Alþýðublaðið - 01.02.1944, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 01.02.1944, Qupperneq 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 1944. Happdrætfi Háskóla íslands. Sala happdrættismi$a er hafin Vinningar 6000 - aukavinningar 29 Samtals 2.100.000 krónur Verð hlutamiða: 1/1 12 kr. — /2 6 kr. - /4 3 kr. á mánuði. Umboðsmenn í Reykjavík: Anna Ásmundsdóttir og Guðrón Björnsdóttir, Suðurgötu 22. S|mi 4380. Dagbjartur Sigurðsson, Verzlunin Höfn, Vesturg. 12. Sími 2414. Einar Eyjólfsson kaupm., Týsgötu 1. Sími 3586. Elís Jónsson kaupm., Kirkjuteig 5. Sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12. Sími 3582. Jörgen J. Hansen yngri, Laufásvegi 61. Sími 3484. Maren Pétursdóttir, Verzlunin Happó, Laugavegi 66. Sínii 4010. Olga Jónsson, 'KI,apparstíg 17. Sími 2533. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu. Sími 3244. í Hafnarfirði: Valdimar Long. Sími 9288. Verzlun Þervalds Bjarnasonar. Sími 9310. Kynnið yður ákvœðin um skattfrelsi vinninganna. ! HVAÐ SEGJA HDN BLÖÐINT Frh. af 4. síðu. ótrauður fyrsta lagið. Hins vegar er ég sannfærður um, að „kjölfest- unni“ í þjóðarskútunni, þ. e. al- þingi — eins og það nú er skipað — er nokkuð ábótavant, þar log- ar a.llt í ósamlyndi og flokkaof- stæki, og margir munu þeir vera fleiri en ég, sem kvíða því, að naumast muni þess að vænta, að því (þ. e. þessu þingi) muni, innan um allt ofstækið og valdabröltið, takast að ganga svo frá stjórnar- skrá lýðveldisins, að hættulaust sé fyrir alda og óborna. Þeir eru áreiðanlega fleiri en 14, já, mörg- um sinnum fleiri en 270, sem vilja, að varlega sé farið í lýðyeldismál- inu, og þeir eru áreiðanlega eins góðir íslendingar, sem hinir, hrað- skilnaðarmennirnir svo nefndu, þótt þeir hafi óbeit á óðagotinu, sem vitanlega er alveg þarflaust, og á „sIagorðunum“, sem eru mjög óheppileg. Það þarf að finna samkomulagsleið, sem allir geta verið einhuga um, og hið síðasta í málinu þarf að vera „bróðurlegt orð“. Þetta er vel mælt og vitur- lega af hinum gamalreynda sjó- manni. En hvort skyldu hinir pólitísku landkrabbar hrað- skilnaðarljðsins skilja aðvörun- arorð hans? flmoTaobeoð Hj6ð- erni bennar. IALÞÝÐUBLAÐINU birt- ist nýlega grein um kvik- myndina „Lajla“, og er þar sagt frá leikkonunni Aino Taube. Virðist greinarhöfundur, er nefnir sig G.S., líta svo á, að Aino Taube sé finnsk að ætt. Veit ég ekki, hvaðan honum sé runnin sú fregn, en alröng er hún, hvaðan sem hún kemur. Að vísu er nafnið Aino í þeirri mynd, sem tíðkast á austsaenskum mállýzkum, m. a. í Finnlandi, annars heitir það Aina í Svíþjóð. Hliðstætt dæmi er María, sem verður að Marjo í sömu mállýzkunum. En nafn- ið mun líka vera það einasta, sem ,,finnskt“ er hjá Aino Taube. Hún er sem sé dóttir þeirra hjónanna Matthíasar (,,Mattis“) Taube leikara og Ellu Ekman-Hansen, en hún var dönsk að ætt. Annars eru þeir Matthías Taube og Evert Taube, hinn frægi vísnasöngv- ari, bræðrasynir. Enda þótt föðurætt Aino Taube hafi um alllangt skeið átt heima í Norður-Svíþjóð, í Torneádalnum, þar sem einnig búa margir Finnar, er tala finnsku, er þó Taube-ættin eng- an veginn finnsk. Hún er á vor- um dögum talin sænsk, en er þó aðflutt, þar sem hún kom til Svíþjóðar frá Odencat í Líflandi og rekur upphaf sitt til hinna fornu þýzku „her- meistara“ þar. Varð ættin gerð að sænðkri aðalsætt og inn- skrifuð á „Riddarahúsinu“ í Stockhólmi þegar árið 1668. Hefir ætt þessi verið afar kyn- sæl, og eru nú til af henni fjór- ar sérstakar kvíslar í Svíþjóð, en á ólíkum stigum aðalstign- ar, tvær þeirra eiga greifatign, ein ,,fríherra“tign, en sú fjórða er talin með „lág-aðli“, eins og öll ættin upphaflega. Aino Taube tilheyrir yngri grein hinnar upprunalegu „lág“ aðalsættar. I Vil ég í þessu sambandi leyfa mér að benda á það, að nafnið Taube sé ekki borið fram eins og þýzka orðið ,,Taube“ (tábi), enda þótt um sama orðið sé að ræða, heldur á að bera það fram sem franskt væri og eins- atkvæðisorð: (tob). Sé þetta sagt þeim til fróðleiks, sem vilja vita hið rétta í hvcrju máli, hversu lítilfj örlegt sem það muni þykja. En þó er ef til vill ekki allskostar þýðingar- laust, hvaða þjóðerni frægir listamenn eru látnir hafa í frá- sögnum, sem koma íyrir al- mennings sjónir. Anna Z. Osterrnan. 30 ára starfsafmæli. Ólafur Þorleifsson. OLAFUR ÞORLEIFSSON, hinn vinsæli afgreiðslu- maður hjá h/f. Pípuverksmiðj- an, á í dag þetta sjaldgæfa starfsafmæli Flestir byggingamenn þessa bæjar, eldri sem yngri, þekkja Ólaf Þorleifsson, og bera til hans hlýhug vegna prúð- mennsku hans, lipurðar og sam vizkusemi í starfi sínu. Þó að Ólafur sé með sjald- gæfum, maður starfs- og iðju- semi, gefur hann sér þó jafnan tíma til vinsamlegra leiðbein- inga og fyrirgreiðslu, hvort heldur að við hittum hann að máli við starf sitt í Pípuverk- smiðjunni, eða á sumarkvöld- um í hinum fagra trjá- og blómagarði, sem hann hefir skapað við hús sitt, á Grettis- götu 61. Hjá starfsfélögum sínum, sem nú eru margir orðnir, hefir Ólafur alltaf átt frábærum vin- sældum að fagna. Ekki er það heldur að efa, að hann á sinn drjúga þátt í áliti og gengi þess fyrirtækis, sem hann hefir helgað svo veruleg- an hluta æfidaga sinna, en sem stofnað var fyrir 40 árum af einum mikilhæfasta manni þessa bæjar. X. . Eldgos og jarðskfálftar Frh. af 5. siðu. var þetta svæði skógi vaxinn dalur norðvestur af Katmai. Við gosið fylltist dalurinn of gos- sandi, sem talinn var vera ein teningsmíla í rúmmál og vega um það bil sjö þúsund milljón tonn. Að því er virðist, var mikil sprunga undir dalnum og um hana streymdi mikið hraun- flóð og lofttegundir. Loftið leit- aði í gegnum hið sendna yfir- borð dalsins og myndaði þús- undir of holum. Upp úr þessum holum streymir gosloftið, sem gefið hefir dalnum nafn sitt. Enn önnur tegund eldfjalla eru hinar svokölluðu dyngjur, og er Mauna Loa á Hawaii ef til vill þekktust þeirra. Dr. G. W. Tyrrell segir: „Mauna Loa er vafalaust mesta eldfjall heimsins. Hún rís fjögur þús- und og fimm hundruð metra yfir hafflöt og aflíðandi hlíðar hennar ná niður á hafsbotn, sem er fimm þúsund metra und- ir yfirborði sjávar. Og þar eð fjallið er óefað byggt á þeim grunni, ]oá er raunveruleg hæð þess svipuð og Mt. Everest . . . og rúmmál þess er langtum meira en rúmmál Mt. Everest“. Gígurinn í Mauna Loa, sem er einkennandi fyrir þessa gerð eld fjalla, er ekki trektmyndaður, heldur er hann feikna mikil hraunskál með lóðréttum börm um. Þegar Mauna Loa gýs, þeyt ist strókur af bráðinni hraun- leðju upp úr gígnum og nær stundum yfir 300 metra hæð. Stundum yfirfyllist gígurinn og vellandi hraunleðja rennur nið- ur hlíðarnar. Ekki má gleyma stærsta eld- gosi, sem skeð hefir í sögu mannkynsins, en það er Krakatá-gosið 27. ágúst 1883. Krakatá liggur í sundinu milli Java og Sumatra og þegar hún gaus, setti hún á einn eða annan hátt merki sitt á hverja einustu af hinum eitt hundrað nítíu og sjö milljónum fermíl- um lands og sjávar. Nokkrum vikum fyrir gosið sáust merki þess, Krakatá var komin á kreik. Gufa steig upp úr gígn- um, sprengingar heyrðust 1 hundrað mílna "fjarlægð og í Batavía á Java skulfu rúður í gluggum öðru hvoru. Brenni- steinsfýlan fannst í margra mílna f jarlægð. Kvöldið áður en hið mikla gos skeði, hvíldi Krakatá sig. Undanfarandi gos virðast hafa opnað sprungur, sem sjórinn streymdi um inn í gíginn og deyfði eldinn í Krakatá í nokkrar klukkustund ir. fivo var það snemma morg- uns hinn 27. ágúst, að gífurleg sprenging varð og um klukku- stund síðar önnur. Ef til vill hafa þessar spreng- ingar valdið neðansjávarsprung um. Hvað sem um það er, þá varð enn á ný nokkurra klukku- stunda hlé, en klukkan tuttugu mínútur yfir 10 um morguninn skeði ægilegasta sprenging í sögu mannkynsins. Samfara ægilegum hávaða og ógnum, sem hristu alla jörðina, þeytt- ist heil teningsmíla af moluð- um klettum 17 mílur í loft upp. Ge.ysileg flóðbylgja, sem æddi um hafið með 35Ó mílna hraða á klukkustund, eyðilagði strand lengju, svo .hundruðum mílna skipti, og hennar varð vart um allt Kyrrahafið. Flóðbylgjan hreif með sér hollenzkt her- skip, sem lá við Sumatra og bar það f jórar mílur á land upp. - Samtals þurrkaði flóðbylgjan út 163 þorp, eyðilagði 5000 skip og drap 36000 manns. Loftbylgjan þeytti um hús- um í Batavía, í næstum hundr- að mílna fjarlægð, hafði áhrif á loftvogir í New York, 12000 mílur frá Krakatá, og fór þrí- vegis umhverfis jörðina, áður en afl hennar var að fullu þrot- ið. Um hávaðann er það að segja, að áætlað hefir verið, að þó allar sprengikúlur og allt það sprengiefni, sem notað var í heimsstyrjöldinni fyrri, hefði. sprungið samtímis, mundl hávaðinn hafa orðið aðeins helmingur af ósköpunum við Krakatá. Hávaðinn af sprengingunni var ærandi á Java, Sumatra og Borneo. Á Celebes, í næst- um þúsund mílna fjarlægð, var hávaðinn svo mikill, að tvö skip voru send í njósnaferð. Á Rodriguez, 3000 mílur frá Krakatá, gaf lögreglustjárinm svohljóðandi skýrslu: „Fjarlæg skothríð úr stórum fallbyssum. Heyrist úr austurátt“. Það hef- ir tekið hljóðbylgjuna fjórar klukkustundir að berast tiL hans. Ein áhrifin af þessari ægilegu sprertgingú sáust árum saman í hinum undarlega kvöldroða, sem átti rót sína að rekja tií skýja af gosdufti, sem fór átta umferðir kringum hnöttinn, svo- vart yrði við. Að lokum lenti þetta duft um allan heim. Dæmalanst plagg. Frh. af 4. síðu. sem fyrir ríkisstjóra karni' að' vaka. En einnig í þessu efni lætur nefndin sér nægja get- gátur og útúrsnúninga. IV. Hversvegna er þessum mönn- um það óbærileg hugsun að fá að heyra rödd þjóðarinnar áð- ur en málið verði endanlega af- greitt? Það vantar þó ekki að sumir þessara manna vilji skreyta sig með hugsjónum lýðræðisins við hátíðleg tæki- færi. Er það máske vegna þess að trúin á málstaðinn sé ekki sem bezt, ef andstæðingamdr' fengju tækifæri til að koma’ skoðunum sínum á framfæri? Til þessa gætu bent hinar ýmsu kúgunartilraunir þessarar samfylkingar_og einokun þeirra á ríkisútvarpinu. Trú áróðursnefndarinnar á lýðræðið kemur fram á átakan- legan hátt í s'kjali þeirra, svo ekki verður betur á kosið. Þessir menn, sem tala fyrir munn þriggja stærstu flokk- anna á alþingi, sem setja ætti kosningareglur til þjóðfundar- ins, komast að þeirri niðurstöðu að svo kynni að takast til um kosningareglurnar, sem þeir ættu sjálfir að setja, að þær yrðu þannig, „áð fulltrúar al- gers minni hluta landsmanna réðu úrslitum á slíkum fundi.“ Er þetta ekki dásamleg sjálfs lýsing? Þannig er svar „lýðveldis- nefndarinnar“ til ríkisstjórans: rangfærslur, staðleysur, útúr- snúningar og hugsanavillur. Hvaða skoðanir, sem menn kunna að hafa á tillögu ríkis- stjórans um þjóðfund og fyrir- komulag það, sem hann stingur upp á í einstökum atriðum, þá verður að mótmæla alvarlega þeim vinnubrögðum, sem hér hafa verið viðhöfð. Svar áróð- ursnefndarinnar er langt fyrir neðan allt velsæmi. Það er vottur um svo skefjalaust of- stæki og óbilgirni að það hlýt- ur að vekja undrun og óbeit hjá hverjum hugsandi manni. Eru ráðamenn þjóðarinnar virki lega svo djúpt sokknir, hljóta menn að spyrja, að þeir láti ofstækisfulla angurgapa nota sig til slíkra óhæfuverka eins og áróðursbréfið er? Því væntan- leea hefðu ýmsir þessara manna viljað viðhafa önnur vinnu- brögð, ef þeir hefðu mátt ráða fyrir offorsi hinna. Því verður tæplega trúað. En hverju er við að búast, þar sem kommúnistar og Bjarni borgar- stjóri slá taktinn? Er ekki tími til kominn að þjóðin fái að láta til sín heyra um vinnubrögð þessarar samfylkingar? Er ekki bráðum þolinmæði hennar á þrotum?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.