Alþýðublaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. mai 1944 |*l|njöabUM& Rltsijórl: Stefán Pétarsson. Ilmar ritstjórnar: 4901 og 4902. ÍUtstiórn og afgreiðsla 1 Al- DýOuhúsinu við Hverfisgötu Cltgefandl: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð i lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan b.i Makkið við íhaldið. TC1 YRSTI MAÍ er rétt um garS * genginn. í tilefni af honum fór verkalýðurinn volduga kröfu göngu um götur hÖfuðstaðarins, en á eftir var haldinn fjölmenn- ur útifundur þar sem margar ræður voru fluttar af ýmsum forystumönnum verkalýðsfélag- anna. Án tillits til stjórnmála- skoðana — ræðumennirnir voru sumir Alþýðuflokksmenn, en sumir kommúnistar — kröfðust þeir aukins frelsis fyrir alþýðu inanna, aukins félagslegs örygg- is og tryggrar atvinnu fyrir alla eftir stríðið. Margir minntust á hinn stöðuga kauplækkunará- róður atvinnurekenda, en öll- um kom saman um, að það kaupgjald og þær kjarabætur, sem unnizt hefðu á ófriðarár- unum, bæri að varðveita til hins ítrasta sem skýlausan rétt og nauðsyn hins vinnandi fólks, og að öllum tilraunum atvinnurek- andavaldsins til þess að við- halda stríðsgróðanum á kostnað þess skyldi vísað á bug. .4 ' ; # Það, sem sagt var um þetta í ræðunum fyrsta maí, var vissu- lega í fullu samræmi við vilja verkalýðsins sjálfs. En það er ekki nóg, að bera fram kröfur verkalýðsins og hins vinnandi fólks yfirleitt fyrsta maí. Það verður að fylgja þeim eftir með þrautseigju og framsýni allan ársins hring. Og þá skiptir það ekki litlu máli, hver afstaða er tekin og hvar bandamanna er leitað í átökum stjórnmálaflokk anna í landinu. Hvernig á til dæmis að vænta nokkurs styrks fyrir málstað verkalýðsins og hins vinnandi fólks yfirleitt af stöðugu makki og bandalagi við íhaldið, flokk sj álfs atvinnurekandavaldsins ? En svo undarlega, sem það kling ir, þá er það engu að síður stað- reynd, að kommúnistar, sem fyrsta maí töluðu á útifundi verkalýðsins eins og Alþýðu- flokksmenn fyrir auknu frelsi, auknu félagslegu öryggi, og tóku hvað hæst undir kjörorðin aldrei framar atvinnuleysi og enga kauplækkun, hafa nú í heilt ár verið í svo náinni samvinnu við íhaldið, að varla er hægt að segja að hnífurinn hafi gengið þar á milli. Hvað eiga verka- menn að hugsa um slíka fram- komu flokks, sem að minnsta kosti við hátíðleg tækifæri, eins og fyrsta maí, þykist vera bæði verkamannaflokkur og sósial- istaflokkur? Er það máske í sam vinnu og bandalagi við íhaldið, flokk stóratvinnurekandavalds- ins, sem kommúnistar ætla sér að frá fram kröfur verkalýðs- ins fyrsta maí? Eða er það, þeg- ar allt kemur til alls, eitthvað annað, sem fyrir flokki þeirra vakir, en að tryggja efnalegt og félagslegt öryggi hins vinnandi fólks með þjóð okkar eftir stríð- ið? * Svo mikið ætti öllum að vera Ijóst, að ekki verður það gert í bandalagi við þá menn, sem bíða þess einis' að geta kúgað niður kaupgjald verkalýðsins á ný, og helzt treysta á vönd nýs atvinnuleysis eftir stríðið til þess. Það voru líka þeir dagar, Jón Axel Pétursson : Nei, Eggett og DagsbMn era sitt tavað. Sannleikur er sagna beztur, sagði dyggðin. Allt er gott, sem hann á heima, hyggur tryggðin. Hann er svefns og sælufjandi, sagði værðin. Og veldur mér oft gremju í geði, gegndi flærðin. Þó hreinni sé hann hvítri mjöllu, * heimur sagði. Er þennan dóm á líf hans lögðu, lýgin þagði. EITURGASHERNAÐUR sam einingarpostulans Eggerts heldur áfram, fetar hann dyggi lega í fótspor Himmlers hins þýzka og útsendara hans í hin- um ýmsu hlutlausu löndum fyrir stríðið. Má ekki á milli sjá hvort meira má sín hjá hin- um eldheita sameiningarmanni himmlerískan eða hinn ind- verski trúarofsi með tilheyr- andi sjálfsmeiðingum, sem enn virðist eima eftir af hjá hinum mjög svo ,,gjörhugula“ sann- leikselskandi sameiningar- manni, sem á máli hans og fylgifiska hans mundi hafa verið nefndur „niðursetningur hjá Dagsbrún“ ef hann hefði verið Alþýðuflokksmaður. Svo gjörsamlega forhertur í sjálfselskunni og sjálfsaðdáun- inni er Eggert að nú gjörir hann engan greinarmun á sjálfum sér og stærsta verka- mannafélagi landsins Dagsbrún, félagi sem um áraskeið hefir gegnt forustuhlutverki í verka lýðshreifingunni, eða næstum allt til þess tíma er hann byrj- aði að taka laun sín hjá reyk- vískum verkamönnum í Dags- brún. Þegar Eggert svo er búinn að setja Dagsbrún í sinn stað og skapa ímyndaða gagnrýni á Dagsbrún, sem er á hann sem þjón félagsins, þá sezt hann í húsbóndasætið og grípur til lýginnar, hún virðist handhæg, og setur í stað sannleikans. Það sem var sannleikur í fyrri grein hans er nú orðið að ósannindum. Það sem að Eggerts sögn í grein hans í Þjóðv. 11. marz voru rök Jónatans Hallvarðssonar sátta- semjara — útreikningar hans — er nú ekki það — heldur hefir Emil Jónsson vitamála- stjóri gjört þá og öll sátta- nefndin prófaði dæmið, líka — Brynjólfur sjúkrasamlags- stjórnarmeðlimur, tryggingar- ráðsmeðlimur ásamt fleiru — (ætli að verðið á meðulunum beri þess ekki glöggan vott að hann kunni þó að reikna?) Mér virðist af þessu að Eggert Þor- bjarnarson í Þjóðviljanum 19. apríl þurfi að biðja Eggert í Þjóðv. 11. marz afsökunar á því að hann setti lýgi í stað sannleika 11. marz og lagði svo út af því — að vísu til að þjóna háleitu takmarki — sameina verkalýðinn þ. e. rógbera Al- þýðuflokksmenn — Alþýðu- flokkinn og umfram allt Al- þýðublaðið. Það er annars fróðlegt að athuga hvers konar pólitískir sprellikarlar eru komnir í far- arbrodd sumra verkalýðsfélaga og það einmitt nú, en einn þeirra er Eggert, og það á föst- um launum, þegar verkalýðs- hreyfingin er orðin það sterk, að veginum framundan má líkja við malbikaðan, velgerð- an veg; en leiðina sem íarin hefir verið við illfæran grýtt- an óruddan veg, sem þó ávallt hefir verið að batna eftir því sem samtökunum óx fiskur um hrygg. í fararbroddi við þá vegar- lagningu hefir Dagsbrún alltaf verið og verkalýðsfélögin hin hafa látið sér sæma að taka sér Dagsbrún til fyrirmyndar að því er landvinnu snertir. Það er því rangt hjá Eggert er hann ályktar að það hafi verið af öfund, eða til að sá öfund að Hlífarforustan í Hafnarfirði og verkamennirnir þar ekki hlíttu forustu sprellikarlanna í Dags- brún heldur af hinu að þeir sáu að einhverra hluta vegna hafði Dagsbrún yfirsést og þeirra var að tryggja vígstöð- una, hvað sem áliti Eggerts og hans nóta leið. ‘ Á keisaratímunum í Rúss- landi hefði Eggert verið gerð- ur að gósseiganda fyrir þessa frammistöðu sína, en forustu- leysið fyrir jafnmiklu fjöl- menni sem verkamannafélagið Dagsbrún er hefði varðað hann Síberíuvist hefði hann nú ver- ið í Rússlandi. Það er helber misskilningur hjá Eggert að nokkrum detti í hug að Dags- brúnarmenn og kommúnistar séu eitt og hið sama, fjarri fer því. Á hinu leikur enginn vafi að full ástæða or til að athuga hugsanagang þeirra er tekið hafa að sér viss forustuhlut- verk í verkalýðssamtökunum og fá frá verkamönnum skil- vísa greiðslu fyrir það — þeg- ar svo er orðið ástatt fyrir þeim að rök svokallaðra sáttanefnda hverjir sem þær skipa verða að þeirra rökum, og þeir hætta að reikna sjálfir, en taka þeirra útreikninga góða og gilda í einu og öllu og reikna svo út frá þeim. Þó minn mjög svo ágæti flokksbróðir Emil Jóns- son hafi eins og Eggert segir (sem er mikið vafamál) reiknað út hvað væri sambærilegt kaup hér og í Hafnarfirði, þá efast ég ekki um að hann hefir reikn að rétt, grundvöllurinn sem hann hefir notað hefir aðeins verið annar en sá sem verka- mennirnir í Dagsbrún byggja sína útreikninga á: en það er líka von — Emil styðst í sínum útreikningum við (theoriu) hugmyndir um tilkostnað við að lifa í Reykjavík, húsaleigu þar og annað, en verkamenn- irnir við staðreyndirnar blá- kaldar. Þær áttu að vera kunn- ar Eggert og hans nótum og verkamenn áttu að geta átt það víst, að hann gerði sína að kommúnistar þóttust skilja, að það væri eitthvað annað, sem betur hentaði hagsmunum og hugsjónum verkalýðsins én bandalag við íhaldið, svo ekki sé nú talað um nýja þjóðstjórn undir forystu þess, eins og sagt er að kommúnistar séu nú á bak við tjöldin að róa að. Fyrir síðustu kosningar vjssu kommúnistar ekkert sikammar- yrði fneira á hina flokkana, en orðið þjóðstjórn. Þá hétu þeir kjósendum því, að beita sér sjálf ir fyrir myndun vinstri stjórn- ar, sem Alþýðufloikkurinn og Framsókn ættu fulltrúa í ásamt þeim. En þegar á þing kom snéru þeir bara blaðinu við og vildu ekkert lengur af vinstri stjórn vita, þó að hún hefði haft öruggan meirihluta að baki sér og alveg einstakt tækifæri til þess að notfæra stríðsgróð- ann í alþjóðar þágu, treysta og endurskipuleggja atvinnulíf landsins og tryggja þær kjara- bætur, sem verkalýðurinn hafði fengið. í stað þess tóku þeir upp baktjaldamakkið við íhaldið, flokk stóratvinnurekandavalds- ins, .sem síðan héfir haldið á- fram og helzt er nú sagt, að eigi að enda í þjóðstjórnarmynd un, þar sem íhald og kommún- istar væru þó í sameiginlegum meirihluta, 'ef kommúnistar mættu ráða. Hvernig eiga verkamenn, hvernig. á hið vinnandi fólk í landinu yfirleitt, að skilja slíka pólitík? útreikninga sjálfur byggða á þeim staðreyndum, en hagaði sér ekki eins og páfagaukur og tæki Brynjólf sáttanefndar- mann trúanlegan í einu og öllu þó flokksbróðir væri. Þó kastar fyrst tólfunum er Eggert ráðleggur mér að reikna út hvað miklu verka- lýðsfélögin hafi tapað í öll þau skipti sem þau ekki hafa sagt upp. Já þvílík speki hjá leiö- toga verkalýðsins á því herrans ári 1944. Hvenær hafa verkalýðssam- tökin haft jafn örugg tækifæri og nú til að fá kjör verka- fólksins bætt? Aldrei í sögu þessa lands og samtakanna. Þau hafa tryggt varnir sínar á undanförnum áratugum, smá- bætt hag sinn og sinna og náð margvíslegum kjarabótum við hin erfiðustu skilyrði. En styrkleiki þeirra nú lá í hinni geysilegu eftirspurn eftir mann afla — eftirspurn sem sjaldan 'verður fullnægt og svo hinu að um áratuga skeið hafði ver- ið unnið öfluglega að styrk þeirra, þó ýmsir drægju úr því starfi eftir megni, eins og þeir er stofnuðu verkalýðssamband Norðurlands og fleiri klofnings sambönd sem Alþýðusamband íslands átti að brotna á að þeirra eigin ósk. En gifta ís- lenzkrar alþýðu var meiri en svo að sprellikarlarnir fengju því ráðið og svo mun enn þó annað sýnist í bili. Og svo loks — þetta: Ef ein- hver Alþýðuflokksmaður, ef A1 Stúlku vantar við afgreiðslustörf. Þarf að Vera ábyggileg. Ennfremur aðra við eld- hússtörf. VEITIN G ASTOFAN Vesturgötu 45. SEL SKELJASAND eins og að undanfömu. Sími 2395 Grettisgötu 58 A þýðublaðið, ef Helgi Guð- mundsson, ef Jón Sigurðsson sögðu ekki þetta eða sögðu hitt, var þá ekki allt gott og blessað? Ja, ég veit ekki hvað þeir segja um það, þeir, sem ekki greiða Eggert launin hans — en væntanlega eiga þeir, sem greiða honum launin fyrir að standa vörð um hagsmuni sína, að taka það upp í kaupið sitt — borga með því útgjöld sín hvað þessi eða hinn sagði eða lét vera að segja. Auk þess er engin sönnun fyrir því að svo hafi verið, þó Eggert segi það, svo illa virðist honum ganga að umgangast sannleik- ann, að því er grein hans ber- með sér. En það er víðar en hér, sem pottur Eggerts er brotinn í við- skiptum hans fyrir einstaka verkamenn og verkalýðssam- tökin. Hingað til hefir hann. Frh. á 6: síðu. H AÐ hefir lítið verið rætt um stjórnarskipti í blöð- unum í seinni tíð, enda ástand- ið ekki þannig á alþingi, síðan kommúnistar neituðu að vera með í vinstri stjórn og fóru að viðra sig upp við íhaldið, að nokkurn heilbrigðan grundvöll þingræðisstjórnar væri hægt að eygja án nýrra kosninga. En í gær hefir Morgunblaðið allt í einu tillögu að gera um þetta. Það vill láta mynda fjög- urra flolcka þjóðstjórn, og nota stofnun lýðveldisins sem átyllu til þess. Morgunblaðið skrifar: „Stjórnmálamennirnir unnu þrekvirki síðastliðinn vetur, er þeip tókst, eftir allt, sem á und- an hafði gengið, að sameina þing- ið um lausn sjálfstæðismálsins. Þeim mönnum, sem unnu þetta verk, verður aldrei nógsamlega þakkað það heillaríka starf. En gætu ekki stjórnmálamenn- irnir unnið annað þrekvirki? Er óhugsandi að þeir geti kunngert stofnun lýðveldisins 17. júní með þeim hætti, að frá og með þeim degi taki allir flokkar þingsins höndum saman og myndi sameig- inlega ríkisstjórn? Ef þetta gæti tekizt myndi það kunngera umheiminum betur en nokkúð annað, að hér er þjóð, sem stendur einhuga og samtaka í sjálfstæðisbaráttu sinni. Einhverjir kynnu að segja sem svo, að um sameiginlega stjórn- , armyndun allra flokka geti ekki \ verið að ræða vegna þess, að eng- inn málefnagrundvöllur sé fyrir hendi. En þessa menn mætti spyrja: Er nokkurt mál til, sem hafið er yfir þau stóru mál, sem nú er verið að leysa: sambands- slitin og stofnun lýðveldisins? Eru ekki einmitt þessi mál mál mál- anna? Jú, yissulega er það svo. Þótt ekkert annað væri sameiginlegt hjá þingflokkunum en lausn þess- ara mála, réttlætti það fullkom- lega sameiginlega stjórnarmyndun á hinum mikla hátíðisdegi þjóðar- inr^r, sem í vændum er. En svo er líka annað, sem stjórnmálamennirnir verða að at- huga. Þeir verða áð fara að hugsa um eftirstríðstímabilið. Þjóðin hefir ótal möguleika til þess að koma sterk út úr þessari stjrrjöldp ef hún heldur viturlega á málun- um. Markmiðið á að verða það, að öllum geti liðið vel í þessu landi.“ Þannig farast Morgunblaðinu orð. Ekki hefir Þjóðviljinn hins vegar enn minnzt neitt á slíka stjórnarmyndun, en sagt er að honum væri það ekki óljúft, að hér yrði mynduð eins konar Badogliostjórn undir forystu: íhaldsins, t. d. með Bjama Benediktsson fyrir Badoglio og Einar Olgeirsson fyrir Togli- átti-Ercoli, svo að „öllum geti liðið vel í þessu landi“,'eins og Morgunblaðið kemst að orði. Morgunblaðið minnist í gær stuttlega á 1. maí hér í Reykja- vík. Það segir meðal annarsr „Á götnuum voru seld merki dagsins og tímarit Alþýðusam- bands Íslands. Margir höfðu keypt merki, sem ekki tóku þátt í hóp- göngunni. Yfirleitt virtist dagur- inn ekki bera sama blæ og oftast áður, þegar einstök pólitísk félög eða pólitískir forkólfar hafa tran- að sér fram.“ Þetta er rétt. íhaldið og hin- ar fyrrverandi hermikrákur Hitlers í því héldu sér alveg innan dyra 1. maí í ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.