Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 5
/ Fimmtudagur 27. janúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ 8 Amerísku hjiúkrunarkonunar á myndinni yinná við sjúkrahús flotans í Adak í Alaska. Þær hafa brugðið sér í skemmtiferð til einnar Aleuta-eyjanna, sem eru undan ströndum Alaska. Aleuta-eyjar er mjór og langur eyjaklasi, sem liggur í stórum boga suðvestur af Alaska í átt ina til Kamtchaka í Asíu. Þær eru f jöllóttar mjög og eldbrunnar og þar er loftslag hráslaga- legt. En iþær hafa mikla hernaðar-þýðingu og því var það, að Japanar réðust þar á land, en urðu að hörfa á brott fyrir árásum Bandaríkjamanna. Var einna mest talað um bardaga um Kiska og Attu, eins og menn rnuna. Málarinn Edvard Munch GREIN ÞESSI um hinn fræga norska málara, Edvard Munch, sem lézt í Osló s.l. sunnudag, áttræður að aldri, er eftir Herbert Read og þýdd úr „The Norse- man“, tímariti Norðmanna í Lundúnum. EDVARD MUNCH er sá málari Norðmanna, sem getið hefir sér mesta frægð utan heimalands síns. Þó eru verk hans engan veginn eins kunn á Englandi eins og vert væri. Það var fyrst á sýningu í Skotlandi árið 1932, sem myndir eftir hann voru sýndar. En haustið 1936 var efnt til sýningar á 'verkum hans í Lundúnum. Vissulega er það ekki ofmælt, að það sé illa far- ið, að listaverk þessa frábæra norræna málara skulu ekki vera kunnugri Bretum, en þess- ar upplýsingar vitna um. A- stæðan fyrir þessu er eigi hvað sízt sú, að Munch aðhyllist ex- pressionismann í list sinni. Bretar hafa hins vegar mjög haldið trypgð við þá stefnu í málaralist, sem kennd er við hina miklu snillinga Frakk- lands, enda sízt að undra, því að brezkir málarar hafa veitt impressionismanum fulltingi allt frá því að áhrifa Constable og Tuners tók að gæta. Ex- pressionisminn er fyrst og fremst norræn listastefna, en impressionisminn hins vegar suðrænn að uppruna. En þess ber að gæta, að það eru ekki fyrst og fremst listastefnurnar, sem máli skipta. Mest er um það vert, að listamaðurinn sé sjálfstæður og frumlegur, brjóti nýjar brautir, flýtji ný sann- indi. Og þegar þessa er gætt, er vissulega mikil ástæða til þess að kynna sér vendilega verk Edvards Munchs, hins frumlega og mikilhæfa norska snillings. Munch fylgdi hinni þýzku listastefnu, og hann hefir átt mikinn og merkan þátt í því að móta hana og gefa henni gildi. Hann er frumherji á sínu sviði í líkingu við Cézanne hinn franska. En þetta er ástæðan fyrir því, áð hann er ekki eins kunnur og ætla hefði mátt í löndum Engilsaxa. Munch fæddist hinn 12. des- ember árið 1863 í smáþorpi skammt norðan við Oslóborg. Hann nam fyrst hjá hinum fræga málara Christian Krogh, sem er merkasti frumherji im- pressionismans í Noregi. Hann dvaldist í París á árunum 1889 —1892 og svo aftur 1895— 1897. En hann lærði næsta fátt í París, virðist lítt hafa hrifizt af listastefnu þeirri, sem þar var í mestum metum. Sérkenna hans sem málara gætir þegar á myndum þeim, er hann mál- i aði áður en hann fór til Parísar. Milli þess sem hann dvaldist í París svo og á árunum 1897—- 1909 dvaldist hann lengst af í Þýzkalandi. Þar gat hann sér mikla frægð og viðurkenningu á vettvangi listar sinnar. Aðda- éndur hans í Þýzkalándi stofn- uðu með sér félag, er þeir nefndu: ,,Brúna“. Þeir viður- kenndu Munch sem hinn mikla meistara sinn og læriföður. Þeir, er mynduðu félag þetta, áttu undir forustú Munchs mestan þátt í sköpun og þróun expressionismans. Æskuverk Munchs vitnuðu um mikla skáldlega innsýn og hugsæi, eins og meðal annars má marka á nöfnum þeim, er hann valdi þeim. „Veika stúlk- an“ og Látna móðir“ eru mynda heiti sérkennandi fyrir hann. Myndir hans vitna ekki aðeins um mikla þjálfun í meðferð lita heldur og skarpan skilning og mótaða lífsskoðun. Hann var næsta djarfur í list sinni eink- um á yngri árum. Hann var himt stórhuga og framsýni snill- ingur. Munch skreytti hinn fræga hátíðasal háskólans í Osló. Eru ýmsar myndir hans þar taldar með mestu listaverkum hans. Munch festi aldrei yndi við neitt annað en listiðkun sína. •— Hann kvæntist aldrei ■— kvaðst aldrei hafa haft tíma til þess. ■— Málaralistin er mér í senn sjúkdómur og lyf, komst hann sjálfur að orði einhverju sinni. — Sjúkdómur, sem eng- in lækning fæst við, lyf, sem ég get ekki án verið. Hann fann aldrei hvíld né ró við neitt ann að en mála og teikna. Munch var maður mikill og gervilegur að vallarsýn, óvenju lega fríður maður sýnum og föngulegur. Enni hans var hátt og hvelft, augun stálgrá og hvöss. Hvar sem leiðir hans lágu, duldist éngum, að mikil- menni og höfðingi var á ferð. Hann var sannur sonur þjóðar sinnar, snillmgur, sem lengi verður að miklu getið í nor- rænni listasögu. Norska þjóðin hefir mjög komið við sögu styrjaldar þeirr ar, er nú geisar. Styrjöldin og hernámið hefir leitt miklar þrengingar og þrautir yfir Norðmenn. Land þeirra og þjóð er í sárum af hennar völdum. En að sumu leyti hefir böl hennar orðið hinni norsku þjóð til heilla. Hún hefir herzt og skírzt í hreinsunareldi erfið- leika og ógna síðustu tíma. Og Norðmenn hafa efnt til nýs land náms á styrjaldarárunum, þótt aðeins sé til bráðabirgða. Fjöl- margir Norðmenn dveljast um þessar mundir á Bretlandi. Þetta hefir orðið til þess að brezka þjóðin og norska þjóðin hafa tengzt traustum böndum, sem aldrei munu rofna. Og að ráðnum úrslitum hildarleiksins, munu hinir útlægu Norðmenn ekki aðeins hverfa aftur til ætt lands síns, strax og þess gefst kostur. Fólk annarra þjóða, sem hefir kynnzt Noregi af sögn eða raun, mun hafa. mik- inn hug á því, að sækja heim þetta fagra og sögufræga land, Þá mun hver sá útlendingur, sem gistir Noreg, gera sér allt far um að kynna sér listaverk Edvards Mupchs — snillings- ins, sem lætur eftir sig hið mikla og merka ævistarf. * Nú hafa borizt þau tíðindi, að Edvard Munch hafi látizt í Osló síðast liðinn sunnudag, meira en áttatíu ára gamall. Á áttatíu ára afmæli hans í haust, er leið, var honum margvísleg- ur sómi og heiður sýndur. Með honum er til moldar genginn einhver frægasti og mikilhæf- asti sonur Noregs — meistari, sem á langri ævi gat sér ódauð- legan orðstír. Orðsending til útvarpsráðs — Náttúrulækningar — Handayfirlagningar — Hitaveitugjaldskráin — Bók eftir Kanada-íslending. AÐ ER ALLTAF verið að skrifa mér og biðja mig um að biðja útvarpsráð að láta „Hljóm sveit Bjarna Böðvarssonar“ spila oftar en gert er. Þessir bréfritarar hafa mikinn áhuga fyrir því að dansmúsikin og danssöngvarnir sé sem bezt og þeir virðast vera að minnsta kosti þeirrar skoðunar, að þessi liljómsveit geri það bezt. NÁTTÚRULÆKNINGARNAR eru að verða tízka. Þetta grípur um sig um þessar mundir með ó- trúlegum hraða — og virðist jafn- vel vera að verða trúarbrögð. Ég hygg að flest trúarbrögð séu verri en þessi hin nýju, því að grund- völlurinn undir kenningum nátt- úrulækninganna er að lifa á heil- brigðari og einfaldari fæðu. ÉG HEF ALDREI haft trú á brennivíni, kaffi, tóbaki, hvíta- sykri eða hveitibrauðum — og ég hygg að bezt fari -á því, að notað sé sem minnst af þessu rusli. Nei, betra er að éta blóðmör, rúgbrauð og drekka sykurlaust vatn og mjólk. Ég er yfirleitt alveg með nátttúrulækningum og „Náttúru- lækningafélaginu“ — og hef lengi verið, löngu áður en þetta varð tízka. EN ÞAÐ ER EITT, sem mér hef- ur þótt dálítið gaman að í sam- bandi við þetta. Ég hef hitt fólk- sem hyggur að þetta Náttúrulækn- ingafélag sé einhverskonar anda- trúar- og handayfirlagningafélag. „Náttúru“-nafnið hefur valdið þessu, þó að ótrúlegt sé. ÞAÐ VAR gamall maður að tala við mig fyrir nokkrum dögum. Hann hefur mikinn áhuga fyrir því að hugmyndin um „Vídalíns- klaustur“ komist í framkvæmd. Þessari hugmynd skaut upp fyrir nokkrum árum og var með henni stefnt að því að, stofna myndar- legt heimili fyrir menn, sem vildu, er aldur færðist yfir þá og væru hálfgerðir einstæðingar, taka sér dvöl á slíku heimili. HUGMYNDIN var sú, að heim- ili þetta væri mjög vel búið, að þar ríkti mikið frelsi og ekki svo fastar reglur settar fyrir vistmenn- ina og er til dæmis á venjuleg- um elliheimilum, enda væri mið- að við það, að vistmennirnir gætu vel borgað fyrir sig. „HÚ SRÁÐANDI“ skrifar: „Gæt- ir þú ekki fengið upplýst hvers- vegna hitaveitan birtir ekki hita- veitug j aldskrána. Hún mun þó hafa verið staðfest af stjórnarráð- inu einhverntíma í desember. Hitaveitan er riú komin í nokk- uð á annað þúsund hús og hús- ráðendur og aðrir notendur vilja vissulega vita, hvernig gjaldskrá- in er. Skil ekki hvaða pukur þetta er, úr því að búið er að semja gjaldskrána og staðfesta hana.“ „STJORNARRÁÐIÐ SEGIR að hitaveitan eigi að sjá, um birting- una að öðru leyti en því, að stjórn- arráðið hlutist til um að hún á sínum tíma verði prentuð í Stjórn- artíðindunum, en þau koma útf eins og kunnugt er mjög óreglu- lega og aðeins á fleiri mánaða fresti, enda lesa þau líka fæstir menn.“ „ÉG HEFI heyrt marga og víða minnst á gjaldskrána og fjöldi þeirra, sem nú hafa fengið heita- vatnið, eru að lesa á mælana og reyna að gera sér hugmynd um, hvað það eigi að greiða, en eng- inn veit gjörla um ákvæði gjald- skráriimar. Einn heldur þau svona, annar öðruvísi." SOFFONÍAS TIIORKELLSSON Vestur-íslenzki iðjuhöldurinn í Kanada hefur skrifað mér og seg- ir mér þau tíðindi, að nú er í þann veginn að koma út vestra fyrra bindi af bók, er hann hefur ritað um ísland og íslendinga, eins og landið og þjóðin, menning hennar, búnaðarhættir hennar og allt framtak kom hoiium fyrir sjónir, er hann dvaldi hér fyrir tveimur árum. NOKKRIR kaflar úr ferðasögu Soffoníasar bjrtust í Heimskringlu og voru síðar teknir í útdrætti í íslenzkt blað. Vöktu þeir mikla at- hygli. Soffonías er hinn mesti kraftkarl, dugnaðarforkur, djarfur í orði og á borði. Hann mun segja okkur til syndanna, enda elskar hann land sitt og þjóð sína mikið — og vill vinna henni allt það gagn, sem hann má. Hannes á horninu. Unglingar óskast strax til aS 'bera blaðiS til kaupenda víðs vegar um v:..:a I • •• ■ ',:í: ■' bæinn. Talið strax við afgreiðsluna. Áljiýðublaðið, sími 4900. ÁskrHtarsími Alþýðublaðsins er 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.