Alþýðublaðið - 25.02.1944, Side 8

Alþýðublaðið - 25.02.1944, Side 8
Föstudagur 26. febrúar 1144. xnuBiuyaia iTJARNARBlð! CASABLANCA Humphrey Bogart Ingrid Bergman Pau! Hendreid Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 5. : Smámyndir m. a. ÍSLENDINGAR í KANADA (Litmynd með íslenzku tali) RAFMAGNIÐ OG SVEIT- IRNAR (Amerísk mynd með íslenzku tali) KANADAHERINN Á ÍS- LANDA 1940 AÐVÖRUN KVÖLDIÐ ÁÐUR en búizt var við að verkfall mundi skella á hér í Reykjavík, bar Jónas j'rá Grjótheimi að þar, sem tveir menn voru að tusk- ast. Kvað Jónas þá stöku þessa: Allir mega að sér gá, ef að hvergi semur. Farið ekki að fljúgast á fyrr en strækan kemur. * * ® INDVERSK KVEÐJA til ný fædds barns: Grátandi komstu z heiminn, en allir, sem i kring- um þið voru, brostu. — Lifðu þannig, að þú getir dáið bros- andi, en allir í kringum þig gráti. ÓNÆRGÆTINN, amerískur hagfræðingur hefir reiknað út, að rauði varaliturinn, sem ame- rískar konur nota árlega, mundi nægja til þess að mála 40.000 hlöður. * * * SKÓLAKENNARI (kemur eftir miðnætti á veitingahus og hittir þar einn af lærisveinum sínum sitjandi við bjórglas, segir): „Hvað er þetta, Pétur, ég hitti þig þá hérna á knæp- unni og það á þessum tíma þegar allt „skikkanlegt“ fólk er háttað fyrir löngu!“ * * $ — í HAMINGJU bænum, María, hættu þessu fitli við vekjaraklukkuna. Af hverju ertu alltaf að láta hana hringja? — Til þess að nágrannarnir haldi að við höfum síma: nokkur önnur kona, sem hann þekkti, það var af því að hún gat ávallt tekið þátt í viðræðum, um hvað sem þær snerust. Smám saman fór ég að hafa óbeit á hinni fullkomnu eigin- konu Jóns Sprague. Ljónaveið- ari, hugsaði ég. Ein af þessum háværu, brothættu konum, sem ég hafði séð á Cote d’Azur. Það var auðfundið, að Jón hafðfi. mjög lágar hugmyndir um sjálf- an sig, borið saman við hina dásamlegu konu hans. — Ég? sagði hann. —* Ég er leiðinlegur. Bara einn af þessum mönnum, sem lifa fyrir viðskiptin. Ég get með naumindum leikið golf og búið til sæmilegan svaladrykk. Það, er allt, sem mér verður talið til verðíeika. Það má furðu gegna, að kona eins og Sheila skuli ekki verða þreytt á manni eins og mér. . Hlustið, sagði ég við mynd frú Sprague. Ég vona bara, að þér séuð eins bálskotin í mann- inum yðar eins og hann í yður. Ég vona, að þér hafið ekki nein- ar heimskulegar hugmyndix um fræga menn. Ég þekki þá. Ég lifi meðal þeirra. Að nokkru leyti er ég fræg manneskja sjálf. Og ég ætla að segja þér það, að það er meira ævintýri í raun- verúlegum manni eins og Jóni, sem leggur upp tiL að selja hættulegum stjórnendum áhöld en í Quartier Latin, Montmartre og Soho til samans. Drengurinn horfði ólundar- lega til mín úr silfurrammanum, en frú Sprague gaf engan gaum að mér. Hún horfði beint fram og brosti tómlega. Allt í einu varð ég þess vör, að ég gat ekki afborið að tjá Jóni þakkir, kveðja hann og sjá hann aldrei framar. — Hvað er nú að frétta? Þú lítur svo skolli glaðlega út, sagði hann og neri köld eyrun, þegar hann kom aftur til baka. — Ég var einmitt að ákveða að eyða næsta leyfi í New York, sagði ég. — Það er svo, það er ágætt. Kannske Sheila geti grafið upp nokkra stofukommúnista handa þér. Og ég er viss um, að þér geðjast vel að hinum efnis- hyggjúkenndu baðherbergjum okkar, sagði hann. Ég sá, að hann var harla glaður. Honum tókst að ná í raun- verulega bifreið til að flytja mig til stöðvarinnar. Og hann gekk úr skugga um, að vel færi um mig í því, sem í Sovétríkj- unum var kallaður „mjúkur“ farþegavagn. — Lofaðu mér að vita hvernig yður gengur ferð- in. Hér er heimilisfang mitt. Gefðu mér þitt einnig. Hann skrifaði það niður — og símanúmerið þitt? spurði hann. — Því þá það? Þú hringir mig ekki upp frá New York, sagði ég. — Því ekki það? svaraði hann. Og hann gerði það. * Símaþjónnfinn í Berlín var nærri því eins æstur og ég var sjálf. Símtal' við New York var vissulega ekki hversdagslegur viðburður. Ég var óstyrk í hjá- liðunum og röddin skalf. — Halló — það er Jón, sem talar — Jón Sprague, manstu ekki eftir mér? Við kynntumst í Moskva. (Heimskulegt, eins og það gæti verið um að ræða nokkurn annan Jón, sem hringdi mig upp frá New York.) — Já. Ég man eftir þér Jón., Hvemig líður þér? —< Ágætlega. En þér? — Mér líður einnig ágætlega. — Það er ágætt. Og drengj- unum þínum tveimur? — Þeir standa hérna rétt hjá mér. Þeir eru í uppnámi. Og það er ég einnig. — Lofaðu þeim að tala í sím- ann. Þeir hafa gaman af því. Þeir tautuðu eitthvað og hvísl uðu. — Þið verðið að tala ensku, sagði ég og þeir sögðu hver á eftir öðrum, grafalvarlegir: — Komdu sæll, eins og þeir höfðu lært í skólanum. Síðan stóðu þeir hjá mér og hlustuðu á mig tala við Ameríkumanninn, sem ég hafði sagt þeim svo margt frá. — Þetta eru áreiðanlega mydarpiltar. Og tala líka ensku. — Eg heyri eins vel til þín eins og þú værir hér í henberg- inu, hrópaði ég í símann, for- heimskuð af æsingi? Hvað er orðið framorðið í Ameríku? Hvernig er veðrið þar? Hér er rigning. —i Hér skín sólin og túlípan- arnir blómstra. Finnst þér túlí- panar fallegir? Hlustaðu á mig ibarn. Ég verð í London vikuna málli fjórtándai og tuttugapta og annars. Því ekki að skreppa yfir um og snæða hádegisverð með mér og frú Sprague? — O — — svaraði ég. — ! Ég get það ekki. Mér þætti | gaman að sjá þig aftur. En ég get ómögulega farið til London. Það er meira en að skreppa. Það er löng ferð. — Jæja, reyndu það nú samt. Og hvenær ætlarðu að koma til Bandaríkjanna. Þú lofaðir því, mundu það. — Já, Jón, en ég get ekki tekið mér leyfi fyrr en á næsta ári. — Allt í lagi, þá á næsta ári. Þrjár mínútur eru liðnar. Lifðu heil, leikfangasmiður. Það var gaman að heyra rödd þína aft- ur. NYJA BIO B Dansínn dunar! („Time out for Rkythm“) Rudy Valloe, Ann Miller, Rosemary Lane. í myndinni spilar fræg danshlj ómsveit „Casa Loma Band“ S ýnd kl. 9. þfetjyr á iiestbaki. („Ride, Tenderfoot, Ride“) „Cowboy“ söngvamynd mei Gene Autry. Sýnd klukkan 5 og 7. gSCAMLA BIO Frú Miniver (Mrs. Mináver) Greer Garsoa Walter Pidgeon Teresa Wright Sýnd klukkan 9. i í sálnaleit em (All The Money Can Buy) James Craig Anna Shirley Simone Simon Walter Huston Sýnd kl. 5 og 7. Símskeyti komu alltaf öðru hvoru og meira að segja bréf einstaka sinnum. Ég var undr- andi yfir því, hvað þessi bréf voru ljós og skemmtileg. Am- eríkumenn skrifuðu allt öðru- vísi bréf en Evrópumenn. Árið 1928 leið, svo og 1929. Ég lagði hart að mér við vinnuna en með litlum árangri. Eichheimer & Co átti erfitt uppdráttar, og það áttu allir aðrir. Það var sagt upp fleiri og fleiri verkamönn- um, og það var stöðugt haft á orði að leggja einnig niður leik- fangadeildina. Við höfðum kom izt yfir gengisfallið en áttum nú við að strita nýja örðugleika, sem kallaðir voru kreppa. Smám saman varð okkur ljóst, að við höfðum lifað í heimskra manna paradís. Önnur kynslóð hófst á legg við hlið okkar og gerði sínar kröfur. Fimmtán ára görnul ungmenni spurðu okkur hvers konar öngþveiti og óáran við ætluðum að skila þeim í arf. Tíu ára gömul ungmenni, eins MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Ó, að þeir vissu aðeins á hvaða tíma og hvaða dag það yrði. Það væri betra að það væri þegar komið fram en að vera í þvílíkri óvissu. Af ótta við að skyndilega og að óvör- um yrði varpað að þeim spjóti, þorðu þeir ekki nærri skóg- arjaðrinu, og ef þeir yrðu að hafast hér við svo dögum og vikum skipti, myndu matvælin brátt ganga til þurrðar. Það var tilgangslaust fyrir þá félaga að reyna að dylj- ast. Þegar blökkumennirnir kæmu, myndu þeir fljótlega finna samastað þeirra. Þeir lokuðu sig því ekki inni í hell- inum heldur héldu sig á daginn framan við hann, þar sem þeir kyntu bál og suðu mat sinn eins og venjulega. En á næturnar drógu þeir hins vegar kaðalstigann upp til sín, byrgðu fyrir hellismunann og bjuggu um sig eftir beztu föngum. Það, sem olli þeim mestum áhyggjum, var það hvað verða myndi um hinn nýsmíðaða fleka þeirra. En það var ekki um það að efast, að eftir að blökkumennirnir höfðu orð- ið þeirra varir var hyggilegast fyrir þá félaga að freista þess að komast héðan brott hið fyrsta. Það var ekki vonlaust, að þeim tækist það, ef þeir nytu flekans við. En færi svo, að hann yrði eyðilagður fyrir þeim .. . . ? Þeir gátu varla vænzt annars úr því, sem komið var. Þeir höfðu dvalizt í hellinum í fjóra sólarhringa og enn hafði ekkert það til tíðinda borið, sem bar þess vitni, að óvinirnir væru á næstu grösum. ANU i_T. ÚMÍTH AND Hlö FRIENDS/ GOOD! NOW WE’I?E ALL TOGETHER AGA/N' fflafi INSlDE, PLEASt: yuu vvtkt ^ LOOKING FOR YOUR PA9SP0RT, PERHAPS ? I HAVE IT SAFE g , fop you/ MBBKRBBBHKBA ruu /snJw mc, j. mmni. KEDARI, TURKISH BUREAU vOF INTELLIGEMCE/j----' AP Features KEDARI lögregluforingi: Snú- ið aftur inn í húsið, herra minn. Þér hafið kannske vériö að leita að vegabréfinu yðar. Ég gæti þess vandlega sjálfur fyrir yður. Þér þekkið xnig vonandi. — Ég er Kedari, starfsmaður tyrknesku leyni- lögreglunnar. — Þarna kem- ur Örn liðsforingi og vinir hans. Nú erum við öll sara- eiwaö aftur.“ TODT (hugsar) „Kjallaradym- ar! Tíminn er bráðum útrunn- inn.“ (hrópar) Lofið mér að kowiast út úr þessu húsi.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.