Alþýðublaðið - 22.04.1944, Qupperneq 8
YÖUBUÐR
Laugardagur 22. apríl 1944.
rjARNARBlOS
Silfurfloiinn
(The Silver Fleét)
Spennandi mynd um leyni-
aaráttu Hollendmga í ófriðn-
jm.
Aðalhlutverk:
RALPH RICHARDSON
Aukamynd:
Morsk skíðamynd: Ski Pntrol]
Sýning kl. 5 — 7 — 9.
Sala aðgöngum. hefst kl. 11
Kl. 3:
Takið undir
(Priroties on Parade)
I
GUSTUKAVERK, SEM EKKl
MÁTTI GERA.
Fram að síðustu aldamótum
var, sem kunnugt er, önnur að-
ferð en nú við kosningar til al-
þingis. Þá var kosið í heyranda
hljóði og aðeins á einum stað
í hverju kjördæmi, en stund-
um breytt um kjörstaði.
Þá var það eitt sinn, er þing-
mannskosning átti að fara fram
x Snæfellsnessýslu, að kosning
var ákveðin í Stykkishólmi. í
kjöri voru i það sinn: Sýslum.
Lárus H. Bjarnason, prófastur
Sigurður Gunnarsson og Einar
Kvaran skáld.
Meðal þeirra, er sóttu þenn-
an kjörfund, var mikilhæfur
og vel greindur bóndi, Jónas
Guðmundsson á Bíldshóli.
Hann hafði það til að vera beitt
ur og þungur í svörum.
Þegar hann hafði kosið, gekk
hann niður í bæ. Á leiðinni
mætir hann frú Gunnarsson
(konu próf. Sig. Gunnarssonar.
Frúin og Jónas voru málkunn-
ug. Er þau höfðu heilsazt, seg-
ir frúin:
,,Eruð þér búinn að kjósa,
Jónas minn?“
„Ójá“, segir hann.
Þá segir frúin: „Og hvern
kusuð þér?“
„Og náttúrlega sýslumann-
inn“, segir Jónas, dálítið kím-
inn.
Hann sér að frúin er ekki
vel ánægð með svarið, en bæt-
ir þá við með kímnisbrosi:
„Og ég held að það hefði ver-
ið gustuk að kjósa þá álla.“
Vildi frúin þá ekki hafa
■meiri umræður i þessum tón.
(Ó. J.)
sfrauml örlaganna
svefn. En svo heyrði ég braka
harkalega í rúminu hans eins
og hann hefði setzt upp, og síð-
an heyrði ég rödd hans í myrkr-
inu.
—* Mamma, ertu sofnuð?
— Nei, ekki alveg.
— Ég hefi skipt um skoðun,
mamma. Viarðandi Önnu-Línu
á ég við.
— Já?
— Já, ég er — við erum trú-
lofuð, eða eitthvað í þá áttina
— en ég ætla ekki að kvænast
henni. Ságði ég þér ekki, að við
værum eiginlega trúlofuð? —
Jæja, það er úr sögu. Ég býst
við, að það hafi bara verið smá-
vegis barnaskapur. Hún fylgd-
ist ekki fullkomlega með skoð-
unum mínum upp á síðkastið.
Ég er ekki viss um, að hún sé
sérlega skilningsskörp, en lag-
leg er hún samt. Finnst þér
hún ekki lagleg, mamma?
— Jú, mjög lagleg.
— Já, hún er lagleg. Ég býst
við, að mér væri að skapi að
eiga laglega konu, jafnvel —
jafnvel þótt mér kynni að
versna í augunum og gæti ekki
iséð hana sérlega vel. En Anna-
Lísa yrði ekki góður félagi fyr-
ir mann, sem væri slæmur í
augunum. Hugmyndir manns
um, hvað sé fallegt og hvað
ekki fallegt, breytast, ef mað-
ur er slæmur í augunum. Mað-
ur verður svo skolli viðkvæm-
uf, ef augun bila. Maður veitir
því mikla athygli, hvernig fólk
talar og hvernig það kemur
inn í herbergi. Anna-Lísa hef-
ir ekki musik, ef þú veizt hvað
ég meina. Þegar þetta leiðin-
lega missætti varð á milli okk-
ar, sá ég samanherpt andlit
hennar, og hún gerði feikna-
mikinn hávaða en bar ekki
skyn á, hvað ég leið mikið fyr-
ir þetta fremur en hún væri úr
tré. Það veit guð, að svona
kom hún mér fyrir sjónir. Eins
og marr í hurð, sem ætlar að
æra mann.
— Augun þín bila ekki, Mika-
el, sagði ég. — Þú mátt treysta
orðum mínum í því efni. Þú
þarft að hvílast í nokkrar vik-
ur og vera undir læknishendi,
og þá verða þau eins góð og
þau hafa nokkru sinni áður
verið.
Við þessu kom ekkert svar,
og eftir stundaikorn tók Mika-
el upp nýjan þráð.
—- Ég þarf að segja þér ofur-
lítið skrýtið, sagði hann. —
Það er um Hans Streit. Við
ræddum lengi saman einn dag-
inn, það er að segja eins lengi
og þeir vildu leyfa honum.
Hann er enriþá mjög veikburða,
en ég hygg, að hann sé von
bráðar úr allri hættu. Jæja,
hann spurði mig, hvort faðir
minn myndi geta tekið hann til
New York og ef til vill séð
honum fyrir starfi. Hann átti
auðvitað við Jón. Heldurðu að
Jón gæti þetta? Hans er sóma-
piltur, og ég er honum skuld-
bundnari en svo, að mér auðn-
ist nokkru sinni að endurgjalda
honum eins og vert væri. En
er þetta ekki skrýtið? Hann
sagði, að sig fýsti að kynnast
heiminum utan Þýzkalands.
Auðvitað hefir hann orðið fyrir
hræðilegu áfalli og vafalaust
.er þessi Vitztum majór mesta
óféti, en hefði þér nokkru
sinni getað dottið í hug, að
Hans myndi kjósa að hlaupast
bi-ott úr landi sínu? Núna, þég-
ar hann getur orðið liðsforingi?
En hvað þessi ungdómur er
torskilinn, hugsaði ég. Jonni,
sem er af gamalli, amerískri
ætt, berst við hlið kommúnista
á Spáni. Martin, hundrað pró-
sent Þ.jóðverjinn minn, stritar
við að gerast ósvikinn Ame-
ríkumaður. Hans, þýzki her-
maðurinn, sem hefir alizt upp
við slíkan hugsunarhátt, kýs að
fara brott. Og Mikael, hug-
rakki, ljóshærði hálf-Gyðingur-
inn, heldur dauðaháldi í nazism-
ann.
— Samt sem áður, sagði
hann í myrkrinu. — Jafnvel
þótt ég giftist ekki Önnu-Lísu,
held ég þó enn, að Hitler sé
snillingur.
Drottinn sé okkur líknsam-
ur, ef hann er það, hugsaði ég,
en ég sagði það ekki. Ég heyrði
brak í rúminu hinuiri megin
við dyrnar og værðarhljóð í
Mikael eins og hann hefði ver-
ið að leggjast aftur á bak.
— Við gætum kannske rekið
viðskipti saman, Hans og ég,
sagði Mikael. — Við gætum
selt blóm á götuhornum. Hann
hefir sundurskotinn lungu og
ég er sjónlaus. Haltur og blind-
ur. Er það ekki það, sem biblí-
an kallar okkur?
— Jæja, nú er tími til kom-
inn að sofa en ekki til að fara
með neinn þvætting, sagði ég.
Ég kannaðist við anda Man-
fred Halbans í þessari síðustu
athugasemd Milkys.
— Góða nótt, mamma. taut-
aði hann. — Við skulum vona,
að sama veður haldist á morg-
uri. Þetta hefir verið dásamleg-
ur dagur.
Morguninn eftir hafði hitinn
í honum hækkað ofurlítið -—
upp í 37.3 stig, eða þó öllu
heldur upp í nærri 37.4.
— Það skiptir engu máli,
sagði Mikael. —- Það er vegna
sólbrunans. Mig svíður svo í
andlitið, að ég get ekki einu
sinni rakað mig.
Ég hafði líka, sólbruna. Ég
fór inn í herbergi mitt og lok-
að dyrunum með því að láta
eina stólinn, sem í herberginu
var, fyrir hurðina. Síðán roældi
ég mig. Já, hann var ekki alveg
S NYJA BIO
Æviniýri á skipsfjöl
(„Blondie goes Latin“)
Skemmtileg músíkmynd.
PENNY SINGLETON
ARTHUR LAKE
LARRY SIMMS
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Barnasýning kl. 3.
Sala hefst kl. 11, f. h.
eðlilegur heldur: 73.2. Ég lét
hitamælinn í rauða hulstrið og
fór að syngja.
Veðrið hélzt óbreytt, að
minnsta kosti til klukkan tvö
síðdegis. Þegar þá var komið,
naut sólar ekki lengur en him-
ininn huldist dökkum og þung-
búnurn skýjum. Vindáttin
breyttist og gekk til suðurs.
Það hlýnaði í veðri. Snjórinn
klökJcnaði og loks tók að rigna
stöðugt. Snjórinn undir skíðun-
QAMLA BIO
BilSy the Kid"
Amerísk kvikmynd, tekin
eðlilegum litum
Robert Taylor
Brian Donleuy
Mary Howard
|Bönpum börnum innan 14 ára
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9
lAðgöngum. seldir frá kl. 11
um okkar varð stamur og krap
settist á þau. .Þegar við kom-
um áftur til hótelsins, var veit-
íngastofan full af háværu skíða-
fólki, og andrúmsloftið var
þrungið angan af votum fötum.
Mikael tók af sér gleraugun og
virti fyrir sér hóp af fólki, sem
leitaði fyrir sér um eitthvert
skemmtiefni í útvarpinu.
— Mér er kalt, sagði hann.
— Viltu glóvín?
— Heyr á endemi! Glóvín
ME&AL BLAMANNA
EFTIR PEDERSEN-SEJEKBO
— Við verðum umfram allt að hindra þetta, mælti Pálí
og leit ráðvilltur á Wilson. ' j
— Áuðvitað verðum við að gera það. Við verðum að
tala um fyrir þeim, svo að þeir leyfi konunum að fara í friði,
svaraði Wilson. En skugginn, sem færist yfir andlit hans,
ber þess vitni, að hann gerði ráð fyrir því, að þetta kynni að
hafa alvarlegar afleiðingar.
En þá gerðist dálítið, sem gerbreytti viðhorfunum i
skjótri svipan.
Um leið og ■ Talvoarnir komu til þeirra félaga, sem
horfðu áhýggjufullir á þá, heyrðist hróp, sem í senn bar
vitni um mikla undrun og gleði. Áður en þeir félagar höfðy
nokkuð getað aðhafzt hljóp Kaliano til og laust aðra konuna
/
í höfuðið, svo að hún hné niður á hnén.
Vinir vorir horfðu á þetta í orðlausri undrun.
Og nú urðu þeir áhorfendur að furðulegri athöfn. í stað
þess að láta í ljós ótta eða reiði yfir þessu athæfi Kalianos
fylltust augu ungu stúlkunnar gleðitárum. Hún neytti allra
krafta sinna við að slíta sig lausa af Talvoanum, en tók um
báðar hendur Kalianos og hjúfri^i sig að honum. Hann
strauk hendi sinni blíðlega um vanga og barm stúlkunnar.
Þau skiptust á mörgum orðum, sem Yinir vorir skildu
ekki hið m^f.nsta. En svo mikið töldu þeir sig þó skilja, að
Kaliano hefði hér fundið brúði sína með undraverðum hætti,
og að þau höfðu gleymt sér af gleði yfir hinum óvænta
samfundi sínum.
' --------------
HAK TO SEE YO-J
PSAC.D Sf tATER THEK1.
AE-E/ r.LL *
MAMK/
iK'p. moa&t ,:í
k \ '
THÐA-
lHfiA
' were
THE BARtEK j
CCÍT/
im
HANK: „Ég get varla fengið af
mér, að taka sjálfur af mér
þetta dásamlega skegg mitt. Ég
ætla að fara bérna inn og láta
rakarann gera það“.
FLUGFORINGINN: „Bless á
meðan, Hank.“
RAKARINN: „Ó, herra. Þetta
dásamlega skegg? Taka það?
Nei, nei.“
HANK: „Jú, jú.“
RAKARINN: „Ég grátbærii yð-
ur, herra, ekki að láta mig gera
það! Ég skal klippa yður, ég
skal laga skeggið. En ekki að
raka, ekki að raka...“
HANK: „Jú, jú.“