Alþýðublaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 6
6 á Hótel Borg. UppL á skrifstofunnL Bankastræti 14 Nýkomið mikið úrval af Geriiblómum í óskilum eru hjá rannsóknarlögreglunni reiðhjól og ýmsir aðr- ir munir. Það sem ekki gengur út, verður selt á opinberu upp- boði bráðlega. Uppl. daglega kl. 3—7 e. h. ASahafnaðarfundur Laugarneskirkju verður haldinn sunnudaginn 7. maí n. k. og hefst kl. 3., eftir messu í Laugarneskirkju — salnum niðri. Dagskrá: 1. Reikningar sóknarinnar. — 2. Tillaga sóknar- nefndar um að kirkjugjaldið verði óbreytt fyrir þetta ár. — 3. Kosnir tveir menn í sóknarnefnd. — Önnur mál. Eftir fundinn verður kirkjan til sýnis. SÓKNARNEFNDIN Flokkaglíma Armanns Guðmundur Ágústsson, Guðmtindur Guð- mundsson Sigurður Hallbjörnsson báru sigur af hóími. ' »■■■ Flokkaglíma ár- M A N N S var háð á sunnudagkvöld í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Skráðir keppendur voru fjórtán úr fimm félögum, en einn mætti ekki til leiks. — Úrslit urðu þau, að Guðmundur Ágústsson úr Ármanni sigraði í þyngsta flokki. Guðmimdur Guðmunds- son úr ungmennafélaginu Trausta í miðflokki, en Sigurð- ur Hallbjörnsson úr Ármanni í léttasta flokki. Húsfyllir var, og voru glímumennirnir ákaft faylltir af áhorfendum. í þyngsta flokki voru fjórir keppendur. Guðmundur Ág- ústsson, glímukóngur bar þar glæsilegan sigur af hólmi. Virð- ist hann vera í ágætri æfingu. Lagði hann alla keppendur sína að velli með miklum yfirburð- um. Annar varð Haraldur Guðmundsson úr KR. Hann er sterkur maður og hinn þéttasti á velli, en hins vegar ekki fjöl- hæfur glímumaður. Lagði hann alla að velli nema Guðmund Ágústsson. Þriðji varð Einar Ingimundarson úr UMF. Vöku. Einar er kornungur maður, en stór og sterkur og virðist eiga góða framtíð sem glímumaður. Fjórði keppandinn í þessum AUBtPIIPIAPW Fimmtudagör 4. maí 1944 flokki var Kristinn Sigurjóns- son úr KR. Hann er góður glimumaður, en átti ekki sig- urgengi að fagna að þessu sinni, erida var vöskum keppinautui.. að mæta. í öðrum flokki voru 6 kepp- endur. Guðm. Guðm. úr UMF. Trausta undir Eyjafjöllum varð þar hlutakrpastur og lagði hann alla keppinauta sína að velli, þótt góðum glímumönn- um væri að mæta. Hann er ung- ur sem glímumaður, en gat sér mikinn orðstír á Ármannsglím- unni í vetur. Annar í þessum sama flokki varð Davíð Hálf- dánarson úr KR. Framganga Davíðs sem glímumanns er hin drengilegasta. Þriðji varð Rögnvaldur Gunnlaugsson úr KR. Hann hefur tekið miklum framförum sem glímumaður á skömmum tíma. Sýndu kepp- endurnir í þessum flokki jafn- beztar glímur á keppni þessari. í þriðja flokki voru keppend- ur aðeins þrír, þar eð Þorkell Þorkelsson úr KR.. mætti ekki til leiks. Þar varð hlutskarpast- ur Sigurður Hallbjörnsson úr Ármanni, annar varð Ingólfur Jónsson, einnig úr Ármanni. Sigurður er sterkur og sókn- djarfur glímumaður, en hins vegar er framganga hans fjarri því að vera með glæsibrag og var viðureign hans \rið Ingólf Jónsson vart sæmandi slíkum glímumanni sem Sigurði. Ing- ólfur er liðlegur glímumaður, en skorti afl og kapp á við Sigurð Hallbjömsson. Flokkaglíman fór í heild far- vel fram, og virðast öll rök að því hníga, að glíman sé í auk- inni framför, en því ber vissu- lega að fagna. Mun mega vænta þess, að Islandsglíman í sum- ar verði með glæsibrag og von- andi mæta hinir ágætu kepp- endur flokkaglímunnar heilir og sókndjarfir til þess leiks. H. S. Nei, Eggerf og Dags- brún eru sitt hvað Frh. af 4. síBu. galað óábyrgur, nú hefir hann ábyrgðina og verður hann að gera sér það að góðu, meðan enn ríkir mál- og ritfrelsi, að sannleikurinn í hverju máli komi í ljós — jafnvel þó hans eigin vanrækslu eða sviksemi sé um að ræða. í næstu grein skýrir hann væntanlega frá hversu mikið verkalýðssamtökin :— Dags- brún, Iðja, Skjaldborg, Félag járniðnaðarmanna og önnur fé- lög eiga í Skólavörðustíg 19 og hvenær þau eignuðust það eða ef þau ekkert eiga, hvers vegna þau ekki fengu að vera með í því félagi. Hvers vegna hann borgaði fyrir Dagsbrún þær 5000,00 krónur í H.f. Al- þýðuhús Reykjavíkur, sem Héðinn neitaði að greiða. Var það kannske af einskærri ást til mín og annarra, er eiga sem svarar kýrverði í þessu ágæta félagi? Varla hefir það verið til þess að eignast stærri hlut í eignum, er að 'hans dómi voru ranglega seldar? Áður en að vörn minni kemur verður kempan Eggert að þora í mál á meðan getur hann haldið iðju sinni áfram, að naga, naga, nætur og daga. Málshöfðanir og fyrirhuguð tugthúsvist mér til handa að hans undirlagi bíður síns tíma, verst af öllu ef handarbök skoðanabræðra hans verða öll uppnöguð áður en sá dagur *pp rennur. Ég hefi átt í mörgu mála- þrasi við andstæðinga verka- lýðssamtakanna. Það hefir veitt mér aukinn þrótt og styrk og svo mun enn. Já, það kemur alltaf maður manns í stað. Satt er það hjá Eggert, „Dagsbrún kemst af án Jóns Axels" hér eftir eins og hingað til — en jafnvíst er það, að hún kemst af án Egg- Jafnaðarmannasijórn in á Nýja Sjálandi Frh. af 5. sföu. í samninguim um kaupkröfur og vinnuskilyrði og bætti þegar úr öngjþveiti því, er mál þessi voru í komin. Eftir að 40 stunda vinniuvikunni hafði verið á kom ið, óx atvinna í landinu þegar, og þess varð skammt að bíða, að atvinnuleysi var úr sögunni. Jaifriðanmannastjórnin lét þess skammt að bíða að bætt yrði úr skerðingu iþeirri, sem gerð hafði verið á eftirlaunum hermanna, ellistyrkjum, ekknastyrkjum og fj ö'lskyldustyrkj um. Meðan unnið var að setningu löggjafar- innar um almennar tryggingar, sem á komuist árið 1938, voru hinir fyrrgreindu styrkir meira að segja hækkaðir enn að nokkrum mun. Auk þessa voru sett lög um örorkustyrki, sem hljóta að teljast hin brýnasta nauðsyn í sérfaverju þjóðfélagi. Þessi hækkun téðra styrkja ■faafði svp þau áfarif, að eftir- spurn neytenda eftir nauð- synjum sínurix óx, einkum eftir spurnin eftir matvöru, fötum og faúsnæði. Það má öllum vera ljóst, að þessi viðfaorf hafi ver- ið til aukinna heilla fyrir alla aðila, þegar að því er gætt, að hér er um að ræða vörur, seip framleiddar voru í landinu sjálfu, og hin aukna eftirspurn hafði sem gefur að 'skilja þau áhrif, að framleiðslan óx að miklum mun, sem varð svo aft- ur til þess, að atvinna manna varð meiri en áður var. Mjög fáir höfðu ráðizt í það að festa kaup á húsum, meðan kreppan og atvinpuleysið var mest. En eftir að velmegun og farnaður almennings óx á ný, urðu þúsundir manna það efna- lega sjálfstæðir, að þeir gátu eignazt bús, og flestir fjölskyldu feður faöfðu það viðunanlegar tekjur, að þeir gátu greitt leigu fyrir húsnæði, sem þeim hæfði. Þess varð brátt vart, að húsa- skortur á Nýja-Sjálandi gerðist tilfinnanlegur, og ríkisstjórnin samdi þá áætlun, þar sem ráð var fyrir því gert, að 5 þús- undir húsa yrðu reistar að með- altali ár favert. Stefna ríKisstjórn arinnar var sú, að ríkið skyldi sjálft hafa forustu um fram- gang þessa máls í stað þess að fela hana faverjum Mutaðeig- andi einstaklingi. Það hefir líka komið glögglega í Ijós, að þessi ráðstöfun stjórnarinnar var hin framisýnasta og faeppilegasta. Ríkisstjórnin réði fjölmarga er- lenda byggingarmeistara í þjón- ustu sína, og áfaerzla var 4 það lögð, að húsin væru sem vönd- uðust og haganlegust. Einnig var lögð áherzl aá, að hin nýju hús væru af sem flestum gerð- um og sem mests af efni þeirra væri aflað heima á Nýja-Sjá- landi, en það varð til þess að auka enn framleiðsluna og at- vinnuna innan lands. Árangur þessarar stefnu stjórnarinnar í húsbyggingarmálunum hefir orð ið sá, að þúsundir manna hafa eignazt nýtízku íbúðir fyrir sanngjarnt verð, sem þeim er engan veginn ofvaxið að ann- ast afborganir af. En þrátt fyrir það, sem þegar hefir á unnizt í þessum efnum, fer því fjarri, að fullnaðarlausn sé enn fengin. Húsnæðisvandræða hefir meira að segja gætt að nýju hin síð- ustu ár á Nýja-Sjálandi vegna þess, að flestir verkamannabú- staðir og aðar stórar sambygg ingar faafa verið teknar til af- nota fyrir herinn og þá, er vinna í þjónustu faans. Niðurlag á morgun. Hjálp til danskra flóttamanna. Kr. 52,00 frá G. S. erts, en hinu er afíur ósvarað: „Kemst Eggert Þorbjarnarson nú af án Dagsbúnar eins og áður?“ Jón Axel Pétursson. Sumarbúdaðor til sölu. Uppl. gefur BALDVIN JÓNSSON hdl. Sími 5545. Vesturg. 17. fer til ísafjarðar í byrjun næstu viku. Flutningi til ísa- fjarðar, Súgandafjarðar, Flat eyrar, Þingeyrar, Bíldudals, Patreksfjarðar og Stykkis- hólms veitt móttaka í dag. Athygli skal vakin á því, að Esja fer ekki næstu hrað- ferð vestur og norður. Félagslíf. ÁrmennKngarl Myndakvöld frá Páskunum verður í Oddfellowhúsinu, uppi í kvöld kl. 8.30. Myndatöku- riienn eru beðnir að hafa mynd- irnar uppsettar á spjöld, eftir því sem hægt er. Í.R.-ingar Skemmtkvöld heldur félagið, fyrir félaga og gesti, föstudag- inn 5. maí kl. 9 e. h. í Tjarnar- kaffi. Stjórnin. Í.R.-ingar Æfing £ frjálsum íþróttum á íþróttavellinum kl. 8 e. h. í kvöld. Mætið stundvíslega. SÁLARANNSÓKNARFÉLAG ÍSLANDS heldur fund í kvöld í Guð- spekifélagshúsinu kl. 8.30 e. h. Fundarefni: I. Umræður um húsmálið. II. Forseti félagsins flytur erindi. \ Stjórnin. St. FREYJA nr. 218 Fundur í dag kl. 8.30. Inn- setning embættismanna. Telpnakór syngur og fleiri skemmtiatriði. Æðstitemplar. . 3 ÚMið Albýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.