu, og var hjóna- band þeirra hið farsælasta. Komust þau í góð efni, eign- uðust 7 mannvænleg börn, og lifa 6 þeirra. í Öxarfjarðarhéraði- mun Jóns læknis lengi minnzt. sem eins hins ágætasta manns, er þar hefir lifað og starfað. í dag verður hann borinn til grafar, og verður honum fylgt þangað af héraðsbúum, sem syrgja lækni sinn og sakna hans, er var skemmtilegur félagi og heilbrivður, gáfaður og stórbrotinn maður, sem eng- inn gleymir, þó leiðirnar skilji. Benjamín Sigvaldason. Friðarfrelsisflokkvirinn heldur almennan fræðsluút- breiðslufund í húsinu, Aðal stræti 12, uppi, fimmtudags- kvöldið 27. janúar, kl. 9. -—- Fundarefni: Lýðveldisstjórn in, forsetakjörið. Friðarfrelsisforsetinn, lýsir því yfir, að gefnu tilefni, að ég verð frambjóðandi við væntanlega forsetakosningu á íslandi. Drægi ég mig til baka ótilneyddur, „væri það svik gegn íslenzka lýðræðis- ríkinu, aðdáendum mínum, fylgifólki og friðarvinum.‘‘ Jóh. Kr. Jóhannesson. Smekklásar Hengilásar. Slippfélagið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.