Alþýðublaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 20. febrúar 1944. efni og vinna í einu lagi, er til útboðs. — Uppdrátta og lýsinga má vitja á teiknistofu Sigurðar Guð- mundssonar og Eiríks Einarssonar, Lækjartorgi 1 (efstu hæð), næstu tvo daga kl. 1—3. Skilatrygging 50 kr. Tilboð opnuð á sama stað, fimmtudaginn 2. marz kl. 2. — Heimilt sé að taka hverju tilboðinu sem er, eða hafna öllum. Striðaodi Frakkar á heimaviostöðynnnm. Frh. aí 5. síftu Frakklands á ýmsum sviðum. Og á bak við menn þessa stóð fjölmenn fylking og einhuga. Það hafði átt sér stað þjóðleg vakning í Frakklandi. Innrásar herinn gekk þess eigi dulinn, að Frakkar voru enn þróttug og stríðandi iþjóð. ÞVÍ fer fjarri, að nokkur sér stakur hópur, stétt eða stjórmálaflokkur eigi ýinn heiðurinn af baráttu þeirri, sem háð er gegn nazistum í Frakklandi. Þjóðin öll tekur þátt í hinni miklu vakningu, sem hafin er. Kennarar og stúdentar hafa ekki hikað við að gerat ske- leggir baráttumenn fyrir mál- stað frelsis hinnar frönsku þjóðar, þótt þeir hafi með því stofnað sér í mikla hættu. Strax í nóvembermánuði árið 1940 voru fimm heimsfrægir vísindamenn — þeir Emile Borel, Louis Lapique, Paul Langevin, Charles Manguin og Aimé Cotton — handteknir af hinum þýzku hernaðaryfirvöld um. Allir voru menn þessir meðlimir franska vísindafélags ins. Því miður reyndist ekki formaður vísindafélagsins, Vin- cent prófessor, gæddur nægum manndómi til þess að mótmæla þessu. í sama mánuði fóru stúd entar kröfugöngu að sigurbog- anúm. En strangt bann hafði verið lagt við kröfugöngum. — Lögreglan efndi því til fjölda- handtakna og hneppti alla þá stúdenta í fangelsi, sem ekki gátu sannað það með óhrekjan- legum rökum, að þeir hefðu ekki tekið þátt í kröfugöngu þessari. Fernand Holweck prófessor var handtekinn á öndverðu ár- inu 1941. Enda þótt hann væri sérfræðingur í útvarpstækni, hafði hann unnið að endurbót- um á vélbyssum, meðan hern- aðaraðgerðir áttu sér stað. Tíu dögum eftir að hann hafði ver- ið tekinn höndum, voru konu hans gerð þau boð, að hann væri dáinn. Hauskúpa hans reyndist brotinn, og hendur hans voru skaðbrenndar. Þegar nazistarnir fengu ekkju hins látna og þrem börnum hans líkið í hendur, létu þeir svo um mælt, að hann hefði framið sjálfsmorð. Holweck prófessor hafði neitað því að láta nazist- xmum upplýsingar þær 1 té, er hann bjó yfir. Basdevant prófessor var aðili að einhverjum hinna opinskáustu og hvessyrt- ustu mótmælum, sem Vichy- stjórninni voru send. Basdevant var víðfrægur fyrir þekkingu sína í alþjóðalögum og hafði undirritað flesta þá samninga um alþjóðamál, sem Frakkar Voru aðilar að hin síðari ár. Hann hafði starfað í þjónustu utanríkismálaráðuneytisins ár- um saman og hafði verið full- trúi Frakklands á fjölmörg- um alþjóðaráðstefnum. Hann hugðist flýja land eftir uppgjöf Frakka, en Pétain marskálkur hvatti hann til þess að vera kyrran. En þegar Basdevant prófess- or komst að raun um það, að Vichystjórnin gerði sér far um að afsaka ýmsar gerðir sínar mfeð því að þær væru gerðar í samráði við hann, varð honum öllum lokið. Hann ritaði Pétain harðort bréf og sagði • skilið við hann og lýð hans af skör- ungsskap og festu. Viðnáms- SPAÐKJOTID mönnum bættist þar ótrauður og mikilhæfur hðsmaður. Hér hafa aðeins verið nefnd- ir nokkrir þeirra manna, sem létu viðnámið gegn Þjóðverj- og handbendum þeirra til sín taka. En því miður verður að láta þess getið, að margir menntamenn Frakklands hafa orðið til þess að ganga á mála hjá Vichystjóminni og bregðast málstað ættarlandsins. SAMKVÆMT frásögn André Philips er baráttuhugur- inn mestur meðal verkalýðs- stéttanna frönsku. Hann hafði líka goldið mest cifhroð í styrj- öldinni og baráttu þeirri, sem fylgdi í kjölfar hennar. Félags- samtök hans hafa reynzt vel til þess fallin að láta hina erfiðu baráttu viðnámsins til sín taka. Franskir jafnaðarmenn og kommúnistar hafa rekið mikinn og markvísan áróður til þess að hindra það, að franskir verkamenn fari af fúsum vilja til Þýzkalands til þess að vinna þar. Og Frakkar hafa þraukað aðdáunarlega í þessum efnum, enda þótt Þjóðverjar og Vichy- stjórnin hafi neytt allra bragða til þess að fá þá til að láta þeim vinnukraft sinn í té. Fæstir þeirra frönsku verkamanna, er vinna um þessar mundir í verksmiðjum Þýzkalands, hafa farið þangað af fúsum vilja. En Gestapo og lögregla Vichystjórnarinnar hafir verið athafnasöm. Atvinnuleysingjar eru hand- teknir og fluttir til Þýzkalands nauðugir, ef þeir fást ekki til þess að fara þangað af fúsum vilja. Franska leyniblaðið Com bat sagði eftirfarandi sögu í ágúst 1942: Einn atvinnuleysingjanna, sem vissi, að hann yrði fluttur nauðugur til Þýzkalands, aðvar aði konu sína skömmu áður með þessum orðum: „Ef ég skrifa þér úr svörtu bleki, segi ég sannleikann. En skrifi ég úr rauðu bleki, ber þér að leggja andstæðan skilning í sérhvert orð.“ Mánuði síðar barst konu hans svohljóðandi bréfspjald frá honum, ritað úr svörtu bleki: „Elskan mín, okkur líður ákaflega vel, gott húsnæði, góð ar rekkjur, ágætt fæði, vin- gjarnleg framkoma verk- stjóranna í verksmiðjunni, aldrei skammir, aldrei loft- vamamerbi, aldrei loftárásir. Þjóðverjarnir eru meira að segja stökustu prúðmenni og sannfærðir um að sigra í styrj- öldinni. í verzlununum fæst allt, sem hugur okkar gimist — nema rautt blek.“ í sprengidagsbaunimar þurfa húsmæður að kaupa strax í fyrramálið Sextugur i dag: Grínmr Jóh. Signrðsson verlstlöri. ÆTLI AÐ nokkum hafi grun- að, svona rétt upp úr síð- ustu aldamótum, þegar menn vom að ýta fyrsta reykvíska •bílnum upp Bakarabrekkuna, að hann ætti eftir að verða svo vedgamikill þáttur í allri af- komu þjóðarinnar, sem raun ber vitni og að hundruð manna mundu á komandi ámm hafa á honum lífsuppeldi sitt og af komu. Þegar saga bílsins á íslandi verður skráð, er eitt nafn, sem kemur til með að verða nefnt þar oftar en einu sinni, en það •er nafn Gríms Sigurðssonar, sem nú um 30 ára skeið hefir helgað bílnum, þessari höfuðskepnu í lífi allra menningarþjóða, alla orku sína og athygli. Grímur er fæddur að Garðs- vík á iSvalbarðsströnd 20. febr. 1884. Stundaði hann fyrst sjó- mennsku, eins og títt var um unga menn á þeim ámm og flæktist iþá út og suður og er víst varla sú veiðistöð hér við land, sem það nafn er gefandi, er Grímur hefir ekki gist og marga brönduna hefir hann um borð dregið um ævina. Árið 1912 kom hann til Reykjavíkur og hefir búið hér óslitið síðan. Fyrstu tvö árin stundaði hann, ásamt Steindóri Einarssyni flutn inga á farþegum og farangri úr og í skip, sem.lágu á Reykja- víkurhöfn. Vom þessir flutning ar oft og tíðum uppistöðusamir og mikið volk og vosbúð þeim samfara. Þetta ágrip af ævisögu sinni hefir Grímur verið að segja mér, eða réttara sagt hefi ég verið að reyna að toga upp úr honum, þar sem við sitjum í stofu eins sameiginlegs vinar og njótum góðgerða. „Já,“ segir hann og hallar sér aftur á ibak í hægindastólnum. „Það var oft gaman á þeim ár- um. Menn glöddust yfir smærri og að okkur finnst ómerkilegri hlutum en nú. Maður sá ýmis- legt eins og spretta upp undah höndum sér og það virtist þá vera eins og einasti tilgangur lífsins, að skapa eitthvað, þó ekki væri það allt stórkostlegt eða mikilfenglegt verðmæti. Nú aftur á móti er allt eins og lagt upp í hendurnar á fólki. Allt er svo auðvelt, að enginn virðist þurfa að hafa fyrir lífinu og þó em allir óánægðir. Lífið veitir Iþeim ekki lengur þá ánægju, sem okkur, þessum eldri heppn aðist að.verða aðnjótandi ánægj una af því að sjá og finna eitt- hvað verða til fyrir atbeina okk ar sjálfra, finna sköpunargleð- ina“. t „Það er nú það. Nú og svo kom bíllinn." „Nú já, og svo kom bíllinn. •Hvað segir þú svo í tilefni af komu hans?“ „Hvað ég segi. Síðan hefir allt gengið sinn fasta ákveðna veg. Bæði bíllinn og ég. Við höfum baldið saman, við tveir. Verið óaðskiljanlegir í 30 ár. Það er með mig, eins og í sögu, sem ég hefi lesið um dýralækni A BOLLUDAGINN ESGA S.I.F.-BOLLUR úr fiski að vera á hvers enanns diski Fást í næstu bús. Nfðursuðuverksmiðja S.Í.F. Grimur Jóh. Siqurðsson einn erlendis. Hann var óvenju- lega mikill hestamaður og hesta vinur. En þegar uppáhaldshest- urinn hans heltist gerðist hann dýralæknir. Bíllinn, sem ég ók, varð kunningi minn. Það er með það, eins og með hestamanninn. Maður vill reyna að fara vel með góðan hest, ofþjaka honum ekki og bæta heilsu hans. Eins var með mig og bílana. R.E. 100 var góður vagn. Ég hefi aldrei ekið betri né þægi- legri vagni. Þeir léku sér ekki að því, þótt yngri væru að skjóta honum ref fyrir rass. Ég hætti að aka þegar ég missti hann. Framúrskarandi góður vagn. Þýður og lá þráðbeinn á verstu vegum. Það er dálítið tilfinninga mál að skilja við gamlan vin, þótt hann aldrei sé nema dauð- ur hlutur. En talaðu við sjó- manninn. Hann skilur þetta þeg ar hann lætur í land í síðasta sinn með sjóferðapokann á hægri öxlinni en svíðandi til- finningu undir þeirri vinstri, vit- andi það, að vart líta augun hans aftur skipið, sem hefir borið hann öll árin yfir hverja hætt- una á fætur annarri, verið griða staður hans og heimili, stað- ur strita og hvíldar. — „Já, og svo fyrstu árin. — Þau eru allt- af fegurstu árin í lífi hvers og eins og á hvaða sviði sem er. iOft komst maður í hann krapp- an á þeim árum. Eitt sinn man ég eftir, að ég var 11 tíma frá Hafnarfirði að Öskjuhlíð og fimm tíma í viðbót frá Öskjuhlíð og niður í miðbæ. Eina legan, sem ég man eftir að ég háfi lég-1 ið 'Um ævina, var eftir ferðalag yfir Hellisheiði. Þá hljóp ég á undan bílnum, sem Sigurður Jónsson ók þá, yfir alla heiðina í svo svörtum byl, að eiginlega má heita, að ég hafi þreifað mig áfram yfir holt og hæðir. Ekki fékk ég samt lungnabólgu eða nokkuð þessháttar, heldur hefir þetta sennilega verið of- þreyta. Af hverju við snérum ekki aftur niður í Öífus? Sjáðu til. Þá þurftum við að fara aftur niður Kamiba, og það var nú ekkert grín í grenjandi stórhríð á þeim árum, og svo vorum við með gamla lasburða konu í bíln um, sem þurfti að komast til læknis í Reykjavík, ef ég man rétt. „Æi, góði hættu nú þessu masi. Þú ferð kannski að skrifa eitthvað upp eftir mér óg þá skaltu nú finna mig í fjöru. Hvert við gátum komizt út úr ibænum á þeim árum? Mig minn ir, að með herkjum væri hægt að komast sem sagt strax eftir að bílarnir komu, upp í Mosfells- sveit, suður í Keflavík, að minnsta kosti fljótlega á eftir, eitthvað austur fyrir Ölfusá, ég man ekki hvað langt fyrst. Já, þetta var það.--Og hættu nú.“ Grímur þagnaði og það var ekki eitt orð upp úr honum að toga meir. Hann sat og horfði brosandi á glasið sitt. Fjarlægðin í augum hans var auðsæ. Upp fyrir honum voru eflaust að rifjast atburðir löngu liðinna Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.