Alþýðublaðið - 16.04.1944, Síða 4
Smumdagnr 16. aprfl 1944»
Rítetjóri: Stefáa Pétarssoa.
Bímar ritstjórnar: 4901 og 4902.
RltBtjórn og aígreiösla í Ai-
þýSúhúsims viS Hverfisgðtu.
Ötgefandi: AlþýSufloiskurtnn.
gímar afgreiSsiu: 4900 og 4906.
Verð I lsusasölu 40 aura.
Alþýöuprentamiöjan h.l
Guðmundur G. Hagalím
Amerlska sýningin-
SVO hefir löngum verið, að
óhægt er um flest menning
arstörf, þegar styrjaldir geisa.
Samgöngur milli þjóða torveld-
ast eða teppast með öllu, og
skuggi hildarleiksins fellur á
fagrar listir og dregur úr lífs-
orku þeirra. Svo heíir að sjálf-
sögðu orðið líka nú, þótt ef til
vill séu ekki eins mikil brögð
að því og fyrr, vegna þess, að
anú reyna þjóðirnar af öllum
mætti að láta stríðið ekki sliga
anenningarlíf sitt og listir.
*
Við íslendingar höfum orðið
fyrir ýmsum óþægindum af
völdum ófriðarins eins og við
er að búast. Við erum með öllu
lokaðir frá þeim löndum, sem
við höfðum áður mezt menning
arleg skipti við, Norðurlöndin.
Og þótt hingað hafi komið fleiri
útlendir menn síðustu árin, en
nokkru sinni fyrr, hafa þeir yfir
leitt haft öðrummeiraaðkallandi
erindum að sinna, en kynna list
ir og bókmenntir þjóða sinna.
SÞó hefir þeim hlutum ekki verið
gleymt.-með öllu, því að bæði
Bretar og Bandaríkjamenn hafa
ýmislegt gert til að túlka og
kynna listir og menningu landa
sinna þessari smáþjóð, sem þeir
hafa orðið að sækja heim af hern
aðarástæðum.
*
Fyrsta sporið í þá átt að kynna
íslendingum myndlist engil-
saxneskra þjóða, var listsýning
British Counsil í fyrra, sem var
mjög rausnarlega og smekklega
úr garði gerð. En nú hefir upp-
lýsingadeild Bandaríkjanna hér
fetað í fótspor British Counsil
með myndlistarsýningu, sem
opnuð var í vikunni, sem leið,
og erindum um listir, sem hald-
in verða jafnhliða sýningunni.
Er þetta gott og sjaldfengið tæki
færi til að kynnast myndlist
Ameríkumanna, sem óneitan-
lega hefir verið lítt kunn hér
é landi hingað til. Sýningunni
er líka einmitt þannig hagað,
að hún lýsir eftir föngum þróun
amerískrar málaralistar fram á
þennan dag.
*
Við fögnirm þeirri viðleitni,
sem birtist í sýningu þessari,
því að hún er okkur ótvíræður
vottur þess, að sú stórþjóð, sem
að henni stendur og nú um stund
arsakir hefir setulið í landi okk
ar vill Játa okkur njóta menn-
íngarlífs og að hún vill jafn-
framt láta okkur minnast sín
sem menningarþjóðar, sem ann
fögrum listum og vill eíla þær
— en ekki sem herveldis, þó að
ihún hafi nú um skeið orðið að
taka sér vopn í hönd og meðal
annars að hersetja land okkar
til þess að tryggja framtíð menn
ingarinnar í heiminum.
* * *
Nemendur Menntaskólans
sýna „Hviklyndu ekkjuna" eftir
L. Holberg í dag kl. 4. Er þetta
síðasta sýningin á þessum bráð-
smellna gamanleik, svo fólk ætti
ekki að láta undir höfuð leggjast
4ð kaupa sér aðgöngumiða í dag.
jÞeir eru seldir frá kl, 1.30 í Iðnó.
Aðalfundur „Sumargjafar"
er í Tjarnarborg í dag kl. 3 e. h.
Einu sinni var
HVER er þessi Steindór Sig-
urðsson?
Svona hafa ýmsir spurt mig
af þeim mönnum, sem hafa nokk
urn áhuga fyrir bókum, en fylgj
ast þó ekki fyllilega með í því,
hvað út er gefið, staldra ein-
ungis við það,. sem vekur sér-
staka athygli. Nú fékk þessi
Steindór Sigurðsson verðlaun,. já
há verðlaun, sem hann var tal-
inn verðugur fyrir af hinni hæst
virtu úthlutunarnefnd Rithöf-
undafélags íslands — og þá
var spurt.
Jú, ég gat svalað forvitninni,
en síðan kom önnur spurning:
— En þessi saga — hvar hefir
hún komið út, þessi verðlauna-
saga?
— Nú, í smásagnasafni, sem
heitir Meðal manna og dýra!
— Ja-já, ég þekki það ekki . . .
Hefirðu heyrt, hvort Esja er
komin úr Slippnum?
. . . Svona er það. Höfundur-
inn tók sig sem sé til og safnaði
saman í eina bók sjö sögum,
gömlum og nýjum. Ein — um
íslenzkan hest úti í Danmörku
er skemmtileg, vel sögð; fimm
svona eins og gerist og gengur
um meira og minna misheppn-
aðar tilraunir — og ein, sú sein
asta og sjöunda, mjög athyglis-
verð og talsvert óvenjuleg smá-
saga, já, og saga, sem leynir á
sér . . . En höfundinum hefir
orðið það á að ljá henni föru-
neyti, sem ekki er beinlínis til
að vekja á henni athygli.
Hún er ósköp elskuleg og
nærri því barnalega bjarmandi
til að byrja með, þessi saga, og
aldrei hefir höf. svo sem
hátt, óekki . . . Grímur bóndi
hefir ræktað nýbýli, og veröld-
in glitrar og glóir fyrir augum
hans. Hann er að láta gerast
í veruleikanum ævintýrið Einu
sinni var . . ., og.það má ekkert
vanta, sem slíku ævintýri skart-
ar. Grænihvammur er kóngs-
ríkið, og sjálfur er Grímur kóng
urinn, vangarjóða konan hans er
drottning, og dóttirinn litla er
kóngsdóttirinn Ljómalind Gró-
brúða, Tindiltáta og Augasteinn.
Kongsdóttirin fær hvolp að
gjöf, og hvolpurinn er svartur
eins og skuggi, heitir Skuggi.
Og þessi hvolpur, sem er fyrst
fullur af ærslum, verður síðan
stór og alvarlegur hundur, sem
elskar kóngsdótturina af sannri
tröllatryggð og verður hennar
fórnfús og öruggur verndari og
tryggur vinur ogleikfélagi.Karls
sonur kemur líka við sögu, og
í fyllingu tímans fer hann út
í heiminn til að vinna sér frægð
og frama, en kóngsdóttirin sakn
ar hans sárlega . . . En svo
. . . svo rofnar samhengið við
ævintýríð, því að þegar ekk-
ert fréttist til karlssonar, þá er
síður en svo, að kóngsdóttirin
bíði hans milli vonar og ótta.
Nei, hún yfirgefur dyngju sína
og skemmu og kóngsríkið allt.
Hún fer til Reykjavíkur einn
haustdag og hún kemur ekki
heim um vorið, þó að rnóðir henn
ar sé ekki lengur hin vanga-
rjóða drottning ævintýraríkis,
heldur brjóstveik og farin kona.
Einu sinni var . . . það er dauft
yfir Grænahvammi, daufast þó
kannske yfir hinum syrgjandi
Skugga, sem ekki hefir getað
fylgt, þó að feginn vildi, Gló-
brúðu sinni til hins mikla stað-
ar. Það koma framandi menn,
einkennilega og ánalega búnir,
fara illa í íslenzku iandslagi,
tala eitthvað leiðinlegt og óskilj
anlegt mál — og það er af þeim
mjög óviðkunnanlegur þefur,
finnst Skugga gamla, tryggða-
tröllinu. Þeir vilja vera honum
góðir, vilja gefa honum girni-
legt kjöt.*En hann tortryggir þá.
Þeir eru og verða framandi, það
en eitthvað ólíkindalegt og ank-
annalegt við það, að þeir skuli
vera þarna. En loks sigrast kjöt
löngunin á óbeit Skugga gamla.
Hann nálgast eitt hinna lokk-
andi aðskotadýra. En allt endar
með skelfingu. Skuggi grunar
hinn framandi mann um
græzku, og svo fer sem fer!
Skuggi fær óvægilega meðferð,
,og upp frá þessu er engin von
um sættir af hans hálfu. Hann
gleymir ekki. . Hann lærir af
þeirri reynslu, sem hann hefir
fengið.
En mikill er svo fögnuður
hans, þegar hin heittelskaða vin
kona kemur heim, og þó . . .
Nú má ekki Skuggi gamli, líf-
gjafi, leikfélagi og tryggða-
vinur Glóbrúðu stökkva upp um
hana. Hann óhreinkar fötin
hennar, fínu, nýju fötin hennar.
En aftusr á móti virðist hún ekki
vera hrædd um, að óvinir hans
óhreinki eitt eða neitt. Þung-
bært, — en tryggð hans er ó-
rofa, hans, sem er Skuggi hinna
gömlu dyggða, trúfesti, þakkláts
semi, fórnfýsi . . . En Glóbrúða
ætlar ekki að setjast að heima.
Hún er ráðin í verksmiðju í
höfuðstaðnum með hækkandi
kaupi, háu kaupi, vinnur sér inn
peninga — og hvað er þá allt
þetta þarna heima?
Hún er sérlega mikið í fylgd
með einum af óvinum Skugga
gamla, einum, sem er dálítið
öðruvísi búinn en hinir. Eitt
'kvöld fer hún út óvenju seint,
og þó að Skuggi viti það, að
hann er henni nú óvelkominn
förunautur, svo lítt sem hann
dylur fjandskap sinn gegn vin-
um hennar hinum nýju, þá hleyp
ur hann á eftir henni, telur eitt
hvað sérstakt á seiði. Hann fylg
ir henni og hinurn sérlega
klædda fjandmanni sínum, fer
í humáttina á eftir þeim í myrkr
inu.
Svo:
Gagnfræðaskólinn í Reykjavík
Vegna stöðugra fyrirspurna um skólavist næsta vet-
ur verð ég að tilkynna:
Nemendur verða ekki skráðir í 1. bekk næsta vetur
fyr en í maí eftir að prófum í skólanum er lokið, svo
og fullnaðarprófum í barnaskólunum.
Fullnaðarprófseinkunn úr bamaaskóla þaxf að fylgja
umsóknunum.
Húsrúm er takmarkað og verður því að takmarka
nemendur í þeirri röð, sem umsóknir berast.
Ingimar Jónsson.
Áskriffarsimi AÍþýðublaðsins er 4900.
Allt í einu heyrir hann
hljóð, sem minnir hann á á-
kveðinn atburð, þegar Glóbrúða
þurfti á hjálp að halda. Og þá
skerst hann í leikinn, sinnir
engu hrópum hennar og hótyrð
um. Hann mah. Byssustingur —
til einhvers eru þeir . . . Nokkr
um mínútum síðar rekur
svart hundshræ upp á eyri
neðar við ána. Upp á þá eyri
hafði svartur hundur í blóma
lífsins bjargað Glóbrúðu, vin-
konu sinni, fyrir mörgum ár-
um.
Nú gengur hún burt frá ánni
með hinum framandlega ný-
vini sínum. Hún hefir öllu
gleymt. Hún hefir ekkert lært.
Og ekki svo mikið sem skuggi
hinna gömlu dyggða fylgir henni
lengur, tryggðarinnar, þakkláts
seminar, fórnfýsinnar. Og hún
hverfur inn í þann frumskóg
myrkursins, sem manneskjan
kom út úr, þá er hún gerðist
æðsta skepna jarðarinnar og fór
að temja hundunum dyggðir . . .
Ég sagði áðan, að hún væri ó-
sköp elskuleg til að byrja með,
þessi saga, og aldrei hefði höf-
undurinn hátt. Nei, og það eru
sums staðar smástílveilur og
stíllinn svo sem hvergi hrífandi
sakir orðsnilldar, jafnvel finn-
anlegar meinlokur í hugsun . . .
En allt í einu er komið, sem
komið er: Hinar skörpustu and-
sem foirfast eiga f
AlþýðublaSiáUt
verða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnar
í Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fyrlr kl. 7 aö kvöidl.
stæður hafa skapazt, blasa vi5
okkur: Hið barnslega, bjarm-
andi og elskulega, ævintýralega}
í öllum fyrri hluta sögunnar
— svo hitt undir lokin. HvacS
eigum við að kalla það? Ligg-
ur ekki við, að það meigi heit®
harmleikur fornra dyggða á
hundslíki, fjölskyldu, að nokkm
leyti, já,.og — þjóðar . . . hinir
framandlegu menn — hvað hef-
ir gert þá útlæga til þessa ey-
lands? Hví reika þeir þar um
svo ánalega og óhugnanlega utan
veltu við allt, sem þar grær og
.hefir gróið? Á orsökin ekki eitt-
hvað skylt við harmleik heill-
ar veraldar?
Einu sinni var , . , en hva®
svo?
iJf;a
Guðm. Gíslason Hagalín.
MORGUNBLAÐINU og
Þjóðviljanum varð í gær
nokkuð langrætt um lítilshátt-
ar ágreining, sem í ljós kom
við umræðurnar um undirbún-
ing þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar og lýðvéldisstofnunarinnar
á aukabæjarstjórnarfundii'"
fyrradag. Þar var, eins og frá
var skýrt hér í blaðinu, sam-
þykkt í einu hljóði, að hveG'a
Reykvíkinga til öflugrar já-
kvæðrar þátttöku í þjóð'
kvæðagreiðslunni og nefnd
kosin til að undirhúa hana í
höfuðstaðnum. Ágreiningur
varð hins vegar um það, hvort
bæjarstjórn skyldi fela bæjar-
ráði að tilnefna fulltrúa til
samvinnu við hina stjómskip-
uðu þjóðhátíðarnefnd um und-
irbúning hátíðahalda hér í
bænum í sambandi við stofnun
lýðveldisins, en um slík há-
tíðahöld lá fyrir fundinum bréf
frá formanni þjóðhátíðar-
nefndarinnar, sem hafði inni að
halda ýmsar tillögur um þau og
ekki allar jafnsmekklegar, þar
á meðal um danspall í Hljóm-
skálagarðinum þar sem dansað
yrði tvö kvöld í röð til að fagna
íýðveldinu, meðan aðrar þjóðir
fórna lífi sínu á vígvöllunum.
Um ágreininginn um þetta
skrifar Morgunblaðið:
„Enn var borin fram svohljóð-
andi tillaga frá bæjarráði:
„Bæjarstjómin felur bæjarráði
að tilnefna fulltrúa til samvinnu
við þjóðhátíðarnefnd um hátíða-
höld hér í bæ í tilefni af stofmm
lýðveldis á ísland.“
Borgarstjóri gat þess, að ekki
hefði fengizt samhljóða samþykki
í bæjarráði með tillögu þessari.
(Fulltrúi Alþýðuflokksins var á
móti henni.)
Borgarstjóri benti á, að þar eð
aðalhátíðahöldin yrðu á Þingvöll-
um og í Reykjavík, og lands-
nefnd hátíðahaldanna annaðist
þau að mestu, þá væri ekki þörf
á því fyrir Reykvíkinga að skiþa
sérstaka nefnd. En úr því lands-
nefndin óskaði þess, að bæjar-
stjórn tilnefndi fulltrúa til sam-
starfs við landsnefndina, værl
eðlilegt að svo yrði gert. Endas
þyrfti bæjarstjóm ýmsar ráð-
stafanir að gera vegna hátíðahald-
anna og því bezt að hún hefði
fulltrúa í samstarfi við nefndina.
Haraldur Guðmundsson kvaðst
ekki geta greitt atkvæði með því,
að bæjarstjórn kysi fulltrúa ti!
samstarfs við nefndina. Hanra
sagði að sér væri ekki kunnugt
um fyrirætlanir hátíðarnefndar-
innar, en hann vildi ekki fallasfi
á, að hátíðahöldin yrðu me$
neinum gleðiblæ vegna hins al-
varlega ástands í heiminum. ÞaiE
yrðu að vera eins einföld og í-
burðarlaus sem mögulegt væri.
Er greiða skyldi atkvæði im
tillögu bæjarráðs, um kosning
fulltrúa til að starfa með hátíðar-
nefndinni, fór Iíaraldur Guð-
mundsson fram á það, að kosning
þessari yrði freslað. Vegna þess,
að reynt hefir verið í lengstu lög
að fá samkomulag allra flokka
um öll þau atriði, sem snerta lýð-
veldisstofnumina, gjreiddu nokkr-
ir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins atkvæði með því, a®
kosning þessari yrði frestað, en
þó ekki fleiri en það, að frestun-
in náði samþykki, vegna þess a®
kommúnistar greiddu atkvæði S
móti frestuninni. En vitað er, a®
kosning þessi verður samþykkt
og fer fram á næsta fundi, hvað
sem Alþýðuflokksmenn kunna þá
að segja.“
Þannig farast Morgunblað-
inu orð; en yfir þessa frásögn
setur það meðal annars fyrir-
sögnina: „Alþýðuflokkurinn:
enn með fýlu“H Þjóðviljinn
skrifar hins vegar:
„Fyrir bæjarstjómarfundinum
lá svohljóðandi tillaga frá bæjar-
ráði, varðandi þetta mál:
„Bæjarstjórnin felur bæjarráði
Frh. á 6. síðu.