Alþýðublaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞTOiiBLAÐIB Sunnndagur 20. febrúar 1944 Benedikt S. Grondal: ......... Merkur vestuMslenzkur fræðimaður og rithöfundur. Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rltstjóri: Stefán Pétnrsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð 1 lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hvað hafa þeir lagt tli ? OMMÚNISTABLAÐIÐ hrópar í gær upp um það að Alþýðuflokkurinn haldi uppi skemmdarstarfi í öryggismál- um sjómannastéttarinnar. Þetta er svona álíka vís- dómur, eins og þegar Magnús Jónsson guðfræðiprófessor rit- aði grein sína í Lesbók Morg- unblaðsins, um „Sigurjónsk- una“. Þessi fullyrðing blaðs kommúnista er annars mjög lærdómsrík og sýnir betur enn flest annað, af bvílíku alvöru- leysi kommúnistar skrifa um hagsmunamál alþýðunnar í landinu. Ástæðan fyrir þessu haturþrungna fleipri blaðsins, er engin önnur en sú, að Komm únistaflokkurinn nýtur einskis trausts meðal sjómannastéttar- ínnar, að hann hefur ekkert nýtilegt lagt fram í umræðum þeim, sem undanfarið hafa far- ið fram um öryggismálin, og að hann veit það, að það litla, sem hann hefur lagt til þeirra mála, hefur yakið hlátur — og þó jafnframt meðaumkun. Það er öllum ljóst, að Alþýðu flokkurinn hefur lagt mest og bezt til öryggismála sjómanna- stéttarinnar, og allt hið bezta, sem horft hefur til framfara í þeim málum, síðustu 15 árin, hefur verið gert fyrir óbein og bein áhrif Alþýðuflokksins og sjómannasamtakanna. Þar hafa kommúnistar ekkert lagt til málanna, nema hróp og köll. Tvö atvik, sem gerzt hafa ný- lega, gefa nokkra hugmynd um afstöðu kommúnista til sjó- mannanna. Nýlega gerðu sjómannafélög- in samninga við útgerðarmenn, á vélbátum og skipum, sem stunda flutninga. Blað komm- únista hefur ekki minnzt á þessa samninga einu orði. Fyrir nokkru höfðu 9 stéttar- félög sjómanna, fulltrúafund, og gengu frá ályktunum í ör- yggismálum. Þarna var sjó- mannastéttin sjálf að verki. En blað kommúnista hefur reynt að þegja samþykktir sjó- mannanna í hel. Það hefur held ur ekki minnzt á þær einu orði. Kommúnistar eru þekktir að einu bezt — skemmdarverkum — í verkalýðsfélögum — og í þjóðfélaginu. í skemmdaverkum eru þeir og sérfræðingar; og vegna grandaleysis annarra hafa þeir grætt á skemmdarverkunum, hreykt sér á rústunum og hróp- að af þeim. Eitt dæmið er alþingi síðan þeir urðu þar tiltölulega fjöl- mennur flokkur. Þeir lofuðu miklum árangri af starfi sínu, ef þeir yrðu öfl- ugir á alþingi. Verkamenn héldu að þar væri átt við ár- angur til bóta á kjörum þeirra, en það reyndist misskilningur. Hverju hafa kommúnistar kom ið fram á alþingi til hagsbóta fyrir verkalýðinn í landinu? Verkamenn svari því sjálfir. Þó að þeir leiti fullir af vilvilja, finna þeir ekkert nýtilegt. Samt hefir orðið nokkur ár- U M MAítGRA ára skeið var lítið sem ekkert samband milli íslendinga vestan hafs og austan, og hvorugir fylgdust al- mennt með því, er fram fór hjá hinum. Síðan stríðið brauzt út, hefir þetta breytzt og ríkir nú hinn mesti áhugi á að halda sem ■beztu sambandi. Um margra ára skeið hafa margir Vestur-íslendingar unn- ið að ritstörfum og vísindaiðk- unum hér vestra og gert mikið til þess að kynna gamlá landið, án þess að við, sem heima vor- um, hefðum hugmynd um það. Ég hygg að það væri vel farið, ef ísledingar fengju að kynnast belztu Vestur-íslendingunum meira, á hvern háft, sem það má verða. * Skömmu eftir að ég kom til New York kynntist ég Dr. Eð- varði J. Thorlákssyni. Ég varð strax undrandi á því, hversu vel hann talaði íslenzkuna, en hann hefir aldrei til heimalandsins komið. Flestir stúdentar, sem fara vestur, hitta Eðvarð, en hann. hefir mjög gaman af því að ganga um Central Park (Mið- garð) með þeim og rabba við þá. Eðvarð hefir unnið við Brook lyn College um nokkurt skeið, en auk þess hefir hann stundað ritstörf. iHefur harrn samið leik- rit á ensku eftir Laxdælu, og var það sýnt víða í Kanada. Hann varði doktorsritgerð sína við háskólann í Evanston Illi- nois, og var hún um þingræður Jóns iSigurðssonar. Auk þessa hefir Edvarð samið marga smá- leiki fyrir útvarp, sem náðu miklum vinsældum í Kanada. Hann hefir miklar mætur á ljóð list og hefir m. a. þýtt nokkur af kvæðum Tómasar Guðmuds- sonar á ensku. Það vakti strax athygli mína, hversu íslenzkur Edvarð virt- ist vera á margan hátt, hversu vel hann skildi og þekkti ís- lenzka þjóðareðlið og hversu margt hann hafði sameiginlegt með íslenzkum fræðimönnum. Þótti mér fróðlegt að skyggnast lítillega inn á æviferil hans, til að sjá, hvernig íslenzkan gat ver ið svona sterk í manni, sem var fæddur og upoalinn í Kanada, að mestu leyti innan um ensku- mælandi fóík eftir að hann fór ungur úr heimahúsum. * Afi Eðvarðar Thorlákssonar var Einar Jónsson Sauðfjörð, sem fluttist vestur um haf, á- samt konu sinni Guðbjörgu Éin- arsdóttur, um 1890. Settust þau að í Þingvallabyggð og er Ein- arsvatn þar nefnt eftir honum. Foreldrar Eðvarðar voru bæði irm sex ára, er þau fóru vestur, en hann ólst að mestu upp hjá afa sínum og ömrnu. Einar Jónsson- var sjómaður mikill og maður hagur. Hann var einnig ibókhneigður og tók ibækurnar sínar með sér. Svo var hann rammíslenzk-ur í anda, að hann þve'rtók að læra „þetta helvítis buH“ eins og hann kall- aði enskuna. Lét Einar Eðvarð og bróður hans oft skríða upp í rúmið til sín og þar las hann fyr- ir þá úr íslendingasögunum. Guðbjörg lét þá piltana kveðast á við sig, eins og þær gerðu margar, ömmurnar þar vestra í þá tíð. Eðvarð var aðeins 15 ára, er angur af þingstarfi kommún- ista. Síðan þeir komust inn á alþingi hefir það starfað í merki sundrungarinnar. Mánuð eftir mánuð hefir það setið án þess að geta komizt að niður- hann gekk í Kanadaher til að ■berjast í heimsstyrjöldinni fyrri. Fór hann með herdeild sinni til Frakklands, þar sem hann var öll styrjaldarárin. Hann hafði með sér Hjálmarskviðu, sem hann enn kann töluvert úr. Menn geta ímyndað sér, hversu djúp áhrif það hlýtur að hafa á mann, er hann eyðir fjór um beztu árum ávi sinnar í skotgröfum vígvallanna. Bar Eðvarð þess lengi glögg merki, meðal annars í því, að hann var einlægur friðarvinur, og jafnvel enn má finna áhrif styrjaldarinn ar, er hann ræðir áhugamál sín. Eðvarð þekktist varla er hann kom heim frá Frakklandi. Hann var gerbreyttur maður og fannst sem hann hefði misst þessi 4 ár úr ævi sinni. Fékk han<n óbeit á stríði og vann mjög gegn stríðsáhrifum á stúdents- árum sínum. Um margra ára skeið var Ed- varð í Calgary í Kanada. Yann hann þar við kennslustörf og var einnig mikið við útvarp, og stundaði margs konar ritstörf. þar samdi hann leikinn „Sigur- inn meiri“ eða „The greater Viet ory“ sem leikinn var og vakti mikla athygli í Calgary, Leikur þessi er um hermann, sem kem- ur heim frá skotgröfunum og tekst ekki að finna aftur lífs- fjörið, sem hann áður hafði og kvelst af svartsýni. Leikurinn er mikil gagnrýni á stríð. í Calgariy ritaði Eðvarð sex leiki, auk um 30 smáleiki fyrir útvarp, ævisagna merkra manna og leikja úr sögu Kanada, sem mikið voru sýndir í skólanum. Eðvarð tók alltaf þátt i íslend ingahátíðum, eins og allir gerðu, sem vettlingi gátu valdið. Stóð harrn oft fyrir árlegri samkomu íslendinga í Markerville, og las þar -upp og lét syngja íslenzk Iög. Leikritið „Kjartan of Ice- land“, sem Éðvarð telur sitt merkasta verk, samdi hann 1928. Hafði hann frá æsku haft yndi af Laxdælu og lengi langað til að skrifa slíkan leik, svo að hin- ir enskumælandi landar hans mættu einnig kynnast sögunni og persónum hennar. Leikurinn er í f jórum þáttum, og er allur í bundnu máli. Ætlunin var að leika „Kjar- tan“ 1930, en úr því va'rð ekki, svo að Eðvarð lagði handritið til hliðar og um nokkurra ára skeið lá það gleymt í kistunni. Þá varð það árið 1933, er Edvarð var að tala við einn af fremstu leikstjórum Kanada, Elizabeth Heynes, að einhver minnti hann á „Kjartan“ og vildi leikstjórinn fyrir alla muni frá að sjá leik- dnn. Varð það úr að Edvarð gróf hann upp úr kistunni og sýndi Miss Heynes hann. Varð hún þegar hrifinn af leiknum og á- kvað að láta sýna hann. Síðan hefir „Kjartan of Iceland“ ver- ið sýndur víða í Kanada og Eð- varð hefir lesið kafla úr leikn- 'um 'bæoi þar og í Bandaríkjun- um. Eðvarð, sem er alinn upp með enskuna og íslenzkuna samhliða, hefir þannig hin beztu skilyrði til að þýða vel, og hefir honum tekizt prýðilega að endurspegla anda sögunnar. Munu margir vera fróðari um islenzku sögu- öldina og sögurnar eftir að þeir hafa séð leik þennan en þeir voru áður en þeir sáu hann. stöðu í hinum mest aðkallandi málum — og aldrei hefir það leynt sér hver sundrungarsýk- illinn hefir verið: Það hefir verið Kommúnistaflokkurinn. Er Eðvarð hafði verið í Cal- gary í nokkur ár, ákvað hann að hverfa aftur til náms og stundaði hann framhaldsnám við Northwestern háskólann í Chicago, og er hann hafði lok- ið náminu, varð hann kennari þar við skólann um skeið. Frá Chicago fór Eðvarð Thor láksson til New York og gerðist kennari við Brooklyn College. Þar vann hann einnig að dokt- orsritgerð sinni um þingræður Jóns Sigurðssonar. Eðvarð heyrði snemma getið um Jón Sigurðsson og fékk mik- ið dálæti á honum, er hann tók að kynna sér feril hans og ræður Er hann þeirrar skoðunar, að Jón Sigurðsson sé meðal merk- ustu manna sem uppi hafa verið. Segir hann að slíka ráðvendni, hugprýði, kjark og einbeitni eigi fáir eða engir stjórnamála- menn, sem sagan getur um, sem Jón átti í ríkum mæli. Kennarar og nemendur við Chicago háskólann trúðu vart, að stjórnmálamaður, sem háði harðvítuga frelsisbaráttu, hefði átt slíka kosti til að bera, er Eð- varð skýrði þeim frá Jóni Sig- urðssyni. Er hann. vann að doktorsrit- gerðinni, varð hann að þýða á ensku sex af ræðum Jóns. Vann hann lengi úr mörgum heimild- um, sem hann fékk í tveim beztu íslenzku bókasöfnum Vestur- heims, Fiskesafninu í Cornwell, þar sem Halldór Hermannsson er, og safninu í Harvard. Rann- sakaði Eðvarð all ítarlega efni inglýsingai, sem birtast eiga í Alþýðublaðina, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá’ Hverfisgötu)j fjrir W. 7 að kiildL Símii 4906. ræðanna, samning þeirra, efnis- meðferð, hlustendur þá, sem Jóijí ávarpaði, svo og þróun hans sem ræðumanns. Eðvarð hafði í hyggju að heim sækja ísland og átthaga Jóns Sigurðssonar, en striðið kom £ veg fyrir það og nú vinnur hann í þjónustu Bandaríkjastjórnar. Enn er ótalið margt af rit- störfum Eðvarðar Thorláksson- ar. Hefir hann m. a. þýtt „Syndir annarra11 á ensku og var það leikið í Kanada við ágætar undir tektir. Þau 10 ár, sem hann vann. við leiklist í Vestur-Kanada, lét hann á hverju ári flytja eitthvað íslenzkt eða norrænt. Stundum lék hann sjálfur með, t. d. í frum. sýningunni á „Kjartan of Ice- land“. Einn af smáleikjum Eð- varðar, “Afhrak“, hlaut verð- laun úr Carnegie sjóðnum og var sýndur víða um Kanada. Eðvarð er maður hálffimm ur og á því vafalaust eftir að láta margt eftir sig. Hefir hann. þegar unnið merkilegt starf við að kynna ísland með ritstörfum sínum. Verksmiðjuútsöluna Gefjun - BSunn vantar húsnæði fyrir vefnaðarvörubúð og sauma- verkstæði helst samliggjandi. Samband ssl. samvinnufélaga. Reykvíkingar! Úrvals salikjöt 1 fæst nú og framvegis í flestum kjötbúðum bæjarins. SAMMl^GUR milli Bandaxíkjanna, Bretlands og íslands um sölu á þessu árs fiskframleiðslu var undirritaður í dag og er verðið óbreytt frá því, sem gilti síðastliðið ár. Samtímis var undirritaður samningur um sölu á út- flutningskjöti af framleiðslu ársins 1943 og er verðið sama og framleiðsla ársins 1942 var seld fyrir. Samningarnir voru undirritaðir fyrir hönd Bandaríkj- anna af R. H. Fiedler forstjóra fiskideildar Foreign Econ- omic Administration, fyrir hönd Bretlands af F. S. Anderson forstjóra fiskideildar Brezka Matvælaráðuneytisins og fyrir hönd íslands af Magnúsi Sigurðssyni, bankastjóra. .« Reykjavík, 19. febrúar 1944. Samnmganefnd utanríkisviðskifta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.