Alþýðublaðið - 01.02.1944, Síða 8

Alþýðublaðið - 01.02.1944, Síða 8
ALPYÐUBLAPIP Þriðjudagur 1. febrúar 1944.- JARNARBIÚI Harðjaxl. Humphrey Bogart Irene Manning. Bönnuð fyrir börn innan ■ 16 ára. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Talið barst að hinum „fimm borgum i Ameríku, borgum par sem ekkert vín er selt. „Meðal annara orða“, sagði Vestur-íslendingurinn, „hafið þið komið til ólæsilegt ?? !!!! í Kensas. Það er þurr borg“. „Er ekkert áfengi fáanlegt þar, ekki nokkur skapaður hlut- ur“, spurði heima-íslendingur- inn. „Aðeins undir þeim kringum- stæðum einum að þú hafir orð- ið fyrir höggormsbiti. Þá er á- fengi eina lífsvonin. Þeir hafa aðeins einn höggorm 'í borg- inni, en þegar ég hafði beðið í röðinni í 3 tíma, þá var högg- ormurinn orðinn svo þreyttur að hann gat ekki bitið fleiri“. * * :J: STÚLKA nokkur fór á hátíð ina á Oddeyri 1878, en fannst lítið til koma, einkum af því, að enginn hafði dansað við hana. Þegar hún kom heim og var spurð frétta, sagði hún: — Ég skal svei mér ekki ó- maka mig á næstu þúsund ára hátíð, þó að aðrir fari þangað. * * :J: GRÍMUR hét maður og var kallaður skalli. Eitt sinn var jnaðux að tala við hann um vitra menn og gáfur þeirra, en Grímur gerði lítið úr þeim og sagði: — Hvernig fór ekki fyrir honum Salómon, sem var sá vitrasti konungur, er land vort hefir álið, að hann hengdi sig á hárinu í eikinni og vertu blessaður. hið sanna upplýst. En það var ekki í göfugum tilgangi gert. Ég þarfnaðist hans einfaldlega. Ég kærði mig ekki um að upp- götva um hann neitt það, er neyddi mig til að selja hann í hendur lögreglunnar. Hann fór til Anzbach og kom ölvaður til baka. Ég vildi ekki, að börnin sæju hann í því ásig- komulagi og fór með hann út í skemmuna, þar sem ég lét hann sofa úr sér ölvímuna. Það var ekki ánægjulegt að þurfa að dragast með þennan gamla mann angandi af áfengi, og ég var honum sárgröm fyrir þetta. Það undraði mig, hversu mjög Max tók sér þetta nærri eftir á. — Móðir, sagði hann (hann kallaði mig alltaf „móð- ur“, enda þótt hár hans væri orðið hvítt), — móðir, ef þú rekst á mig drukkinn aftur, viltu þá ekki binda mig ramm- lega einhvers staðar? Því að þegar ég er drukkinn, veit ég ekki, hvað ég aðhefst, og það er hræðilegt. Ég get ekki gert grein fyrir, hvernig mér er inn- anbrjósts, þegar ég kem út af drykkjukrá. Eg er óður — það er eina skiptið, sem ég er óður. Ég 'horfi á hendur mínar og hugsa: Hendur, hvað hafið þið aðhafzt meðan ég var ölvaður? Ef þið hafið gert eitthvert ill- virki, vildi ég óska, að ég væri dauður. Skilur þú? Einu sinni kom ég út af drykkjukrá, og hendur mínar voru blóði drifn- ar, og ég hugsaði: Hendur, haf- ið þið myrt einhvern. Það er sú viðbjóðslegasta tilfinning, sem ég hefi nokkru sinni kennt. Kaldur sviti spratt út á öllum líkama mínum. I þetta skipti hafði ekkert gerzt. Ég hafði brotið flösku og skorið mig í hendurnar. En, í guðs almátt- ugsnafni, móðir, láttu mig ekki verða ölvaðan aftur. Ég man eftir öðru, sem hann sagði við mig í annað skipti: — Sumir menn eru fæddir með dropa af svörtu blóði í æðun- um. Stundum verður þetta svarta blóð alls ráðandi yfir manni, og a»llt verður svart. Allt blóðið á rætur sínar að rekja til þessa eina dropa. Það er eins og þegar einhver hellir niður blekinu sínu. Allt svart! Allt svart! Alvarlegasta deila okkar spannst út af því, að bóndinn að Gabel kom til að bera sig upp undan því, að Max hefði áreitt yngstu dóttur sína, og hann hét því að hálsbrjóta sökudólginn, ef hann dirfðist að nálgast stúlkuna öðru sinni. Ég tók það á mig, að ræða þetta við Max. — Hvernig datt þér í hug að gera annað eins og þetta? Það er viðbjóðslegt, sagði ég. — Ef þetta er satt, býður mér við tilhugsuninni um það einni saman. — Hvað er viðbjóðslegt við það? sagði hann. Ég er karl- maður og hún er kona. Hvað á þessi gauragangur að þýða? — Hún er alls ekki fullra tólf ára. Hún'er barn, æpti ég. — Hún er kona þrátt fyrir það. Það er ekki aldurinn. Hún er fullaldra og hefir löngun til karlmanna. Ef belju verður heitt í hamsi, ferðu með hana til tarfsins. En ef stúlka þarfn- ast þú — veizt — ekki — hvers, þá verða óskapleg læti út af því. Ég fann hana skælandi á sunnu daginn var út af því, að allar hinar stúlkurnar væru hjá vin- um sínum, én hún ætti engan. Svo að ég gamnaði henni ofur- lítið og hressti upp á hana. Það er allt og sumt. —* AUt í lagi. Ef hún saknar vinar í stað, þá láttu ungu pilt- ana annast um hana. Þú ert gam all maður og ættir að blygðast þín fyrir framferði þitt sagði ég, en gerði mér jafnframt grein fyrir því, hversu uppgerðarlega það hljómaði, þegar ég var að prédika fyrir þessum gamla segg. — Ef það er kjarni málsins, þá vita gamlir menn betur en þessir úngu spjátrungar, hvers stúlkurnar þarfnast, sagði hann og brá skuggalegu bliki fyrir í augum hans. — Og ég er nú ekki svo gamall, þegar allt kem ur til alls. Ég er ekki nema fimmtíu og tveggja ára, og það er sannarlega ekki slæmur ald- ur. — Það ertu ekki, sagði ég klumsa. í mínum augum var Max komihn yfir sjötugt. — Viltu sjá passann minn? spurði hann sneglulega. —- Þinn eðá Emils? sagði ég. Hann sló undan og hyssaði upp um sig buxurnar. — Sjálf þarfnastu karlmanns, móðir, sagði hann. — Það stríð- ir á móti mannlegri náttúru að lifa eins og þú gerir, og það er sú stærstá synd, sem hægt er að drýja. Ég varð æfareið, æpti að hon um og skók hnefann fyrir fram- an andlit hans. — Þú heldur þig frá stúlkunum eða ég kasta þér á dyr! hrópaði ég. — Ég vil hafa frið hér og það hefir yerið nógu erfitt að öðlast hann. Ég ksgri mig ekki Um að bónd- inn að Gabel drepi þig eða ein- hver af strákunum í Guggl skjóti þig. skilurðu það? Ef þú ert svona órór, maður kominn á þinn aldur, þá geturðu farið til Anzbach og þingað við stúlk- urnar á hótelinu þær eru þar hvort eð er í því augnamiði; en sjáðu stúlkurnar í Einsidel í friði. Ég hélt áfram að lesa yfir hausamótunum á. honum og 8SS NYJA Blð S I Sögur frá Man- I SSGAMLA BIO B Ærinnidrnir battan. rLí lliyjGX IIII Rita Hayworth. Ginger Rogers. Henry Fonda. Charles Laughton. Paul Robeson. Sýnd klukkan 9. (The Bib Store) Söngva- og gamanmynd með The Marx Brothers. Grafinn lifandi (The Man who wouldn’t Die) Spennandi leynilögreglu- mynd. Lloyd Nolan Marjorie Weaver Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd klukkan 5 og 7j Sýnd klukkan 7 og 9. „HULLABALOO" gamnmynd með Frank Morgan. Sýnd kl. 5. hrakyrða hann, og hann hlustaði á mig fýldur á svipinn. — Allt í lagi, móðir, allt í lagi, sagði hann að lokum. — Ég ætlaði ekki að gera neitt rangt. Ein- hvern tíma ætla ég að segja þér frá eyju, þar sem stúlkurnar eru orðnar þroskaðar tíu ára gamlar. Þá er mikil hátíð hald- in og karlmenn ættbálksins sænga með þeim, allt frá höfð- ingja ættarinnar og niður til yngsta drengsins. Það gaman, skilurðu? Það er eðlilegt. Það er allt í lagi, hér eru aðrir siðir. Ég hefi komið mér vel við Eski- móa og Zulunegra. Ég get sjálf- sagt komizt af við þessa ólund- arpoka í Gabel ekki síður. Hafðu ekki áhyggjur af þessu framar. En ég losnaði samt ekki við áhyggjurnar og ég ræddi um hann við Klöru, þegar hún kom í eina af skyndiheimsóknum sínum til okkar. Klara var stór- hrifin af gamla manninum og það var einnig bersýnilegt, að honum þótti mikið til hennar koma. í hvert skipti, sem henn- ar var von, fór hann í bað og' þvoði sér vendilega hátt og lágt;. IV8EÐAL BLÁMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Villimennirnir fóru 'hamförum við dansinn. Þó skipt- ust þeir á um að dansa kringum bálið, en sátu þess í mill- um og horfðu á tilburði félaga sinna. Þeir sungu hina ógn- legustu söngva jafnframt því, sem þeir stigu dansinn. Og allt í einu — enginn þeirra félaga vissi hvaðan — kom' hópur villimanna með nokkra bandingja. Hringurinn öpnaðist og lokaðist að nýju. Það var ógerlegt að fylgjast nokkuð með því, sem fram fór. En brátt sáu þeir þó band- ingjana liggja á jörðinni skammt frá bálinu. Dansararnir geystust fram með spjót á lofti og lögðu þeim af heljarafli í brjóst bandingjanna. Evrópumennirnir sneru sér undan alteknir viðbjóði, því að nú tóku mannæturnar að búta líkin sundur. Það var augljóst, að hinn viðbjóðslegi málsverður skyldi framreidd- ur í skyndi. Wilson og Páll lögðust niður og sneru sér undan. Hjálm- ar fylgdi fordæmi þeirra. Enginn þeirra þorði þó að víkja af þessu varðbergi, en þeir litu við og við í áttina til báls- ins til þess að gæta að því, hvort hætta steðjaði að þeim sjálf- um. VII. Þeir lágu.þarna á brún höfðans allan daginn. Enginn þeirra gat hugsað sér að bragða mat, hvað þá heldur að AP FlK’tnrCsj GRISPIN: „Drottinn minn! Ég var svo viss um að við værum komin á rétta slóð. Ef til vill höfum við misskilið kortið.“ STEFFI: „Nei. Það er eitthvað ©asw/i was so SURE IME WAO TH5 FÍISW7 LEAD,,, MIAV3E 1 we peap the map, \ Wf?ONG/ 1'-- ^.l>»■ -ÍHeKÉ'S WMeTHIN' V I've SEEN M6ANING TO - ASbí YpU,TOO.'... MOW DO VOU KNOW SO MUCH A@OUT NA’Z.I ESPIONASe? „.AND WHYA8E70U SO^ NÖvM'ceBTAlNLV THE ivATIS WOULP Bé T2P IN TMAT .„SOMEtHlNG BL&B 70 TMlNIí- ABOUT.\, nop-e/ Tweee was SOM57ÚINC IN7HE G6MTER OP TMAT CIRCLCr.EVeM ÍÞ IT COULDN'T WAV£ 'bsIsn wmere twe-v TC^OK SCORCWV.'rt iSBgus í miðjunni á hringnum, jafnvel þó að það reynist ekki vera staðurinn, þar sem þeir fela Örn. .. Hernaðarbækistöð! Var það ekki það sem varð- maðurinn sagði? Vitanlega myndu nazistarnir hafa áhuga fyrir slíkri stöð. GRISPIN: „Já, það er dálítið, sem mig langar til að spyrja yður um: Hvernig stendur á því að þér vitið svona mikið um njósnir nazista — og af hverju hafið þér svo mikinn áhuga fyrir Erni?“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.