Alþýðublaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 8
ALÞTOUBLAPiÐ Fhomtwlagiar 4. mii 1944 CBTJARNARBIOSa Vér muoam koma afiur. (WE WILL COME BACK) Rússnesk mynd úr ófriðn- um. —- Aðalhlutverk: I Vamn Marina Ladynina Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. - Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. AUÐSKILIÐ MÁL JÓN var mættur sem vitni, áminntur um sannsögli. „Vitnið sá þegar ákærði skaut Magnús sálaða Gíslason.“ „Já, jú, jájá, ég var viðstadd- ur, þegar hann byrjaði að skjóta hann.“ — „Hvað mörgum skotum skaut ákærði á Magnús sálaða?“ —- „Einu, bara einu“, svarar Jón, Ég heyrði það tvisvar, svo ég ætti að vita það.“ „Heyrðuð þér það tvisvar“, segir dómarinn, „hvemig getur slíkt átt sér stað?“ ,Jú, sjáið þér til, herra dóm- ari“, svarar Jón hinn rólegasti. „Fyrst heyrði ég skotið þegar það fór fram hjá mér, svo heyrði ég það aftur, þegar ég fór fram hjá því.“ * ANNRÍKI VEGAVINNUVERKSTJÓR- ANUM, sem áður getur, þótti heldur lítið koma til þeirra 20 manna, sem hann hafði með sér í veginum, enda var fullyrt, að þar væru saman lcomnir 20 löt- ustu menn landsins. Hann braut því heilann mik- ið um eitthvert ráð, sem hann gæti notað til að lækna í þeim letina. — Morgunn einn raðar hann þeim öllum 20 upp í eina röð og segir síðan: ,jtg hefi rólegt, þægilegt jobb fyrir latasta manninn í hópnum. Vill latasti maðurinn í hópnum ganga fram.“ Nítján úr hópnum gengu í takt fram, eða allir nema Jón. „Því gengur þú þá ekki líka fram, Jón?“ segir verkstjórinn. „Blessaður góði, ég hefi alltof mikið að gera til þess að mega vera að því.“ f straumi irlaganna hugsað sig um andartak og ýtti mér frá stýrinu. — Þú ert ekki vön við að aka á hægri vegar- kanti. Hún setti bílinn í gang og ók af stað. — Veittirðu því athygli? spurði hún mig alllöngu síðar, þegar við ókum inn í smábæ, sem stóð meðfram þjóðveginum. — Já, það gerði ég, svaraði ég. Lögregluþjónninn á gatna- mótunum hafði band um hand- legginn með hakakrossmerkinu. — Hann hlýtur! að hafa haft það 1 vasanum allan tímann, herjans þrjóturinn, tautaði Klara. Við beygðum inn á aðal- torgið, sem var krökkt af æp- andi og syngjandi fólki. Mann- fjöldinn og bíllinn okkar þokað- /ist hægt áfram, og Klara þeytti bílliornið látlaust og formælti hroðalega. Fjöldi fólks var úti í gluggum húsanna og tók þátt í igleði’látum f ólksins niðri á göt- unni. Hakakrossfáninn blakti á hverju einasta húsi og hvergi sást ein einasta manneskja með hvíta og rauða merkið. Fólkið var drukkið af hrifni, munnar | þess voru galopnir, augun glamp andi og fagnaðarlætin voru ó- hemjuleg. iNokkrir smádrengir hoppuðu upp á aurbretti bif- reiðarinnar okkar, æptu ofsalega og veifuðu framan í okkur litl- um hakakrossfánum. i Frá horninu hjá kirkjunni heyrðist þungt fótatak mann- fjölda og mikill söngur. Þá end- urspeglaðist rauður bjarmi á gluggarúðunum eins og frá blaktandi eldi. Geysistór fjölda ganga geystist inn á torgið og sópaði öllu með sér. Klara laut yfir stýrið jog leit út eins og hún væri þátttakandi í bifreiða- kappakstri. Varir hennar voru samanbitnar, svo að munnurinn var eins og hvítt, mjótt strik. Hvíta hárið hafði fallið yfir enni hennar og tár streymdu ennþá niður kinnar hennar, þegar hún leitaðist við að aka bílnum gegn straumnum. Að lokum vísaði annar lögregluþjónn okkur inn í kyrrláta hliðargötu. Einnig hann var með hakakrossband um handlegginn. Að lokum vor um við komnar út á veginn við hinn enda borgarinnar, ruglað- ar og utan við okkur, og okkur fannst sem við værum á flótta undan einhverju hræðilegu og hættulegu, lítt og hraunflóði frá eldfjalli. Allir smábæirnir og þorpin með fram veginum voru í sama uppnámi. Öðru hverju kváðu skot við í næturkyrrðinni. Það voru ungir drengir, sem létu hrifningu sína í ljós á þann hátt. Við geystumst áfram í bílgarm- imun — það var eins og Klöru væri nokkur huggun í hraðan- um -— en miðaði þó ekki sér- lega hratt áfram. Öðru hvoru vorum við stöðvaðar af hvatvís legum slettirekum, piltum og stúlkum, sem létu mikið yfir sér og báru flokksmerki um arm inn. Þetta fólk gláptd á okkur, heimtaði að fá að skoða ökuskír- teini Klöru, hrópaði „Heil Hitl- er“ og lét okkur að því búnu fara leiðar okkar. Einu sinni var okkur haldið í hálfa klukku- stund á lögreglustöð. Hin stöð- uga háreysti, sem heyrðist í næt urkyrrðinni, var með óyenju- legum og ótrúlegum blæ. Ég hefi aldrei áður séð jafnæstan mann fjölda, ekki á styrjaldarárunum og að styrjöldinni lokinni, og ég varð óttaslegin yfir þessari fjöldaæsingu, sem hafði gripið um sig. — Þetta minnir á mið- aldirnar, sagði ég fremur við sjálfa mig e<n við Klöru. —- Þetta er fjarstæðukennt. Og heimsku- legt út í æsar. — Barn, sagði Klara. — Þú varst ekki nálæg, þegar ríkis- þinghúsið brann. Þetta er bara þyrjunin. Og Renate er alein heima. Barnið er aleitt heima. Ef eittihvað yrði nú að henni Hún lauk ekki við setninguna og við ókum áfram í átt til hins óþekkta, er beið okkar. Það, sem við urðum áskynja á leið- inni, var aðeins lítil og ófull- komin mynd af æðinu, sem haf ði gripið um sig í Vínarborg. Þar var fleira fólk, fleiri flögg, meiri söngur, fjölmennari hóp- göngur. Allt var í stærra mæli. Það snýr þessu upp í hátíðis- dag, sagði Klara beisk í skapi, meðan við lögðum leið okkar eftir hliðargötunum í því skyni að komast hjá troðningnum á aðalgötun'Uim. Það tók okkur óratíma að komast alla 'leið til gömlu bygg ingarinnar, þar sem Klara átti heima. Dyravörðurinn, sem opn aði fyrir okkur, var með band með hakakrossmerkinu um erm ina á gamla flauelssloppnum sínium. Axláböndin hans löfðu niður. — Heil Hitler sagði hann og lyfti upp handleggnum. — Gott kvö'ld, sagði Klara og stik- aði framhjá honum. Hann horfði á eftir henni með tvíræðu glotti, sem gaf til kynna, að hann tæki ekki neitt af þessu mjög hátíð- lega. — Er maðurinn minn heima? spurði Klara. — Nei, herra barninn hefir ekki kom- ið heim, svaraði dyravörðurinn. —■ Það er kannske ekkert verra. Hingað komu tveir menn til að spyrja eftir honum, en ég sagði þeim, að herra baróninn væri ekki heima. — Það var ágætt, sagði Klara og lagði skilding í Jófa hans. Utan af götunni barst þungur niður af hávaðanum. Við gengum upp gamla hringstig- ann og nutum loks öryggis og verndar innan veggja gamla NTJA BtÖ Arabiskar nætur (Arabian Nights) Litskreytt æfintýramynd úr 1001. nótt. Aðalhlutverk: Jón Hall Maria Montwe Leif Erikson SABU Böm innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýad kl. 5, 7 og 0. hússins, sem hafði lifað stríð og byltingar, sigra og ósigra. Renate var í fastasvefni. Hún var barnsleg og sakleysisleg í litlu, hvítu náttfötunum sínum. Hún hafði appelsínu á kodda móður sinnar og fest bréfmiða á rúmið: — Pabbi hringdi og sagði að við skyldum ekki eiga von á sér heim í kvöld og ekki hafa neinar áhyggjur. Hann lætur brgamla biöb Ævíntýri í herskóla (The Major and the Minor) Amerísk gamanmynd. Ginger Rogere Ray Milland Verðir lasanna Cowboymynd með William Boyd Sýnd kl. 5 Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. úsJHfflŒMfflHHBBBHraBBMŒHMHEŒMW þig vita eitthvað frekar, eins fljótt og hann getur. Ég beið eftir þér til klukkan tíu, en var þá orðin svo syfjuð. Koss og góðar nætur frá þinni Rummerl. P.S. — Appelsínan er gjöf frá mér til þín. Ég hefði viljað vera hjá þér þgissa nótjt, Klara, vina mín. En þú varst sterk og ákveðin og sagðir mér að fara tafarlaust MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDEESEN-SEJERBO Hinir hvítu vinir vorir lutu þögulir höfðum. Það hafði engan veginn verið nauðsynlegt fyrir Kaliano og Búatýru að minna þá á þetta, því að bænin hafði löngu verið ofar- lega íhugun þeirra. En nú skildist þeim, að þeir stóðu and- spænis því, sem sérhverjum dauðlegum manni var ógerlegt að sigrast á. Nú hlutu þeir að fela allt sitt ráð æðra mætti, guði sínum og forsjóninni. Stormurinn æddi hamvilltur yfir auðnina og þyrflaði sandinum fram og aftur. Það syrti í lofti af völdum sand- bylsins og því var líkast, að úthaf umlyki þá og að þeir yrðu að berjast um á botni bess til bess að ná andanum og verj- ast því, að hin miskunnarlausu faðmlög þess bæru þá ofurliði. Stunur mannanna og vein hundsins máttu sín lítils fyr- ir háreysti stormsins, er yfirgnæfði öll hljóð önnur. En þó barst brátt út í nóttina kveinstafur, er hefði heyrzt langt að Hann hefði jafnvel heyzrt langt út fyrir múrvegg þann, sem sandbylurinn hlóð í óða önn umhverfis ferðalangana, er voru nú fangar hans að minnsta kosti um stundarsakir. Hljóð þetta kom frá Hjálmari, er hann uppgötvaði það, að í stað þess að faðma að sér hinn hlýja líkama vinar síns, hundsins Bob, er hann hafði til þess reynt að hlúa sem bezt að, hafði hann handa milli þungt og stirðnað lík hundsins, sem ekkert lífsmark leyndist með. Þannig var þá hag þeirra félaga komið. Þeir voru um- luktir ógn og miskunnarleysi hins mikla sandbyls ,er engum iYNDA- S AG A ,AP FcatureSe^gíS VES, SCORCHV METOO, SCORCHV/ ' vou WEAN X...IDIDNT WANTTO COlNAE ALON& AT FIRST, KATHV/ BUT SOMETHINO’S Spaatf HAPPENED,,, T-r' ^ VES, SCORCHV, IT WAS...IT WAS SURE NICE OFVOU OIRLSTO... TO Q-INE VOURTINAETHIS WAY...AND EVERVTHING/ ÖRN:: „Það — það var voða gott að þið stúlkumar skylduð kotrna — Allt breytisit svo.“ KATA: „Já, Örn.‘ ÖBN: „Ég vildi ekki í fyrstu kama með, Kata, en svo . . .“ KATA: „Ég var alveg eins, Öm.“ ÖRN: „Þú átt við að . . ,?“ KATA: „Já, Örn.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.