Alþýðublaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.04.1944, Blaðsíða 4
4 rjTYÐUBLAfilÐ Fimmtwlagur 27. apríl 1944, fliljrijðnblaðtð Rltstjóri: Stefán Fétnrssen. Kfmnr ritstjórnar: 4901 og 4902. SUtstjóm og afgreiSsla 1 Al- þýSuhústnu við Hverfisgötu. Otgefandi: Alþýðuflofekurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð i lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðj an h.t / ilpjððavlDnamðla- skrifstofan. EINS og frá var skýrt í fréttum frá Ameríku í gær, á ísland nú í fyrsta sinni fulltrúa á hinni árlegu alþjóða vinnumálaráðstefnu, sem hald- in er og undirbúin af alþjóða vinnumálaskrifstofunni. — In- temational Labor Office — og hófst í ár í Philadelphia fyrir nokkrum dögum. Er það Þór- hallur Ásgeirsson hagfræðingur og sendisveitarfulltrúi í Was- hington, sonur Ásgeirs Ásgeirs- sonar alþingismanns, sem þar er mættur fyrir íslands hönd, þó aðeins sem áheyrandi án at- kvæðisréttar í þetta sinn með því að ísland er enn ekki form- legur aðili að alþjóða vinnu- mála skrifstofunni. Hins vegar hefir það þegar verið tilkynnt á ráðstefnunni, að vænta megi formlegrar aðildar að henni af Islands hálfu innan skamms. 'Qr.*"' * J '■ ' ■-<*vJ'i Það er merkur viðburður, að ísland skuli nú í fyrsta sinn hafa sent fulltrúa á alþjóða vinnumálaráðstefnuna, og er þar með byrjað að framkvæma þá þingsályktun, sem sam- þykkt var á alþingi skömmu fyrir síðustu áramót samkvæmt þingsályktunartillögu frá Stef- áni Jóh. Stefánssyni, að at- hugað skyldi, á hvern hátt ís- land gæti orðið þátttakandi í alþjóðlegri samvinnu á svíði fé- lagsmála, og sérstaklega, á hvern hát það gæti gerzt aðili að alþjóða vinnumálaskrifstof- unni — International Labor Office. * Þessi merka stofnun er nú um það hil aldarfjórðungsgöm- ul. Hún var stofnuð um leið og Þjóðabandalagið og á vegum þess árið 1919, upp úr síðustu heimstyrjöld, og fékk þá aðset- ur, eins og Þjóðabandalagið sjálft, í Genf í Sviss. Stóðu frá upphafi að henni öll þau ríki, sem meðlimir voru í Þjóða- bandalaginu, og raunar fleiri, svo sem Bandaríki Norður-Ame- ríku, en á hinum árlegu, al- þjóðlegu vinnumálaráðstefnum, sem skrifstofan undirbýr hefir hvert þessara ríkja átt fjóra fulltrúa, en þar af hafa jafnan tveir verið valdir úr samtökum verkamanna og atvinnurekenda, þótt þeir hafi formlega allir ver ið fulltrúar hlutaðeigandi ríkis- stjórnar. Það voru jafnaðarmenn, sem áttu frumkvæðið að stofnun al- þjóðavinnumálaskrifstofunnar, enda var henni um meira en heilan áratug veitt forstaða af einum viðurkenndasta forvígis- inanni jafnaðarstefnunnar og verkalýðshreyfingarinnar, sem uú er hins vegar látinn fyrir nokkrum árum. Og af jafnað- ■armönnum hefir starfsemi þess- arar stofnunar frá upphafi ver- ið mótuð, þó að fleiri stoðir hafi undir hana runnið, og margir ágætir menn úr öðrum flokk- um lagt þar hönd að verki, svo sem John Winant, núverandi sendiherra Bandaríkjanna í Skéla* og nppeldisinál — Skólamál Frakklands ÁÞVÍ tímabili, sem hófst með kristnum sið á Frakk landi og lauk með stjómarbylt ingunni miklu, var kaþólska kirkjan eða félagsskapur og starf semi hennar tilheyrandi svo að segja öllu ráðandi í skóla- og uppeldismálum landsins, skólam ir voru reknir af kirkjum og klaustrum. Ekki er hægt að segja, að þetta skólahald hafi verið með öllu illt, en það var forréttindi fáum einum til handa Það var eingöngu húman- ískt, náttúmvísindin áttu þar ekkert óðal, hugsanafrelsi var útlægt gert. Mark og mið þessa uppeldis var að móta fullkomna þegna, • holla kon- ungsvaldinu en framar öllu sonu hlýðna og undirgefna kaþólsku kirkjunni í lok 18. aldar endurspegluðust enn fé- lagsleg og stjórnmálaleg við- horf konungdæmisins með að- als- og klerkavaldi sínu í hinu opinbera skólahaldi. Frá árinu 1789 til vorra daga hefir saga franskra skólamála verið saga um baráttu hins vís- indalega hugsandi nútímamanns gegn skoðanakúgun og auð- sveipinni trúgirni, barátta lýð- ræðis gegn blindu drottinvaldi í andlegum efnum. Þessi barátta er háð enn. Hin svonefnda „þjóð lega bylting“ Petains marskálks hefir borið hærra hlut í bili í viðureign sinni við lýðræðið. Hún hefir reynt að færa þjóð- inni (hina „góðu“, gömlu tíma á nýjan leik, tíma einvaldskon- unganna og kaþólsku kirkjunn ar. En því mun farið eins og Victor Hugo sagði: „Morgundag urinn heyrir engum til, morgun dagurinn er dagur guðs.“ Hvað gerði hin raunverulega franska bylting fyrir skólamál landsins? Hún gerði mjög lítið fyrir hið fyrsta skólastig, barna skólana, þar sem munkar og prestar annað hvort lögðu á flótta eða voru hnepptir í fang- elsi, en nýir framhaldsskólar, hinir svonefndu miðskólar voru settir á stofn í hverju umdæmi (departement) í stað kirkjulegu skólanna.Æðri skólum var einn- ig komið á fót af löggjafarþing- inu t. d. verkfræðingaskóla og Ecole Normale Snperieure fyrir kennaraefni til handa framhalds skólunum. Fyrir háskólana var ekkert gert. Þeir höfðu lif- að fagurt blómaskeið á miðöld- unum og endurreisnartímabil- inu. Og enda þótt frelsi, jafn- rétti og bræðralag hafi verið boð að fullum hálsi, bönnuðu hin- ar sífellu styrjaldir bæði inn- anlands og utan alla útbreiðslu þekkingarinnar og hvers konar endurbætur í skóla- og uppeldis málum. Þessu næst kpm Napoleon, Þótt þessi einræðisher arværi ef London, sem um skeið var for- stjóri vinnumálaskrifstofunnar fyrir þetta stríð. . .Það var og er ætlunarverk hennar, að rannsaka vinnuskil- yrði, efnahag hins vinnandi fólks og félagslegt öryggi um allan heim, undirbúa og gera tillögur um umbótalöggjöf á öll um þessum sviðum og vera stjórnarvöldumþeirra ríkja, sem að henni standa, til upplýsingar og aðstoðar við setningu og framkvæmd hennar. Og það er ótrúlega rnikið og gott starf, sem vinnumálaskrifstofan hefir af hendi leyst á þessum aldar- fjórðungi, sem liðinn er frá stofnun hennar, þótt oft hafi á þeim tíma óbyrlega blásið fyr- ir félagslegum umbótavilja, og margt af iþví, sem eftir hana liggur, sé því enn ekki nema undirhúningsstarf undir síðari framkvæmdir svo sem hinnar . einstæðu rannsóknir sem hún ' hefir látið gera á sviði vinnu- < ÖFUNDUR þessarar greinar er Leon Her- tnann prófessor við háskól- ann í Rennes. Hún er þýdd úr enska uppeldismálatíma- ritinu The New Era in Home and School. Birtist hún í febr.—marz-hefti þessa árs. Hefir tímarit þetta flutt marg ar hliðstæðar greinar að und anfömu um skólamál ýmissa landa álfunnar og þau verk- efni, sem þar bíða úrlausnar. til vill í vissum skilningi „stjórn byltingin í herstígvélum“, þá var hann arftaki þeirra kon- unga, sem mótað höfðu Frakk- land, og jafnvel Karla Magnús- ar, yfirdrottnara Vestur-Evrópu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hann gerði samning við páfann, konkordatið, sem batt enda á aðskilnað ríkis og kirkju. — En harðstjórinn leit á kirkjuna sem tæki til þess að gera þegnana undirgefna vilja hans. Hann setti á fót stofnun, sem hann nefndi franskan háskóla og kom þar á sömu skipan og tíðkaðist í hernum. Rector magnificus þess háskóla var eins konar yfir hershöfðingi skólamálanna, há- skólaráðið var herforingjaráð hans. Frakklandi var skipt í hluta, sem nefndust akademí, sem stjórnað var af rektorum með skólaráðum sér við hlið. Stjórn rektoranna lutu síðan skólaeftirlitsmenn, sem höfðu umsjá með skólum hver í sínu umdæmi. Þessi skipan helzt enn þá, og ég býst ekki við að Vichy stjórnin muni nema hana úr gildi Til eflingar almennri barnafræðslu var ekkert gert, hermaðurinn þurfti hvorki að læra skrift né réttritun. Fram- haldsskólunum var fjölgað stór um til þess að tryggja verðandi liðsforingjum menntun. í hverju umdæmi var sett ó stofn að minnsta kosti eitt lycée eða menntaskóli og college í mörg- um borgum. Skólapiltar báru svarta einkennisbúninga með gylltum hnöppum, þeir sváfu í stórum svefnskálum, blásið var í herlúður, þegar iþeir voru vakt ir og þeir látnir marséra að her manna sið. Þegar þeim var refs að, var þeim varpað í sérstakt skólafangelsi. Allt er þetta til enn nema fangelsin. Þeim var útrýmt fyrir sjötíu árum. í nýj um menntaskólum fyrir stúlk- ur hefir bjalla komið í stað lúð- ursins. Þið sjáið því, að það hlutverk bíður framtíðarinnar að afnema ýmislegt af þessum hernaðarminjum. Inngöngu í mála og félagsmála um allan heim, og skýrslunar um þær, sem árlega hafa verið út gefnar ❖ Það er til marks um það, úr hve brýnni þörf þessi stofnun hætir, og hve raunhæft hlut- verk það er, sem hún hefir val- ið sér, að hún hefir lifað af alla storma á sviði hinna alþjóð legu stjórnmála, þó að sjálft Þjóðabandalagið hafi dáið, að minnsta kosti í bili. Hún hefir að vísu á iþessum síðustu tím- um orðið að flytja aðsetursstað sinn vestur um haf, til Montreal í Kanada, en á störfum hennar hefir ekkert hlé orðið, enda dylst nú engum, að þáttur henn ar í lausn þeirra félagslegu vandamála, sem lausnar bíða að iþessu stríði loknu, muni verða harla mikill og mjög miklum mun meiri en eftir síðustu styrj- öld. Er það því vel farið, að ís- land skuli nú loksins gerast að- ili í starfi hennar. þessa framhaldsskóla fengu ein vörðungu unglingar efnastétt- anna. Námsefnið var að mestu leyti bókmenntalegt og klass- iskt. Öllu var svo rækilega stjórnað frá einni miðstöð, eins og sú saga sýnir að hinn æðsti rektor De Fontanes, skáld og vinur Chateaubriands, gat tekið úrið úr vasa sínum dag einn og sagt: ,„Á þessari stundu sitja allir skólapiltar keisaradæmis- ins við að snúa frönskum texta til latnesks máls.“ Æðri menntir voru afræktar. Napoleon óttaðist hugsuði. Hann þurfti aðeins ó lögfræðingum, prestum, læknum, liðsforingjum og öðrum embættismönnum að halda. í hverju akademí voru settar á stofn deildir fyrir nátt- úruvísindi, lög. læknisfræði og bókmenntir, en voru háðar nánu eftirliti af hálfu ríkisvaldsins. Eftir fall Napoleons fólu Bour bónar kirkjunni yfirstjórn há- skólanna. Árið 1822 var prestur einn, séra Frayssinous gerður að rector manificus. Biskupnum var falið eftirlit með lægri skól- um. Öllum frjálslyndum prófess orum var vikið frá, Ecole Norm ale Superieure, var lokað um stundarsakir og Guizot, prófess- or í sögu við Sorbonne varð að láta af kennslu um ótiltekinn tíma. í stjórnartíð Lúðvígs Fili- KJÖRDÆMAFRUMVÖRPIN svokölluðu hafa ekki átt lítinn þátt í þeim verklegum framkvæmdum, sem ráðizt hef- ir verið í hér á landi í seinni tíð. Er það í sjálfu sér ekki nema skiljanlegt, að hver þing- maður vilji verða héraði sínu að liði með því að fá samþykkt fjárframlög og framkvæmdir í þágu þess. En frá sjónarmiði þj óðarheildarinnar er hins veg- ar engan veginn víst, að slík hreppapólitík á þingi, ef svo mætti að orði komast, sé látin ráða úrslitum um uppbyggingu og mikilvægar framkvæmdir í landinu. Vísir gerir þetta að um talsefni í aðalritstjórnargrein sinni í gær. Þar segir meðal annars: „Við íslendingar erum skammt ■á veg komnir í verklegum fram- kvæmdum, sem og er eðlilegt sé miðað við hve skamman tíma þjóðin hefir verið fjárráða. Árið 1874 fengum við samkvæmt stjóm arskránni er þá var gefin eins kon- ar fjárforæði, en allt til þess tíma höfðum við það ekki, enda mátti heita að ekkert væri til þess tíma unnið að verklegum framkvæmd- um í landinu. Fjárlögin fyrstu voru ekki mikil fyrirferðar og heldur ekki margra stafa tölur um að ræða. Frá ári til árs hækkuðu þau vegna vaxandi velmegunar og aukinna framkvæmda. Miðað við fólksfjölda í landinu hefir mikið áunnist, en enn er langt í land svo að vel sé. Eins og stjórnarskipunin er nú á hver sýsla í landinu og bæjar- félag fulltrúa á alþingi. Hver vill þar sínum tota fram ota í þágu héraðs síns. Alls staðar þarf að vinna að margs kyns verklegum framkvæmdum, hafnargerðum, vegalögnum o. fl. o. fl., og til alls þarf opinbers styrks. Einstakir þingmenn úr öllum flokkum semja sín í milli um gagnkvæman stuðn ing við málefni héraðanna, — eiga sín í milli hin alkunnu hrossa kaup, — en af því leiðir aftur að hending ein ræður hvaða verkleg- i Auglýsingar, sem birtast eiga f Alþýðublaðihn, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofimnar í Alþýðuhúsinu, (gengið iim frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Sími 106. pusar var konungdæmið bund- ið við stjórnarskrá, og þá var6 Guizot róðherra. Hann bætti há- skólana, fjölgaði barnaskólun- um og veitti kennurum nokk- iur laun. En ó síðustu stjórnar- árum L'. F. gerði kaþólska kirkj an enn harðari hríð að skólun- um, yfirstéttin óttaðist jafnað- arstefnuna og studdi kröfur kirkjunnar. Þær náðu fram að 'ganga á dögum annars lýðveldis ins (1848—51). Hin svonefndu Falloux-lög leystu skólana und- an einræði ríkisvaldsins. En það frelsi, sem þeim var veitt, reynd ist. nafnið tómt, því að kirkjan , hafði þar töglin og hagldimar- • Frh. á 6. síött. ar framkvæmdir eru styrktar af op> inberu fé á ári hverju. Sýnilegt er það, að þótt þingmenn séu marg ir hverjir vel gefnir menn, skort- ir þá heildaryfirsýn og þekkingu. þegar um verklegar framkvæmd- ir víða um land er að ræða. ÞaS er mannlegt að vilja draga fram hlut síns héraðs, en þjóðhagslega séð getur það verið í fyllsta máta varhugavert. Oft og einatt er leitað umsagn- ar stjórnenda. hafnar eða vega- mála, en jafn oft eru slíkar um- sagnir að vettugi virtar og tillit er tekið til þeirra, enda stund- um beinlínis lagt fyrir þessa aðila að leggja fram tillögur um fram- kvæmdir, án þess að þeir fyrir sitt leyti hafi átt að þeim frumkvæði, eða mælt með þeim. Væri unnt að tína til mörg dæmi slíks, og er þar um að ræða margar óhyggi- legustu framkvæmdir í landinu.“ Þannig farast Vísi orð; en niðurstaða hans af þessum hug- leiðingum er sem hér segir: „Fela ætti nefnd fagfróðra manna, að gera tillögur um upp- byggingu landsins á breiðum. grundvelli, þar sem allt færi sam- an, tillögur um kaupstaði nýja óg. gamla, skipulagningu landbúnað- ar í sambandi við þá, sem og sjó- sókn og iðnað á hverjum stað, eft- ir því sem skilyrði væru fjrrir hendi. Ættu víðsýnir og vitrir kunnáttumenn hér í hlut myndi mikið ávinnast og með þessu móti væri unnt að bjarga mörgu því, sem nú er dauðadæmt og hlýtur að tortímast til tjóns og baga fyr- ir þjóðarheildina.“ Þetta er mjög skynsamleg tillaga. En forspá hefði það ein hvern tíma þótt, að það ætti fyrir Vísi að liggja að ger- ast málsvari eins konar fjög- urra eða fimm ára áætlunar, » svo mikla fyrirlitningu, sem hann og önnur íhaldsblöð hafa sýnt fyrir öllum heildaráætlun- um um framleiðslu og verkleg- ar framkvæmdir hingað til.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.