Alþýðublaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 2
Sýning Guðmundar frá Miðdal
Sýning Guðmundar frá Miðdal, sem hófst 1. þ. m., hefir vakið
mikla athygli. Höfðu 700 manns sótt hana fyrstu þrjá dagana og
14 málverk selzt. Sýningin verður enn oþin bænadagana og páska-
dagana, en annar páskadagurinn er síðasti sýningardagurinn.
Myndin hér að ofan er af einu málverkinu á sýningunni og hefir
listamaðurinn gefið því nafnið „Útsynningur11.
Sfarfsemi Alþýðuflokksmanrsa á
Norðurlandi
Viðtal við Helga Hannesson framkvæmda-
stjóra Alþýðufíokksins
O ELGI HANNESSON,
framkvæmdastjóri Al-
þýðuflokksins, er nýkominn
úr ferðalagi um Norðurland.
Heimsótti hann Alþýðu-
flokksfélögin á allmörgum
stöðum.
Alþýðublaðið átti í gær viðtal
við framkvæmdastjórann og fer
það hér á eftir:
„Ég fór af stað héðan þriðju-
dagsmorguninn 21. marz með á-
ætlunarbifreið til Sauðárkróks
og þaðan strax sjóleiðina til Ak-
ureyrar," sagði Helgi Hannes-
son.
Á Akureyri dvaldi ég í þrjá
daga, sat aðalfimd Alþýðuflokks-
félagsins þar, sem haldinn var
daginn eftir að ég kom. Þá átti
ég hinar ánægjulegustu stundir
2ieð flokksfólki okkar laugar-
agskvöld sömu viku, en þá efndi
flokksfélagið til skemmtikvölds,
er var vel sótt og hið prýðileg-
asta í alla staði. Þar las Heiðrek-
ur Guðmundsson skáld frá Sandi
m. a. upp þrjú þróttmikil kvæði,
er hann hafði nýlega ort.“
— Hverjir skipa nú stjórn Al-
þýðuflokksfélags Akureyrar?
„Hana skipa þeir: Halldór
Friðjónsson form., Steindór
Steindórsson ritari og Erlingur
Friðjónsson gjaldkeri.“
— Hvernig gengur flokksstarf-
ið á Akureyri?
„Sá klofningur, sem hefir ver-
ið í verkalýðshreyfingunni á Ak-
ureyri, hefir mjög torveldað og
dregið úr því að áhrifa Alþýðu-
flokksins hafi gætt þar sem
skyldi að undanförnu, en Al-
þýðuflokkurinn á þar hvern
manninn öðrum betri og er það
engum efa undirorpið, að með
sameinuðum kröftum hinna eldri
og þrautreyndu baráttumanna
flokksins og þeirra yngri áhuga-
manna hans, þá á Alþýðuflokk-
urinn mikla framtíð fyrir sér á
Akureyri.“
— Hvar komstu víðar?
„Frá Akureyri fór ég til Dal-
víkur, Hríseyjar, Siglufjarðar,
Sauðárkróks, Blönduóss og
Hvammstanga. Á Siglufirði og
Sauðárkróki er mjög þróttmikið
líf í Alþýðuflokkshreyfingunni
og dylst engum, að Alþýðuflokk-
urinn er á báðum þessum stöð-
um vaxandi flokkur.
Á Siglufirði dvaldi ég í þrjá
daga og mætti á fundum bæði í
fulltrúaráðinu og flokksfélaginu.
Flokksfélagið á Siglufirði hefir
starfað af miklum dugnaði í vet-
ur og hefir það hinum ágætustu
kröftum á að skipa. Þó tel ég
einu ávant í starfi félagsins.“
— Hvað er það?
„Þú kannast við gamla boð-
orðið, að ekki sé gott að maður-
inn sé einsamall, og eins tel ég
það miður fyrir félagið, hversu
fátt kvenna er í því. Eins og þú
veizt, eru konur mjög duglegar
ekki síður en karlar, ef þær snúa
sér að pólitískum störfum, og tel
ég því vissu fyrir enn meira
starfi þar sem konur leggja einn-
ig fram sinn skerf til félagsmál-
anna.“
— Hvernig er með atvinnumál
Siglfirðinga nú?
„Aðalatvinna þeirra um þess-
ar mundir er við hraðfrystihúsin
og byggist hún auðvitað á,
hversu vel aflazt, en um þær
mundir sem ég var nyrðra var
mokafli, svo að vænlega horfði
með þá atvinnu. Eins og þér og
flestum lesendum Alþýðublaðs-
ins er kunnugt, er Siglufjarðar-
bær að láta byggja stórt og mik-
ið raforkuver — hiná svonefnda
Skeiðfossvirkjun — veita þær
framkvæmdir mikla atvinnu
þann tíma árs, sem hægt er að
vinna að virkjuninni, en yfir
vetrannánuðina liggur hún niðri.
Þá hafa flestir bæjarbúar mikinn
áhuga fyrir því að „Rauðka“
verði endurbyggð, en í því máh
er Framsóknarflokkurinn á
Siglufirði tvískiptur og hefir
slegið í hart milli liðssveitanna.
Guðmundur Hannessoh bæjarfó-
geti sér þörf bæjárins í þessum
efnum og fylgir endurbygging-
unni fram af festu og dugnaði, en
Þormóður Eyjólfsson stendur
gegn málinu. Eru því ýfingar
nokkrar á Framsóknarheimilinu
um þessar mundir.
Ég vil ekki skilja við Siglu-
fjörð, án þess að geta merkrar
félagsstarfsemi þar, sem stendur
utan póhtískra flokkadrátta, og
á ég þar við góðtemplarastúk-
una Framsókn.
Frh. á 7. síðu.
Verkamannabústaðir verða reist
ir á Akranesi í sumar
ByggfSar verða 20 íbúðir alls.
O YGGINGARFÉLAG
^ verkamanna á Akra-
nesi hefir nú ákveðið að hef j-
ast handa um byggingu
verkamannabústaða þar.
Fékk stjóín félagsins í gær-
morgun loforð fyrir láni úr bygg-
ingarsjóði verkamanna.
Sveinbjörn Oddsson formaður
félagsins var hér í gær í erind-
um félagsins og átti Alþýðublað-
ið stutt samtal við hann um fyr-
irætlanir þess. Hann sagði meðal
annars:
„Félagið okkar var stofnað 7.
ágúst 1942 og var ætlunin að
hefja byggingaframkvæmdir
miklu fyrr. Én öllum eru kunnir
hinir miklu erfiðleikar, sem ver-
ið hafa á því að ráðast í bygg-
ingar — og okkur var nauðugur
einn kostur að bíða.
Geysimikil þörf er á nýbygg-
ingum á Akranesi, því að hús-
næðisleysi er þar mikið, enda er
Akranes vaxandi' kaupstaður.
Við höfum nú ákveðið að
byggja 10 verkamannabústaði
með 20 íbúðum, en að sjálfsögðu
bætir það ekki nema að örlitlu
leyti úr hinni brýnu þörf.“
— Hvernig verður fyrirkomu-
lagið?
„Byggðar verða saman 2 íbúð-
ir. Hver íbúð verður þrjú her-
bergi og eldhús, ásamt geymslu,
sem verður í viðbyggingu við
húsin. Húsameistari ríkisins hef-
ir gert teikningarnar.“
— Er ekki mikill áhugi meðal
félagsmaxma fyrir þessum bygg-
ingum?
„Jú, ég býst ekki við, að það
verði nándar nærri hægt að full-
nægja eftirspurninni.“
• — Hefir verið gerð áætlun um
kostnaðarverð húsanna?
„Já. Húsameistari hefir gert
lauslega kostnaðaráætlun. Telur
haxm, að íbúðirnar muni kosta
um 40 þúsund krónur. Það telj-
um við nokkuð hátt áætlað —
en þetta er sem sagt aðeins laus-
leg áætlun.“
Úfgáfu á rifsafni
Jóns Trausta verSur
lokið í smar.
7 bindi, 3500-4000 blaðsíiur.
O- EILDARÚTGÁFUNNI
á verkum Jóns Trausta
(Guðmundar Magnússonar)
verður lokið á þessu ári. Hef-
ir útgáfa ritsafnsins staðið
,yfir síðan 1939 og verður hún
,alls í sjö stórum bindum, um
og yfir 500 bls. hvert bindi
í stóru broti. — Útgefandi
ritsafnsins er Bókaútgáfa
Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
Fyrsta bindi af Ritsafni Jóns
Trausta kom út árið 1939. Um
síðustu áramót voru komin út
fjögur bindi samtals. Fimmta
bindi ritsafnsins er nú full-
prentað og sjötta og sjöunda
bixföi eru í undirhúningi. Verð-
ur ritsafnið alls 3500—4000
bls. og er þannig eitt stærsta
ritverk, sem gefið hefir verið
út á íslenzku.
Jón Trausti hefir verið eitt
ástsælasta sagnaskáld íslenzku
þjóðarinnar — og heldur hann
enn því sæti með fullri sæmd.
Bækur hans eru enn mjög eft-
irsöttar til lestrar af almenn-
ingi, og hefir jafnan gengið illa
að fullnægja eftirspurn eftir
ritsafninu. En nú verður það
á markaði í heild síðari hluta
þessa árs. Nokkur eintök þess
verða bundin í vandað, hand-
unnið skinnband. Útgáfa rit-
safnsins er með miklum mynd-
arbrag. Það er í stóru broti,
prentað á góðan pappír og vand-
að að öllum frágangi. Er minn-
ingu Jóns Trausta verðugur
sómi sýndur með hinni stór-
myndarlegu heildarútgáfu á
verkum hans.
Yfirhúsaieigunefndin lækkaði
húsaieiguna í Höfðaborg
Mat kommúngstaas ®g félaga hans var rangt
Yfirhúsaleigu- '
NEFNDIN hefir kveðið
upp úrskurð um húsaleigu í
bæjaríbúðunum í Höfðaborg.
Lækkaði hún leiguna nokkuð
frá mati þyí, sem Steinþór Guð-
mundsson og félagi hans ákváðu
í vetur.
Nær allir íbúar í Höfðaborg
rituðu yfirhúsaleigunefnd bréf,
er leigan var skyndilega hækkuð
á íbúðum þeirra og fóru fram á
endurmat. Yfirhúsaleigunefndin
endurmat leigu á 72 tveggja her-
bergja íbúðum og 32 eins her-
bergis fbúðum. Steinþór og Co.
hafði ákveðið að leigan skyldi
vera fyrir tveggja herbergja í-
búðimar 120 krónur á mánuði.
Yfirhúsaleigunefndin ákvað
leiguna á þessum íbúðum kr.
108 á mánuði.
Steinþór og Co. ákvað leiguna
fyrir eins herbergis íbúðimar 90
krónur á mánuði, en yfirhúsa-
leigunefndin ákvað hana 81 kr.
á mánuði.
Það er ekki nema í fá skipti,
sem kommúnistar sýna sitt rétta
andUt. Þeir neyddust til að sýna
andlit sitt í þessu máli — , og
menn hafa fengið að kynnast þvL
Nýr bæjargjaldkeri í
Hafnariirðl.
BÆJARSTJÓRN Hafnar-
fjarðar kaus í fyrradag á
fundi sínUm, nýjan bæjargjald-
kera Guðmund Árnason, skrif-
stofustjóra hjá Rafha.
Þorvaldur Árnason, sem gengt
hafði starfinu síðan 1925 hefir
verið skipaður skattstjóri í
Hafnarfirði.
Stórgjafir til vinnu-
hælis berklasjúklinga
25 þúsund kr. frá Hafnfirðingum
og hsilt bókasafn frá einstaklingi.
SÍÐUSTU daga hafa vinnu-
heimilissjóði berklasjúkl-
inga borizt stórgjafir. Bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar samþykkti
Fimmtudagur 6. april 1544
Bók Sigrid Undset um
innrásina í Noreg
komin á íslenzku.
f þýðingu Krisfmanns Ouðmundss.
SIGRID UNDSET er einn
mesti núlifandi rithöfundur-
inn á Norðurlöndum og ein gáf-
aðasta kona, sem fengist hefur við
ritstörf. Það er því mikill fengur
ekki aðeins fyrir sagnfræðina,
heldur eixmig listina, að Sigrid
Undset lýsir í þessari bók sinni
örlagaríkusitu dögum fósturjarð-
ar sinnar. Hún er sjálf stödd í Oslo
ér innrás Þjóðverja var gerð og
hún var ein þeirra mörgu,
sem komust undan. Hún sá allt
með eigin augum, enda eru lýsing-
ar hermar áhrifamiklar. Fyrsti
kafli bókarinnar, Noregur 1940, er
ógleymanleg lýsing á þjóð, sem
ann bví landi, sem hún óumdeilan-
lega hefur eignazt með því að
bylta við moldinni, gera akra úr
melum og holtum, hús úr stór-
grýttri urð og söndum. Annars er
bókin í senn saga flótta hennar
.undan hersveitum Hitlers til Sví-
þjóðar og yfir Rússland og Japan
til Ameríku og hugleiðingar mik-
illar konu og Stórbrotins skálds út
af því, sem nú er að gerast í heim-
inum. Bókin er skrifuð af mikilli
snilld og þekkingu á mannlegu
iðli. Kristmann Guðmundsson,
persónulegur vinur skáldkonuim-
ar, hefur þýtt bókina.
árbók Ferðafélagsins
nýkomin úl.
Flyfur ferðasögur eflir ýmsa
höfunda.
ARBÓK Ferðafálagsins fyrir
1943 er nýkomin út. Er
hún nokkuð með öðru sniði en
tíðkazt hefir til þessa, því að
efni hennar er að mestu leyti
ferðasögur og ferðaminningar.
Árbókin átti að þessu sinni
að fjalla um Rangárvallasýslu,
en það reyndist ekki unnt, og
sneri stjórn félagsins sér því til
Band,alags íslenzkra farfugla, er
hafði í undirbúningi útgáfu
ferðasagna, sem farfuglar höfðu
ritað. Eru það þessar ferðasög-
ur, sem árbókin flytur að þessu
sinni.
Árbókin hefst á ferðasögu úr
Þjórsárdal eftir Gísla Gestsson
bankaritara. Einar Magnússon
menntaskólakennari skrifar um
gönguferð, er hann fór frá Ak-
ureyri til Reykjavíkur árið 1918/
Frú Ágústa Björnsdóttir ritar
dagbókarþætti úr Þórsmerkur-
för. Ólafur Björn stud. pharm.
skrifar um heimkynni farfugla
í Valahóli, svo og ferðasögu frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur,
en leið þá ferðaðist hann á reið-
hjóli. Jóhannes Áskelsson skrif-
ar um gróður í Skriðufelli. Páll
Jónsson auglýsingarstjóri ritar
ferðasögu frá Kerlingarfjöllum,
en Gísli Gestsson ferðasögu um
leiðina frá Þingvöllurp. um Tinda
skaga, Skriðu og Brúarárskörð
í Biskupstungur. Þorsteinn Jós-
efsson iblaðamaður skrifar minn
ingarbrot frá Reykjavatni en
Pálmi Hannesson rektor um um
gengi ferðamanna.
Margar Ijósmyndir og teikn-
ingar prýða árbókina, og er í
hvívetna vel til útgáfu hennar
vandað.
á fundi sínum í fyrradag að gefa
vinnuheimilissjóði 25 þúsund
krónur. Þá hefir Herbert Jóns-
son í Hveragerði ákveðið að gefa
vinnuheimilinu allt bókasafn
sitt, sem er mjög vandað, 356
bindi ágætra bóka auk allra ís-
| lendingasagnanna.