Alþýðublaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fímiutudagiir 4. mai 1944 Hálíðahöldin á Þingvöllum þegar lýðveldið verðar slofnað -----......—. Öllum kirkjuklukkum landsins hringt í þrjár mtnúfur og þvi næst einnar mínúfuþögn og umferSarstöðvun um land allt eftir a3 stofnun lýðveldisins hefir verið yfir lýsf Fyrirætlanir þjóðhátföarnefndarinnar ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDIN kvaddi blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá áætlun þeirri, er hún hefur gert um hátíðahöld í sambandi við fyrirhugaða stofn- im lýðveldis á íslandi. En nefndin hefur miðað starf sitt við það, að lýðveldisstofnun fari fram 17. júní n.k. Hátíðlegasta stund þessara hátíðahalda verður kl. 2 e. h. 17. júní. Er þá gert ráð fyrir, að lýst verði yfir gildistöku hinnar nýju stjórnaxskrár. Að því búnu verði hringt öllum kirkj uklukkum landsins í þrjár mín- útur samfleytt og síðan verði einnar mínútu þögn og umferðarstöðvun um land allt. Markmiðið með þessari þögn er að sameina hugi allra landsmanna í einni hugs- un helgaðri minningu allra þeirra, sem barizt hafa fyrir frelsi íslnds á umliðnum öldum. I»ögnin verSur rofin með því að lúðrasveit leikur þjóðsöng- inn, Ó, guð vors lands. Þegar síðustu tónar lagsins deyja út setur forseti sameinðas þings þingfund að Lögbergi. Frekari tilhögun hátíðahald- anna, eins og þjóðhátíðarnefnd- in hugsr sér þau, skal nú lýst hér á eftir. . Fyrri dagiir hátiða- baldanna. Gert er ráð fyrir, að hátíða- höldin hefjist í Reykjavík kl. 9 að morgni hins 17. júní. Verður þá lagður sveigur á myndastyttu Jóns Sigurðssonar á Austurveili og f-lútt ræða. Ekki er enn af- ráðið, hver flytur þá ræðu, en um þrjá menn er að ræða: Rík- isstjóra, forsætisráðsherra eða forseta sameinaðs þings. Kl. 1.30 e. h. setur forsætis- ráðherra hátíðina á Þingvöllum. Að því búnu fer fram guðsþjón- usta og prédikar biskupinn. Klukkan 2 verður svo hátíð- legasta augnablik hátíðarinnar, og fer það fram eins og áður er lýst. Á fundi alþingis að Lög- bergi verður lýst yfir gildistöku lýðveldisstj órnarskrárinnar, en hún öðlast gildi að afstaðinni samþykkt við þjóðaratkvæða- greiðslu, þegar alþingi ályktar, að svo skuli vera.,Flytur forseti sameinaðs þings ræðu við það tækifæri, sem búizt er við að standi í 15 mínútur. Til- kynnt verða úrslit forseta- kjörs, en ekki er enn afráðið hvort heldur það fer fram í Reykjavík daginn áður eða á Þingvöllum. Að því búnu vinnur hinn nýkjörni forseti eið að stjórnarskránni að Lög- bergi og flytur stutta ræðu. Þá fara fram þingstörf, ef einhver verða, og lýkur þeim á venju- legan hátt. Verður þingfundi að því búnu slitið þann dag. Að Lögbergsathöfninni af- staðinni verður nokkurt hlé á hátíðahöldunum, en þau munu hefjast aftur kl. 4Vé—5. Fara þá fram ýmis konar skemmt- anir á skemmtisvæði, sem komið verður upp í þessu skyni, og standa yfir í 3—4 klukkutíma eftir veðurskilyrð- um. Eitt helzta atriði þessara skemmtana verður söngur. Koma þar fram ýmsir karla- kórar, sérstakur hátíðakór og svo þjóðkór undir stjórn Páls ísólfssonar. Er gert ráð fyrir Frh. á 7. síöu. VeaavinnuverkfalliÖ varð r 1 \ En ríkisstjérnin véf®n&r rétt' Alþýðu- sambandsins ©g krefst úrskuréar Félagsdóms VINNUSTÖÐVUNIN í vegavinnunni varð alger í gær um land allt, eftir því sem Alþýðublaðinu Var tjáð í gær af skrifstofu Alþýðusambandsins. Bárust tilkynningar til skrif- stofunnar í gær frá nær öllum stöðum, þar sem slík vinna hafði verið hafin. Geir G. Zoega vegamálastjóri, sem hafði samningumleitanir með höndum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tilkynnti í gær, að ríkisstjórnin véfengdi rétt Alþýðusambands- ins til þess að hefja þessa vinnustöðvun og að hún myndi leita úrskurðar Félagsdóms um þetta efni. Ekki er vitað á hverju ríkisstjómin byggir þessa véfeng- ingu sína á rétti Alþýðusmbandsins til þess að stöðva vinnuna, en vinnustöðvunin hafði að -sjálfsögðu verið tilkynnt með lög- legum fyrirvara. Greinargerð frá Alþýðusambandinu fyrir vinnustöðvunixmi og orsökum hennar mun verða hirt hér í blaðinu á morgim. Ný áætlun raforkumálanefndars ' • . . , , . I. . • , : ■) ftaíveita fyrir Aus Byrjunarvirkjun fyrir bæi og sveitir, sem ná á til um 5000 manns, koslar við núverandi verðlag 16 milljónir Ssiar æfiast til að virkjunin verði stækkuð og nái fil samtais um 7300 maiíns D AFORKUMÁLANEFND hefur lokið við að gera bráðabirgðaáætlun um rafveitu Austfjarða, en um daginn gaf hún út áætlun sína um rafveitu Vestfjarða. Skv. þessari áætlyn á rafveita Austfjarða í byrjun að ná til kaupstaða, kauptúna og sveita, þar sem fimm þúsundir manna búa — og er gert ráð fyrir að allur kostnaðurinn við þá virkjun verði um 16 miljónir króna með núverandi verðlagi. En síðan er ætlast til, að virkjunin nái til lands- svæðisins fráj Þórshöfn til Djúpavogs, eóa samtals um 7800 manns. , Fer hér á eftir bráðabirgðaá- ætlun raforkumálanefndarinn- ar I. Mannfjöldi, sem raforku frá virkjuninni er ætlað að ná til fyrst um sinn: í kauptúnum: Seyðisfjörður • 850 Norðfjörður 1082 Eskifjörður 708 Reyðarfjörður 365 Fáskrúðsfjörður 591 eða samtals til 3596 manna. í sveitum: Fljótsdals'hreppur 150 Skriðdalshreppur 80 Vallahreppur 210 Eiðahreppur 180 Tungu og Fellahreppar 100 Seyðisfjarðarhreppur 100 Norðfjarðarlireppur 200 Helgustaðahreppur 60 Reyðarfjarðarhreppur 110 Fáskr úðsf j .hreppur 214 eða samtals til 1404 manna. II. Virkjanir: <Er þá um minstu áætlunina að ræða). Núverandi virkjanir: hestöfl 1. Seyðisfjarðarvirkjun 200 Reyðarfjarðarvirkjun 300 Eiðavirkjun 100 Alls 600 2. Ný virkjun við Egils- staði í Fljótsdal (Gils- árvatnavirkjun 3500 Samtals 4100 Frá dregst afltap vegna flutnings raforkunnar 350 Samtals 3750 = 2500 kílówött eða 5 0 0 wött á mann. Kostnaður við virkjanir: Eldri virkjanir kr. 450.000,00 Ný virkjun, kr. 1100,00 ha. kr. 3.850.000,00 Kr. 4.300.000,00 III. Aðalorkuflutningslínur: 1. Frá Gilsárvatnavirkjun við Egilsstaði í Fljótsdal að Mjóanesi, 30 KV loftlína, 31 km. ó 35000/— ............................. kr. 1.085.000,00 2. Frá Mjóanesi um Þórdalsheiði að Búðareyri í Reyðarfirði, 30 KV loftlína, 31 km. á 35000/— /.................•............. 3. Frá Búðareyri til Eskifjarðar 30 KV loftlína, 15 km á 35000/— ............................ 4. Frá Eskifirði til Norðfjarðar, 30 KV loftlína, 19 km. á 35000/— ........................... 5. Frá Reyðarfirði um Staðarskarð að Búðum í Fáskrúðsifirði, 10 KV loftlína, 40 km. á 24000/— 6. Frá Mjóaniesi að Egilsstöðúm á Völlum, 30 KV loftlína, 18 km. á 35000/— .............. 7. Frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar, 10 KV. loftlína, 19 km. á 24000/— ................. 8. Frá Egilsistöðum að Eiðum, 10 KV loftlína, 12 km. á 24000/— ...................... — 1.085.000,00 — 525.000,00 — 665.000,00 — \960.000,00 — 630.000,00 — 456.000,00 — 288.000,00 Kr. 5.694.000,00 IV. Aðalspennistöðvar: Reyðarfjörður 700 KW <30 KV) .... kr. 170.000,00 Eskifjörður 400 KW (30 KV) ............ — 110.000,00 Norðfjörður 700 KW (30 KV) .......... — 170.000,00 Egilsstaðir 800 KW (30 KV) ............ — 190.000,00 Kr. 640.000,00 Kostnaður samtals: Virkjanir ................... Aðalorkuflutningslínur ............ Aðaispennistöðvar ................. Dreifing ohkunnar ................. kr. 4.300.000,00 — 5.694.000,00 — 640.000,00 — 5.317.000,00 Kr. 15.951.000,00 Árlegur refesturskostnaður, fyming og stofnfjárkóstnaður 9Y2%. Árskílówattið kostar þannig kr. 606.00. Fth. á 7. bí8u Þjóóhátlðin: Samkeppni um lag viS háfíSarijóðla Bezla Bagi® verðwr verðlaesnað eneð S©@® kréiMBm JÓÐHÁTÍÐ ARNEFNDIN *• hefir ákveðið að efna til samkeppni meðal tónskálda þjóðarinnar um lag við há- tíðarljóð þau, sem verðíaun hlutu í samkeppninni um ættjarðarkvæði. Er heitið 5000 króna verðlaunum fyrir bezta lagið ,ef það er talið þess maklegt. Þeir, sem taka vilja þátt í hinni nýju samkeppni, eiga að vitja hátíðarljóðanna á skrifstofu alþingis næstu daga. En frestur til að skila lögunmn er ákveðinn til 1. júní. Grert er ráð fyrir að hátíð- arljóðin verði sungin undir því laginu, sem verðlaun hlýtur, við hátíðahöldin, þegar lýðveldið verður stofn að. Ærisaga Bjarna Pálssonar eftir Svein Formálð effðr Sigurð SttHmunds- son ikólameiifara. TU" ÝLEGA er komin á hóka- ^ markaðinn önnur útgáfa aff „Ævisögu Bjarna Pálsson,- ar“, fyrsta landlæknis á íslandip eftir Svein Pálsson lækni, Frumútgáfa bókar þessarar var prentuð í Leirárgörðum árið 1800. Hefur hún verið ófáan- leg í nær heila öld, enda fágæt og mjög eftirsótt af bókamönn- um. Hin nýja útgáfa á sögu Bjarna Pálssonar, sem kostuð er af Árna Bjarnarsyni, bóka- útgefanda á Akureyri, er prýði- lega vönduð að öllum búningi. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari ritar langan og stór- merkan formála að bókínni. bar sem höfundinum, Sveini lækni Pálssyni, eru gerð all-ítarleg skil, en hann var mikill atgerv- ismaðdr, merkur læknir, srijall vísindamaður og drengur góð- ur. Sigurður L. Pálsson hefur séð um útgáfuna og samið skýr- ingar. Ævistarf Bjarna Pálssonar var harla merkilegt og verður seint metið sem skylt er. Sig- urður Guðmundsson fer m. a. svofelldum orðum um bann í formála sínum að bókinni: — „Verðleikum Bjarna Pálssonar hefur áreiðanlega ekki verið gefinn sá gaumur, sem maklegt er. Þessi „fátæki prest,ssonur,“ sem- Sveinn Pálsson kallar svo, er annar höfuð-faðir íslenzkrar náttúrufræði, jað'ir íslenzkrar lælcnastéttar og íslenzkrar heil- brigðisbaráttu af hálfu bióðfé- . Frb á 7 síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.