Alþýðublaðið - 20.05.1944, Side 2

Alþýðublaðið - 20.05.1944, Side 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 20. maí 1944. Örlagastundin er upp runnin: Fyrsti dagur sambandsslil YegavinniBdeiEan leysf með samkomulagi Verkamenn veröa þeerra kaupEiækkana aSnjótandi, serrs hafa úti &sm Banci síðan í fyrra Samningar undirritaðir í fyrradag DEILUNNI milli Alþýðusambands íslands og ríkisstjórn- arinnar um kaup og kjör verkamanna við vegagerð, brúasmiða og vitabygginga lauk með samkomulagi og undir- skrift samninga hjá sáttasemjara ríkisins í fyrradag. Úrslit deilunnar urðu jbau í fáum orSum, að Alþýðusambandið fékk það kaup og þau kjör fyrir þessar starfsstéttir, sem það hafði farið fram á, og verða þær því þeirra kai^phækkana aðnjótandi, sem orðið hafa úti um land síðan í fyrrasumar. 1 aðalatriðum verða kjörin eins og Ihér segir framjvegis: Kaup. og kjör verða á kjara- svæðum eftir núgildandi samn- ingum, eða viðurkennduam töxt- um þesis verkalýðisfélags, sem næst er þeim stað þar sem vinn an er framkvæmd. Inná þetta vildi riíkisstjórnin ekki ganga til að byrja með iheldur aðeins það, að greitt / skyldi samikivæmt samningum félagana á félagssvæðinu, sem takmarkast oftast ými'st við kauptún eða ihæistai'agi aveitafé- lag. Utan félagssvæðana ætlaðist ríkisstjórnin til að landinu yrði skipt í kaupsvæði á sama hátt og í fyrra með sama kaupi og þá gilti.'En samkvæmt samning uoh, eins og þeir eru nú hækkar kaup veruíega mjög víða. Vinnutími verður alls staðar á kjarasvæðum, saimkvæmt samningi eða taxta viðkomandi verkalýðsfélag's, en hann er 8 stundir. En til þess að fá ákveð- ið um að leyfilegt væri ao skila vinnujvikunni á 5 dögum, eins og fjöldi vegavinnumanna hafði ósfcað eftir, gaf Alþýöuisaimhand ið eftir að á f jórum tilgreindum stöðurn á 'heiðum uppi væri heimilt að vinna, allt að 60 stundir á viku með venjulegu dagvinnufcaupi, ef þess væri ósk að af meirihluta vinnuhóps. Um forgangsrétt til vinnunn- ar varð það samkomulag, að á- kveðinni grein um það yrði sleppt úr sarnningunum, en um forgangsrétt meðlimanna í fé- lögurn innan Aiþýðusamibands- ins, felst þó í 1. gr. samnings- Frh. á 7 siöu ÚrsknrSisr Félagsdéms: síjérsiBHBíi Ecréiayr atl ríkis- í málslostnaó TC' ÉLAGSDÓMUR kvað í gærmorgun upp dóm í máli því sem ríkisstjórnin höfðaði gegn Alþýðusambandi ís- lands. í Málið féll á Alþýðusambandið og var verkfall það, sem Al- þýðusamhandið ákvað að hefja og hófst 3. maí, dæmt ólögmætt. Var Alþýðusambandinu gert að greiða végamálastjóra fyrir liönd ríkisstjórnarinnar 500 krónur í málskostnað. Dómendurnir voru sammála um dóminn. Niðurstöður Félagsdóms fara hér á eftir: „Ár 1944, föstudaginn 19. maí var í félagsdómi í málinu nr. 3/1944. Geir Zoega f. h. ríkis- stjórnar íslands gegn Alþýðu- sambandi íslands kveðinn upp svo hljóðandi dómur: Mál þetta er höfðað hér fyrir dómi með stefnu, dags. 4. þ. m. af Geir G. Zoega vegamálastjóra f. h. ríkisstjórnar íslands gegn Alþýðusambandi íslands. Tildrög málsins og málavext- ir eru þessir. í aprílmánuði síðastliðnum, fóru fram samningaumleitanir milli vegamálastjóra f. h. ríkis- stjórnarinnar annars vegar og samninganefndar frá Alþýðu- sambandi íslands hins vegar um kaup og kjör við vinnu á vega- og brúargerð um land allt á komanda sumri. Þann 13. apríl ritar Alþýðusambandið sam- bandsfélögunum úti um land bréf, þess efnis, að þar sem hugs- anlegt sé, að ekki náist samn- ingar við ríkisstjórnina um kjör í nefndri vinnu, hafi sarnbands- stjórn ákveðið að tilkynna henni vinnustöovun með löglegum fyrirvara, og leggur fyrir félög- in að hefja vinnustöðvun í vega og brúargerðavinnu frá og með 3. maí, ef sambandsstjórn hafi- ekki fyrir þann tíma tilkynnt samkomulag í útvarpinu. Þann 24. apríl tilkynnir svo Frh. á 7. síðu H»er einasti íslendingur, sem geiur, greiðlr atfcvæði sfrax í dag -----—-—---- Sýeium einkisga þ|ó$ s þessu sílSasta á- taki sjálfstæðisbaráttunnar! U YRSTI dagair þjóðaratkvæðagreiðslunnar er í dag. Hefst atkvæðagreiðslan hér í Reykjavík kl. 10 f. h. og stendur óslitið til miðnættis. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag hefst atkvæðagreiðslan einnig kl. 10 f. h., en lýkur á þriðju- dagskvöld kl. 12 á miðnætti. Atkvæðagreiðslan fer hér fram í Miðbæjarharnaskólanum. Aldrei hefir íslenzka þjóðin verið kvödd að kjörborðinu til að greiða atkvæði um eins mikilvægt mál og það sem þessi þjóðaratkvæðagreiðsla stendur um, hinn endanlega skiln- að við Danmörku og endurreisn óháðs lýðveldis á íslandi. Og enginn efast um, að hún muni því nú fjölmenna meira að kjörborðinu en nOkkru sinni áður. En það er nauðsynlegt að sem a'llra flestir greiði atkvæði þegar í dag til þess að létta störf þeirra sem vinna að fyrirgreiðslu kjörsóknarinnar. Frá þátttöku í þjóðaratkvæðagrciðslunni mun verða skýrt daglega í blöðunum og það er metnaðarmál fyrir hvert kjördæmi að sú þátttaka reynist sem mest, þegar á fyrsta degi. Frestið því ekki að greiða atkvæði. Fjölmennið á kjörstaðinn strax í dag og sýnið öllum heimi sjálfstæðisvilja íslenzku þjóðarinnar með því að greiða atkvæði bæði með samhandsslitunum og endurreisn lýð- veídisins. ....ul.l.t'-Á: ■ . Hi$rdeildirnar. Skiptingin í kjördeildir er þanniig, og geta menn af henni ,séð, hvar þeir eiga að greiða at- kvæði: Á neðri hæð: 1. kjördeild Aagot — Arinbjöm, 2. Ármann — Axelandra, 3. Bach — Bjiörn Friðrikseon, 4. Björn Qíslasion — Einar ísaks- son, 5. Einar Jóhannesson — Ezra, 6. Faaberg — Guðbjartur, 7. Guðbjörg — Guðmundur Frið riksson, 8. Guðlmundur Gamal- íelsson — Guðríður, 9. Guðrún —Guðiveigur, 10. Gunnar — Hannes, 11. Hannesína — Hjalta lín. Á efri hæð: 12. kjördeild Hjaltested —• Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, 13. Ingibjörg Sigfúsdóttir — Jó- hann, 14. Jóhanna — Jón Orms- son, 15. Jón Pálisson — Karl Jú- ií'Usson, 16. Karl Karisson — Kristine, 17. Rristinn — Lórens, 18. Lovísa — Margrét Runólfs- dóttir, 19. Margrét Siglhvats- dóttir — Ólafiía Jónisdóttir, 20. ÓlaÆía Karlsidóttir Pálína, 21. Páll — Rofcstad, 22. Rósa — Sigríður Njálsdóttir, 23. Sigríð- 'Ur Oddileifisdóttir — Sigurður Náelsson, f leikfimishúsinu. (Gengið úr portinu inn í kjallarann að norð-^ - " '• 24. kjördeild Sigurður Oddgeirs son — Sophus, 25. Stefán — Sivenson, 26. Srverrir — Valur, 27. Vedder — Þórður Jónsson, 28. Þórður Kárason — Öster- gaard. Leiðbeiningar til ahnenninqs. Frá þ j óðaratkvæðagreiðslu- nefndinni hefur Alþýðublaðið fengið eftirfarandi leiðbeining- ar fyrir almfenning: „Hverfisstjórar, aðstoðar- menn við einstakar starfsdeildir og aðrir Reykvíkinqar, veitið því athyqli, sem hér fer á eftir: Hverfisstjórar eiga að mæta með hverfis- skrárnar í Listamannaskálanum kl. 9V2 á morgun. Aðstoðar- menn þeirra við borð mæti á sama stað og tíma. Borð hverfis verður merkt með númeri hverfisins (sjá hverfaskrána). Hverfisstjórar og aðstoðar- menn þeirra fá merki, er heim- ila þejm aðgang að salnum. Kjördeildir. Þeir,sem ætla að vinna í kjör- deildum, eiga að gefa sig fram í Félagsheimili verzlunarmanna í Vonarstræti 4, kl. 9 árdegis. Kennarar, sem hafa boðið fram vinnu sína, oq ekki eru ráðnir í hverfi, eru beðnir að mæta har. Bifreiðar oq aðstoðarmenn við þær. Þeir, sem ætla að lána bif- reiðar sínar við kosningarnar, og stöðvarbifreiðar, sem samið hefir verið við, eru beðnir að koma með þær til skrásetning- ar á laugardagsmorguninn kl. 8 f. h. að Thorvaldsensstræti 2 (við Austurvöll). Þeir, sem ekki geta komið því við, eru beðnir að tilkynna skrifstofunni á sama tíma, hvenær vænta megi bíl- anna. Hverfisstjórar, sem ætla að nota bíla sína við akstur í hverf- unum, eru beðnir að láta skrá- setja þá á sama stað og tíma á númer hverfsins. Þess er enn fremur óskað, að þar og þá mæti einn maður frá hinum hverfunum, til þess að velja sér bíl fyrir hverfið. • Starfsmenn, sem ætla að veita aðstoð á bifreiðaskrifstofunni og í bílum, eru einnig beðnir að mæta kl. 8 árdegis. Símar bifreiðaskrifstofunnar eru 1229, 1133, 1724. Símar fyrir Skerjafjörð oq Grimsstaða holt eru 3004. Þeir, sem burfa á bílum að halda í sambandi við kosninq- Framhald á 6. síðu. Svívirðileg misnolfcuR úfvarpsins í gær KðmmúriEsfl nofar ræSufíms sinn fH ruddalegrar árásar á páiifísksn andsfæéing S 1 VÍVIRDILEG misnotkun út varpsins var ein af þeim ræðiun eða ávörpum, sem flutt voru í það í gærkvöldi, að til- hlutun útvarpsráðs, í tilefni af þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem. hefst í dag. Einn maður hafði verið val- inn af útvarpsráði úr hverjum flokki til þess að tala um þjóð- aratkvæðagreiðsluna. Sigurður Thoroddsen, sem valinn hafði verið úr flokki kommúnista, notaði þetta traust, sem honum hafði verið sýnt, til þess að ráð- ast af hinum mesta dónaskap' og ódrengskap á pólitískan and- stæðing sinn vestur á ísafirði, Hannibal Valdimarsson skóla- stjóra, og notaði það sem á- tyllu, að Hannibal hefir látið í ljós aðra afstöðu til annars þeirra mála, sem greiða á at- kvæði um, lýðveldisstjórnar- skrárinhar, en Sigurður Thor- oddsen þykist hafa. Það er fyrir slíka framkomu Sigurðar Thoroddsen engin máls bót þótt gagnrýna megi afstöðu Hannibals Valdimarssonar —■ það er þó málfrelsi hér á landi um þjóðaratkvæðagreiðsluna sem annað. Það er ódrengskap- ur á fyrirlitlegasta stigi, að ráð- ast á pólitískan andstæðing, sem ekki hefir neitt tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Og það er svívirðilegt trúnaðar- brot við útvarpið, að nota það til slíkrar árásar, undir hvaða yfirskini, sem gert er. Og áreið- anlega er málstað lýðveldisins enginn greiði gerður með því að láta slíka menn tala fyrir honum. Þeir gera miklu frekar, að hrinda mönnum frá honum, en að vinna þá til fýlgis við' hann. risndum manii bjarg IGÆR rétt eftir hádegið féll erlendur maður sem var utanborðis að miála erlent skip, isem liggur hér á hötfninni niður á sjóinn milli skipsdns og bryggju. Ricihard W. Runólfs- son, verkamaður, Þingholtsstr. 1 var þarna staddur og hljóp þegar til að bjarga manninum. Hugsaði. hann sér á fyrstu að kasta sér niður, en svo þröngt. var milli skipsins og bryggj- unnar að hann sá að það var ekki hægt. Niáði hann því £ stiga og klifra niður ti!l manns ins, bomjst hann undir hann og hióf hann upp fyrir sig. Var maðurinn alblóðugur vegna þess að hann hafði lent á bryggjunni í fallinu. Var hann og nærri meðvitumdarlaus. Richard gekk m,jög erfið'Iega að komast upp méð manninn, en aðrir sem komu þarna að gátu sett hönd í stigann og dregið stigann upp með mennina. Vann Ridhard mikið þrek- virki með björgun mannsins. J ARN ARBOÐHLAUP ^ knattspyrnufélags Rvíkur ^fer fram á morgun og hefst á Fríkirkjuvegi kl. 14. Hér er um boðhlaup að ræða, og taka 7 sveitir þátt í því og 10 menn í hverri: 2 frá K.R., 2 frá Ármanni, 2 frá Í.R. og 1 frá F.H. Staðnæmst verður við Mið- bæjarskólann. Keppt er um bik- ar, sem K.R. gaf í fyrrá og vann þá.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.