Alþýðublaðið - 24.02.1944, Síða 7

Alþýðublaðið - 24.02.1944, Síða 7
|tímrinn- í dag.| Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast Bifreiða- stöð íslands, sími 1540. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Hiðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórn- ar): a) Raymond-forleikur- inn eftir Thomas. b) „Einn dagur í Feneyjum" eftir Nevin. c) Vals eftir Macke- ben. d) Mars eftir Heinecke. 20.50 Frá útlöndum (Jón Magn- ússon). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21J.5 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson). 21.40 Hljómplötur: fslenzk lög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Stórgjafir til Vinnuhælis berklasjúklinga. Eftirtaldar gjafir hafa borizt síð- ustu daga: H.f. Nýja Bíó kr. 10,000,00. B. Hjaltested, stórkaupm, 5.000.00. Almenna byggingarfél. h.f. 5,000,00 Hampiðjan h.f. 5,000,00. Hvann- bergsbræður 5,000,00. Árni B. Björnsson, gullsm. 5,000,00, Veiða- færaverzl. Geysir h.f. 1,000,00. H. f. Sanitas 1,000,00. H.f. Lýsi I, 000,00. Starfsfólk Reykjavíkur- bæjar 2,280,00. Síarfsf. Sanitas h.f. 1,000,00. Starfsf. ísafoldarprentsm. 660,00. Starfsf. Gasstöðvar Rvíkur 618, OCj. Starfsf. Haraldar Árnas. h.f. 1,200,00. Starfsf. Veiðafærav. Geysir h.f. 510,00.: Starfsf. Búnað- arbankans. : 220,00. Starfsf. Stein- dórsprent h.f. 220,00. Starfsf. Lit-. ir og. L-ökk 400,00. Starfsf. Tóbaks- einkasölunnar 685,00. Leikfélag Reykjavíkur sýnir ,,Vbpn guðanná“ kl. 8 í. kvöld. — Aðgö'ngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Galé Rótííns ' •heií'ir' h úri. óg ér leikkona í Hollywood. ^akkarávarp. Eg vil hérmeð flytja öllum, fjær og nær, mitt inni- legasta þakklæti fyrir auðsýnda samúð og margs konar hjálp mér veitta við andlát og jarðarför mannsins míns, Péturs Magnússonar, biíreiðars^jóra, Krosseyrarveg: 4, Hafnarfirði. — Sers\,aklega þakka ég félagi hafríirzkra vörubifreiðaeigenda fyrir fagra og dýra miniiingargjöf, og ennfremur hjartans þakkir til lækna, hjúkrunarfólks, starfsfólks og sjúklinga í sjúltrahúsinu að Vífilsstöðum íyrir góða hjúkrun og nákvæma aðhlynningu veitta hinum látna í hinni löngu og erfiðu sjúkdómslegu. Fyr.ir mína hönd og ba::na minna. Qii®ntu&icisciéttir« Frh. af 2. síðu. anlega kosinn af meiri hluta þeirra, er þátt taka í forseta- kjöri. Komu ýmsar tillögur fram í því sambandi, og mikíl vinna var lögð í athugun þeirra, en engin þeirra var samþykkt í nefndinni. Varð því niður- staða nefndarinnar sú, sem að ofan greinir. Er sú tillaga flutt í trausti þess, að þjóðinni tak- ist að fylkja sér þannig um forsetaefni, að atkvæði dreifist eigi úr hófi fram. Nefndin leggur til, að kjör- tímabil forseta verði óbreytt, 4 ár, en hefjist 1. ágúst og endi 31. júlí að 4 árum liðnum. Enn fremur, að forsetakjör fari fram í júní eða júlí. Þykir sá tími hagkvæmastur eftir þeirri reynslu, sem fengin er um al- menriar kosningar. Nefndin gerir ráð fyrir, að falli forseti frá, skuli fara fram forsetakosningar, og skuli þá kjörtímabil nýja forsetans vera frá kosningu hans og til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu. Yrði því kjörtímabil væntanlega að jafnaði ofurlítið styttra en venjulega, þegar þannig stæði á. í tillögum nefndarinnar er á- . kvæði um, að kosning skuli fara fram, ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið. En rétt er að taka það fram, að nefndin gerir ráð fyrir, að þegar þetta ber að höndum, verði valinn heppileg- ur tími til forsetakjörs, og losni sæti forseta á þeim tíma, sem óheppilegur er til forsetakosn- inga, þá verði farið eftir ákvæð- um 8. gr. væntanlegrar stjórn- arskrár, unz forsetakosning get- ur farið fram. I 11. gr. stjórnarskrárfrum- varpsins eru ákvæði um það, að alþingi geti leyst forseta frá störfum, ef alveg sérstaklega stendur á. Nefndinni sýnist ó- hjákvæmilegt að gera ráð fyrir því, að nauðsyn geti til borið að leysa forseta frá störfum, þótt hann fallist eigi á það sjálfur. Þykir nefndinni það í samræmi við tillögur hennar um þjóðkjör forseta, að þjóðaratkvæða- greiðsla skuli skera úr um það, hvort forseti skuli láta af störf- um eða eigi þegar svo stendur á. En til þess að eigi verði ráð- izt í slíkt ófyrirsynju, leggur nefndin til, að 3A hlutar alþing- is verði að gera kröfu um þjóð- aratkvæðagreiðsluna. Til enn frekari tryggingar því, að eigi verði stofnað til slíkrar þjóðar- atkvæðagreiðslu, nema knýj- andi nauðsyn beri til, þykir nefndinni rétt, að skylt sé að rjúfa alþingi og efna til nýrra kosninga, ef tillaga þess um að leysa forseta frá starfi hlýtur eigi samþykki þjóðarinnar, og jafnframt, að kjörtímabil for- | seta þess, er í hlut á, hefjist af 1 nýju frá þeim tíma, er þjóðar- ; atkvæðagreiðsla fór fram.“ Qildistöicudagur Eýð- veldisstjérnar- skrárinnar. Um gildistökudag lýðveldis- stjórnarskrárinnar segir í nefnd arálitinu: „í stjórnarskrárfrumvarpinu er tekið fram, að lýðveldis- stjórnarskráin öðlist gildi 17. júní 1944. Einn nefndarmanna, Stefán Jóh. Stefánsson, taldi þetta ákvæði frumvarpsins valda því, að hann mundi eigi geta mælt með samþykkt þess á alþingi né við þjóðaratkvæða- greiðslu. Hins vegar lá það fyr- ir í nefndinni, að yrði þetta á- kvæði tekið út úr frumvarpinu, mundi nefndin öll verða ein- huga um að mæla með því, að frumvarpið yrði samþykkt á al- þingi qg; við þjóðaratkvæða- . greiðsluna. Einnig var vitað/að yrði þannig á málinu haldið, mundi alþingi standa saman að afgreiðslu þess frá þinginu og allír flokkar þingsins fylgja frumvarpinu við þjóðaratkvæða greiðsluna. Með hliðsjon af þessu og til þess að koma á ein- ingu um afgreiðslu málsins á alþingi hafa fulltrúar Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins í nefndinni lagt til og samþykkt ásamt Stefáni Jóh. Stefánssyni, en gegn atkvæðum fulltrúa Sósíalistaflokksins, að á frumvarpinu yrði gerð sú breyting, að stjórnarskráin öðl- ist gildi, þegar alþingi geri um það ályktun, í stað þess, að gildistökudagurinn sé ákveðinn í frumvarpinu sjálfu. Jafnframt hafa fulltrúar Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins gefið svo híjóðandi yfirlýs- ingu í nefndinni, sem færð er þar til bókar: „Fulltrúar Framsóknarflokks ins og Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir því, að þeir hafi samþykkt breytingartillöguna um gildis- töku stjórnarskrárinnar með þeim fyrirvara, að þeir eftir sem áður séu bundnir órjúfan- legum samtökum um að láta stjórnarskrána taka giidi eigi síðar en 17. júní n. k.“ Telja fulltrúar þessara flokka því eftir sem áður tryggt, að lýð- veldisstjórnarskráin gangi í gildi eigi síðar en 17. júní n. k. °g öryggið þó meira en áður vegna aukins fylgis við málið. Stefán Jóh. Stefánsson tekur það fram, að brottfelling á- kveðins gildistökudags úr stjórn arskrárfrumvarpinu sé af hans hálfu studd þeim rökum, að hann telur, að ekki sé nú tíma- bært að ákveða sérstakan gild- istökudag, hvernig sem aðstæð- ur verða hérlendis og erlendis þá, og eins af þeim ástæðum, að hann telur, að ná eigi sam- bandi við konung, áður en gild- istaka lýðveldisstjórnarskrár- innar er ákveðin. Brynjólfur Bjarnason og Ein- ar Olgeirsson taka sérstaklega fram, að þeir séu algerlega mót- fallnir því, að ákvæðið um, að stjórnarskráin öðlist gildi 17. júní 1944 sé tekið út úr stjórn- arskrárfrumvarpinu. Muni þeir beita sér gegn brtt. þeirri, er meiri hluti nefndarinnar hefur samþykkt við 81. gr. Með því að taka þetta ákvæði út álíta þeir: 1) að stjórnarskrármálinu sé sjálfu stefnt í hættu, sökum þess að eftir að þetta ákvæði sé tekið út, sé hægt að fresta stofnun lýðveldisins án þess að þjóðin fái að gert. 2) að þjóðinni sé meinað að dæma um þetta sjálfri og á- kveða gildistökudaginn þann ig að hann verði eigi síðar en 17. júní 1944. Enn fremur taka þeir fram, að þeir álíta, að brottfelling þessa ákvæðis samrýmist ekki samkomulagi milli þriggja flokka þingsins um framgang stjórnarskrármálsins. Út af þessu taka fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins fram, að þeir telja fyrirhugaða afgreiðslu málsins í samræmi við áður gert samkomulag þriggja flokka um stofnun lýðveldisins 17. júní.“ K®sniug forsetasis í fyrsta sinn. Um forsetakjörið í fyrsta sinn segir í nefndarálitinu: „Nefndinhefur athugað gaum gæfilega, hversu bezt yrði fyr- ir komið, forsetakjöri í fyrsta sinni. Athúgaði nefndin sér- staklega, bvort mögulegt væri að gera ráð fyrir því í stjórnar- skránni, að þjóðkjörinn forseti gæti tekið við völdum, um leið og lýðveldið væri stofnað. Komst nefndin að þeirri niður- stöðu, að slíkt væri með öllu ókleift að tryggja og yrði því að ákvéða í stjórnarskránni kjör forseta til bráðabirgða með öðru móti. Þótti þá rétt að alþingi annaðist þetta kjör til bráðabirgða, um leið og lýð- veldisstofun yrði ákveðin, en þjóðkjör fari fram að ári liðnu.“ ÞJóðaratkvæða- greiislan um skiSn- aéinti. í nefndaráliti skilnaðarnefnd- ar sameinaðs þings segir: „Um skilnaðartillöguna var að meginstefnu ágreiningur um það eitt í nefndinni, hvern meiri hluta á alþingi og víð þjóðar- atkvæðagreiðsluna þyrfti, til þess að hún yrði talin lögform- lega samþykkt. Allir nefndar- manna nema einn telja, að ein- faldur meiri hluti nægi, en einn (Stefán Jóh. Stefánsson) telur, að um þetta beri að fylgja ákv. sambandslaganna. Þrátt fyr- ir þennan ágreining eru all- ir nefndarmanna á einu mál um það, að mjög æskilegt sé, að þátt- fakan í atkvæðagreiðslu og fylgi við tillöguna verði sem allra mest, til þess að sýna sem full- komnasta þjóðafeiningu. Telur Stefán Jóh. Stefánsson einnig mjög brýna nauðsyn til þess vegna ákvæða 18. gr. sambands- laganna. Þessum ágreiningi er því ekki svo varið, að hann geti sundrað þei-m um fylgi við tillöguna, sem efni hennar eru sammála, sem sé því, að dansk-íslenzki sambands- lagasamningurinn falli nú form lega úr gildi. Allir þeir, sem þess óska, hljóta að beita sér af alefli fyrir sem mestu fylgi við tillög- una, bæði nú á alþingi og við þ.i óðar atk v æðagr eiðslun a, til þess að enginn ágreiningur geti átt sér stað, hvorki um ein- drægni þjóðarinnar né form- legan rétt hennar til sambands- slita. Því fleiri íslendingar sem taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðsl unni og veita tillögunni sam- þykki sitt, því meiri líkur eru til, að af sjálfu sér hverfi úr sögunni sá skoðanamunur, sem í nefndinni hefir komið frarn um, hvert atkvæðamagn þurfi til samþykktar tillögunni. AÍlir nefndarmenn munu af alhug beita sér fyrir, að þeim ágrein- ingi verði eytt með þessum hætti Er þess því fastlega að vænta, að allir þingmenn geti á ný gold ið tillögunni samþykki sitt, er al- þingi kemur saman tdl lokaá- kvörðunar málsins að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni . En ■tryggt ér, áð alþingi komi sam- an í þessu skyni eigi síðar en um •miðjan júnímánuð n. k. Nokkuð var um það rætt í nefndinni, hvort setja skyldi í tillöguna sjálfa ákvæði um, hvenær þj óðaratkvæðagreiðslan. færi fram. Þess þótti þó eigí þörf, því að ráðgert er, að sér- stök lög verði sett um þessa þ j óðaratkvæðagreiðslu og þá, sem fram á að fara um lýðveldis stjórnarskrána, og verður þetta að sjálfsögðu ákveðið í þeim. En um það er samkomulag, að eigi henti að láta þessar atkvæðá- greiðslur fara fram fyrr en 20. maí n. k. :;$g Nefndin íhúgaði rækilega á- kvæði tillögunnar um rétt danskra ríkisborgara heimilis- fastra á íslandi. ,Að athuguðu máli þótti betur fara á að hafa alls engin fyrirmæli um þetta í þess&ri tillögu. Það er ljóst, að hvort eð er, þarf að setja um það sérstök lög, svo sem frá upphafi var ráðgert um þau efni, er stjórnarskráin tekur til, sbr. ákv. stjórnskrárfrumvarpsins um stundarsakir, og var þá óþarffi. að víkja áð þessu í tillögunni. En þar við -bætist, að samkomu- lag er um að tímabinda nú þegar þann rétt, sem dönskum ríkjs- borgurum verður veittur hér, jafnframt því sem eðlilegt virð- ist að minnka hann eigi frá því, sem nú er, á meðan þau bráðá- birgðaákvæði eru í giidij Verður nánar kveðið á um þetta í sér- stökum lögum, sem verið er að undirbúa að tilhlutun nefndar- innar.“ VerkakvennaSéíagið. Frh. af 2. síðu. — Framsókn er nú á tutt- ugasta ári sínu. Það er elzta og staersta verkakvennafélagið á landinu — og þó að ég segi sjálf frá þ’á þykir félagskonum mjög vænt um félagið sitt.“ Ljóð og laiesavísur Káins kema úf á þessu árí. A ÓKFELLSÚTGÁFAN hefir ákveðið að gefa út á næsta hausti ljóð og vísur eins bezta kímnistálds, sem við höfum átt, Kristjáns Júlíusar, eða K. N. eins og hann var oftast .kallaður, en K. N. var Vestur-íslendingur og lézt fyrir nokkrum ár-um. Bókfelisútgáfan hefir nýlega gért samning við þá sem rétt eiga á útgáfu ljóða K. N. Dr. Rögnvaldur Pétursson hafði áð- ur en hann dó byrjað á því að safna ljóðum og lausavísum skáldsins, en Richard Beck pró- fessor hefir haldið því starfi á- frám. Með útgáfu ljóðanna verður og ævisaga skáldsins.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.