Alþýðublaðið - 25.02.1944, Page 5
Fösiudagur 25. febrúar 1944.
ALÞYOUBLAÐIÐ
*
Pfisfcr 'y- ■ - '' . . . . _
Mynd þessi er af sérstæðri leiksýnmgu aftien.sKra skóladrengja. Einn þeirra leikur Churcnill
forsætisráðherra Breta og hefir hann Adolf Hitler í bandi. Annar leikur Roosevelt forseta
og hefir hann Tojo í þandi. Má af þessu glöggt ráða það, hvernig æskuna í Yesturheimi
dreymir um að atyrjöldinni lykti.
EndtiEminningar frá Persiu.
ÞEGAR blöðin gera Iran
að umræðuefni, vitjar
endurminningin um Persíu
jafan huga míns. Það er aðeins
skammt um liðið eftir að hið
forna nafn var lagt niður og
hið nýja valif). En nafnið Iran
lætur ókunnuglega í eyrum
okkar. Pería er aftur á móti
gamalkunnugt orð, sem á sér
mikla sögu, enda er þess víða
getið í fornum ritum og af mikil
hæfum snillingum. Við það eru
tengdir fornir sögustaðir og
nöfn manna, sem hátt hafa
borið í veraldarsögunni. Þeg-
ar það hljómar í eyrum okkar,
reikar hugurinn til fortíðai-
innar, sem sveipuð er dul og
dulmögnum, ævintýrum og
furðusögnum. Ég leyfi mér því
jafnan, að nefna land það, sem
nú ber heitið Iran, hinu forna
heiti þess. Persía er mér kær og
við hana á ég margar hugljúf-
ar endurminningar tengdar,
því að þar dvaldist ég þrjá ein-
hverja hina sælustu og Ijúfustu
mánuði ævi minnar. Nú eru
nær fimmtán ár liðin síðan ég
sá til hinna fögru Elburzfjalla
úr loftinu yfir Kaspíahafinu.
Fegurð landlagsins í Persíu,
glæsileiki borga hennar, hið
milda loftslag hennar og góð-
vinir þeir, sem eg eignaðist þar
valda því, að ég á mér margar
Ijúfar endurminningar þaðan.
Margir ímynda sér, að Persía
sé aðeins land ferskjutrjánna
og rósanna, næturgalanna og
mánaskinsins, enda þótt slíkir
menn sem Curzon, Sykes og
Arnold Wilson hafi lýst landi
þessu og þjóð á skilmerkileg-
an hátt í ágætum ritum. En
raunverulega er Persía, sem er
tólf sinnum stærri en England,
mest megnis eyðdmörk, þar
sem borgirnar eru eins konar
vinjar. Mestur hluti landsins
eru sléttur, og sumar þeirra
liggja í allt að sex þúsund feta
hæð yfir sjávarmáli. Þar em
hörkufrost og mikið fannkingi
á vetrum. Á sumrin er þar aft-
ur á móti óbærilega heitt um
daga en þægilega svalt um
nætur. íbúarnir hafa mikið
yndi af blómum, enda hafa
þeir getið sér mikinn orðstír
sem garðyrkjumenn. — Af
sléttum þessum rísa svo ein-
stök háfjöli. Það er því mikl-
um erfiðleikum háð að ferðast
yfir þvert landið, nema þá loft-
leiðis. Fjarlægðirnar milli
borganna eru miklar. Sú endur
minning ferðamannsins, sem
GREIN ÞESSI, sem er eft-
ir Raymond Mortimer
og hér þýdd út tímaritinu
World Digest, fjallar um
hið forna og sögufræga land
Persíu, sem nú hefir verið
skírt upp og nefnt Iran.
Mun lesendum þykja fróð-
legt að lesa endurminningar
höfundarins frá þessu fjar-
læga landi, þar sem hann
hcfir ferðazt um og kynnzt
landi og þjóð.
verður honum að líkindum
ríkuSt í minni, er frá einhverju
þorpinu við þjóðveginn og þá
helzt að náttarþeli, þegar hann
elur aldur sinn í herbergi, þar
sem engin húsgögn getur að
líta, en ábreiður prýða hins
vegar gólf og veggi og verið
er að framreiða kjúklinga, sem
slátrað hefir verið til þess að
búa gestinum sem ljúffengast-
an málsverð. Te er þjóðar-
drykkur Persa, en Shirazvínið,
sem raunar hefir verið bann-
að vegna krafna Múhammeðs-
trúarmannanna, er vissulega
drykkur, sem verður er frá-
sagnar. Að morgni heldur ferða
langurinn svo ferðinni áfram
eftir hinu fagra landslagi, og
sagan um gistrisnina og alúð-
ina endurtekur sig kvöld eftir
kvöld. Og hin fögru, bláu fjöll
og tign umhverfisins tekur hug
hans fanginn.
*
FERÐAMANNI þeim, sem
lesið hefir Þúsund og
eina nótt, kemur allt það harla
kunnuglega fyrir sjónir, sem
blasir við augum hans á leið-
inni frá Khanikin til Teheran
eða frá Teheran til Shiraz.
Landslagið á leið þessari er
eitthvað hið fegursta og eftir-
minnilegasta, sem ég hefi aug-
um litið. Maður kynnist hinni
mikilfenglegu náttúru Asíu og
hreysti og harðfengi fólksins,
sem landið byggir. Manni verð-
ur innan brjóst eins og maður
gisti heim ævintýra og furðu-
sagna. Maður fær staðfestingu
á því, sem maður las hugfang-
inn um í æsku. Raunar eru þó
borgirnar í Persíu ekki eins
glæsilegar og borgirnar í Mar-
okkó. Klæðaburður fólksins
þar er ekki eins sérkennileg-
ur og klæðaburður Máranna,
og eftir að ég dvaldist þar hefir
þetta þó enn breytzt því að
Persar hafa mjög tamið sér
klæðaburð Evrópumanna eftir
það.
❖
EVRÓPUMÖNNUM þeim,
sem eru því andvígir, að
þjóðir Austurlanda taki upp
siði og háttu Evrópu, er jafnan
borin íhaldssemi á brýn. Ef til
vill er það íhaldsemi að leggja
á móti því að fornir siðir og
hættir séu lagðir niður. Mér
finnst persónulega jafnsjálf-
sagt að leggja á móti því, að
þjóðir eins og Persar og Tyrk-
ir taki upp siði og háttu Evrópu
manna og því, að hætt verði að
sýna sögustöðum heimalands
míns ræktarsemi þá, sem skylt
er. Drottnarar eins og Ataturk
og Reza Shah halda því fram,
að sjálfstæði lands þeirra sé
ekki hvað sízt undir því komið,
að þjóðin tileinki sér hinn nýja
tíma. Ég er hins vegar á ann-
arri skoðun. Ég hefi litla trú
á því, að þjóðir eins og Tyrkir
og Persar geti orðið iðnaðar-
þjóðir í líkingu við Breta eða
Þjóðverja. Hins vegar er sjálf-
stæði þjóða sem þeirra mikið
undir því komið, að unnt reyn-
ist að koma nýrri skipan á al-
þjóðamálin eftir stríð, hvaða
leiðir sem farnar kunna að
verða að því takmarki. En
þær skyldur varast það að fórna
þjóðareinkennum sínum fyrir
,,menningu“, sem ef til vill
reynist þeim fremur til óheilla
en heilla. Yið Evrópumenn ætt-
um að geta borið manna bezt
um það, hvort allt muni vera
fengið með hinni nýju öld vél-
anna og iðnaðarins. Við höfum
að sönnu fengið margt, en höf-
um jafnframt orðið að fórna
miklu, fara mikils á mis. Þessa
hefir gætt á ýmsum sviðum og
ef til vill ekki hvað sízt í skáld-
skap Evrópumanna hina síð-
ustu áratugi. Því verður ekki
neitað, að mikill er munurinn á
samtíðarbókmenntunum og
bókmenntum eins og Þúsund
og einrii nótt. Ekki get ég varizt
því, að ég hefi meiri mætur á
slíkum skáldskap en harmasöng
samtíðarskáldanna, þótt raunar
sé þar um að ræða bókmenntir
fjarlægra landa, þar sem gætir
áhrifa annarra trúarbragða en
þeirra, sem við játumst.
Því er þó ekki að neita, að
Frh. af 6. síðu.
Deilt á útvarpsráð — Kvöldviaka og föstumessa —
Gripirnir, sem okkur voru gefnir — Hvar eru þeir- —
Fornritaútgáfan, — ÓSir tímar.
MÉR ÞYKIR undarleg sú fram-
koma útvarpsráðs, a® gjör-
breyta svo dagsKrá útvarpsins á
miðvikudagskvöld, eíns og gert
var. Að leikritakvöldum útvarps-
ins undanskildum eru kvöldvöku-
kvöldin viusælust og tugir þús-
unda manna búa sig sérstaklega
undir það að geta hlustað á kvöld-
vökurnar. í fyrrakvöld átti þjóð-
kórinn að syngja, og auk þess átti
að i'Iytja erindi eftir alþýðukonu
um ferðalag til Reykjavíkur fyrir
50 árum. Svona efni er mjög vin-
sælt, og útvarpsráð lét tilkynna á
miðvikudagsmorgunin að þannig
yrffi kvöldvakan.
EN HVORUGX þetta var fiutt.
í stað þess var föstumessa sett í
dagskrána, en hinu alveg útrýmt.
Þetta er alveg óþolandi og þann-
ig getur útvarpráðs ekki leikið
sér að hlustendum. Þetta er fyrsta
guðsþjónustan á föstunni. Ég veit
að allmargir hlusta á guðsþjónust-
ur og það er vitanlega sjálfsagt
að flytja slíkt efni í útvarpið, enda
hægt að flytja föstumessu s'ðar
En útvarpsráði hlýtur að hata ver-
ið ljóst fyrir löngu, að fyrsta föstu-
messan yrði flutt þetta kvöJd —
og þá átti að ætla henni rúm i
dagskránni. En að sitja hana tnn í
dagskrána fyrirvaralaust, -vona
eins og gert var í fyrrakvöld, nær
ekki nokkurri átt. Ég vil hafa
föstumessurnar á sínum stað og
kvöldvökurnar á sínum stað. Þessi
óþolandi ruglingur og leikaraskap-
ur með hlustendur nær ekki
nokkurri átt.
ANNARS VIL ÉG vekja athygli
á því, að þó að sjálfsagt sé að ætla
guðsþjónustum og sálmasöng ríf-
legt rúm í dagskrá útvarpsins, þá
á ekki áð auka það endalaust og
láta slíkt ganga æ meira út vfir
annað efni, sem telja verður mjög
gott í útvarpinu. Hvert efni sinn
skamt. Ef þetta verður ekki gert,
þá vinnur útvarpsráð, ekki aðeins
að því að minnka vinsældir út-
varpsins, heldur eykur það og um
leið á andúð gegn því að messur
séu fluttar í útvarpið. Og það hygg
ég þó að ekki sé tilgangurinn.
ÉG GÆTI VEL trúað því, að
þessi orð mín yrðu notuð til þess
að stimpla mig sem andstæðing
guðsþjónustuflutnings í útvarpinu.
Það væri alrangt, en ég vil hins
vegar ekki að guðsþjónusturnar
hafi meira rúm en þær hafa nú
þegar, því að mér virðist, sem
þeim hafi verið gefinn tími, sem
sé mjög sómasamlegur, og ég hygg,
i að hann fullnægi alveg þrám
þeirra, sem unna messunum og
sálmasöngnum.
ÉG VIL taka undir það með
kollega mínum, sem minntist á
dýrgripina, sem okkur voru gefn-
ir árið 1930. Hvar eru þeir geymd-
ir? Hvernig fer um þá? Það er
ákveðið að efna til mikilla hátíða-
halda þegar lýðveldi verður stofn-
að og ríkisstjórnin mun vera í
þann veginn að skipa nefnd til
þess að undirbúa þesi hátíðahöld.
Væri ekki tilvalið að safna öll-
um þessum munum á einn stað og
ætla þeim eitthvert rúm í þessum
hátíðahöldum? Mér finnst að það
ætti við, að þeir yrðu hafðir til
sýnis fyrir almenning. Hvemig stóð
á því, að ekki voru birtar myndir
af þeim öllum í bókinni um Al-
þingishátíðina, sem út kom fyrir
jólin? Það skyldi þó ekki vera, að
eitthvað af þeim væri tapað?
ÚTGÁFA FORNRITA færist mik
ið í vöxt. Um jólin kom út fyrsta
bindið af Fornaldarsögum Norð-
urlanda. Sú bók var mikið keypt,
seldist upp að svo miklu leyti,
sem hægt var, en þá var ekki hægt
að fá nógu mikið af bókinni bund-
ið, en enginn vill eiga svo merka
bók óbundna. Úr þessu mun nú
vera að rætast.
FYRIR NOKKRUM dögum var
tilkynnt, að Flateyjarbók myndi
koma út á þessu ári í fjórum bind-
um og mjög til þeirra vandað. Sig-
urður Nordal ritar formálann. Og
nú tilkynnir Helgafellsútgáfan að
hún ætli að gefa út á þessu ári
Heimskringlu Snorra Sturlusonar
í tveimur bindum, sem bæða koma
í einu.
ÞESSI ÚTGÁFA öll gleður mig.
Að vísu verða þessar bækur mjög
dýrar og hætt við því, að menn
eigi erfitt með að eignast þær. En
hér er um mikil rit að ræða og
gott er að unga kynslóðin fái tæki-
færi til þess að kynnast þessum
fornritum. Þau geta verið okkur
styrkur og stoð á þessum óðu tím-
um.
Hannes á horninu.
vantar okkur frá næstu mánaðarmótum til að bera blaðið um
BræSrafoorgarstíg og
HvefSsgöfsi.
HÁTT KAUP
Álfiýðublaðið. — Sími 4900.