Alþýðublaðið - 01.02.1944, Side 5
I»riðjudagur 1. febrúar 1944.
ALÞYOUBLAÐIO
f
Loftárás á Rabaul.
Mynd þessi var tekin, þegar flugvélar úr 5. ameríska flughernum gerðu harðfenglega loft-
árás á höfnina í Rabaul á Nýja-Bretlandi hinn 2. nóvember s. í. Á myndinni sést brennandi
jaþanskt skip og vatnsstrókur myndast við það, að sprengjur falla í sjóinn. Einnig sjást
reykjarstókar meðfram ströndinni.
Eldgos og jarðskjálftar.
1ÞESSU stríði hefir öðru*
hvoru vaknað sú spurning,
hvaða verkanir sprengjuárásir
á eldfjöll kynnu að hafa. Síðan
Neapel var hertekin, hefir
mönnum einkum orðið tíðrætt
um Vesúvíus í þessu sambandi.
En annars telja menn, að
Sprengjuárásir á erldfj öll Séu
mjög vafasamt fyrirtæki. Þó er
það mögulegt, að' mjög þung
sprengja, sem lenti á réttum
stað á réttum tíma, gæti orsak-
að gos úr Vesúvíus.i. Þetta eld-
fjall gýs með óreglúlegu milli-
toili. Það sem veldur þessum
gosum, virðist vera það, að
magma, þ. e. lofttegundirnar
<og hraunleðjan, sem brjótast
sút við eldgosið, safnast smám
saman fyrir í hjarta Vesúvíus-
ar.
'Storknaða hraunleðjan i opi
gígsins, verkar eins og tappi, og
Ihindrar gosefnin í að ryðjast út.
Þegar nægileg gosefni hafa
safnazt fyrir í gígnum ,ryðja
hinar eldfimu lofttegundir og
vellandi hraunleðja tappanum
ítourtu og Vesúvíus tekur til
amáls. Ef mjög þungri sprengju
væri varpað á hrauntappann,
einmitt um það leyti, sem gos-
efnin væru um það bíl að ryðja
honum burt, þá er mögulegt, að
hægt væri að koma af stað gosi.
Síðasta stórgos Vesúvíusar
hófst 6. apríl 1906 kl. 8 árdegis.
Það voru óskaplegir jarð-
skjálftakippir og feikna miklar
.sprengingar í gígnum. Allur
Vesúvíus drundi nötraði eins
<og risavaxinn ketill, sem eim-
yrjan stendur upp af. Um topp
Vesúvíusar léku eldingablossar,
sem mynduðust við árékstra
milli ösku og hraunleðju. Eftir
að hvítglóandi hraunleðjan
hafði ruðzt úr gígnum í tvo
daga, virtist háls Vesúvíusar
um það bil að verða hreinn. En
þá var komin röðin að loftteg-
undunum og öskunni. Upp úr
gígnum stóð sjö til átta mílna
hár strókur.
Næsta stigið var það, að upp
úr gígnum stigu kolsvört ský.
í hálfan mánuð grúfði biksvart-
ur mökkur yfir Neapel og ná-
grenni hennar. Eldingar klufu
myrkrið, ösku og glóandi stein-
molum rigndi yfir nágrennið.
Vatnsgufur þéttust í skýjunum
yfir gígnum og mynduðu mjúka
leðjuköggla. Síðan gerði steypi-
regn og leðjan rann í stríðum
straumum um héraðið, og olli
YIi REIN þessi sem f jallar
um eldgos og jarð-
skjálfta víðsvegar um heim,
m. a. hér á landi, er eftir
Franck W. Lane og er hún
þýdd úr World Digest.
miklu eignatjóni og nokkru
manntjóni. Og 30. apríl, meira
en þremur vikum eftir að gos-
ið hófst, lauk þessum umbrot-
um.
Efnismagn það, sem ruðzt get
ur út við eldgos, er gífurlegt.
Hið mikla gos úr Lakagígum á
íslandi árið 1783 olli hraun-
flóði, sem talið var þekja 218
fermílur lands og var að rúm-
máli þrjár teningsmílur. Rúm-
mál ösku og gjalls var áætlað
að vera ein teningsmíla í við-
bót. Mesta efnismagn úr einu
gosi, sem ég hef heyrt talað um,
er 36,4 teningsmílur, sem talið
er, að Tamboro í Austur-Indí-
um hafi gosið árið 1815. Við
þetta gos lækkaði eldfjallið um
rúma 1300 metra og um leið
myndaðist eldgígur, sem var
sjö mílur í þvermál.
Álíka mikilfenglegur er hit-
inn og þrýstingurinn, sem þessu
eru samfara. Hitastig hraunleðj
unnar við gos er verijulega um
1100 stig á Celsíus, bó talið sé,
að hann hafi komizt upp í 1300
stig á C. Járnstöng, sem einu
sinni var kastað inn í yfirhit-
aða gufu úr eldfjalli varð gló-
andi. Þegar slíkt magn af yfir-
hituðum efnum er innibyrgt í
eldfjalli, þá er ekki undarlegt,
þótt mikill þrýstingur mynd-
ist. Eitt áhrifamesta dæmið
um þetta, er það að þeg-
ar Lassen Peak í Kaliforníu
gaus árið 1914, brutust tveir
láréttir gufustrókar úr norð-
austurbarmi gígsins. Gufan úr
þeim eyðilagði tré á meira en
fjögurra mílna svæði. Sums
staðar hafði börkurinn fletzt af
á þeirri hlið trjánna, sem að
gígnum vissi, og sandkorn höfðu
víða stungizt þumlung inn í
trjábolina. Á tveggja mílna
svæði lágu trén á hliðinni í
samhliða röðum og sneru krón-
ur þeirra frá fjallinu.
Dr. C. du Roche Preller hefir
reiknað út, að orkumagn það,
sem losnar við frekar vægt
Etnugos, mundi nægja til þess
að sjá Ítalíu fyrir rafmagni í
um það bil þrjú ár. Nokkrar
tilraunir hafa verið gerðar til
þess að hagnýta orku þá, sem
losnar við eldgos. Tilraunastöð-
in á Etnu fékk allt heitt vatn,
sem með burfti, úr hver á eld-
fjallinu. Conti prins tókst einu
sinni að láta gufu frá öðru eld-
fjalli knýja gufuvél. Gufu-
strókurinn úr Tuscany, fyrir
norðan Róm, er látinn fram-
leiða 16000 hestöfl af rafmagni,
sem leitt er 60 mílna veg til
Flórens og fleiri borga.
Það er langt frá því, að eld-
fjöllin séu mannkyninu einung-
is til tjóns. Það er að vísu satt,
að þau hafa valdið óskaplegum
skaða, bæði á lífum og eignum,
eins og t. d. þegar Mont Pelée
á Martinque gaus árið 1902
lagði St. Pierre í eyði og 30000
af íbúunum fórust. En litir
kvöldroðans, blámi himinsins
og litskrúðið, sem eykur feg-
urð útsýnisins, er að nokkru
leyti að þakka efnum, sem
blandazt hafa loftinu við eld-
gos. Einnig endurnýja þau
sumsstaðar jarðveginn, þar sem
hann annars er stöðugt að eyð-
ast af völdum veðra og yinda.
Jarðvegur sá, er myndast við
upplausn gosefna, er ákaflega
frjósamur. Mörg dýrmæt efna-
sambönd eru unnin úr gosefn-
um. Stundum finnast þar einn-
ig gull og silfur. Hin auðugu
gull- og silfurlög í Cripple
Creek í Colorado, eru í gíg á út-
brunnu eldfjalli. Sömuleiðis er
,,pípan“ í Kimberley í Suður
Afríku, sem fært hefir heimin-
um feikna mikinn demantaauð,
storknuð æð í útbrunnu eld-
fjalli. Að lokum sýna eldfjöll-
in vísindamönnum með óygyj-
andi sönnunum, úr hverju jörð-
in er gerð hið innra. Land- og
jarðfræðivísindin fá miklar upp
lýsingar af legu og gerð eld-
fjalla.
Hugtakið eldfjall er af eld-
fjallasérfræðingum notað í víð-
tækari merkingu en almennt er
gert. Goshverir eru skyldir eld-
fjöUum og sömuleiðis vellandi
leirhverir. Annað athyglisvert
eldfjallafyrirbrigði er „Þúsund-
reykjadalur" (Valley of Ten
Thousand Smokes) í Alaska,
sem myndaðist vegna hinnar
miklu sprengingar í Katmai
árið 1912. Áður en þetta skeði,
Frh. á 6. síðu.
Hörður Bjarnason arkitekt um grasbletti og girðingar
að gefnu tilefni. — Um innflutning erlendra blaða og
bóka, — skort á fræðslubókum o. fl.
HÖRÐTJR BJARNASON arki-
tekt sendir mér þetta bréf:
„Að því er virðist hefi ég sært
fegurðarsmekk „Sigga á Sjónar-
hóli“, með umræðum í „Bænum
okkar“ fyrir skemmstu, en þar var
m. a. gert að umræðuefni, og birt
algengt sýnishorn þess, hvernig
víða í bænum er gengið frá girð-
ingum í húsareitum, með smekk-
lausum, og óþarflega kostnaðar-
miklum steingirðingum, lítt sam-
ræmdum. Leyfði ég mér að líkja
sumum þeirra við sementsdilka í
fjárréttum, og hefir sú samlíking
einkum farið í fínu taugar „Sigga“.
„ÞVÍ ER HALDIÐ FRAM, að
hinir rammgeru steindilkar séu
betri og fegurri en léttar trjá-
rimlagirðingar á steyptum stalli,
eða vírnetsgirðing. Virðist höfund-
ur ganga út frá því, sem gefnu, að
slíkar girðingar þurfi að sjálf-
sögðu að vera rifnar, brotnar og
brenglaðar, eða kolriðgaðar. Verð
ég strax að játa, að hér er um al-
gert smekktatriði að ræða, en ekki
var þessum hugleiðingum mínum
beint að þeim borgurum, sem
ganga út frá því sem gefnu, að
stöðugt þurfi að víggirða íig fyrir
,,skepnum“ og náunganum, og
steypa sér óhagganlegan og ljótan
sementsdilk án minsta tillits til um
hverfisins, eða heildarmyndar
hverfisins."
„HINAR LÉTTU GIRÐINGAR,
sem ég átti við, eru óðum að gera
meira og meira vart við sig í bæn-
um. Smekklegar vírnetsgirðingar
(málaðar en ekki riðgaðar), trjá-
rimlagirðingar, steyptir póstar
með fínmöskvuðu vírneti á milli,
o. s. frv. Sem dæmi um heildar-
mynd slíkrar byggðar, vil ég benda
á Samvinnubústaðina í vestur-
bæ, nýju verkamannabústaðina í
Rauðarárholti, sem þannig verða
girtir. Höfðahverfið, og er þar sér-
staklega áberandí samanburður
milli hinna fáu steyptu girðinga,
og trérimla — eða vírnetsgirðinga,
við Bollagötu og víðar. Annars er
það ranghermt, að ég hafi haldið
því fram, að ekki væri nauðsyn-
legt að girða að götum eða horn-
lóðir, rammbyggilegar en milli
einstakra lóða í húsareitum, en
aðalatriði að girðgingar séu sam-
ræmdar. Þegar gróður vex upp, er
heildarmynd liverfanna mun hlý-
legri og fegurri, ef girt er iéttum
girðingum og hlutlausum í húsa-
reitum. Er það minn dórrtur, enn
ekki ,,Sigga“, og erum við þar
sitt á hvorri bylgjulengd, sem í
sjálfu sér er ekkert út á að setja
og þótt „Siggi“ sé lítið hrifinn af
mínum smekk, þá er eins og fyr
er sagt, orðum mínum beint til
þeirra, sem sjá annað en mölbrot-
ið spýtnarusl ef minst er á trjá-
girðingar, og annað en gaddavír
eða kolrið ef minst er á vírnet.
„AÐ LOKUM „Sigga“ til hugg-
unar og skapléttis þetta: Sýnis-
horn mitt, sem hneykslaði hann á
annan hátt en til var ætlast, átti
að sýna smekkleysur og ósam-
ræmi steingirðinga og óþarfa efnis-
eyðslu. Ennfremur of mikla af-
girðingu gróðurs innan sements-
dilka. Fer fjarri því að þetta dæmi
sé einhlýtt um steingirðingar í bæn
um, sem víða eru vel samræmdar
og sýna tilbreytni góða. DæmiS
var tekið til viðvörunar um leið
og rætt var um aðrar algengar
leiðir, sem bæði hér á landi og
víðast erlendis eru meir og meira
að færast í vöxt. En vitaskuld
smekksatriði, því „veldur hver á
heldur“.
ÉG SKAL GETA þess að prent-
villupúkinn var all aðsúgsmikill í
pistli mínum á sunnudaginn. Hann
gerði síðustu klausuna um rott-
urnar og rafmagnsleysið að endi-
leysu. En í bréfi „Sigga“, sem
Hörður gerir að umtalsefni var
ein meinleg villa. Þar stóð: „Sam-
felldu stauragirðingarnar bera af
þessum girðingum eins og gull af
eiri“, en átti að vera steingirðing-
arnar.
„HERRA X“ skrifar: „Ég er bók-
hneigður maður og hefi allgóða
kunnáttu í ensku. Mest hefi ég
gaman af fræðibókum og vil
gjarnan eígnast þær. Síðast Iiðin
tvö ár hefi ég gengið hér í bóka-
búðirnar þegar bókasendingar hafa
komið frá Englandi og Ameríku,
en mjög sjaldan náð þar í fræði-
bækur, því inn hafa aðallega verið
fluttar skáldsögur, tímarit og ó-
merkileg myndablöð. Það er stór
fjárhæð í erlendum gjaldeyri sem
greidd er fyrir þessar bækur og
virðist þeim peningum femur illa
varið. Gæti ekki gjaldeyrisnefnd
sett það skilyrði fyrir innflutn-
ingsleyfunum að viss hulti þeirra
notaðist til innflutnings fræði-
bóka.“
„ÞÁ LANGAR mig til þess að
fræðast um hvort til sé í íslenzkri
þýðingu Nobelsverðlaunabókin
„Niður með vopnin“ eftir B. von
Suttner. Ef hún er ekki til eins
og ég hygg, þá væri meiri ástæða
til að þýða hana heldur en margt
af þeim skáldsagna-þvættingi, sem
nú er verið að þýða og troða í
almenning."
. . ÞESSI BÓK er til í íslenzkri
þýðingu.
Ortading
til útsölumanna Alþýöublaösins.
Vegna áramótauppgjörs eru útsölumenn blaðsins
úti á landi beðnir að senda uppgjör hið allra fyrsta.
Óseld jólablöð
•skast endursend sem allra fyrst, vegna þess, að
blaðið er uppselt í afgreiðslunai.
*
S
s
!
*
s
I
*