Alþýðublaðið - 02.02.1944, Síða 8

Alþýðublaðið - 02.02.1944, Síða 8
ALPYgSUBLACMe w Miðvikudagur 2. febrúar 1944. í slraumi örlaganna aiTiARNARBlOOi Harðjaxl. Humphrey Bogart Irene Manning. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Það var harðindavetur einn, að ívar nokkur á Húsavík á Tjömesi kom til prestsins þar og sagði honum, að hann hefði séð Húsavíkur-Lalla, sem var nafnkenndur draugur, sitja frammi á klettasnös einni, berja hælunum í bergið og kveða hátt: „Nú gerast gleðidagar og gulldagar; það hefir ekki verið messað í Húsávík í 18 vikur.“ Þetta hafði þau áhrif, að prestur sendi samstundis boð út úm sóknina og tilkynnti, að messað yrði næsta sunnudag. ■f * Konan er heillandi leyndar- dómur, sem allir tilbiðja, án þesS' að þekkja hann. Sanial Dubay. * * * „HAFIÐ þið nokkurn tíma séð fílsskinn, börnin góð.“ „Ég hefi séð það, kennari,“ sagði Tóta litla. „Einmitt, og hvar?“ „Á fílnum.“ ❖ * ❖ VARÚÐ ÍRI NOKKUR heyrði á skot- spónum, að bankinn, sem hann átti fé sitt í, hefði hætt útborg- unum. írinn æddi niður í banka til þess, ef unnt væri að bjarga innieign sinni, og sneri sér að gjaldkeranum: „Get ég tekið út það, sem ég á inni?“ „Að sjálfsögðu,“ sagði gjald- kerinn. „Nú, — ef þið hafið pening- ana enn, þá er víst allt í lagi, en ef þið hafið þá ekki, heimta ég þá.“ rakaði sig meira að segja og hélt sér til í klæðaburði. Klara hafði mjög gaman af syndum hans. — Þessi gamli þrjótur, sagði hún, þessi gamli heimsk- ingi. Elskarðu hann? Hvað ætl- arðu að gera við hann? Sýndu mér, hefir hann ekki skorið út eitthvað nýtt? Það skotsilfur, sem hann þarfnaðist vegna fábreyttra nauðsynja sinna og til þess að geta heimsótt stúlkurnar á hótelinu, vann hann sér inn með því að tálga barnaleikföng úr tré og selja þau. Tréskurður var ævaforn og hefðbundin íþrótt í þessum afskekktu fjalla dölum. Eg hafði séð margar af þessum litlu myndum og fund- izt mikið til þeirra koma. En ekki renndi ég grun í, hversu þýðingarmiklar þær ættu eftir að verða í mínu eigin lífi. Þeg- ar leið að jólum, dró Max upp hinn dýrmæta vasahníf sinn og tók að telgja trébút, sem hann hafði komið með heim með sér. Það var öðru vísi viður en sá, sem við brenndum í eldstónni, harðari og fallegri. Það var val- hnotutré eða ösp, sem óx niðri á sléttunni og minnti á grann- vaxnar, fagurskapaðar og nakt- ar konúr í kvöldrökkrinu. — Hvað ertu að gera? spurði ég full ákafa. — Ég er að búa til barnið í jötunni handa krökkunum, sagði hann. — Það á að koma þeim á óvart. Segðu þeim ekki frá því og feldu það vel. Hann vann að tréskurðinum á kvöld- in eftir að börnin höfðu verið lögð til svefns úti fyrir húsinu, og ég horfði á hann. Það var töfrandi að virða hann fyrir sér, og þessar kvöldstundir standa mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Þær voru kyrrlátar og ánægjulegar, blandnar unaði líkt eins og þegar maður horfir á blóm vaxa. Eldurinn logaði í stónni, og þegar leið á kvöldið var hann orðinn að glóð. Það brakaði í viðarbútunum, þegar þeir féllu ofan á ristina, og þeir hagræddu sér líkt og lif- andi dýr, sem sneru sér í svefni. Stundum féll ísströngull niður úr þakbrúninni og molaðist á frosnu hlaðinu. Hljóðið, sem myndaðist, minnti á hljóm í glerbjöllu. Það var angan af steiktum eplum, og hundurinn varp öndinni í svefni. Hann gelti við og hreyfði til fæturna og var augsýnilega að dreyma það, að hann væri að elta villta fugla. Ég sá í brúna húðina á höfði Max gegnum þunnt, hvítt og silfurmjúkt hárið og hreyf- ingar vöðvanna undir hörunds- flúrinu á handleggjum hans. Tálguspænirnir hrukku af hnífn um hans og viðarbúturinn, sem hann var að tálga, öðlaðist form og mýkt. Hann raðaði litlu myndunum sínum á borðið fyr- ir framan mig, til þess að ég gæti leikið að þeim. Fyrst var það Jesúbarnið í jötunni, þá María guðsmóðir á knébeð, mjög undrandi á svipinn. Jósef, sem var nauðalíkur bóndanum að Gabel; vitringarnir; fjárhirð- arnir; englarnir; kindurnar; ux- arnir; fjárhúsið; pálmatrén. Það fjölgaði í sífellu myndun- um í skápnum, þar sem hann geymdi þessa óvæntu hluti. Þetta var orðinn heill heimur af margbreytilegum myndum. Og meðan hann tálgaði mynd- irnar, sagði hann mér frá öllu því fólki sem hann hafði kynnzt og hvers vegna hann hefði yfir- gefið það. Ég hlýddi á þessar frásagnir og varð hálfórótt, því að það vaknaði ihjá mér sú hugs- un, hvenær og hvers vegna hann myndi yfirgefa okkur. Lífið hafði orðið miklu auðveld ara og auðugra síðan hann kom til okkar, og mér hraus hugur við þeirri tilhugsun að þurfa nökkru sinni aftur að komast af án hans. Stundum breytti hann til og skar út furðulegar kynjamyndir. — Svona myndir búa Maorarnir á Nýja-Sjálandi til, sagði hann, og ískyggilegar myndir sköpuðust milli handa hans. — Þær hafa aldrei nema þrjá fingur og tungurnar lafa út úr þeim. Maorarnir trúa því, að maður geti skotið óvínum sínum skelk í bringu með því að reka út úr sér tunguna. Hugs- aðu þér, ef heill ættbálkur af grimmum mannætum legðu á flótta undan öðrum ættbálki af mannætum, aðeins af því að þær hefðu rekið út úr sér tung- urnar! .... — Þetta er það, sem sumar Afríku-kynkvíslir nota við sær- ingar sínar, sagði hann og sýndi mér mjög frumstætt mannlík- an. — Þetta er bæði karl og kona, skilurðu? Það var ekki hæ'gt að láta sér sjást yfir kyn- færi líkansins, því það var eigin lega ekkert annað á því, sem vakti athygli. Max fór að hlæja. — Það var einu sinni trúboði í Cameroons, sem árum saman leitaði uppi hvert einasta líkn- eski af þessari tegund til að brenna þeim. Hann hlýtur að hafa brennt þau í hundraða- tali. En einn góðan veðurdag kom þangað leiðangur og trú- boðinn var spurður um, hvort nokkru sinnif hefði orðið á vegi hans slík líkneski. Leiðangurs- menn vildu fá þau handa ein- hverju safni og buðust til að greiða þúsund dollara fyrir hvert þeirra. Jæja, en þegar hér var komið, hafði trúboðinn minn kristnað sérhverja . sál meðfram efra fljótinu og það var ekki eitt einasta líkneski SS NYJA BÍO f&mm Sögur frá Han- battan. Kita Hayworth. Ginger Rogers. Henry Fonda. Charles Laughton. Paul Robeson. Sýnd klukkan 9. Grafinn lifandi (The Man who wouldn’t Die) Spennandi leynilögreglu- mynd. Lloyd Nolan Marjorie Weaver Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd klukkan 5 og 7. eftir. Hann reif í hár sitt og grét, þéssi vesalings gamli ná- ungi með sína trú. Þúsund doll- ara fyrir hvert þeirra — og hann hafði brennt þeim öllum — hann hafði brennt heilum fjársjóði! Móðir, var þetta ekki gaman! —- Og hvað skeði svo? spurði ég, því að ég vissi að eitthvað var ósagt en, ef að vanda lét. — Svo skar ég út nokkur líkn eski handa honum og við skipt- um andvirðinu milli okkar, lauk hann sögunni, og tók líkneskin _SOAilA BIO Æringjarnir (The Bib Store) Söngva- og gamanmynd með The Marx Brathers. Sýnd klukkan 7 og 9. „HULLABALOO“ gamnmynd með Frank Morgan. Sýnd kl. 5. tvö í hönd sína. Hann var furðu legum hæfileikum gæddur. Hann gat líkt eftir öllum þeim stíltegundum, sem hann hafði augum litið. í skápnum hlóðust upp myndir í gotneskum stíl, barókóstíl og stíl Viktoríutíma- bilsins. Þar gat enníremur að líta myndir í javönskum rókóstíl og eftirlíkingar af hinni frum- stæðu list svertingjanna. Hann skar út myndir, sem ekki var hægt að líta á án þess að roðna og aðrar svo fagrar og fíngerð- ar, að maður dirfðist naumast MEÐAL BLÁMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO ! teka sér annað fyrir hendur. Ef villimennimir réðust til atlögu við höfðann, yrðu þeir félagar að vera þess albúnir að flytja sig inn í hellis- skútann. En dagurinn leið án þess að nokkuð bæri til tíðinda annað en það, að villimennirnir héldu dansi sínum og veizlu- höldum áfram. Fyrst þegar líða tók á nótt, færðist kyrrð yfir villi- mennina. Loks dvínaði bálið og slík kyrrð færðist yfir slétt- una að það virðist ótrúlegt, að þar hefðu þeir atburðir gerzt, sem raun bar vitni, um daginn Þeir félagar biðu þess í eftirvænting, að komast að raun um það, hvað næsti dagur myndi bera í skauti sínu. Þegar loksins lýsti af degi, ætluðu þeir varla að trúa sínum eigin augum, því að sléttan reyndist mannlaus, yfirgefin og auð eins og áður hafði verið. ( Þeir sáu aðeins nokkra báta úti við hafsbrún, sem brátt hurfu sýn, og úti á ströndinni sást dálítill reykur, þar sem bálið hafði brunnið daginn áður. Vinir vorir voru því úr allri hættu að þessu sinni, en geðhræringin, sem þeir höfðu komizt í við það að sjá til mannætanna hafði slík áhrif á þá, að næstu nætur áttu þeir mjög erfitt um svefn og á daginn sýndist þeim þeir sjá villi- mennina bak við sérhvern runna og sérhvert tré. We THOUSHT YOtJ WBSfH JUST A NlSWT-CUUB DANCeR/ How oo You come to ictjow so MUCH A&OUT TWe oBJecrrives op na’z.i spies? WWV— WWV BVEPYoNe IN TURKEY KNOWS THE COUNTRY'S FULL ©F NAZI espioNASE.L.ANP* evePYonb KNOWS TWE WAY TWGY WÓPX; ANP WWATTWeY'J?e AFTeR,,,. „,AS FO(S SCORCHYm l'M AN AMER'ICAN TOO/„. ANYTWING I CAN PoTO ^ HeUP ANOTWER AMSPlCAN OP HURT THE NA'Z.IS IS so much <s/?AvV/„.see? VNHew/ HOP6 THATI.L HOLO 'EM FOR A VNWILE/ ...mustn'T Ler /r HAPPEN AGAÍNu,, w AP Featuros MYNDA- SAOA GRIPIN: „Við héldum að þér væruð bara danzmær á næt- urskemmtistað. Hvernig stend ur á því að þér vitið svona mikið um njósnir nazista?“ STEFFI: „Allir héma í Tyrk- landi vita að landið er fullt af nazistanjósnurum. Allir þekkja aðferðir þeirra og all- ir vita að hverju þeir stefna — og hvað Örn snertir, þá er hann líku Ameríkumaður. Ég geri allt sem ég get til að hjálpa Ameríkumönnum og skemma fyrir nazistum. Skilj- ið þið? — Ég vona að mér takist það sem ég ætla mér . . .“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.