Alþýðublaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 2
* - f7:. ■H81 íis fS ; öS«r®m,?í Firmntudagur 27. apríl 1944» Irá og með 3. mal n. k Helgi Elíasson skip- aður fræðslumála- stjóri. Sigurður EinarS' son dósent skipað- ur skrifstofustjóri hans. |J[ ELGI ELÍASSON, sem verið hefir skrifstofu- stjóri fræðslumálastjóra síð- astliðin 14 ár, var í gær skip- aður fræðslumálastjóri frá 1. ágúst næstkomandi, en frá sama tíma hefir Jakob Krist insson fræðslumálastjóri ver ið leystur frá starfi samkv. eigin ósk, sökum heilsu- brests. Belgi Elíasson varð fertugur ■að aldri 18. marz síðastliðinn. Kiennarapróf tók ihann árið 1925. Frá sama tíma, 1. águst n. k. hefir Sigurður Éinarsson dós- ent, verið skipaður skrifstofu- stjóri fræðslumálastjóra en frá dósentsembættinu hefir hann verið leystur frá 1. maí sam- kvæmt eigin ósk. Fær hann í hinu nýja stafi sömu laun og hann áður hafði í dósentsem- bættinu og full laun greidd fyr- ir iþann tíma, sem hann hefir ekki gegnt starfinu undanfarið. Enn dósentmálið? Það fer ekki hjá því, að þessi frétt veki meir en litla furðu. Sigurður Einarsson dósent hef- ir, eins og kunnugt er, mánuð- um saman ekki fengið að gegna embætti sínu við háskólann, vegna þess, að hann var kærð- ur af samverkamönnum sínum, guðfræðiprófessorunum Ás- mundi Guðmundssyni og Magn úsi Jónssyni, og talinn óhæf- ur til að gegna embættinu af ýmsum sökum, sem á hann voru bornar. Og vitað er, að sam- kvæmt fyrirskipun Einars Arn- órssonar dóms- og kennslumála ráðherra, hefir rannsókn stað- ið yfir í því máli. Niðurstaða hennar hefir þó aldrei verið birt, né 'heldur nokkur dómur eða úrskurður gengið í málinu. 1 stað þess fá menn nú að heyra, að hinn óverðugi dósent hafi verið skipaður í ábyrgðarmikið embætti í fræðslumálastjórn landsins! Hvað á almenningur að hugsa um annað eins? Hví er ekki nið urstaða rannsóknarinnar birt? Bar hún máske ekki þann ár- angur, sem hinir háæruverðu guðfræðiprófessorar ætluðust til? Óneitanlega liggur sá grun ur nærri, ekki sízt nú, þegar Sigurður Einarsson dósent hef- ir verið skipaður skrifstofu- stjóri í æðstu fræðslumála- stjórn landsins! Því að hvernig getur hann verið hæfur í það embætti, ef hann var ekki hæf- ur til að gegna áfram dósents- embættinu fyrir þ æ r sakir, sem á hann voru bornar? En —- hvers vegna varð Sigurður þá yfirleitt að hverfa úr háskólan- um? Það er alveg sama, frá hvaða hlið á þetta mál er litið. Það er orðið algert hneyksli . Verkamenn dlja lúka 48 klsl. vinnuviku á 5 dðgum. Samningar milli Alþýóusambandsins og ríkisstjórnarinnar bafa enn ekki tekizt. ALÞÝLLSAMBAND ÍSLANDS hefir tiíkynnt ríkis- stjórninni með bréfi dagsettu 24. þ. m. að ef samkomu- lag hafi ekki náðst um kaup og kjör verkamanna í vega- vinnu á þessu sumri fyrir tilskilinn tíma, þá muni verka- menn ekki mæta til vinnu að morgni þess 3. maí næstk. Af þessu tilefni sneri Alþýðu- blaðið sér í gær til Jóns Sig- urðssonar framkvæmdastjóra Alþýðusambandsins og spurði hann um samningaumleitanir fyrir hönd vegavinumanna. „Þegar samningar um kaup og kjör vegavinnumanna voru gerðir í fyrra tókust þeir á þeim grundvelli að greitt skyldi kaup samkvæmt þá gildandi samningi eða viðurkenndum taxta þess verkalýðsfélags inn- an sömu sýslu, sem næst væri þeim stað, er vinnan væri fram kvæmd á, og var landinu skipt niður í ákveðin kaupgjalds-v svæði. Fulltrúar Alþýðusambandsins hafa nokkrum sinnum undan- farið rætt við vegamálastjóra fyrir hönd ríkissstjórnarinnar um samninga. Kröfur fulltrúa Alþýðusam- bandsins hafa verið þær að samningar yrðu gerðir á sama grundvelli og í fyrra, þannig að samningar og viðurkenndir taxtar um kaup og kjör verði látnir gilda eins og í fyrra, einn ig, ef þess yrði óskað, enda þá samþykkt af meiri hluta hvers vinnuhóps að verkamenn fengju leyfi til að lúka 48 stunda vinnuviku á 5 dögum, þannig að laugardagar og sunnudagar yrðu þá fríir. Þessi krafa var gerð með tilliti til þess að víða út um land, sérstáklega í kaup- túnum, hafa mjög margir verka menn grasnyt eða matjurta- garð, sem þeir þurfa að hugsa ujn og kæmi það sér því mjög vel fyrir þá að geta unnið laug- ardagana af sér í vegavinnunni Frh. á 7. síðu Fyrsfu 100 þús. kr. sendar fil Svíþjóðar. iöfnunin á nú að verða víðfæk ari en áður og stefni verður að því að hjálpa i styrjaldarlok. \ P JÁRSÖFNUNIN til danskra flóttamanna verður víðtækari en áður var fyýirhugað. Þetta tilikynnti framkvæmdanefnd söfnunar innar í gær blaðamönnum, er hún boðaði þá á sinn fund, en í framkvæmdanefndinni eiga sæti Sigurður Nordal prófessor, Lúðvík Guðmunds son skólastjóri og Kristján Guðlaugsson ritstjóri. Ástæðan fyrir þessu er sú, að nefridinni hafa borist nýjar upplýsingar og tillögur um það hvernig verja skuli fénu sem safnast frá sendifulltrúa íslands í Stokikhóhni, en hann hefir rætt við sendiherra Dana þar og aðra danska ráðamenn. Með frjálsum samskotum meðal Svía og opinberum lán- tökum er séð fyrir nauðþurft- um danskra flóttamanna, sem leitað hafa hælis í Svíþjóð. En heima fyrir í Danmörku ríkir neyðarástand á vissum sviðum og undir eins og styrj- Frh. á 7. síðu. Ikil háfíðahöld verkalfðifé iaganna 1. maí n. k. ----- «..— Kröfuganga, útifundur og skemmtanir í stærstu samkomuhúsunum. l.árus Vigfússon verkamaður, Skúlaskeiði Hafnarfirði er 65 ára í dag. 4 í FYRSTI MAÍ hátíðis- og baráttudagur verkalýðsins um allan heim er á mánudaginn kemur. Undanfarnar vikur hefir Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna ásamt verkalýðsfélögunum starfað að undirbúningi starf- seminnar hér og er undirbúningnum nú langt komið. Hátíðahöldunum verður hagað að þessu sinni með lík- um hætti og var síðastliðið ár: kröfuganga verður farin um bæinn undir fánum, útifundur verður við Bankastræti og Lækjargötu og verður ræðustóllinn með hátölurum uppi á loftvamarskýlinu. Útvarpið efnir til, í samráði við Alþýðu- samband íslands mikillar samfelldar dagskrár með ávörp- um, upplestrum, söngvum og músík. — Skemmtanir verða í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, í Iðnó og í Listamannaskál- anum. Ávarp frá 1. maí-nefndinni mun birtast í blaðinu á morgun. . íilenzka óperettan. RUM’SÝNJjNG á fyrstu íslenzku operettunní var í fyrrakvöldl fyrir húsfylli og við mikinn fögnuð áhorfenda. Höfundarn- ir, leikstjórinn og hljómsveitarstjórinn voru sérstaklega hylltir við mikil fagnaðaríæti, en öllum leikendum var og óspart klapp- að l^f í lófa. Mjög mikið af hlómum ibarst. — Myndin hér að ofam er úr fyrsta iþætti og sýnir niámsmeyjarnar í Dal, én hlutverk þeir|-a hafa á hendi, talið frá vinstri: Finnlborg Örnólfsdóttir, Sigrún Magniúsdóttir, (en blutverk hennar er aðalkvenhlutverk- ið) og Hulda Runólfsdóttir. Óperettan verður sýnd í kvöld og' íannað kvöld — og er venjulegt verð á aðgöngumiðum. Þrjú bjarkarlauf á hvítum grunni: Mérki þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem nú hefir verið ákveðið. i s ___ , Eftir þjóöaratkvæöagreiösluna á merkið að veröa eign Skógræktarfélags Bslands. ANDSNEFND lýðveldiskosninganna kvaddi blaðamenn á fund sinn í gær, og skýrði frá því, að hún hefði á- kveðið gerð á merki, sem nefndin hyggst að nota í sam- bandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. A fund nefndarinnar hafði einnig verið kvödd stjórn Skógræktarfélags íslands- og skógræktarstjóri. Merki þetta er mjög smekklegt, þrjú lítil bjarkarlauf á hvít- um grunni. Verður það notað f* sambandi við þjóðaratkvæða- greiðsluna. En að því búnu verður merkið eign Skógræktarfé- lags íslands og verður það þá merki þeirra manma, er vinna aS framgangi skógræktar og landgræðslu á íslandi. — Merkið teikn- aði Jörundur Pálsson. Formaður nefndarinnar, Eyj- ólfur Jóhannsson, skýrði frá því, hvað fyrir nefndinni vekti með þessu merki og afhenti það Skógræktarfélaginu til eignar þó þannig, að Skógræktarfélag- ið má ekki nota það fyrr en að kosningum afstöðnum. í ræðu sinni sagði Eyjólfur m. a.: „En tilgangur nefndarinnar að velja einmitt þetta merki, er sá, að í tilefni þeirra ein- stæðu tímamóta í sögu þjóðar- innar, sem framundan eru við endurreisn lýðveldisins, væntir landsnefndin, að sá vorhugur vakni í hugum landsmanna, að þeir vilji framkvæma eitthvað, sem má verða landi og þjóð til blessunar um ókomnar aldir. Nefndin hefir komið sér sam- an um að gera tilraun til þess að beina hugum landsmanna að skógrækt og annarri land- græðslu. Það er nokkuð tákn- rænt, að á gullöld íslendinga, hinu forna lýðveldistímabili, var landið yfirleitt skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Á niðurlæg- ingartímabili þjóðarinnar var þessum skógi eytt að mestu. Landsnefnd lýðveldiskosning- anna hefir lítið af mörkum að láta í þessu skyni, en hún hefir hugsað sér að hafa eitt sameig- inlegt merki fyrir alla þá, er vinna við fyrirgreiðslu lýðveld- Einn fjárséfnunar- dagur á ári fyrir Fyrsti fjársöSnunardagurinn verður í næsta mánuði. Q KÓGRÆKTARFÉLAGr ^ íslands hefir ákveðið að Iielga eftirleiðis einn dag á ári fjársöfnun til skógræktar og landgræðslu'. Verður þessi hugmynd framkvæmd í fyrsta sinni í næsta mánuði, og fer fjársöfnunin fram ein. hvern þeirra daga, sem þjóð- atkvæðagreiðslan stendur yf- ir. Formaður Skógræktarfélags- ins, Valtýr Stefánsson, skýrði blaðamönnum frá þessari hug- mynd í gær. Kvað hann fyrir- hugað að stofna sjóð af fé því, er safnaðist á þennan hátt. Nefnist hann Landgræðslusjóð- ur íslands og verður í vörzlui Frlv á 7 síðn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.