Alþýðublaðið - 18.04.1944, Page 3

Alþýðublaðið - 18.04.1944, Page 3
9 IfaiSjmhKU* 18. aftS 1944. « LfcTÐUgUfiro Skipti Svía 0« u M RÚMLEGA íjögurra ára skeið hefir Svíþjóð verið einskonar „opinn gluggi“ Norðurlanda, gluggi sem . snýr frá kúgunarvaldi naz- ista út til hins frjálsa um- heims, þar sem menn geta enn dregið að sér svalt óg hressandi loft frelsis og mannúðar. Aðstaða landsins hefir verið Norðmönnum og Dönum ómetanleg stoð í bar- áttu þeirra fyrir frelsi og ir staðið á Svíum, þegar um ir staðið á Svum, þegar um var að ræða hjálp og aðstoð við bágstadda flóttamenn, ' hvort sem þeir komu yfir 1 Kjöl eða Eyrarsund. Tugþús- undir landflótta Dana og 5 'Norðmanna njóta nú gistivin > áttu bræðraþjóðarinnar, ör- . ‘ uggir fyrir ágengi og ofbeldi - quislinga og Gestapomanna, sem eru hættir að þekkja hugtakið frjálsir menn. J'YRIR HELGINA bárust um Frá auslumgsföðvunum YUGOSLAVIA J BULGÁRIA Kortið sýnir ýmis þau svæði, þar sem bardagar eru harðastir um þessar mundir. Neðarlega til hægri sést suðvesturhorn Krím- skaga með borginni Sevastopol. Ofarlega á miðri myndinni sés't borgin Tarnopol í Póllandi, sem Rússar tóku á dögunum. Kortið er því miður ekki alveg nýtt, og örvarnar og hakakrossmerkin gefa því ekki rétta hugmynd um afstöðu herjanna. Bandðríkjðflugvélar réðusf á Sofið og Belgrðd í björtu í gær I fyrrEnótt war enn ráðizt á PloestisvæSið I Rúmeníu ®g Budapest Flotniiigar sagðir teppast á Dóná BANDAMENN hafa nú beint loftsókninni gegn höfuð- borgum Balkánríkjanna og mikilvægum samgöngu- og iðnarstöðvum þar eystra. Flugvélar frá Ítalíu fóru í gær til árása' á Sofia, höfuðborg Bulgaríu og Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu. í fyrrinótt réðust brezkar flugvélar á Buda Pest, svo og á Ploesti-olíusvæðið í Rúmeníu. Lfoftárásir hafa einn- ig verið gerðar á Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Mikið tjón hefir orðið í árásum þessum, einkanlega á járnbrautarmann- virkjum. heiminn fréttir um Svíþjóð, f sem vöktu geysilega athygli. - Bretar og Bandaríkjamenn ; ' höfðu sem sé sent sænskum ! stjórnarvöldum tilmæli, eða áskorun um að hætta að selja Þjóðverjum ýmislegar vörur og efni, sem talin eru nauðsynleg eða mikilvæg í hergagnaframleiðslunni. Cor- •dell Hull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, játaði í við- j tali við blaðamenn, að Banda TÍkjastjórn hefði nú um nokk I urt skeið unnið að því, að fá Svía til þess að hætta slíkum \ vörusendingum, svo fregn þessi mun óvéfenganleg. Virð ist þetta einn liður í þeirri í viðleitni bandamanna að fá hlutlausar þjóðir til þess að hætta viðskiptum sínum við ■ Þjóðverja og þar með til að stytta stríðið, ef unnt er. Svisslendingum, Portúgölum og Tyrkjum munu einnig hafa borizt slík tilmæli. ÞEGAR ÞETTA er ritað, er ekki vitað, hverjar undirtekt ir þessi tilmæli hafa fengið hjá sænsku stjórninni, eða sænska þinginu, en -fréttarit- . arar í Stokkhólmi telja, að Svíar geti ekki fallizt á þau. J Svíar eru hlutlaus þjóð og i sjálfstæð og hafa að sjálf- ; sögðu leyfi til þess að skipta ■ við hvaða þjóð, sem er. Á ; því leikur enginn vafi. En, spyrja sumir: Hvers vegna eru Svíar að selja Þjóðverj- um kúlulegur og stálvörur og annað til hernaðarþarfa? Er það vegna þess, að þeir séu hlynntir Þjóðverjum? Þess- ■ ar spurningar svara sér sjálf- ; ar. Svíar hafa sýnt það við ótal tækifæri, að þeir hata alla kúgun og ófrelsi og sam I úð þeirra er óskipt með þeim, sem nú kveljast í fjötrum hinnar nazistísku villi- ; mennsku. PAÐ ER landfræðileg lega landsins og atvinnuhættir, sem valda því, að Svíar skipta við Þjóðverja og selja þeim meðal annars framangreind- ar vörur. Sænskur iðnaður er ; eins og kunnugt er einn mik- Uverðasti þáttux í atvinnulífi Nú líður ekki sá dagur, að stórar sprengjuflugvélar Breta óg Bandaríkjamanna hefji sig ekki til flugs af flugvöllum á Ítalíú og ráðizt á mikilvægar stöðvar á Balkanskaga. Árásir þessar miða að því að lama járnbrautarkerfi þessara landa og torvelda þannig liðsflutn- inga Þjóðverja til og frá aust- urvígstöðvunum. Einnig hefir verið ráðizt á flugvélasmiðjur, sem Þjóð.verjar hafa komið sér upp, meðal annars á tvær Mess- erschmitt-smiðjur í grennd við Belgrad. Loftárás var einnig gerð á flugvöll skammt frá borginni, en þaðan hafa Þjóð- verjar flutt birgðir loftleiðis tli austurvígstöðvanna. Miklar skemmdir urðu á járnbrautarmannvirkjum í So- fia og Belgrad, en um þessar landsins og á honum byggir mikill hluti þjóðarinnar lífs- afkomu sína. Ekki geta Svíar átt skipti við bandamenn af augljósum ástæðum og ekki geta þeir sent vörur sínar til hlutlausra landa úti í heimi af sömu ástæðum. Svíar hafa engar kolanámur í landi sínu en kol eru þeim lífsnauðsyn og þau fást, eins og sakir standa, einungis frá Þýzka- landi. í stað kolanna fá Þjóð borgir hafa Þjóðverjar flutt liðsafla til og frá Balkanskaga. í fyrrinótt fóru brezkar Well- ington- og Liberator-flugvélar til Budapest. Vörpuðu þær niður þungum sprengjum á j árribrautarstöð þar og lögðu dufl á Dóná. Þá hafa tvær skipasmíðastöðvar við Dóná skemmzt. Þar voru smiðaðir fljótabátar. Flutningar á Dóná hafa lagzt niður í bili. Stórar sprengjuflugvélar Bandaríkjamanna hafa einnig ráðizt á ýmsa staði í Rúmeníu, m. a. á Ploesti-olíusvæðið og jámbrautarbæinn Brasov, sem er þar norður af. Miklar skemmdir urðu í Ploesti og hvíldi mikill reykur þar yfir er frá var horfið. Mátti þó sjá um 100 sprengjugígi. verjar svo ýmsar þær vörur, sem þá vanhagar mest um, svo sem kúlulegur, en kúlu- leguverksmiðjur Þjóðverja hafa orðið mjög hart úti í loftárásum bandamanna, hæði hinar miklu verksmiðj- ur í Schweinfurt í Þýzkalandi og Torino á Ítalíu. ÓHÆTT MUN að fullyrða, að Svíum er ekki um að hjálpa Erh. á 7. síðu. Badoglio segir af sér, en tekur að sér að mynda sfjórn á breiðum grundvelli ------ Kommúnistar sagSir muau faka þáft í j sfjóraarmyndunimii I T ÚTVARPSFREGNUM frá * Napoli í gær var tilkynnt, að Badoglio-stjórnin hefði beð- izt lausnar. Viktor Emanuel konungur hefir beðið Badoglio um að mynda stjóm með þátt- töku allra lýðræðisflokkanna. Sagt er, að Badoglio hafi þegar byrjað viðræður við áhrifa- menn þessara flokka og einnig flokk kommúnista. Lundúnaútvarpið minnir á það, í þessu sambandi, að fyrir skemmstu hafi flokkarnir, sem andvígir eru fasismanum lýst yfir því, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að mynduð yrði lýð ræðisstjórn á breiðum grund- velli. Fregnin um, að Badoglio hafi enn verið falið að mynda stjórn hefir vakið mikla athygli víða í löndum bandamanna, þar sem menn benda á, að hann hafi um tveggja áratuga skeið verið skel eggur fylgismaður fasista og m. a. tekið þátt í ofbeldisverkun- um í Abyssiníu. Þá vekur það ekki síður athygli, að líklegt er talið, að kommúnistar muni ætla að taka þátt í stjórnar- myndun hans. FRÁ Cairo berast þær fregnir að betri horfur séu nú um samkomulag grísku stjórnarinn ar og skæruliðanna heima fyrir. Venizelos forsætisráðherra hefir tilkynnt, að skæruliðar hafi lof- að því að senda 3 fulltrúa til viðræðna við grísk stjórnar- völd í Cairo. Fregnritarar segja, að ekki þurfi að efast um, að skæruliðarnir séu fúsir til sam- vinnu á sanngjörnum grundvelli og brátt muni algert samkomu- lag nást. Átti að gera innrás í Svíþjóð! O RÁ STOKKHÓLMI berast þær fregnir, að s.l. föstu- dag hafi tollverðir í Helsingja- borg lagt hald á miklar birgðir af þýzkum herkortum yfir Svíþjóð, er áttu að fara til Oslo. Voru þetta um 25 000 kort og vógu um 1 smálest. Kortin voru prentuð í Þýzka- landi og dagsett marz 1944. Kortin voru gerð eftir korti sænska herráðsins (general- stabskort) og voru yfir viss svæði í Mið-Svíþjóð. (Frá norska blaðafulltrúanúm). ..—-'<"'3 Misþyrmt tii dauða DAG NOKKURN í mánuðin um sem leið kom þýzk lögreglumannasveit frá Oslo til Tönsberg og handtók ungan mann, Leif Dahl að nafmi. Hon- um tókst að slíta sig lausan fyr- ir utan lögreglustöðina í Töns- berg, en rakst á ljóskersstaur, Frh. á 7. síöu Pietro Badoglio ÞJáðverJar hafa nú aðeins suðvestur- horn Krím á valdi sínu AFNARBORGIN Yalta á Krímskaga er nú á valdi Rússa. Þjóðverjar hafa nú að- eins suðvesturhorn skagans á valdi sínu. í sumum fregnum segir, að Rússar séu komnir inn í úthverfi Sevastopol, en þær fregnir munu þó ekki staðfest- ar. í gær voru hersveitir To- bulkins um 8 km frá borginni, en hermenn Jeremenkos áttu lengra eftir. Talið er ósennilegt, ef ekki vonlaust, að Þjóðverj- um takizt að flytja mikið af setuliðinu á brott. í Berlínar- fregnum segir, að „harðir bar- dagar séu háðir á Sevastopol- svæðinu“. Rússar hafa enn brotizt yfir Dniestr við Tiraspol. Leitast hersveitir Malinovskys við að sniðganga Kichinev í Rúmeníu. Konev hershöfðingja verður einnig vel ágengt. Hermenn Zhukovs eru sagðir eiga í bar- dögum við Ungverja í skörðum í Karpatafjöllum. Vaiutin Jarðaðar í gær IGÆR var rússneski hers- höfðinginn Vatutin jarð- settur í Kiev. Samkvæmt dag- skipan Stalins fór jarðarförin fram með mikilli viðhöfn. í þann mund er jarðarförin fór fram í Kiev, var skotið af fall- byssum í Moskva, sem áður höfðu tilkynnt svo marga sigra hins látna hershöfðingja. Krans ar bárust frá Stalin og öðrum ráðamönnum Rússlands. Þúsund ir hermanna og óbreyttra borg- ara höfðu áður gengið fram hjá kistimni í virðingarskini við látna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.