Alþýðublaðið - 16.04.1944, Qupperneq 3
Sunnttdagar 16. april 1944.
Mennirnir sem
stjórna innrásinni
—
INNRÁS ÚR VESTRI er nú
á allra vörum og menn bú-
ast við henni þá og þegar.
En vita menn almennt nokk-
ur deili á þeim, sem stjórna
eiga mestu herför veraldar-
sögunnar, sem væntanlega
fer í hönd nú á næstunni?
Geta má nærri, að þar hlýt-
ur að vera valinn maður í
hverju rúmi, því Þjóðverjar
hafa öflugustu virki, sem
sögur fara af, sér til vamar
handan Eimarsunds, og von
Rundstedt og Rommel hafa
ekki þótt neinir aular í hem-
aðarvísindum það sem af er
styrjöldinni, hvað sem um
málstað þeirra má segja.
INNRÁSIN VERÐUR EKKI
gerð nema með samstilltum
átökum landhers, flughers
og flota. Væntanlega verða
gerðar óskaplegar loftárásir
á strandvirki Þjóðverja og
skotið á þau af fallbyssum
heriskipa, en síðan taka inn-
rásarprammar og hvers kyns
farkostir við og flytja hinar
þaulæfðu víkingahersveitir,
fótgöngulið, skriðdreka og
annan útbúnað og Skipa því
á land einhvers staðar á
f ströndum Frakklands, Belg-
íu eða Hollands, á einum
eða fleiri stöðum í einu. Því
er það, að þeir, sem hafa yf-
irstjóm innrásarinnar með
höndum, em ýmist úr land-
her, flota eða flugher, menn,
sem þótt hafa skarað fram
úr í orustum þeim, sem þeg-
ar hafa verið háðar.
YFIRMAÐUR ALLS herafla
bandamanna er, eins og allir
vita, Bandaríkjamaðurinn
Dwight D. Eisenhower.
Hann stjómaði áður hemað-
araðgerðum í Norður-Afríku,
á Sikiley og á Ítalíu. Hann
þykir mjög vel að sér í öllu
því, er að nútímahemaði
lýtur og jafnmiskunnarlaus
þegar sótt er fram gegn
fjandmannaherjum og hann
er vel þokkaður af undir-
mönnum sínum. Samvinnu-
lipurð hans er við bmgðið,
og mun það hafa valdið
mestu um það, að 'hann var
kjörinn yfirmaður alls 'her-
afla bandamanna. Næstur
honum er Skotinn Sir Art-
hur Tedder flugmarskálkur.
Hann er yfirlætislaus mað-
ur, sem litla eftirtekt vekur.
Þó á hann hvað mestan þátt
í hinum mikla sigri í Norð-
ur-Afríku, þar sem flúgmenn
hans gersigruðu flugsveitir
Kesselrings hins þýzka.
6Á, SEM STJÓRNA Á sam-
einuðum flugherjum banda-
manna, er einnig Breti, Traf-
ford L. Leigh-Mallory. Hann
hefir verið í flughernum síð-
an árið 1914. Hann stjórnaði
m. a. aðgerðum brezka flug-
hersins, er strandhöggið var
gert við Dieppe. Yfirflota-
foringi bandamanna í inn-
rásinni er einnig Breti, Sir
Bertram Home Ramsay að
nafni. Hann hefir „stundað
sjó“ í 45 ár og ætti því að
þekkja sitt hvað til þeirra
hluta. Það var hann, sem
skipulagði brottflutning
alLPTÐUBLAÐiO
Loffsóknin á hendur Þjóðverjum.
Myndin sýnir, hvernig amerískar flugvélar fara til árása á
Þýzkaland bæði frá stöðvum á Bretlandi og frá Ítalíu. Ofar-
lega á miðri myndinni sést m. a. borgin Schweinfurt, sem
Bandamenn hafa gert ítrekaöar árásir á að undanförnu. Flug
vélar frá Ítalíu hafa og ráðizt á iðnaðarhorgina Steier (Steyr),
til hægri á myndinni. Ofarlega til vinstri mlá sjá hve stutta
leið sprengjuflugvélar Þjóðverja þurfa að fara til árása á
London.
ÞJéðverjjair hörfa hvarvetisa á Krímskaga
við msScli mannfall.
STALIN birti enn dagskipan í gær, þar sem skýrt er
frá því, að borgin Tarnopol í Póllandi sé nú á valdi
Eússa eftir harða bardaga. Talið er, að sóknin til Lwow
muni nú reynast auðveldari. Sókn Eússa á Krímskaga er
haldið áfram af hinum mesta krafti og nálgast Rússar óð-
um Sevastopol. Þjóðverjar og Rúmenar reyna að komast
undan á skipmn frá Sevastopol og Yalfa, er flugvélar Rússa
eru sífellt á sveimi og úti fyrir höfnum þessum bíður Svarta-
hafsfloti Rússa, albúinn til atlögu.
Rússar bafa gert loftárásir á
virki Þjóðverja í og við Se-
vastopo'l og nálgast borgina óð-
fluga. Þeir höfðu tekið samtals
37,000 þýzka og rúmenska
fanga í fyrradag. Hersveitum
Malinovskys í Suður-Ukrainu
gengur vel. í 18 daga sókn féllu
26,800 Þjóðverjar en 10,500
voru teknir höndum.
Bardagar hafa verið með ó-
dæmum harðir í Tarnopol nú
um all-langt skeið. Þegar her
sveitir Zhukovs náðu loks borg-
inni á sitt vald, féllu 136001
mlenn af setuliði Þjóðverja, en
2400 voru teknir höndum. Götu-
þardagar voru heiftarlegir og
hafa mikil spjöll orðið í borg-
inni.
brezka hersins frá Dunker-
que 1940.
EINN KUNNASTI hershöfð-
ingi í hópi innrásarforingj-
amia er að sjálfsögðu Sir
Bernard Law Montgomery.
Öllum eru kunn afrek hans í
orustunum í Afríku. Hann er
maður lítill vexti, líkist nán-
ast meinlætamanni. Hann
neytir hvorki tóbaks né
áfengis og hefir jafnan biblí-
una með sér á herferðum
sínum, enda 'hefir honum
stmidum verið líkt við
Cromwell. í Bretlandi er
eftirfarandi skrítla sögð um
hann og Churchill: Mont-
gomery segir við Churchill:
„Ég neyti hvorki tóbaks né
áfenígis, það er 100% vellíð-
an.“ Þá sagði Churehill: „Ég
drekk whisky og reyki stóra
vindla, það er 200% vellið-
an.“
AÐRIR INNRÁSARFORINGJ-
AR eru: Sir Arthur Harris.
Hann stjórnar sprengjuflug-
vélasveitum Breta. Omar N.
Bradley, er stjórnar fót-
gönguliði Bandaríkjamanna.
Carl A. Spaatz, er stjórnar
sprengj uf lugvélum Banda-
ríkjamanna. John Henry
D’Albiac, er stjómar orustu-
flugvélasveitum Breta og
James H. Doolittle, sem
stjórnar orustuflugvélasveit-
um Bandaríkjamanna. Hann
er hinn mesti ofurhúgi og
það var hann, sem stjórnaði
hinni djarflegu loftárás á
Tokio á sínum tíma.
AÐ ÞVÍ ER „New York Times
Magazine" telur, er þétta
einválalið, en þaðan eru
upplýsingár þessar teknar.
________________________________ ______________3
Noregur frúir ekki á neift hfuf-
feysi eftir sfyrjöldisR
Hann viBI samvinnu ekki aöeins vi® Norður-
lönd Bieldur og við stórveldin, einkum
viö Atlantshaf.
FINN MOE ritstjöri, sem starfar í utanríkisráðuneyt-
inu norska í London, ritaði í gær grein í blaðið „Norsk
Tidend,“ er fjallar um alþjóðlega samvinnu, sér í lagi með
hliðsjón af ræðu Cordell Hull s. 1. sunnudag.
Meginefni þessarar greinar, sem skýrir afstöðu Noregs
til þessara mála og blaðinu hefir borizt frá norska blaða-
fulltrúanum hér, fer hér á eftir.
Norska þjóðin mun vafalaust
fallast á það, sem Cordell Hull
taldi grundvallarreglur alþjóð-
legs öryggis. Noregur hefir
lært, að hlutleysisstefna veitir
hvorki tryggingu né stuðlar að
varðveizlu Mðarins í heimin-
um. í samræmi við fyrri af-
stöðu sína, er Noregur var
meðlimur í Þjóðabandalaginu,
mun landið leita að grundveUi
fyrir öryggi sínu í alþjóðlegri
samvinnu og er þess albúið að
taka á sig þær skyldur, sem
því eni samfara, bæði stjórn-
málalegar, viðskiptalegar og
hernaðarlegar.
Það er augljóst mál, að enda
þótt slík alþjóðastofnun (til ör-
yggis) geri staðbundna sam-
vinnu mögulega, má hún ekki
reyna að þjappa hinium smærri
ríkjum saman í einhvers kon-
ar bandalag, oft óeðlilegt, eins
og sumir virðast hafa tilhneig-
ingu til. Öryggisstofnun þessi
verður að byggjast á grundvall-
arreglunni um „sovereign
equality“, fullkomnu jafnrétti
fullvalda ríkja, eins og það er
orðað í Moskvasamþykktinni.
Þess vegna er það mjög áríð-
andi, eins og Hull drap á í
ræðu sinni, að tryggja sér þátt-
töku bandamannaþjóðanna þeg-
ar hinni álþjóðlegu stofnun
verður komið á fót.
Norðmenn 'hafa aldrei skil-
ið þetta þannig, að smáríki,
hvort sem það getur la'gt mik-
ið eða lítið af mörkum til varð-
veizlu friðarins, eigi að hafa
sömu áhrif og stórveldin, sem
verða að bera þyngstu byrðarn
ar við það að halda árásarríkj-
unum í skefjum. Góð samvinna
Bretlands, Bandaríkjanna, Rúss
lands og Kína er sjálfur grund-
völlurinn imdir alþjóðlegri
stofnun. Norðmenn telja, að
ekkert sé því til fyrirstöðu, að
stórveldin verði sammála
fyrst, án þess að þau verði sök-
uð um einræðistilhneigingar.
Yfirleitt má ekki ganga
út frá því sem gefnu,
að smáríkin séu í einhverri
mótsögn við stórveldin. Að
minnsta kosti álíta Norðmenn,
að það sé ekki heppilegt að
mynda einhvers konar banda-
lag smáríkjanna. Smáríkin
verða þvert á móti að reyna að
efla samvinnu stórveldanna og
lifa í samlyndi þar sem þau
eru.
En þótt Norðmenn geti fall-
izt á, að þessi fjögur stórveldi
fái það áhrifavald, sem þau
eiga heimtingu á vegna her-
styrks og auðlegðar og þar með
meiri ábyrgð, leggja þeir á-
herzlu á þau ummæli Hulls, að
álík samvinna geti hvorki kom-
ið í stað né dregið úr samvinnu
allra hinna sameinuðu þjóða.
Ekkert atriði í hinni alþjóð-
legu stofnun má álíta sem
útkljáð fyrr en allir þátttak-
endur hafa átt í frjálsum: við-
ræðum milli hinna íullvalda
þjóða mn málið.
Það er augljóst mál, að slík
alþjóðastofnun hlýtur að
spenna um allan heim. En ein-
mitt þess vegna verður stað-
bundin samvinna, innan ramma
hennar, að vera möguleg. Stað
bundin samvinna Noregs, bæði
við hin Norðurlöndin og At-
lantshafsveldin svo og Rúss-
land, verður eðlileg. Sumir
hafa látið þá skoðun í ljós, að
slík staðbundin samvinna geti
leitt til áhrifasvæða Og banda-
laga, en það er algerlega undir
Frh. á 7. síðu.
Loftárásir á Ploesfi og
Bukarest.
UM 50p stórar amerískar
sprengjuflugvélar hafa
gert miklar loftárásir á olíu-
svæðin í Ploesti óg ýmisleg
skotmörk í Bukarest. Flugvél-
arnar, sem komu frá bæki-
stöðvum á Ítalíu, nutu fylgd&r
Lightning- og Thunderbolt-
orustuflugvéla. Kom til mik-
illa bardaga við þýzkar flug-
vélar og voru allmargar þeirra
skotnar niður. Þetta er 4. loft-
árásin á Ploesti, sem eru mik-
ilvægustu olíulindir Þjóðverja.
Það er nú upplýst, að það voru
rússneskar flugvélar, sem réð-
Frh. é 7. sfðu.
Vatutin, einn shjallasti hers-
höfðingi Rússa er látinn í Kiev
af . völdum holskurðar. Hann
vann marga glæsilega sigi'a og
hratt jafnan áhlaupum Þjóð-
verja. Kunnastur mun hann
fyrir að ná Kiev úr greipum
Þjóðverja.