Alþýðublaðið - 11.02.1944, Page 6

Alþýðublaðið - 11.02.1944, Page 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ FSstudagur 11. iebrúwr 194 Tendraður eldurínn „eilífi". Á myndinni sést de Gaulle við minningarathöfn í Algier á vopnahlésdaginn 1(1. nóvember s. 1. Er hann að tendra hinn eilífa eld, til minningar um óþekkla hermanninn. Annars er hinn „eilífi eldur“ á gröf óþekkta hermannsins í París. Með honum er Giraud hershöfingi. Bíðendur eiga byr... Fram. á 6. síðu. ir til að íhuga vandlega hverja viðbáru ag svara henni með sæmilegum rökum og ró. „Róið, íslendingar, nú er lag^-1 segja gáfaðir guðspjallamenn og einlægir áhugamenn í sjálf- stæðismáli voru, sem enginn vé- fengir, að vilji þjóð vorri allt hið bezta. Þótt ég sé ekki sæ- garpur, þykist ég vita, að slíkt ráð sé ágætt, er barizt er við ólög og óða sjóa. En er víst, að ekki geti staðið svo á, að vafa- samur drengskapur sé að sæta alltaf lagi í stjórnmálum? Lag- ið, sem hór er átt við, er sann- kallað Hitler-lag. Ég verð að játa, hvað sem það kann að kosta mig, að það hugnar mér ekki, að sæta Hitler-laginu, einkum þar sem ég sé enga hættu á að bíða og dag- vaxandi líkur eru á, að biöin verði ekki tilfinnanlega löng. Nógu sýnist og að sinna í inn- anlandsmálunum, ekki sízt dýr- tíðartröllinu, svo ófrækilega sem stjórn og þingi hefir gengið glíman við það flagð' Munum fornan orðskvið, er hljóðar svo: „Bíðendr eigu byr, en bráðir andróða.” Mór lízt það ekki alls kostar gæfuvænleg kennd, er býr und- ír þessum mikla hi'aða, sem for- ingjar vorir vilja hafa á lausn sjálfstæðismálsins. Sú kennd er ótti við að vér komum ekki máli voru fram fyrir hinum miklu rökstólum, er Danir eru aftur orðnir frjáls þjóð. „Ég þori ekki að bíða,“ sagði greindur hrað- skilnaðarmaður, merkur og mætur við mig í haust. Hann óttaðist bersýnilega, að vér kæmum ekki máli voru fram, ef vér ynnum þar ekki fullnað- arsigur fyrir ófriðarlok. Annars má benda á það þeim, sem tortryggja Dani, að ekkert myndi megna að sameina þjóð vora sem það, að þeir hefðu ó- sanngirni í frammi við oss eða vildu vefja og tefja lausn sjálf- stæðismáísins, er vér hefðum beðið eftir frelsi þeirra. Og ein- hug þjóðarinnar í sjálfstæðis- málinu virðast hraðskilnaðar- menn telja mikilvægan, sízt mega vera án hans. Oss, sem hér erum kallaðir hvorki heitir eða kaldir, held- ur hálfvolgir og hikandi, er eng- in sæla búin af slíku meðal flestra stjórmálaforingja vorra, sem hér eru sammála, þótt þeir verði mjög ósammála um allt milli himins og jarðar, þá er Beveridge, Kiljan og fiallacber. vér neyðumst til að hefja nýja sjálfstæðisbaráttu eftir stofnun lýðveldis vors. En vér hlítum slíku rólegir. Hik og hægð ' er á stundum réttarvænlegra en hikleysið, hraðinn og blindur ákafinn. Lögskilnaðarmönnum þykir fróðlegt að heyra álit ann- arra á þeim atriðum, þar sem þeir geta ekki, sökum sannfær- ingar sinnar, fylgt fjöldanum að máli. Af þeirri ástæðu birti ég hér, með leyfi viðtakanda, ör- fá orð úr bréfi, sem borizt hefir hingað til lands frá Stokkhólmi. Ekki má skilja svo, sem ég ætl- ist til, að vér íslendingar 1 sjálf- stæðismálinu förum eftir skoð- un og skilningi annarra þjóða á gerðum vorum og samþykktum. Én það sakar ekki að kynnast slíku. ,,Háttvirtum“ alþingis- mönnum þykir mikilsvert að kynnast áliti mikilsvirtra kjós- enda', þótt þeir séu .hins vegar hundnir við sannfæring sína og samvizku. Þeir, sem fjarlægir eru, geta og verið hlutlægari, óhlutdrægari í dómum en hinir sem eru í hita bardagans. Bréfritarinn er gerla kunnug- ur mörgum menntuðum Svíum, íluggáfaður og menntaður í bezta lagi og róttækur í skoð- unum. Ég þykist hafa ástæðu til að ætla, að hann sé vel metinn . í búðurn Þjóðviljans og her- | sveita hans. Bréfritari notar sterkt orð um framkomu þjóðar- innar við Dani í sjálfstæðismál- inu, kveður sér illa getast að öllu „athæfi okkar heima í sam- bandsmálinu.“ Síðan segir hann: „Ekki svo að skilja, að ég hafi nokkuð á móti því, áð landið verði sjálfstætt lýðveldi, en það minnsía væri að sýna lit á kurt- eisi gagnvart Dönum, sem nú berjast gegn ofurefli og standa sig prýðilega, en þó auðvitað mjög .að .þeim .kreppt .um margt.“ .... „ísland hefir beð- ið mikinn álitshnekki hér uti í sambandi við síná meðhöndl- un á sjálfstæðismálinu, og skrif Moggans um, að það séu aðeins Danir, sem séu sárir út í ís- Iendinga, er haugalýgi.“ Er ekki hugsanlegt, að það séu fleiri en menntaðir Svíar, er líta þannig á framkomu vora, og sá ,,álitshnekkir“ geti oíð- ið hinu unga og smáa lýðveldi voru dýrari en því er holt og þarft? Höfum vér efni á því, að á oss varpi minnsta skugga af grunsemd um, að vér höld- um eigi samninga, er vér höf- um gert „vitandi vits,“ af fús- MENNINGAR- og fræðslu- samband Alþýðu (M.F.A.), hefir fyrir okkrum dögum látið frá sér fara mefka bók eftir Sir. William Beveridge, sem fjallar aðallega urn tillögur hans um al- hliða tryggingarkerfi eða áætlun Beveridge um-félagslegt öryggi, eins og hún hefir verið nefnd um heim allan. Tillögur þessar hafa alls staðar vakið fádæma at hygli og skýrsla Beveridge hef- ir verið meira rædd en nokkuð annað sambærilegt rit, sem út hefir komið. Róttækir menn um allan heim, sem unna umbótum og þjóðfélagslegum framförum, hafa fagnað tillögum Beveridge af heilum hug og brezka stjórn- in hefir hlotið þung ámæli fyrir tómlæti sitt til þess að undirbúa framkvæmd tillagnanna. Þjóðviljinn hefir hingað til gefið þessum tillögum mjög lít- in gaum, enda þótt kommúnist- ar í seinni tíð þykist mjög hlynnt ir umbótum á alþýðutryggingar löggjöfinni. Hafa þeir að vísu ekki lagt neitt af viti til þeirra mála ennþá. En nú bregður svo undarlega við, þegar M.F.A. sendir út þetta merka fræðslurit um tillögur Beveridge að einn af stjórnar- mönnum Bókaútgáfufélags Máls og menningar, skáldið Halldór Kiljan Laxness, veður fram á ritvöllunn örfáum dögum eftir útgáfu bókarinnar, og skrifar gegn henni og tillögunum 1 heild hina svæsnustu níðgrein. Aðal- niðurstaða þessa nýja sérfræð- ings Þjóðviljans í tryggingarmál um er sú að tillögurnar séu „skottulækningar og kratismi“ og höfundur þeirra „flón“. Aumingja Beveridge, að fá svona útreið hjá þessum andans jöfri Kommúnistaflokksins á ís- landi. Þegar tillögur hans birt- ust fékk hann tilmæli frá nærri því hverri einustu borg í föður- landi sínu um að koma þangað til þess að halda erindi um þær. Það hefir sýnilega vantað þar speking á borð við Kiljan, til þess að vara fólkið við því að taka mark á þessu „flóni“. Aðalásökun Kiljans gegn Be- veridge verðist vera sú, að hann hafi ekki sýnt fram á, hvernig eigi að útrýma atvinnuleysinu. En þegar Beveridge ritaði skýrslu sína um almannatrygg- ingar haf ði honum alls ekki ver- ið íalið þetta verkefni. Kiljan segir í grein sinni: ,,-Hitt verður ekki ljóst af á- ætlun Beveridge, hvers vegna atvinnulausir menn eiga endi- lega að vera hálf önnur millj- ón . . . .“ og síðar á áætlunin að ganga út á það fyrst og fremst „að skipuleggja þjáningarlítið atvinnuleysi upp að ákveðnu marki ár og síð, — í þessu til- felli handa einni milljón og 500 þús. mönnum í Bretlandi.“ En Beveridge segir sjálfur um þá forsendu sína að gera ráð fyrir tryggingum gegn atvinnu- leysi að hún sé gerð í varnar- skyni: „hún felur ekki 1 sér neinn spádóm um það, að at- vinnuleysingjar verði 10 af hundraði eða nokkur annar á- kveðinn hundraðshluti“. „Ef það reynist kleift að halda atvinnuleysingjum innan við 10 af hundraði, og til þess eru skynsamlegar líkur, verður fé afgangs í tryggingarsjóðnum, sem þá má nota í öðrum til- gangi.“ Og þeir sem lesa bókina sjá að Beveridge er mjög bjart- sýnn á það að takast muni að koma í veg fyrir atvinnuleysi eftir stríðið. Sama skoðun kom mjög greinilega í Ijós í grein eftir hann, sem birtist nýlega í Alþýðublaðinu. Þá hafði brízka stjórnin fyrir nokkru falið hon- um að framkvæma rannsókn, um vilja og fullkomnu frjáls- ræði? Akureyri, 27. jan. 1944. Sigurður Guðmundsson. og gera tillögur til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi eftir stríðið. Því verki hefur hann enn ekki lokið og því of snemmt að fella palladóma um þær tillögur. En faitt er aðeins fíflska af versta tagi, að gagn- rýna tillögur um almannatrygg ingar á þeim grundvelli, að þær leysi ekki til fullnustu vanda- mál atvinnuleysisins. Það var alls ekki það verkefni, sem fyrir lá. En annars er engin ástæða til að rökræða við Kiljan um ! <■-1*a mál. Ekkert í grein hans ber þess vott, að hann hafi hið minnsta við á því, sem hann er að tala um með svo miklum spekingssvip. Sennilega hefir hann alls ekki lesið bókina, sem hann er að skrifa um, eða þá a. m. k. aðeins hrafl úr henni. Ýmislegt í grein hans gæti Lent til þess. Beveridge-tillögurnar voru ræddar ítarlega í brezka þing- inu 16.—18. febr. 1943. I urn- ræðunum tók m. a. þátt einn af leiðtogum brezka kommúnisca- flokksins, Mr. Gallacher, eini þingmaður flokksins sem stend- ur. Og herra Gallacher var ekk- ert myrkur í máli, frekar en Kiljan. En niðurstöður hans voru dálítið á annan veg. Niðurlagið á ræðu hans hljóð ar svo: „Ég ætla ekki að fara út í einstök málsatriði skýrslun- ar, en mörg þeirra geta orðið til umræðu síðar, en ég ætl- ast til þess að stjórnin hafi forustuna fyrir fólkinu í þessu landi í stað þess að dratt ast á eftir því. Ég ætlast til þess að þeir meðlimir stjórn- arinnar, sem eru úr Verka- mannaflokkinum, manni sig upp og tali fyrir munn allrar alþýðunnar í landinu. Verka- lýðshreyfingin vill að Bever- idge tillögurnar nái fram að ganga, samvinnuhreyfingin vill það, Verkamannaflokkur inn vill það, Kommúnista- flokkurinn vill það frjálslyndi flokkurinn og hluti af íhalds flokknum vilja það einnig. Það er augljóst mál að megin þorri þjóðarinnar, sem þess- ari hreyfingu eru fulltrúar fyrir, vill að áætlunin nái fram að ganga. Stjórninni ber því að taka forustuna fyrir fólkinu og bera fram heildar- áætlun, sem umræður geti far ið fram um, og taka við þeim breytingiun, sem nauðsynleg ar kunna að reynast. Geri liún þetta þá er hún um leið að stuðla að því að upp úr þessum hræðilega ófriði rísi vonin um frelsun til handa þjóðinni.í þessu landi um ó- komna tíma.“ Þannig talaði Mr. Gallacher um „kratismann" í Beveridge itillögunum, verkalýðshreyfingin vill fá hann, sjálfur Kommún- istaflokkurinn vill fá hann, öll þjóðinn þráir „kratismann“. Hvor þeirra er nú á réttu línunni herra Kiljan eða Mr. Gallacher, eða hefir línan breytzt -síðan í fyrra? Eða er frumhlaup Kiljans gegn Bever- idge aðeins vottur sjúklegs hat- urs á keppinautinum, sem stend ur að útgáfu bókarinnar, eða ef til vill hið sanna innræti komm únistans, þegar hann gleymir að breiða yfir sig sauðagæruna? Kári. Angifsingar, sem birtastjjeiga í Alpýðublaðijia, vefða að vesra komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar i Alþýðuhusinu, (gengið inn fráj Hverfisgötu)j fyrir kl. 7 að kvöldL SKmi 4IMISe VIKUR HOLSTEINN EINANGRUNAR- PLÖTUR Fyrirliggjandi. PÉTDR PÉTÐRSSOR Glerslipun & speglagerð Sími 1219. Hafnarstræti 7, Skoðun barnshafandi kvenna, fer fram á mánudögum og mið- vikudögum kl. 1—2. Elonar flogvélar sabnað. Frh. af 6. síðu. leggja tundurdufl. Aftur varfif hlé. Síðan heyrðist í annarri Hún var frá okkur, en það var ekki ,,Johnny“, heldur ein úr seinni hópnum, en kom snemma heim af einhverjum ástæðum. Lendingarljósin kviknuðu og bifreiðastjórarnir á stökkvi- liðsbifreiðinni og sjúkrabifreið inni hituðu upp vélarnar í vögnunum, en stöðvuðu þær aftur, en flugvélin hafði lent heilu og höldnu. Við biðum. Við stóðum ýmist hjá sjúkra- bifreiðarstjóranum, sem nú var orðinn þögull, eða þá að við £ór- um í eldhúsið og hlýjuðum okkur við ofninn. í hvert skipti, sem heyrðist í flugvél, hlupu nokkrir okkar kæru- leysislega að dyrunum og horfðu upp í loftið, en flug- deildarforinginn fór niður í skotgröfina til þess að síma til aðalskrifstofunnar. ,,Johnny“ var alvarlega á eftir áætlun, Hinir flugmennirnir töluðu hughreystandi hver við annan. Þeir fullvissuðu hver annan um, að allt væri í lagi með Ir- ann. Ef til vill hafði hann lent í óveðri og loftskeytatækin bil— að, sögðu þeir. Hann mundi bráðum skil sér, fullyrtu þeir ákveðið. En þeir vissu, eins og við reyndar allir, að vonin var hverfandi lítil. Þegar liðinn var sá tími, sem eldsneyti flugvélarinnar gat enzt, urðu menn að játa, hvernig komið var. Einn eða tveir (menn urðu þögulir, en. einn eða tveir aðrir hækkuðu róminn. Bílarnir voru komnir til þess að flytja flugmennina til svefnskála|ina. Matsveinn- 'inn dró síðasta steikarbitann út úr ofninum. Það var ákveðið að svo eða svo margir menn skyldu vera á verði á flugvell- inum, þangað til klukkan svo> eða svo margt, ef til kæmi, að flugvélin kæmi aftur. Bílstjór- arnir settu vélarnar í vögnum sínum í gang með vissu milli- bili, til þess að halda þeim heitum. Fyrsta verk flugdeild- arforingjans að morgni vrði það að fara til næsta þorps og færa hinni ungu konu írans fregnina, en hún bjó þar, af því hún vildi vera nálægt honum. Þetta er það, sem átt er við, þegar tilkynnt er: „Einnar flug vélar úr strandvarnarliðinu er saknað úr leiðangri í gær- kvöldi.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.