Alþýðublaðið - 28.01.1944, Síða 7
7
Föstudagur 28. janúar 1944.
r* sSfEit: .
Næturlæknir er í nótt í Lækna-
varðstofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfsapóteki
ÚTVARPIÐ:
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: „Bör Börs-
son“ efir Johan Falkberget,
IV (Helgi Hjörvar).
21.00 Strokkvartett útvarpsins.
21.15 Fræðsluerindi í. S. í.: Skíða
iþróttin (Steinþór Sigurðs-
son magister).
21.35 Spurningar og svör um ís-
lenzkt mál, Björn Sigfússon.
21.55 Fréttir.
22.00 Symfóníutónleikar (plötur):
Tónverk eftir Brahms: a)
Symfónía nr. 2. b. Sorgar-
forleikurinn.
23.00 Dagskrárlok.
60 ára
er í dag Jón B. Pétursson skó-
smíðameistari í Hafnarfirði, einn
af beztu borgurum bæjarfélagsins.
Aðalfundur Skátafélagsins.
Skátafélag Reykjavíkur hélt að-
alfund sinn í fyrradag. í stjórn fé-
lagsins voru kosnir B. D. Bendtsen
formaður, Þórarinn Björnsson rit-
ari, Hjalti Guðnason gjaldkeri og
Róbert Schmidt og Sigurður Ólafs-
son meðstjórnendur. Varamenn í
stjórn voru kosnir Ástvaldur
Stefánsson og Óskar Pétursson.
Kvennadeild Slysavarnafélags fsl.
heldur sína árlegu hlutaveltu þ.
2. febr. í Listamannaskálanum.
Deildin treystir öllum bæjarbúum
til þess að taka vel beiznum kvenn-
anna um muni á hlutavelturia, og
biður meðlimi sína að sýna sama
dugnað og fyrr við að afla vel.
Munum má skila á skrifstofu
Slysavarnafélagsins í Hafnarhús-
inu.
Eyrbekkingafélagið
heldur fund í ltvöld kl. 8.30 í
Samkyæmissölum í Alþýðuhúsixlu.
Þetta er skemmtifundur með
bögglauppboði og sameiginlegri
kaffidrykkju.
Gjafir
til kvennadeildar Slysavarna-
félagsins í Hafnarfirði: Frá skip-
verjum á b.v. Surprise 1525.00 kr.,
frá vinnuflokki Geirs Zoéga 302.00
Minningargjöfum Ragnhildi Guð-
mundsdóttir frá Beiru á 80 ára
afmæli hennar, 50 kr. frá böm-
um á Hverfisgötu 53. Kærar þakk-
ir. Síjórnin.
Karlakór Iðnaðarmanna
heldur samsöng í Gamla Bíó á
sunnudaginn kemur kl. 1.20 stund-
víslega.
PðlIandsdeilaD.
Frh. af 3. síðu.
málin í sambandi við ítaUu,
situr Rússinn Yishinsky,
hinn opinberi ákærandi rúss-
nesku stjórnarinnar í hinum
miklu málaferlum fyrir
nokkrum árum. — Það er
eins og einhver rauður þráð-
ur gegnum stjórnmálastefnu
þeirra, að láta engan skinta
sér af Austur-Evrópumálefn-
um, en vera albúnir sjálfir
til afskipta af annarra þjóða
málum.
RÚSSAR MUNU FÆRA FRAM
sér til málsbóta í Póllands-
deilunni ákvörðunarrétt
þjóðabrota og smáþjóða; en
hvernig má það sameinast
afskiptum þeirra af Finn-
landi, auk landanna, sem
nefnd hafa verið, og við-
skipti Molotovs við Kuusin-
en, hinn illræmda undanfara
Quislings, sem gildan full-
trúa Finnlands? Þessi og
fleiri mál bíða svars tímans.
Umræður á þjngi um
þormóðsslysið.
Frh. af 2. síðu.
í frekari umræðum, sem út
af þessu spunnust, kom fram
sú skoðun, einkum hjá Bjarna
Ben., að draga bæri fyrir lög
og dóm þá menn, er rætt hefðu
í blöðunum um sjóhæfni skip-
anna og öryggi sjófarenda, með
því að ýmiss blaðaummæli í
þessum málum væri eigi á rök-
um reist.
DAGSKRÁRMÁLIÐ TEKIÐ
ÚT AF DAGSKRÁ.
Fundir voru ekki boðaðir
í déildum í gær, aðeins í sam-
einuðu þingi. Þar hafði verið
tekin á > dagskrá þingsályktun-
artillagan um birtingu skjala
varðandi/ sambandsmálið.
Þegar forseti hafði sett fund-
inn, kvað hann ósk hafa borizt
um það, að umræðunni yrði
frestað, vegna aðkallandi starfa
í nefndum. — Kvaðst forseti
mundi verða við þessari ósk,
frestaði umræðunni og sagði
því næst fundi slitið.
ABALFUNDUR BiF-
VÉLAVIRKJA.
/IÐALFUNDUR í félagi bif-
vélavirkja var haldinn 26.
jan. s.l.
í stjórn voru kosnir:
Valdimar Leonhardsson for-
maður.
Varaform. Á vbgk vbgk vbg
Árni Stefánsson, varaform.
Sigurgestur Guðjónsson rit-
ari.
Gunnar Bjarnason varagj.
Stjórnin var öll endurkosin.
AÐALFUNDUR
VERKALÝÐSFÉL.
GR8NDAVÍKUR
C-UNNUDAGINN 23. þ. m.
var haldinn aðalfundur
Verkalýðsfélags Grindavíkur.
í stjórn voru kosnir:
Svavar Árnason, form.
Ólafur Sigurðsson, gjaldk.
Guðbrandur Eiríksson ritari.
loDbrotsþjófar staðn
ir að verki.
Vaxandi Diófc r bænutn.
LÖGREGLAN hafði í íiótt
hendur í hári tveggja inn
brotsþjófa, sem voru staðnir að
verki. Var það snarræði manns
nokkurs að þakka, að þjófarnir
voru staðnir að verki.
Þjófarnir, sem voru piltar
innan við tvítugsaldur, voru að
brjótast inn í húsið Lækjar-
gata 2. Var annar þeirra kom-
inn inn í húsið og inn á gang,
sem liggur að skrifstofu verzl-
unar Haraldar Árnasonar.
' Maður nokkur, sem átti leið
þarna framhjá, ásamt unnustu
sinni, heyrði brothljóð í rúðu
og fór inn í portið til að svip-
ast um. Handsamaði maðurinn
þann þjófinn, sem var úti fyrir,
en bað stúlkuna að gera lög-
reglunni aðvart um hinn. Beið
hann sjálfur á meðan þar til
lögreglan kom og tók báða
sökudólgana í sínar hendur.
Þá hefir einnig verið brotizt
inn í nokkur íbúðarhús að und-
anförnu. Fara þjófnaðir í vöxt í
bænum og eru það aðallega
unglingar, innan tvítugsaldurs,
sem valdir eru að innbrotum.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Stöii viðskiptaráðs í
eitf ár.
Frh. af 2. síðu.
1. Reglur þær, sem giltu um
það, hvernig verðlagningu
skyldi háttað og kostnaðar-
verð ákveðið, voru teknar til
endurskoðunar og gerðar á
þeim ýmsar breytingar, sem
miðuðu að því að kcma regl-
unum í fastara horf og eyða
vafaatriðum, en einnig voru
settar skorður við því, hve
hátt mætti reikna einstaka
kostnaðarliði. Sem dæmi til
skýringar má nefna kostnað
við heimflutning vara frá
skipaafgreiðslu að sölustað.
Þessi kostnaður var áður
reiknaður mjög misjafnlega
enda venjulega áætlaður, en
engin skilríki til fyrir greiðsl
unni. Nú er aðeins leyft að
reikna þennan kotsnað í á-
kveðnu hlutfalli við uppskip-
unarkostnað<
2. Innflytjendum var gert að
skyldu að senda afrit af verð-
útreikningi á sérhverri vöru-
sendingu til skrifstofunnar.
Til tryggingar því, að enginn
bregðist þeirri skyldu, fær
skrifstofan að láni allar inn-
flutningsskýrslur frá tollyfir-
völdunum.
3. Heildverzlunum var gert að
skyldu að senda skrifstofunni
afrit af öllum sölunótum sín-
um, og smásöluverzlunum
var gert að skyldu að senda
mánaðarlega skýrslu yfir
innkaup sín frá heildverzl-
unum.
4. Landinu var skipt í eftirlits-
svæði og trúnaðarmenn skip-
aðir í þau. Eftirlitssvæðin
voru uphaflega 7, en eru nú
9.
Þegar þessar breytingar voru
á orðnar var hægt að fram-
kvæma eftirlitið á miklu hag-
kvæmari og öruggari hátt. Eftir
litið með heildverzluninni get-
ur nú að langmestu leyti farið
fram á skrifstofunni. Þar er
hægt að yfirfara verðútreikn-
ingana og bera söluverðið sam-
an við sölunóturnar. Eftirlitið
með smásöluverzlununum verð
ur líka miklu raunhæfara en
áður var. Þegar eftirlitsmaður
kom í verzlun til eftirlits fékk
hann stundum þau svör, að eng-
ar nýjar vörur hefðu komið
síðan hann var síðast þar, og
var þá oft erfitt fyrir hann að
gera sér grein fyrir því, hvort
sú fullyrðing væri á rökum
reist. Nú getur eftirlitsmaður
séð það á sölunótum heildverz-
ananna hvaða vörur verzlunin
hefir fengið og reiknað út leyíi
legt verð hennar, áður en hann
fer til eftirlits. Þessar ráðstaf-
anir hafa því orðið til að styrkja
eftirlitið og draga úr verðlags
brotum.
Einnig má nefna eina þýðing-
armikla ráðstöfun enn, sem
verkar á sama hátt, en hún er
sú, að niðurstöður allra dóma
fyrir verlagsbrot eru undan-
tekningarlaust sendar dagblöð-
unum til birtingar.
Með þessum ráðstöfunum
hefir einnig það áunnist, að
allar vörutegundir eru raun-
verulega komnar undir verð-
lagsákvæði að því er heildverzl
un snertir. Þó vörutegund sé
ekki undir beinum verðlags-
ákvæðum verða heildverzlanir
að senda verðútreikning á skrif
stofuna, og getur þá verðlags-
stjóri úrskurðað, hvað verð
hennar megi vera. Þótt verzlan
irnar séu ekki lagalega séð
skyldar til að hlíta þeim úr-
skurði, verður þó næstum alltaf
sú raunin á, enda mundi varan
að öðrum kosti þegar í stað
verða sett undir ákvæði.
Verðlagsákvæði á vörum:
Ný verðlagsákvæði hafa ver-
ið sett á eftirtaldar vörur og
vöruflokka:
a) Með hámarksálagningu: Raf-
magnsvörur, niðursöðuvör-
Sonur okkar, j|
Jón Haukur,
\
andaðist 27. þessa mánaðar.
Kristín Brynjólfsdóttir. Guðmundur Guðjónsson. Karlagötu 21.
Kaupum aiiar bækur,
fímarif og blöð
Síðustu forvöð að ná í eftirtaldar bækur:
Um refsivist á íslandi, ritgerð eftir dr. Björn Þórðar-
son, forsætisráðh.
Ljós og skuggar, eftir Jónas frá Hrafnagili.
Teitur, eftir Jón Trausta. ,
Skólaræður, eftir Magnús Helgason.
Baldurshrá, eftir Bjarna frá Vogi.
Veraldarsaga Sveins frá Mælifellsá.
Nokkur complett tímarit. Einnig rnikið
úrval af skáldsögum til skemmtilesturs.
Bókabúó
GUÐMUNDAR GAMALlELSSONAR
Lækjargötu
ur, vélar (mótorar) og við-
gerðarefni bifreiðaverk-
stæða, vélsmiðja, skipasmíða
stöðva og dráttarbrauta.
b) Með hámarksverði: Raf-
magnstæki (innlend fram-
leiðsla), lax (nýr og reykt-
ur), amboð, rabarbari, stál-
lýsistunnur, olíufatnaður
(innl. framleiðsla), ölföng
og rjúpur.
c) Hánjarsákvæði hafa einnig
verið sett á bækur, þannig
að útgefendur mega ekki á-
kveða verð þeirra nema með
samþykki verlagsstjóra.
Þá hafa einnig verið gerðar
ýmsar breytingar á eldri ákvæð
um, t. d. var álagning lækkuð
nokkuð á vefnaðarvörum og
skófatnaði.
Þá má geta þess sérstaklega.
að þegar hækkun var leyfð á
flutningsgjöldum frá Ameríku
s. 1. vor var innflytjendum bann-
að að reikna álagningu á þá
hækkun, og síðan var lækkuð
álagning á öllum vörum sem
. hámarksálagning gilti um til
samræmis við það.
Önnur verðlagsákvæði:
Verðlagsákvæði hafa verið
sett á þjónustu eftirtaldra aðila:
Bifreiðaverkstæða, vélsmiðja,
skipasmíðastöðva, dráttarbrauta
veitingahúsa, matselja, klæð-
skera hraðsaumastofa, kjóla-
saumastofa. hattasaumastofa,
hárgreiðslustofa, rakarastofa,
efnalauga og múrara.
Ákvæði þessi hafa verið með
ýmsu móti, eftir því sem við á
í hverju tilfelli, og væri of mikið
mál að lýsa þeim hér.
Önnur störf:
Um flestar þjónustur og vör-
ur, sem ekki hlíta verðlags-
ákvæðum, er í gildi bapn við
hækkun nema með leyfi verð-
lagsstjóra. Beiðnir um slíka
hækkun berast skrifstofunni
mjög oft, en rannsókn þeirra-
og afgreiðsla er í sjálfu sér engu
þýðingarminni en verðlags-
ákvæði. og hefir sama gildi.
Verð á fjölmörgum iðnarvörum
og ýmsum þjónustum hefir ver-
ið ákveðið á þennan hátt, enda
í þótt engin tilkynning hafi ver-
I ið birt um það, og það þar af
leiðandi ekki talið upp hér að
framan.
Þó að hér sé oftast um að
’æða synjun um ónauðsynlega
6. — Sími 3263.
hækkun, eða heimild fyrir óhjá-
kvæmilegri hækkun, og frum-
kvæðið því í höndum hlutaðeig-
andi fyrirtækis, getur þó það
gagnstæða átt sér stað. Má í því
sambandi geta þess,_ að s. 1. vor
fékk Eimskipafélag íslands leyfi
til að hækka flutningsgjöld á
vörum frá Ameríku, en vegna
foreytinga. sem síðar urðu á að-
stöðu félagsins, var því fyrirskip
uð lækkun flutningsgjaldanna
um s. 1. áramót.
Bæjarstjórn skorar ð
aipingi og rfkisstjðrn
að loka vlnverzl-
unlnni.
Samþykkir að kjósa
nefnd fiB aó afhuga
skemmfanalífið og
gera filEögur um úr-
bæfur á því.
A BÆJARSTJÓRNAR-
^ FUNDI, sem haldinri
var í gærkvöldi var samþykkt
tillaga, sem borin var fram
á síðasta fundi, þess efnis að
skora á alþingi og ríkisstjórn
ina að loka vínverzluninni.
Jafnframt var samþykkt svo-
hljóðandi tillaga frá Jóni Axel
Péturssyni og Helga Hermann
Eiríkssyni.
„Bæjarstjórn samþykkir að
kjósa 5 manna nefnd til að at-
huga og gera tillögur um endur
bætur á skemmtanalífi og veit-
ingastöðum í bænum. Skal
neíndin leita samstarfs við
verkalýðsfélög, Góðtemplara-
regluna, íþrótta- og æskulýðs-
félög svo og eigendur og for-
ráðamenn samkomuhúsa í bæn-
um.“
Var auðheyrt að bæjarfull-
trúum þykir, sem skemmtana-
lífið í bænum sé á villigötum
og að brýn nauðsyn sé á endur-
bótum á því.
Ákveðið var að bæjarráð kysi
nefndina. ^ *Æí