Alþýðublaðið - 28.01.1944, Page 6

Alþýðublaðið - 28.01.1944, Page 6
« Hitler í Borgarabjórkjallaranum. Hér sést Hitler halda eina af hinum frægu ræðum sínum (hver snan, um hvað þær voru?) í Borgarabjórkjallaranum, þar sem bjóruppreisn nazista byrjaði 9. nóvember 1923; en sá staður virðist honum einna heppilegastur til slíkra starfa, þegar frá er talið Kroll-leikhúsið í Berlín. Salurinn er þéttskipaður áhangendum hans, sem vafalaust örfa hann á skipulagsbundinn hátt með Sieg- hrópum. Fyrir framan ræðustólinn sitja m. a. þeir Göring og Göbbels. ALÞYDUBLAÐIÐ Jén S. Jónsson : Er ðrygglð á skipnnnm minna en áður ? lits til öryggis? Þá sé ég ekki HVAÐ SEGJA HIN BLOÐIN’’ Frh. af 4. síðu. unin á íslandi? Verður hún önnur en í nágrannalöndunujn? Sigrar þar svart afturhald undir forustu hinna nýríku stórgróðamanna? Eða sigrar kommúnisminn, sem myndi svifta einstaklinginn sjálfs- forræði og frelsi?“ Vill’ ekki Tíminn skyggnast ofurlítið um í sínum eigin flokki til þess að fá svar við þessum spurningum? Því að vissulega er það ekki lítið undir honum komið, hvernig fer. Haldi Framsóknarflokkurinn á- fram að þróast í hægri- eða aft- urhaldsátt eins og hann hefir gert hin síðustu ár, þyrfti Tím- inn ekkert að furða sig á því, þótt stjórnmálaþróunin hér yrði nokkuð önnur en sú, sem hann sér nú í aðsígi erlendis. En máske flokkur Tímans geti lært eitthvað af hinn erlendu þróun? Vísir birtir í gær langa yfir- lýsingu frá félagi íslenzkra lx)tnvörpuskipaeigenda, þar sem því er harðlega mótmælt, að hin tíðu, hörmulegu sjóslys hér upp á síðkastið hafi getið staf- að af ofhleðslu eða illu ásig- komulagi togaranna. í því sam- bandi segja togaraeigendurnir: ,,Þá er því haldið fram í fyrr- nefndum greinum, að skipaflotinn hafi allur gengið úr sér stórlega á styrjaldarárunum og hafi þó ver- ið gamall og lasburða fyrir, og jafn framt, að svo miklir erfiðleikar séu á viðgerðum skipa að ætla megi, að um fullnægjandi viðhald þeirra sé ekki að ræða. Út af þessum ummælum viljum vér benda á, að á mestu erfiðleika- árum útgerðarinnar 1931 til 1939 gerðu útgerðarmenn allt, sem unnt var, til þess að halda skip- lim sínum svo vel við sem fram- ast var mögulegt, enda uppfylltu þau jafnan sérhverjar þær kröfur, sem til þeirra voru gerðar af flokkunarf élögunum. Eftir að stríðið skall á hefir í hernaðarlöndunum verið mjög dregið úr þeim kröfum, sem flokkunarfélögin gera til við- halds skipa, en á Islandi hafa út- gerðarmenn þvert á móti endur- bætt skip sín á þann hátt, að segja má að mörg þeirra séu bókstaf- lega endurbyggð og langflest í miklu betra ásigkomulagi og traustari en þau voru fyrir stríð, enda má fullyrða, að engin þjóð í heimi heldur eins vel botnvörpu- skipum sínum sem íslendingar, miðað við aldur, enda jafnan var- ið til þess of fjár af hólfu útgerð- arinnar.“ Því verður ekki neitað, að hér kveður við töluvert annan tón en í Morgunbl., sem alltaf hefir haldið því fram, að tog- araflotinn væri úr sér genginn sökum ,,skattabrjálæðisins“, sem gerði togaraeigendum ó- mögulegt að nota stríðsgróðann til endurnýjunar skipunum. En hver svo sem hér hefir á réttu að standa um ásigkomulag tog- araflotans, togaraeigendur eða Morgunblaðið, þá er með slíkri ' yfirlýsingu og þeirri, sem hér hefir verið vitnað í, ekki af- sannað, að ofhleðslu geti verið um að kenna, að svo hörmuleg slys hafi viljað til á sjónum hjá okkur undanfarið. Bæjarstjðra mælir með nremnr Ijðs- mæðrim E1 YRIR BÆJARSTJÓRNAR- FUNDI í gær lá að útnefna þrjár nýjar Ijósmæður fyrir foæjinn, en þær taka föst laun frá bæjarsjóði. Tíu umsóknir höfðu borist, en af þeim höfðu sex ekki rétt til starfa samkvæmt lögum, en það var upplýst í bréfi frá hér- aðslækni, sem lá fyrir fundinum. Rosið var um eftirtaldar fjór- ar ljósmæður og fengu þær at- kvæði eins og hér segir: Þórdís Ólafsdóttir, 12 atkvæði Ragnheiður Guðmundsdóttir 11 atkvæði. Guðrún Halldórsdótt- ir, 9 atkvæði, Pálína Guðlaugs- dóttir 4 atkvæði. H/ún náði því ekki kosningu. HIN tíðu og sorglegu sjóslys eru sífellt að höggva stærra og stærra skarð í stór- virkasta skipastólinn, togarana, og með þeim hverfur í djúp hafsins kjaminn úr okkar fá- mennu þjóð, sjómennirnir, ein- mitt þeir menn, sem skapað hafa þjóðarauðiim í þessu landi og munu halda áfram að verða aðal-aflgjafinn undir hinu fjár- hagslega sjálfstæði þessa lands á komandi árum. Þegar ég hugsa um þessi sorg legu slys, þá spyr ég sjálfan mig: Er öryggið minna nú, en það hefir áður vérið á þessum skipum, þrátt fyrir allt tal um bætt og aukið öryggi frá því, sem áður var? Eða er Ægir þeim mun vægðarlausari nú, en hann hefir alla tíð áður verið? Eða eru hér einhver önnur öfl að verki, sem þyrftu skjótrar lækningar við, ef hægt væri að finna sjúkdómseinkennin? Ég mun hér reyna að finna svar við hinni fyrstu þessara spurninga: Er öryggið minna nú á skipunum en það hefir áður verið? Ég mun reyna að benda hér á það, sem mér sem áhorf- anda virðist hafa tekið breyt- ingum frá því, sem áður var. Mér koma þá fyrst fyrir sjón ir þær breytingar, sem gerðar hafa verið á skipunum til ör- yggis vegna þeirrar styrjaldar, sem nú þjakar allar þjóðir; en frá mínu sjónarmiði séð, er mjög erfitt að ná því takmarki, sem með þessum breytingum er stefnt að, fyrir skip og menn, þar sem ekki er um nein önnur varnarskilyrði að ræða, ef til árásar kæmi. Hins vegar verka þær stórhættulega fyrir skipið sjálft, vegna hinnar miklu yfir- vigtar, sem kemur á yfirbygg- ingu skipsins frá því, sem 'upp- haflega var. Ég tek hér eitt dæmi, sem allir sjómenn, er á togara hafa verið að staðaldri, þekkja. — Mörgum af togurunum er gjamt að taka á sig brotsjó aftan til við mitt skip. Þetta or- sakar það, að skipið kastar sér á hliðina og kolfyllir, og ber þá stundum við, að brúarvængur- inn tekur sjó á sig til hlés, sem kallað er á okkar máli sjó- manna. Þá sjá allir, sem vilja láta hugann dvelja stund við við slíkar kringumstæður, sem skip og líf sjómannsins er statt í á þessum augnablikum, hversu hin aukna yfirvigt á yfirbygg- ingu skipsins er stórhættuleg, þar sem þarna er kominn' þungapunktur í óeðlilegu sam- ræmi við þau hlutföll, sem upp- haflega voru í byggingu skips- ins. í einstaka skip mun hafa verið sett s-teinsteypa í aftur- hluta skipsins til að jafna þá röslcun, sem þetta veldur á jafnvægi skipsins. Ég hefi það fyrir satt, að einn af okkar beztu skipstjórum, Aðalsteinn Pálsson, hafi strax látið gera slíkt á sínu skipi, „Belgaum“, og hafi gefizt á- gætlega, og sannast þar, að sá, sem vakir yfir örygginu, hann verndar það. Frá mínu sjónarmiði vildi ég segja: Burt með þetta grjót af brúnni strax! Og ef við getum ekki fundið annað, sem feli í sér jafnmikið öryggi fyrir líf þessara manna, þá felum við skip og menn forsjón Guðs. En aukum ekki á hættuna með röngum hlutföllum. Ég kem þá að hinu síðara atriði, sem ég tel að sé stór aft- urför frá öryggi sjómanna. Það er hin stórkostlega stækkun á iestarriúmi togaranna. Mér verður á að. spyrja: Er þessi stækkun igerð einungis til öflunar meiri verðxnæta'án til- annað, en að verið sé að auka á hættunar. en það veit ég, að enginn vildi vera valdur að. En það virðist að minnsta kosti undarleg nýbreytni ef nú er allt í einu hægt að stækka lestarrúmið í togurunum frá því, sem áður var, Þegar skipin voru byggð og burðarmagnið ákveðið í hlutfalli við stærð og styrk- leika skipsins. Það vir,ðist vera einkennileg hugsun, að nú þeg- ar skipi-n eru orðin gömul og úr sér gengin fyrir aldurs sakir og mikla notkun, Iþá skuli þau allt í einu geta borið miklu meira magn af þunga, en þau áður gátu! Þá fer okkur þessum fáfróðu, sem þó höfum alið helm ing ævinnar á sjónum og nokk- un hluta á þessum skipum, að finnast að hlutirnir séu farnir að snúast dáMtið við frá því sem áður var. En vafasamt teljum við að slík foreyting sé til bóta. Frá mínu sjónarmiði hefir burðarstyrkleika þessara skipa, verið stórlega mislboðið með þessari stækkun á tvo vegu. Fyrst með stækkun lestanna og 'í öðru lagi með þvi að fækka hillum í hverri stíu jafn mikið og unnt er. Við þða að fækka hillum minnkar það ioft, sem undir hverri hillu er, þar sem setja verður þykkt íslag, verður að koma við hverja hillu móti, bæði undir og yfir, en þetta skaffar meira ioft í hverju rúmi. Þetta hjálpar skipinu jákvætt á þingdamagnið. Annag er hitt að áður var allur fiskur ísaður með haus, en nú er hann hausað ur, og.við það eitt verður meira fiskimagn í hverri stíu og fell- ur miklu þéttara. og þunginn mun meiri fyrir skipið og of- býður styrkleika þess í barátt- unni við stóra sjói og storma hafsins. Þetta sem hér er sagt, er ekki sagt til þess að hefja deilur á neinn sérstakan skipaeiganda, heldur til þess, að mi-nna okkur alla á það, að gera ekkert, sem minnkað getur það öryggi, sem skip og menn þurfa að hafa til þess að komast heilu í höfn. Munum það, að oft hefir verið og verður kallað á sjómennina, að ibregðast ekki þjóðinni á þreiigingartímum; og þeir hafa heyrt kallað og fórnað lífi sínu í þjónustu þjóðfélagsins. Leggj- umst allir á eitt í því. að vernda skip og menn fyrir slysum og dáuða. Allt annað er okkur til van- sæmdar. J. S. J. Hin Þriðja aðvörnn. JBVh. af 4. síðu. aðs aiþingis fær bréf rákisstjóra í hendur hefir hann enn ekki birt þinginu það á formlegan hátt eða fengið því það til þing- legrar með ferðar, en í stað þess hefir hann setið á klíkufundum með öðrum þingmönnum hrað- skilnaðarliðsins og á meðan eru blöð þess látin byrja að afflytja (boðskap ríkisstjóra, án þess að alþingi virði þennan æðsta mann þjóðarinmar viðtals. Getur þjóð- in þolað fulltrúum sínum svona vinnubrögð öllu lengur? III. Alþingi hefir tekið á móti tveimur aðvörunum frá erlend um stórveldum í skilnaðarmál- inu. í bæði skiptin hefir það látið undan síga. en virðing þjóðarinnar hefir í bæði sinnin beðið hnekki vegna fyrirhyggju leysis og festuleysis þeirra manna, sem réðu stefnunni. Nú hafa þessir sömu ráðamenn þingmeirihlutans fengið hina Föstudagur 28. jaaúar 1944. Systrakvöld Stúkan Freyja nr. 218,held- ur aukafund og kvöldfagnað í GT-húsinu niðri, kl. 8.30 í kvöld, föstudag. Félagar! Mætið allir, bræður og syst- ur, eldri og yngri, með sem flesta innsækjendur. Æski- legt að innsækjendur mæti klukkan 8. Fundurinn: 1. Inntaka ný- liða. 2. Br. Helgi Sveinsson minnist liðins starfsárs stúk- unnar. 3. Fundarslit. Kvöldfagnaður. Ólafur Bein- teinsson og Sveinbjörn Þorsteinsson: tvísöngur með undirleik á gítar. 2. Dans- leikur. Mætum stundvíslega. Æðstitemplar. þriðju aðvörun. í þetta sinn ekki frá eriendum stórveld um, heldur frá fuiltrúa þjóðar- innar. Lætur þingmeirihlutiim sér skiljast þessa aðvörun og áminning eða gerir hann enn eina ofbeldisfulla tilraun til að kæfa rödd skynseminnar, til að kæfa rödd þjóðarinnar? Eða verða loks tii menn á al- þingi íslendinga, sem vilja fórna einhverju af stærilæti sínu, brjóta odd af oflæti sínu, sýna ábyrgðartilfinningu fyrir hag og velferð þjóðarinnar og stuðla að því að þau miklu velferðar- mál, sem bíða úrlausnar, verði leyst með iþeim hætti að hags- munum allrar þjóðarinnar sé borgið ög að um þau geti skap- ast þjóðareining? Þjóðin 'bíður með óþreyju svars við þessari spurningu. Ur því mun skorið á næstu dögum hvert svarið verðuf. Aðalfondor Bifreiða- stjórafélagsios Hrejrf ill í fyrrakvöli. Fiolmennasti fanðarinn, sem baldinn befnr ueriö í féiaginn. M ÐALFUNDUR Bifreiða- stjórafélagsins Hreyf- ill var haldinn í Iðnó í fyrra- kvöld. Var þetta fjölmenn- asti fundur sem haldinn hefir verið í félaginu, en fundinn sátu um 200 félagsmenn. Formaður félagsins, Berg- steinn Guðjónsson, gaf skýrslu um störf félagsins s. 1. ár, rakti hann í stórum dráttum baráttu félagsins undanfarin ár og sýndi fram á hver styrkur bifreiða- stjórum væri að samtökum sín- um miðað við það sem áður var, þegar engin samtök voru til. — Þá skýrði hann frá stofnun IBifreiðstöðvarinnar Hreyfill, sem sjálfseignarþifreiðastjórar stofnuðu 1. des. s. 1., en þar starfa nú 95 bifreiðar. Eftir að reikningar s. 1. árs höfðu verið samþykktir var gengið til stjórnarkosningar, og fór hún þannig: Formaður var kosinn Berg- steinn Guðjónsson. endurkosinn. Fyrir sjálfseignarmenn voru kosnir í stjórnina: Ingjaldur ísaksson, Þorgrím- ur Kristinsson og Tryggvi Krist- jánsson, allir endurkosnir. Fyrir vinnuþega voru kosnir í stjórnina: Ingvar Þórðarson, Björn Stein dórsson, báðir endurkosnir og Valdimar Konráðsson. Kristinn Sigurðsson múrarameistari andaðist hér í bænum í fyrri nótt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.