Alþýðublaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.02.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. februar 1944. ALÞYÐIIBLAÐIÐ 5 Slffiirí fgrelsu Stríðandi Frakkar á heimaviasttsovnnnm. Bærinn Lourdes með lindinni helgu, sem öldum saman hefir verið samkomustaður trúaðra kaþólskra maima, stendur Frakklands megin í Pyrenerfjöllum Nýlega var eftirlíking þessa bæjar byggð í Ameríku, skammt frá Hollywood, þegar verið var að kvikmynda söguna „Song of Bernadette“ eftir Franz Werfel. Myndin er af hinni amerísku eftirlíkingu. Lourdes í Ameríku. Til sprengidagsins Nýtt og saltað dilkakjöt. Svínsflesk. Súpujurtir. Hýðisbaunir Victoríubaunir í pökkum og lausri ylgt. ÖTSALA á i HVENNiCÁPUlVi og KJÓLUM. Verðið afar lágt. Grípið tækifærið að fá ykkur ódýra KJÓLA eða KÁPU. HAFLIÐABÚÐ Sími 4771. Njálsgötu 1. LOKS komu svo málaferlin í Riom árið 1942. Einhver ömurlegasta afleiðing hruns Frakklands var sú, að það sog- aði með sér nær alla hina fyrri áhrifamenn lýðveldisins. Al- menningur gerði sér þess glögga grein, að þjóðfélagið var rotið. En hins vegar gerði hann lítt að því að fella dóma um það, hverjir báru hina raun- verulegu ábyrgð á því, hversu komið var. Én öllum var ljóst, að hið forna þjóðskipulag, sem • einkennzt hafði af föðurlands- ást og lýðræðishyggj u, var úr sögunni. Því miður gáfu margir áhrifa menn lýðveldisins tilefni til þess, að þeir yrðu tortryggðir, með því að bregðast þeirri skyldu að efna til svo skeleggra hemaðaraðgerða í júnímánuði 1940, sem nauðsyn bar til. Mála ferlin í Riom gáfu nokkrum þeirra þó tækifæri til þess að endurheimta traust þjóðarinn- ar sér til handa. Og þeir hag- nýttu sér það tækifæri dyggi- lega. Af sex hinna ,,ákærðu“- voru fjórir — þeir Edouard Daladier, fyrrverandi forsæt- isráðherra, Leon Blum, fyrrver andi forsætisráðherra, Guy la Chambre, fyrrverandi flug- málaráðherra (sem raunar var fjarverandi) — þekktir stjórn- málamenn, en tveir ' —■ þeir Maurice Gamelin, hershöfðingi og Pierre Jacomet, hershöfðingi — meðal helztu áhrifamanna franska hersins. Gamelin hershöfðingi neitaði að bera fram varnir fyrir sig, en Jacomet skírskotaði til þess, að yfirstjórn hersins hlyti að vera ábyrg fyrir því, hversu farið hefði. En stjórnmálamenn irnir reyndust mun skeleggari. Daladier og Blum sneru mála- ferlunum í vasklega sókn á hendur ákærenda sinna. — Þeim heppnaðist sókn þessi með slíkum ágætum, að málaíerlun um var hætt, án þess að nokkur dómur væri felldur. Bæði Daladier og Blum leiddu óhrekjanleg rök að því,' að orsökin að hruni landsins hefði verið hernaðarleg en ekki stjórnmálaleg. Sókn þeirra beindist einkum að Pétain mar- skálki, þar eð hann hafði borið ábyrgð á herstjórninni lengst af fyrir styrjöldina. En hinir fyrr- verandi forsætisráðherrar létu ekki hjá líða að örva og hvetja viðnámsmennina, fyrst hið til- valda tækifæri hafði gefizt. Dala dier fór hinum lofsamlegustu orðum um de Gaulle og baráttu hans og nefndi hann mann, „sem hann væri hreykinn af að hafa skipað hershöfðingja“. Blum komst meðal annars þannig að orði í fjögurra klukkustunda ræðu: — Það má vel vera, að þið þykizt finna mig sannan að sök. Ég efast heldur ekki um það, að svo muni fara, ef málaferlum þeim, sem hafin hafa verði gegn mér, verður haldið til streitu. Þið getið dæmt mig, en þið getið ekki svipt mig ánægunni yfir' því að hafa komið fram sem persónugervingur tryggðarinnar við hið borgaralega franska lýð veldi. Tvennt vannst við málaferl- in í Riom. Þau urðu til þess að sanna það, að leiðtogarnir í Vichy voru raunverulega á- byrgir að hruni Frakldands, og við málaferlin var áróðurvopn- um þeirra snúið gegn þeim sjálfum. Jafnframt voru þau viðnámsmönnunum mikil hvatn þess að halda baráttu sinni ó- trauðir áfram. Daladier og Blum voru glæsilegar hetjur í augum hinnar frönsku þjóðar. Skömmu eftir málaferlin í Riom sendu þeir Jules Jeann- eney, forseti öldungadeildar- innar, og Edouard Herriot, for- seti fulltrúadeildarinnar Pétain marskálki og Pierre Laval skor inorð mótmæli. Jeannenay og Herriot höfðu lagt það til, að styrjöldinni yrði haldið áfram frá Norður-Afríku í júnímán- uði árið 1940, en tillögu þeirra var vísað á bug á síðustu stundu. Eftir uppgjöf landsins höfðu þeir hins vegar látið lítt frá sér heyra, eða að minnsta kosti höfðu ekki borizt fréttir urn það út úr landinu, að þeir væru í hópi viðnámsmanna. En nú varð ekki lengur um það ef- azt, hvgr í íylkingu þeir hefðu skipað sér. Hinn 9. dag septenibermán- aðar árið 1942 flutti United Press þau tíðindi, að báðir for- setar þingsins hefðu gerzt aðil- ar að skriflegum mótmælum, er send hefðu verið Pétain og Laval, þar sem þeir voru born- ir þungum sökum fyrir að hafa tekið sér algert einræðisvald og virt franska þingið að vettugi. Mótmælaskjal þetta var ritað í sama stíl og hin fræga grein Zola Ég mótmæli .... Skömmu síðar varð það heyr um kunnugt, að héraðsstjóri Rhonedalsins hefði gengið á fund Herriots á sveitasetri hans og farið þess á leit við hann í nafni Vichystjórnarinnar, að hann gæfi skriflegt drengskap- arheit um það, að hann myndi ekki hverfa af landi brott. —■ Herriot svaraði: — Þér móðgið mig. Þér getið skilað til húsbænda yðar, að ég vinni þeim ekkert drengskapar heit. Ég er staðráðinn í því einu, að verða Frakklandi að öllu því liði, sem ég frekast má. Ykkur er það alls óviðkomandi, hvernig ég hyggst framkvæma þá ætlan mína. Þið hafið lög- regluna og herinn á ykkar valdi, og þið getið hagnýtt yldc- ur fulltingi hennar, en þið neyð ið mig aldrei til þess að vinna ykkur drengskaparheit. Stjórnarvöldin í Vichy svör- uðu þessu með því að hneppa Herriot í stofufangelsi. í tilefni þessa komst de Gaulle hers- höfðingi þannig að orði: — Það hefir lengi verið vit- að, að Herriot forseti hefir ver- ið Viehystjórninni þungur í skauti eins og bezt sést á því, að hún hefir í dag hneppt hann í fangelsi. Ég dáist að Herriot og hylli hann. Ég er þess full- viss, að baráttu hans fyrir rnál- stað Frakklands mun lengi verða minnzt að verðleikum. Það leikur ekki á tveim tun- um, að slíkir menn sem Dala- dier, Blum, Herriot og Jeann- enay hafa ekki staðið einir í baráttunni. Auk þeirra mætti nefna marga af forustumönnum Fram. á 6. síðu. Sfúika vön bókfærslu og vélritun óskast. Þarf helzt að vera fær (E norðurlandamálum og ensku. Umsóknir, þar sem tilgreint er aldur og meðmæli ef til eru, sendist fyrir miðvikudag n. k. til Slysavarnafélags fsiands. Gamall þjóSsiður er að borða baunir á sprengidag, þær fáið þér beztar í pökkum og lausri vigt. Verzlun^ Thcécðór Siemsen Simi 4205 Síeipu- hrærivéiar fyrir smærri byggingar væntanlegar. Einkar hentug- «• , ar til sveita. UPPLYSINGAR GEFA: G. HELGASON & MELSTED H. F. Hafnarstræti 19. — Sími 1644.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.