Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagar 18. apríl 1944. MMBBBHgawt Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. Næturakstur armast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 12.1 C|—.13.00 Háde^lsútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp, 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: .Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöld Slysavarnafélags ís- lands: Ávörp og ræður. Tón leikar o. fl. 21.50 Fréttir. Þjóffaratkvæðagreiðslunefnd hefur verið kosin af bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Þessir menn skipa nefndina: Guðmundur Gissurar- son, bæjarfulltrúi, Árni Mathie- sen„ verzlunarstjóri, Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og Ól- afur Jónsson verkamaður. Leikfélagið og Tónlistarfélagið sýna Pétur Gaut annað kvöld. Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. Bazar Hringsins verður mánudaginn 24. þ. m. í Listamannaskálanum. Konur eru vinsamlegast beðnar að skila mim- nm í síðasta lagi á föstudaginm. Dýraverndarinn 1.—2. tbl. er komið út með mörgum dýrasögum og skemmti- legum greinum. Páll Steingríms- son hefir látið af ritstjórn blaðs- ins, en við henni hefur tekið Einar E. Sæmundsen skógfræðingur. Aðaffundnr Sumargjafar: llailsfn á undirbún- SfJóruSn aS mesfu endurkosin Stúkan IÞAKA Fundur verður í kvöld í Templarahöllinni á Fríkirkju- vegi 11. Br. Ingimar Jóhannesson kennari flytur erindi um fer- skeytlur. 2. Upplestur. Félagar eru beðnir að gera upp á fundinum sölu happdrætt ismiða. Skíðadeildin ÍR-ingar kveðja veturinn með skemmtun fyrir félagsmenn og gesti þeirra að Kolviðarhóli síð asta vetrardag 19. þ. m. Lagt af stað kl. 8 e. h. Farmiðar seld- ir í ÍR-húsinu í kvöld kl. 8—9. Pantið gistingu á sama stað. Á sumardaginn fyrsta verður skíðaferði kl. 9 f. h. Farmiðar seldir í verzl. Pfaff á morgun kl. 12—3. BALÐViN JÖNSSON VESTURGÖT0 17 SÍMI 5545 H ÉKAÐSDÓMSLÖGMAÐUR MAlFLUTNINGUR — INNHEIMTA FASEIGNASALA — VERÐBRÉFASALA Tuttugasti OG FYRSTI aðalfundur Bamavinafé- lagsins Sumargjafar var hald- inn sunnudagimn 16. apríl 1944, í Tjamarborg, Tjarnargötu 33. Fundarstjóri var Helgi Tryggvason, kennari, en ritari Bjami Bjarnason, kennari. Formaður félagsins, ísak Jónsson, lýsti framkvæmdum félagsins starfrækslu og aðsólcn að bamaheimilum félagsins. — Þá lagði formaður og fram á- ætlað yfirlit í stórum dráttum fyrir yfirstandandi ár urp gjöld og tekjur. Áætluð gjöld vorú um 600 þúsund. Gjaldkeri félagsins, Jónas Jósteinsson, kennari, lýsti reikn ingum félagsins, og voru þeir síðan bornir upp og sam- þykktir. Úr stjór'ninni áttu að gangá þær frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir og frú Ragnhildur Pét- ursdóttir, sem baðst undan- end- urkosningu. Frú Aðalbjörg var endurkosin, en í stað frú Ragn- hildar var kosin frú Amheiður Jónsdóttir. Fyrir vora í stjórn- inni sr. Árni Sigurðsson, frí- kirkjuprestur, Arngrímur Krist jánsson, skólastjóri, Helgi Elí- asson, fulltrúi, ísak Jónsson, og Jónas Jósteinsson, kennari. í varastjóm vom kosin frú Gerður Magnúsdóttir og Helgi Tryggvason, kennari. Endurskoðendur vora Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri og Bjami Bjarnason kennari, báðir endurkosnir. Við umræður um störf félags- ins í framtíðinni vom bornar upp og samþykktar eftirfarandi tillögur: ,Aðalfundur Barnavinafé- lagsins Sumargjafar, haldinn í Tjarnarborg 16. apríl 1944, skorar á ríkisstjórnina að setja hið bráðasta á stofn deild við Húsmæðrakennaraskóla íslands til að undirbúa starfskonur fyr- ir barnaheimili, dagheimili og leikskóla.“ „Aðalfundur Barnavinafélags ins Sumargjafar, haldinn í Tjamarborg 16. apríl 1944, fel- ur stjórninni að athuga og á- kvarða, hvort nauðsyn þyki að setja á stofn fleiri starfsstöðv- ar, t. d. í úthverfum bæjarins.“ Frh. af 2. síðu. Skorar félagið á háttvirta rík- isstjórn, að tillögur þær er sam- þykktar voru á fundi þeim er skipasmiðir héldu, dagana 1—-3. apríl s. 1. fyrir atbeina stjórnar Landssambands iðnaðarmanna, verðá teknar til rækilegrar at- hugunar, þar sem þær koma fram rökstuddar bendingar frá sérfróðum mönnum, hvað gera -beri íslenzkum skipasmiðum til hagsibóta.“ mmmmxmznms Otbreiðið AiMðnMaðiÍ. nnEHannmiaíBsn F-h. af 2. síðu. þar sem hinn heimsfrævi kenni maður, Dr. Harry Emerson Fosdick, er þjónandi prestux. Gekk biskup við hlið Dr. Fos- dicks inn kirkjugólf, og sat í kór meðan á guðsþjónustu stóð. í heimsókn hjá La Guardia. Daginn áður hafði biskup- inn heimsótt borgarstjórann í New York, Fiorello La Guardia, í fylgd með þeim Helga Briem konsúl og Dr. Edward Thor- lakssyni. Borgarstjórinn kynnti hann Newbold Morris, for- manni borgarstjórnar. Síðar komu fréttaritarar útvarps og blaða á skrifstofu Mr. Morris til viðtals við biskupinn v ' þeir sérstakan hug á að fræð- ast um hitaveitu Reýkjavíkur. Áður en biskupinn fór frá Washington til New York, gaf hann hornstein úr granít í Lúthersku siðabótarkirkjuna í höfuðborg landsins. Á hom- steininn er grafin kveðja frá þjóðkirkju íslands, og verður steinninn greiptur í vegg kirkj- unnar til minningar um heim- sókn biskupsins. HIÐ árlega Barnadagsblað, gefið út af Barnavinafélag in Sumargjöf, er komið út og verður það selt á götunum á morgun. Blaðið er eins og allt af áður myndarlegt að öllum frágangi og flytur margt af ágætu efni. Er þetta í 11. sinn, sem blaðið kem'ur út. Efni þessa blaðs er á þessa leið: Sumarmál, kvæðaflokkur, •eftir Freystein Gunnarsson, keninaraskólastjóra. Börnin og Sumargjöfin, eftir Bjarna Bene diktsson, borgarstjóra, Sagt fyr- ir 16 árum, eftir Steingrím Ara son, Æskan lifi, eftir Laufey Vilhjálmssdóttur, Horft um öxl, eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur, Burt með vélrænu leikföngin, eftir Lúðvík Guðmundsson, skólastjóra, Húsmæðrafræðsla, Smáharnaskólinn og móðurmál- ið, eftir Stefán Júlíusson, yfir- kennara og auk þess ýmis kon- ar sinælki og smáfróðleikur. Innilegt hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andláfc og jarðarför konu minnar, Slgaarfejargsr frielgadóttur. fyrir hönd vandamanna. Einar Jónsson. belmsútt amerísku Eistsýnmguna UM 2000 manns hafa þegar sótt sýningu þá á amer- ískum vatnslitamyndum og eft- irmyndum amerískra og ev- rópskra málverka, sem nú stend ur yfir í Sýningarskála mynd- listamanna, og opnuð var síð- degis á miðvikudaginn var. Vegna fjölda áskorana hefir Upplýsingadeild Bandaríkja- stjórnar, sem stendur fyrir sýn- ingunni, gert ráðstafanir til þess að Sgt. Reino Luoma, hinn finnsk-ameríski píanoleikari, leiki þar í annað sinn, .og verð- ur það kl. 21.30 á fimmtudags- kvöld. Leikur hann þá tónverk eftir Brahms, Bach-Rummel, Chopin, Debussy og Paganini- Liszt. Á miðvikudagskvöld leikur 35 manna lúðrasveit Bandaríkja hersins, kl. 21.30, undir stjórn Mr. John Corley. Einnig syng- ur Corporal Gomer W-olf, bari- tónsögvari, er hann söngvari við San Carlo Operuna í New York áður en hann gekk í herinn. Sýningunni verður lokið kl. 24.00 á föstudagskvöldið kemur. INNRAMIVIANIR Getum aftur tekið að okkur mynda- og mál- verkainnrammanir. Fljót afgreiðsla. Vönduð viima. Héðfnshöfði h.f. Aðalstræti 6B. Sími 4858. iðpr og MéW&mM Sveitasögur, Stuttar sögur, Söngur annarra, Sólin vaknar, Trú og sannanir, Gyðjan og uxinn, Börn jarðar, Lampinn, Rímnasafn I,—II., Kvæði Stefáns Ólafssonar I,-—II., Kvæði Herdísar og Ólínu, Kvæði Jóns á Arnarvatni, Riddarasögur. BÓKABÚÐIN FRAKKASTÍG 16 þeir sem eiga ógreidd náms- eða gjaldeyrislán til mín frá ár- unum 1918—1938, eru vinsamlega beðnir að gera skil á þessu ári, helst fyrir 1. júlí. Estrid, Falberg-Brekkan. Bandalag íslenzkra Frh. af 2. síðu, lands Guðrúnu Benediktsdótt- ur og Þorbjörgu Magnúsdóttur en sjálfsagðir voru í nefndina form. Stúdentafél. R.víkur Ei- ríkur Pálsson og formaður Stú- dentaráðs Páll S. Pálsson. Þess- ir fulltrúar hafa svo skipt nokk uð með sér verkum: Ágúst H. Bjarnason er formaður, Unn- steinn Beck framkvðemdastjóri, Guðrún Benediktsdóttir ritari og Sigurður Áskelsson gjaldkeri. Aðalverkefni þessa stúdanta- móts verður að stofna Bandalag íslenzkra stúdenta um land allt og mun undirbúnirigsnefndin snúa sér til annara stúdentafé- laga utan Reykjavíkur til und- irbúnings þessa máls og til að afla þátttöku í mótinu. Þá mun og verða rætt um önnur mál og þar á meðal aukna norræna samvinnu. Einnig má gera ráð fyrir að ýmsar ályktan ir verði gerðar á mótinu. — Rétt er að taka það fram, að nefndin mun aðstoða þá stúdenta, sem sækja mótið utan af landi, og þess þurfa með, um húsnæði og aðra fyrirgreiðslu. Mótinu mun verða slitið hér í Reykjavík að kvöldi þess 18. með hófi í ein- hverju stóru samkomuhúsi. Að lokum vil ég svo taka það fram að fullkomin samvinna verður milli þessara nefnda og lýðveldishátíðarnefndarinnar.1 Víðávangsljaupi MISÞYRMT TIL DAUÐA Frh af 3. síðu. er hann ætlaði að hlaupa á brott. Féll hann í yfirlið við höggið. Þjóðverjar fóru með hann á Gestapo-bækistöðina á Viktoria Terrasse í Oslo. Þrem dögum síðar var fjölskyldu hans tilkynnt, að hann hefði látizt þar. Talið er víst, að hann hafi látizt af misþyrming- um Gestapo-mannanna. (Frá norska blaðafulltrúanum). Frh. af 2. síðu. ske ekki eins spennandi og stundum fyrr, en einstaklings- keppnin verður því harðvítugri og er ómögulegt að segja þar fyrir um úrslitin. Hlaupið hefst að venju kl. 2 e. h. Háskólafyrirlestnr. Lektor Peter Hallberg, fil. lic. flytur annan fyrirlestur sinn í I. kennslustofu háskólans í kvöld kl. 8.30. Efni: „Svenska författare och kriget: Par Lagerkvist." Fyrirlest- urinn verður fluttur á sænsku. Öllum er heimill aðgangur. SKIPTI SVÍA OG ÞJÓÐVERJA Frþ. af 3. síðu. kúgunaröflunum í þessari styrjöld, en viðskipti þeirra við Þjóðverja stafa af nauð- syn, þeir eru óbeint knúðir til þess, enda mun öllum þeim, sem hugsa hleypidóma laust um málið og vilja hafa raunhæfan skilning á því, sem er að gerast, vera þetta ljóst. SVÍAR HAFA fullan hug á því að hjálpa bágstöddum bræðra þjóðum, bæði meðan á styrj- öldinni stendur og eins að henni lokinni. Má í því sam- bandi minna á samning þeirra og Norðmanna, sem undirritaður var á dögunum, þar sem Svíar ætla að veita Norðmönnum svo til ótak- markað lán til endurreisnar- starfsins að ófriðnum lokn- um. EKKI ER AÐ EFA, að Svíþjóð heldur áfram að vera griða- staður og öruggt hæli öllum þeim, sem þangað leita und- an kúgun og áþján. Skjöldur þeirra er hreinn. Þeir hafa hagað sér skynsamlega og drengilega og þeir hafa sýnt, að norrænn samhugur erekki dauður, þótt syrt hafi yfir í bili.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.