Alþýðublaðið - 24.02.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.02.1944, Qupperneq 4
MiÞYÐUBUM Pimmtudagnr 24. feijréar 1944 pif>i|ðvil»laMð Otgeiaudl: Alþýðnflokktmxui. Jtltstjóri: Stefán Pétnrsson. ' 1 Rltstjóra og afgreiðsla i Al- þýOuhúsinu við Hverfisgötu. Slmar ritstjórnar: 4901 og 4902. Slmar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Eftir Dagsbrún ardeiluna. VERKAMENN í Reykjavík, eða réttara sagt, allur fjöldi þeirra, hafa nú fengið verulega hækkun á kaupi sínu án þess að til verkfalls þyrfti að koma. Þeir eru vel að þeiná kauphækkun komnir, því að þau kjör, sem samið var um fyr- ir þá sumarið 1942 voru óvið- unandi; við stopula vinnu eða átta stunda vinnudag var vart hægt að framfleyta lífinu við þau, enda voru þau lakari en víða annars staðar á landinu, og hafði slíkt aldrei komið fyrir áður í sögu Dagsbrúnar. Á þetta var mjög rækilega foent í Alþýðublaðinu síðastlið- ið sumar og það vítt, að stjóm Dagsbrúnar skyldu ekki nota foað tækifæri, sem iþá var, til 'þess að segja upp hinum lélegu samningum og fá kjör verka- manna í Reykjavík ibætt, að minnsta kosti til samræmis við þau kjör, sem bezt höfðu feng- izt annars staðar, eins og þá mun hafa verið aimennur vilji verkamanna sjálfra. En þá hindruðu kommúnistar, eins og öllum er enn í fersku minni, að nokkuð væri að hafzt. Blað þeirra, Þjóðviljinn, var látið ausa brigzlyrðum yfir Alþýðu- folaðið fyrir að það skyldi tala máli Dagsbrúnarmanna, en blað atvinnurekenda, Morgunblað- ið, lýsti velþóknun sinni á kommúnistum fyrir bragðið og sagði þá hafa valið sér hinn góða málstað í þeirri deilu! Jafnvel fyrir nokkrum vikum var Alþýðublaðið enn sakað um það af blöðum atvinnurekenda, að hafa með gagnrýni sinni í sumar knúið Dagsbrúnarstjórn- ina út í þá launadeilu, sem nú er nýafstaðin. Skal hér ekkert um það sagt, hvern þátt hún ihefir átt í því. En það mimu að minnsta kosti verkamenn sjá nú, að sú gagnrýni Alþýðu- folaðsins hafi ekki verið ófyrir- synju. Því að hafi þeim tekizt að fá nokkra viðurkenningu á rétti sínum til kauphækkunar og kjarabóta í þeirri vinnudeilu, sem nú er nýafstaðin — hversu augljóst er það þá ekki, að það ihefði verið auðvelt, þegar síð- ast liðið sumar, á miklu hagstæð ari tíma árs til þess að knýja fram kjarabætur? Af þeim kröfum, sem nú voru gerðar fyrir hönd Dagsbrúnar, varð við samningaumleitanirn- ar að falla frá mörgum til sam- komUlags. Þanndg fékkst til dæmis ekki hærra kaup fyrir skipavinnu en í almennri vinnu. En .grunnkalupið í henni var hækkað úr kr. 2.10 upp í kr. 2,45; og þegar á það er litið, að sú vinna hefir verið lakast foorguð og að það er allur fjöld- ínn af verkamönnum í Reykja- vík sem verður kauphækkunar- innar í henni aðnjótandi, þá verður því ekki neitað, að með hinum nýju samningum hefir mjög veruleg leiðrétting feng- izt á þeim kjörum, sem Dags- fonúnarmenin hafa átt vlið að foúa, síðan kommúnistar gerðu Miðurlag á grein séra Jakobs Jénssonay: 25. þjóðræknisping íslend- inga vestan hafs. m. SARGENT Avenue er stund- um kallað Icelandic Main Street. (Hið íslenzka Aðal- stræti). Við þá götu eru ís- lenzku blöðin, margar íslenzkar búðir, og í grenndinni eru báðar kirkjurnar og Jóns Bjarnason- ar skólinn. Og þar er Templara- húsið, stórt og myndarlegt sam- komuhús. (Meðal annarra orða: í þindindisstarfsemi félagsins standa íslendingar fremstir.) í þessu húsi fer Þjóðræknis- þingið fram. Um níu-leytið að morgni fer fólkið að streyma að og innan skamms er fundur- inn settur. Salurinn er fánum skreyttur. Innarlega fyrir miðju er stóll forsetans. Það sæti skip- ar nú dr. Richard Beck, eld- heitur áhugamaður og ódrep- andi vinnuþjarkur. Það er ekki nóg með það, að hann sé í fremstu fylkingu meðal íslend- inga, heldur telja Norðmenn hann líka einn af sínum beztu mönnum. í Grand-Forks þar sem Beck á heima eru fleiri Norðmenn en íslendingar, og af því að dr. Beck er prófessor í norskum bókmenntum, hefir hefir hann haft mdMnn kunn- ingsskap af Norðmönnum. Þeg- ar norski krónprinsinn heim- sótti Norður-Dakota, var Beck formaður móttökunefndarinnar, og er einn af þeim fjórum mönn um í Bandaríkjunum, sem Nor- egskonungur hefir heiðrað með orðu hins heilaga Ólafs. Richard Beck hefix sett sér það mark að heimsækja sjálfur sem flestar þjóðrœknisdeildir og honum hef ir orðið vel ágengt í því að stofna nýjar. A liðnum árum hafa þeir Íengst af verið forset- ar, dr. RögnValdur Pétursson, séra Ragnar E. Kvaran, Jón J. Bíldfell og séra Jónas A. Sig- urðsson. Eftir alla þessa menn liggur mikið og göfugt starf. — Sá maðurinn, sem þó hefir kveð- ið mest að og orðið hefir eins- konar allsherjargoði þjóðrækn- isstefnunnar, var séra Rögn- valdur. Þegar séra Rögnvald- ur var nýútskrifaður af presta- skóla, bauðst honum ágætlega launuð prestsstaða hjá ensku- mælandi söfnuði suður í Banda- ríkjunum. En hann kaus heldur að þjóna ungum, fátækum en íslenzkum Únitarasöfnuði norð- ur í Winnipeg. Kona hans sagði mér eitt sinn, að hún væri viss um að Rögnvaldur mundi aldrei hafa notið sín annars staðar en meðal íslendinga. Gáfurnar, mannkostirnir og atorkan gátu að sjálfsögðu alls staðar komið að gagni. En hjartað var ís- lenzkt og sló hvergi örar en í baráttunni fyrir ísl. ’ þjóðerni. Og Þjóðræknisfélagið var óska- barn hans. Hýr mundi hafa ver- ið glampinn í augum hans á tutt ugasta og fimmta þinginu.--- 1 þrjá daga samfleytt fara fram umræður á þinginu. Margt ber á góma og umræðurnar eru virðulegar og þó með léttum og skemmtilegum blæ. Vestur-ís- lendingar kunnu vel að meta kímni og kunnu betur en við hér heima bæði að gera að gamni sínu og að taka gamni. Kurteisi gagnvart ræðumönn- um á mannfundum er þar fram- úrskarandi. En hvaða mál eru rædd á þinginu? Fyrst eru lesnar skýrsl ur bæði félagsstjórnar og deilda. Kemur þá einn fulltrúi fram fyrir hverja deild og ger- ir grein fyrir starfi hennar. Getur þá einn lært af öðrum og ýmsar hugmyndir, sem þykja sérstaklega eftirtektar- verðar, verða þá upphaf að ein- hvers konar starfsemi annars staðar. Af þeim málum, sem félagið hefir með höndum, og eiga að miða að varðveizlu þjóðaxarfs- ins, má nefna útgáfu á Sögu Vestur-íslendinga, myndun bókasafns og minjasafns. Enn- fremur söfnun handrita og ís- lenzkra þjóðsagna eða þjóð- fræða. Fræðslumál og út- breiðslumál eru mikið rædd, enda allvel að þeim unnið víðs vegar um þyggðirnar. Samvinnumál við ísland eru ávallt eitt af meginmálum* þings ins. Allur samvinnuvottur frá hálfu Austur-íslendinga vekur óblandna gleði, hvort sem hann kemur frá íslenzka ríkinu sjálfu, félögum eða einstakl- ingum. Tímaritaútgáfan er mál, sem Þjóðræknisfélagið hefir haft með höndum frá upphafi, og kemur ritið venjulega út um þingtímann, 25. árgangur þess er því að koma út í þessari viku. í fyrsta árgangi ritsins standa þessi orð: ,,Þá von ala sumir í brjósti, að myndazt geti sam- tök um þjóðræknismálið með- al allra Ísíedmga, og verður þá tímaritið sameign þeirra allra.“ Ávallt hefir ritið verið keypt nokkuð hér á íslandi, en þó hef- ir kaupendatalan margfaldazt nú síðustu árin. Er tímaritið innifalið í árgjaldi félagsmanna í Þjóðræknisfélaginu. Með þessu er unnið hið mesta þarfaverk og bróðurhönd irétt til þeirra fyrir vestan, sem mest hafa lagt sig fram við að gera þetta tíma- rit svo úr garði, að það skipar hinn virðulegasta sess í þeirri grein ísl. bókmennfta. Núver- andi ritstjóri er Gísli Jónsson skáld og prentsmiðjustjóri, Jök uldælingur að ætt og uppruna. Hann er ágætlega menntaður maður og smekkmaður mikill á skáldskap og bókmenntir, ekki síður en frágang og prent- un bóka. Ég vil skora á þig, les- ari minn, ef þú getur séð af andvirðinu að gerast meðlimur Þjóðræknisfélagsins hér, þótt ekki væri nema til þess að fá tímaritið. Fjármál Þjóðræknisfélagsins hafa alltaf verið í góðum hönd- um. Að því hafa stuðlað menn 'eins og Árni heitinn Eggerls- hina lélegu samninga fyrir þeirra hönd sumarið 1942. Það má ennfremur einnig á það líta, að nokkrir launaflokkar, sem þó við betri kjör áttu að búa, hafa verið hækkaðir upp í svo- nefnt fagmannakaup, kr. 2,90, þó að það sjálft haldist hins vegar óhreytt. Það ber að fagna því, að þess- ar leiðréttingar á kaupi og kjör- um Dagsbrúnarmanna fengust án þess að til verkfalls kæmi, svo mikil vandræði, sem af svo almennri vinnustöðvun hefði getað leitt. Er þar vissulega ekki sízt fyrir að þakka sam- heldni verkamanna sjálfra um hinar sanngjörnu kröfur sínar. En bersýnilega hafa sáttasemj- ari ríkisins, Jónatan iHallvarðs- son, og þeir miðlunarmenn, sem voru honum við hlið eins og svo oft áður, Emil Jónsson og Pét- ur Magnússon, átt heillaríkan þátt í því, að hægt var að varð- veita vinnufriðinn, og mættu ýmsir í því sambandi hugleiða, hvort ástæða hafi verið tií að rægja vinnulöggjöfina, lögin um sáttatilraunir í vinnudeil- urn, svo fyriir verkamönjnum, sem kommúnistar gerðu, þegar verið var að setja hana, og raunar lengst af allt fram á þennan dag. son, ÓlafuLr Pétursson og Guð- amann ÍLevy að ógleymdum Ás- mundi mínum Jóhannssyni, sem venjulega tekur það að sér á þingum að sjá um kjölfestuna í skútuna og lætur ekki fleygja meiru fyrir borð en svo, að hann sé öruggur um, að nóg sé eftir. Þjóðræknisþingið er að því leyti líkt alþingi hinu forna, að' þar er ekki eingöngu rætt um alvarleg mál, heldur koma menn og þangað ti ‘lað skemmta sér og kynnast hver öðrum. Fyrsta þingkvöldið annast „hin yngri deild Þjóðræknisfélags- ins“ skemmtunina. Er þá eins mikið töluð enslca eins og ís- lenzka. Þetta félag er deild úr Þjóðræknisfélaginu, aðallega myndað af því fólki, sem á erf- itt með að nota íslenzka tungu til hlítar, en vill samt varð- veita þekkingu sína á íslenzk- um þjóðararfi. í þessu félagi mun skáldið Lára Goodmann Salverson standa allframarlega. Á öðru kvöldi þingsins er venjulega „Frónsmótið". Að því stendur deildin „Frón“ í Winnipeg. Þá er þar saman kominn múgur og margmenni. Á það er oft sóttur einhver ræðumaður langt að, stundum úr öðrum ríkjum. Þar hlýddi ég t. d. á Guttorm skáld segja bráðskemmtilegar ferðasögur frá Islandi. Var það með fyndn- Auglýsíngar, sem birtasí Alþýðublaðinn, verða að komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrlr kl. 7 að kvötdi. Sími 4906. ustu ræðum, sem ég hefi heyrt. Og þar heyrði ég fyrst Valdi- mar Björnsson tala. Síðan hefi ég alltaf verið þeirrar skoðun- ar, að hann ætti að vera hrepp- stjóri einhvers staðar uppi í sveit á íslandi, líklega helzt i Vopnafirði. Á Frónsmótinu er einnig mjög iðkaður söngur og kvæðalestur. Þar sá ég og heyrði Ragnar H. Ragnar stjórna stórum barnasöngflokki,. sem söng eintóm íslenzk lög. Samkoma þessi endar ávallt með dansi, og dregur þá eng- inn af sér, sem á annað borð getur stigið spor. Einni virðu- legri og gætinni konu þótti þó fullnóg um, þegar hún sá fimm presta á gólfinu í einu.. Ærnar eru veitingar, kaffi og með því, og enginn þarf a® vera „samvizkulaus“. En „sam- vizkur“ heita á vestur-íslenzkut (Prh. á 6. síðu.) JÓÐFÉLAGSMÁLIN eftir stríðið eru nú oftar og oftar rædd í blöðunum og hægt og hægt fer þeim röddum fjölg- andi, sem taka undir kenningar jafnaðarmanna um nauðsyn víðtækrar endurskipulagningar atvinnulífsins, til þess að tryggja öllum velmegun og frið í framtíðinni. Tíminn minnist á þessi mál í aðalritstjórnar- grein sinni á þriðjudaginn. Þar segir: ,,í forustugrein Morgunblaðsins á laugardaginn var, er brugðið upp mynd af þeirri stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir og vill láta ráða hér ríkjum á kom- andi árum. Það er stefna frjálsu samkeppn- innar og óskipulagðs einkafram- taks í 19. aldar mynd. Það er stefnan, sem ríkti fyrir styrjöld- ina og orsakaði þá atvinnuleysi og fjárhagsöngþveiti í öllum löndum hins menntaða heims. Það, sem Mbl. er að boða, er ný kreppa, nýtt atvinnuleysi, fáir auðkóngar og fjölmennur öreigalýður. Sá sleggjudómur 'Morgunblaðs- ins, að fjármálaöngþveitið og at- vinnuleysið í heiminum fyrir styrjöldina hafi rakið rætur sínar til afskipta ríkisvaldsins, er vit- anlega fjarri öllum sanni. Hvernig var það t. d. í Banda- ríkjunum? Þau eru auðugasta land heims, þar voru mestir auðkóngar heimsins, þar voru nær engir skattar, þar voru engin ríkisaf- skipti, en samt voru þar 11—1,2 millj. atvinnuleysingja, þegar Roosevelt kom til valda. Það var fyrst, þegar Roosevelt var búinn að koma á ýmissi opinberri skipu- lagningu og'. hækka skattana, svo að hægt væri að auka verklegar framkvæmdir, að aftur tók að lifna þar við. Verklegu fram- kvæmdirnar, sem voru ávöxtur skattanna, veittu ekki aðeins at- vinnu þeim, er að þessum fram- kvæmdum störfuðu, heldur varffi- aukin kaupgeta þeirra þess vald- andi, að sala jókst á framleiðslu. ýmissa atvinnugreina og þær fóruc því að geta veitt meiri atvinnu en. áður. Þannig kom skipulagningar- og skattastefna Roosevelts atvinnu lífinu aftur á réttan kjöl. Hvernig var það líka í Bret- landi? Ekki ríkti þar nein sérstök. skipulagningar- og skattastefna., undir forustu hinna trúverðugu, íhaldsmanna Baldwins og Cham- berlains. Samt var þar mesti fjöldi atvinnuleysingja í borgunum og bændurnir lifðu fullkomnu sultar- lífi. í löndum Bandamanna eru þaffi' ékki aðeins þeir, sem hallast affi- skipulagningarúrræðum sósíalism- ans og samvinnunnar, er hafa kom ið auga á veilur frjálsú samkeppn- innar og óskipulagðs einkafram- taks. Ritstjórar Morgunblaðsins ættu að lesa ágætustu blöð enskra íhaldsmanna, ,,The Times“ og „The Observer“, og sjá þann boð- skap, er þau hafa að flytja um lausn framtíðarmálanna. Það er ekki boðskapurinn um að hverfa aftur til skipulagsleysisins fyrir styrjöldina, heldur að hagnýta sér margt af þeirri skipulagningu, er lærzt hefir á stríðsárunum og svar- að hefir glæsilegum árangri." Þetta er alveg rétt hjá Tím- anum, þótt ýmsir muni draga r efa, aS vísbending hans til Morgunblaðsritstjóranna beri mikinn árangur. Én við Tímann sjálfan og aðstandendur hans er það að segja, að það nægir ekki að vita hvað rétt er og hvað forðast ber. Algera stefnubreyt- ingu flokks hans til vinstri þarf' til, ef umbótamenn landsins eiga að vera þeim hlutverkum vaxnir, sem hann er sjálfur að benda á.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.