Alþýðublaðið - 02.06.1944, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐ8Ð
Föstudagur 2. júní 1944«,
Stefán Júlínsson:
Hvert er sfefnf sneð kennarastéffina!
EKKI er sjaldan á það minnzt, landinu, mun varla hafa komizt
hve starf barnakennara sé hærra en svo sem 1200 eða í
i
(U|>íj$ubla$i5
Ritstjóri Stefán Pétursson.
Símar ritsjómar: 4901 og 4902.
Ritstjóm og aigreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hveríisgötu.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Símar afgreiðslu: 4900 og 4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Dðmnr pjóðariBuar.
Atkvæðatalnhngu í
hinni nýalfstöðnu þjóðarat-
kvæðagreiðslu er ruú að fullu
lokið. Niðurstaða átkvæða-
greiðslunnar er á jþá lund, að
ekki verður um villzt um hug
þjóðarinnar. í fynsta lagi var
þátttakan í atkvæðagreiðslunni
ákaflega mikil, meiri en nokk-
urn hafði órð fyrir. Og í öðru
lagi voru mótatkvæðd alveg
hverfandi fá.
Gegn skilnaðinum greiddu að
eins 365 kjósendur atkváeði, og
eru það 0,51 af hundxaði gildra
atkvæða, en auðir seðlar námu
0,84 af hundraði. Gegn lýðveld-
isstjórnarskránni féllu hins
vegar 1,49 af hundraðd gildra
atkvæða, en auðir seðlar náanu
2,16 af hundraði.
*
Þjóðin hefir þannig látið
glæsilega í ljós einhug sinn á
þessum þýðingarmiklu tíma-
rnótum í sögu hennar. Það þarf
ekki lengur að hafa uppi nein-
ar getgátur um vilja íslenzku
þjóðarinnar. Hún hefir sjiálf gert
uppskátt um hann ,svo ótvírætt
og eimhuga að það tekur af öll
tvímæli. íslendingar eru ná-
lega undantekningarlaust á
einu onáld um það, að rjúfa hin
stjómarfarSlegu tengsl við Dan
mörku. Og sama máli gegnir
um stofnun óháðs, íslenzks lýð
veldns, því að þorri mótatkivæð-
anna gegn bráðabirgðastjórnar-
skránni eru ekki greidd gegn
lýðveidisstofnuninni, heldur
em þau fram komin vegna ó-
ánægju með einstök atriði
st j órnarskrárinnar.
Þj óðaratkvæðagreiðslu þeirr-
ar, sem nú er nýafstaðin, mun
jafnan verða minnzt sem eins
helzta merkisatburðar í sögu ís-
lands. Hún leiðir glöggt i Ijós,
að frelsis- og sjálfstæðisvilja ís-
lenzku þjóðarinnar hefir ekki
verið stungið svefnþom, þótt
aldarf jórðungshlé yrði í barátt-
unni fyrir endurheimt þjóðar-
sjálfstæði'sins. íslendingar voru
jafn ákveðnir í því nú að verða
alfrjálsir eins og á þeim árum,
þegar öldumar risu hæst í bar-
áttu þeirra fyrir stjórnarfars-
legu sjálfstæðis, Kynslóðin, sem
nú er uppi, hefir því skilað sínu
hlutrverki með sæimd og mun
hljóta -fyrir það verðskuldaða
viðurkenningu í annálum sög-
unnar.
Nú líður óðum að því, að ís-
lendingar stígi það örlagarika
skref að slíta að fullu stjórnar-
farslegt tengsl við aðrar þjóöir
og stofna sjálfstætt og óháð ríki
í landi ‘sínu. Þjóðin hefir goldið
því jákvæði nálega sem einn
máður væri og málið er aftur
komið til kasta alþingis. Nú er
það þess að kveða upp úr með
það, hvenær sambandsslitin
skuli fara fram og bráðabirgða-
stjórnarskrá lýðveldisins talia
gildi.
Þegar alþingi kemnar aftur
saman til funda 10. þ. m. mun
það taka ákvörðun um það, hve
nær þetta þýðingarmikla skréf
skuli stigið. Og það má óhætt
fullyrða, að sú ákvörðun
verði í samræmi við
vilja þjóðarinnar nélega óskiptr
ar. Hún hefir 'þegar fellt sinn
dóm, hiklaulst og afdráttarlaust.
mikilsvert, og hve þjóðfélaginu
ríði mjög á því, að kennarastétt-
in sé skipuð traustum og vel-
menntuðum mönnum. Skortir
að minnsta kosti ekki á að þetta
sé á orði haft við hátíðleg tæki-
færi og á tyllidögum, þegar rætt
er um uppeldi og skólamál al-
mennt, eða einhver einstakur
þáttur í þjóðaruppeldinu er
gerður að umræðuefni. Almenn-
ingur hefur og þá skoðun, að í
kennarastéttina beri að velja
menn, sem vel séu starfinu vaxn
ir og ræki það af dugnaði og
samvizkusemi. Mun það vera
sanni nær, að um fáa aðra op-
inbera starfsmenn sé meira
rætt meðal almennings en
kennarana, og bendir það ótví-
rætt til þess, að þeir hafi á-
byrgðarmiklu starfi að gegna,
sem fólk lætur sig miklu skipta
og er annt um, að vel *é af
hendi leyst.»
Það er síður en svo ætlun
mín með þessum h'num að fara
að ræða þýðingu og hlutverk
kennarastéttarinnar. Ætlun mín
var allt önnur. En það þykir
mér þó hæfa vel, að menn hafi
í huga það mat á stéttinni, sem
að framan er minnzt á, þegar
þeir leiða hugann að því atriði,
sem ég mun fara hér um nokkr-
um orðum.
Það væri í eðli sínu ákaflega
trúlegt og í raun og veru alveg
sjálfsagt, að þjóðfélagið byggi
vel að slíkri stétt, sem að allra
dómi virðist svo þýðingarmikil.
Og jafnframt væri þá auðvitað
rétt að gera til hennar miklar
kröfur. En annað er nú uppi á
teningnum, að minnsta kosti
hvað aðbúnaðinn snertir. Nú er
svo komið um kennarastétt
landsins, að ekki er annað sýnna
en að hún sé að minnka og drag-
ast saman svo mjög að til
stórra vandræða horfir. Og þótt
kennsla sé oft erfitt og van-
þakklátt starf, er það alls ekki
vegna þess, að menn sækja svo
lítt inn í stéttina sem raun ber
vitni. Orsökin liggur í launa-
kjörunum. Laun kennara stand-
ast alls engan samanburð við
neina sambærilega stétt þjóðfé-
lagsins. Þau eru fyrir neðan all-
ar hellur. Er ekki nema sjálf-
sagt, að ég komi að þessu nokkru
nánar, svo að ekki verði af
skyndingu sagt, að ég fari hér
með fleipur eitt eða staðlausa
stafi.
Mér er kunnugt um kennara
einn, sem verið hefur í með
beztlaunuðu kénnarastöðum um
átta ára skeið. Hann átti að baki
sér fimm námsár, í gagnfræða-
og kennaraskóla, þegar hann
kom í stöðuna, og hefur auk
þess dvalið tvö ár erlendis við
framhaldsnám. Á síðastliðnu
hausti gerði hann samanburð á
launum sínum við bróður sinn,
sem hafði fasta eyrarvinnu. Stóð
það í jámum, að þeir b-
ir höfðu svipuð laun, ef verka-
maðurinn vann sina átta tíma,
en strax og örlítil yfirvinna var
hjá honum, varð hans skál að
mun þyngri Fyrir skömmu átti
ég tal við forstöðumann skóla
: utan af landi, sem verið hefur
kennari í tuttugu ár. Hann er
hálfdrættingur á við meðaliðn-
verkamann .Einn af samverka-
mönnum mínum, sem hætti
kennslu 1. maí og vinnur nú á
eyrinni, hefur svo hund^ðv^
kr. skiptir hærra kaup núna en
meðan hann kenndi. — Svona
gæti ég gert samanburð enda-
'laust, en þéss ætti ekfci að þurfa.
Það ætti að vera nægilega skýrt
að segja, að byrjunarlaun kenn-
ara í sjálfri höfuðborginni munu '
hafa verið í vetur milli átta og
níu hundruð kr., eftir vísitölu;
þegar allt er reiknað með. Og
kennari í hæsta launaflokki og
í beztlaunuðu kennarastöðu á
; mesta lagi 1300 kr. á mánuði.
Nú kynni einhver að segja, að
það skipti harla litlu máli þjóð-
félagslega séð, þó að einhver
sérmenntuð stétt búi við bág
kjör. Sömuleiðis mætti þá
kannske segja, að kennarar
verði að gjalda áhuga síns,
glópsku eða annarra ástæðna,
sem til þess lágu, að þeir tóku
að sérmennta sig í þessari grein,
fyrst þeir geta ekki knúið fram
kauphækkun með vinnustöðvun
eins og aðrar lægstlaunuðu
stéttimar. Mætti þá segja, að
það væri hinn mesti búhnykkur
fyrir ríki, bæ og byggðarlög, að
stéttinni er svona skamrnarlega
illa borgað. — En nú er svo
komið, að þetta er að verða hið
mesta þjóðfélagsvandamál, og
er þá naumast seinna vænna að
taka í taumana. Skal ég nú leit-
ast við að finna þessari fullyrð-
ingu minni nokkurn stað.
Ég vil algerlega sleppa að
ræða um þann þáttinn í þessum
málum, að starfandi kennarar
hafa á liðnum árum orðið að
vera í sáfelldum snöpum eftir
allskonar aukastörfum til þess
að geta séð fjölskyldu sinni far-
borða. Ég skal sleppa að ræða
um, hver áhrif þetta hefur haft
á aðalstarf þeirra, og hvort þjóð-
þjóðfélaginu hefði ekki notazt
betur að kröftum þeirra óskipt-
um. Eins vil ég sleppa að ræða
frekar, hvert misræmi og óeðli
það er, að opinberir starfsmenn
ríkisins hafi alls konar auka-
getu, sem sameina mætti í starf
handa öðrum mönnum, einungis
,til þess að þessir launþegar hins
opinbera hafi sómasamlegt lífs-
viðurværi. — En þetta er sann-
arlega efni í hinn mesta bálk.
— Ég mun aðeins ræða þá hlið
málsins, sem liggur beinast við.
Það er mikið gleðiefni öllum
hugsandi mönnum, að nú á þess
um veltiárum eru allflestir fram
haldsskólar og sérskólar yfirfull
ir, og í sumum skólum liggja
fyrir umsóknir til margra ára. -
Einn er sá skóli, sem ekki á
þessu aðdráttarafli að fagna.
Það er kennaraskólinn. Þegar
aðrir skólar rúma alls ekki þann
nemandafjölda, sem æskja inn-
ritunar, er með fæsta móti í
þeim skólanum, sem á að sér-
mennta kennaraefni. Síðastlið-
inn vetur voru í skólanum einir
46 nemendur, og af þeim útskrif
uðust 27 núná í vor. Nú lætur
það nærri, að um 30 nemendur j
þurfi að útskrifast úr kennara- :
skólanum árlega til þess að nóg f
sé í stéttinni af sérmenntuðum
mönnum. Vegna breytinga á
skólanum, sem koma til fram-
kvæmda næsta þaust, mun eng-
in kennari útskrifast vorið 1945,
og fáir munu útskrifast 1946,
því að varla eru allir þessir 19,
sem eftir eru i skólanum núna
í sama bekk. Sjá allir, að þetta
leiðir til stórrar vöntunar á sér-
menntuðum kennurum, þó að
þessi vöntun væri ekki þegar
fyrir hendi. En nú er það vitað,
að stórfelldur skortur er á sér-
menntuðum kennurum úti á
landsþyggðinni. Hef ég átt við-
ræður um þetta efni við ýmsa
af forystumönnum fræðslumála,
þar á meðal tvo námsstjóra, og
sagði annar þeirra að minnsta
kosti, að þessi skortur á sér-
i menntuðum kennurum væri eitt
; alvarlegasta viðfangsefnið í sínu
umdærhi, og allir hafa þeir tek-
ið undir, að þetta væri liið mesta
vandamál. Margir þeirra, sem út
skrifuðust í fyrra, og kennt hafa
síðastliðinn vetur, ætla ekki aft
ur í stöður, jafnvel ekki þótt
þeim falli kemisla vel.
Ég geri ráð fyrir því, að vegna
þess, sem á undan er farið,
þurtfi ég ekki að varpa frarn
spumingunni, hvers vegna svo
fátt sé í kennaraskólanum, og
hvers vegna svo rmargir af þedm
sem þaðan útskrífst, vilja held-
ur starfa að einihverju öðru en
kennslu, þó að þeir séu sér-
menntaðir í greininni. Og þar
sem spuminganna er ekki þörf,
er ekki um svör að ræða. En
menn skyldu minnast þess, að
ég sagði hér að frman mest frá
launum þeirra, sem bezt er
greitt, og þarf þá ekki frekar
vitnanna við um farkennara-
laun eða laiun annarra kennara
úti á landsbyggðinni. Og ofan á
bág kjör eiga þeir flestir við að
striða hin herfilegustu vinnu-
skilyrði. — Þannig era launa-
kjörin að drepa sérmenntaða
kennarastétt í landinu. Má hver
bregða mér um lýðskrum, sem
vill, en ekki þykir mér þetta
sérstakur vottur þess, að þjóð-
in þökki sinn vitjunartíma, þeg
ar hún er að stofna lýðveldi á
landi hér.
Það liggur í aug«*i uppi, að
því aðedns getur ein sérmennt-
uð stétt keppt við aðrar sér-
menntaðir stéttir þjóðfélagsins
um unga og efnilega menn, að
hún eigi við að búa að minnsta
kosti álíka kjör og þær. Það er
fjarri mér að gera lítið úr á-
huga sumra einstaklinga í vissar
áttir, en þó dettur mér ekki í
hug að ætla, að framtaksamir
dugnaðarmenn fari að leggja í
langt sérnám af eimberum á-
huga, ef þeir telja sig ekki geta
lifað sómasamlega að námi
SAMFLOKKSBLÖÐIN,
Morgunblaðið og Vísir,
ræddu í gær og fyrradag um
skipun ríkisstjórnarinnar og
lýðveldisstofnunina. Morgun-
blaðið taldi höfuðnauðsyn, að
alþingi sameinaðist nú um stofn
un þingræðisstjórnar í tilefni
af lýðveldisstofnuninni, en Vís-
ir taldi minna um vert, hverjir
sætu í stjórn, ef einhugur væri
ríkjandi um málið.
Morgunblaðið skrifaði á þessa
leið:
„En alþingismenn verða vel að
minnast þess, að þjóðin væntir nú
mikils af þeim. Þjóðin fagnaði af
alhug einingunni, sem náðist á al-
þingi að lokum, um lausn sjálf-
stæðismálsins. En hún ætlast líka
til þess, að alþingi láti ekki þar
við sitja. Það er blátt áfram krafa
þjóðarinnar, að alþingi heilsi
hinu endurheirnta lýðvéldi með al-
gerri einingu, innan þings og
utan.
Það er þess vegna fyrsta skylda
alþingis nú, þegar það kemur
saman á ný, að taka höndum sam-
an og mynda þingræðisstjórn, og
eiga allir þingflokkar að standa að
þeirri stjórn. Þetta myndi undir-
strika enn betur hina algeru þjóð-
aréiningu í sjálfstæðismálinu og
verða mikill styrkur út á við.
Nú reynir á alþingi, að það geri
skyldu sína.“
Vísir skrifaoi á þessa leið:
„Morgunblaðið birtir í gær mjög
hjartnæman leiðara um að það sé
eindregin krafa og ósk þjóðarinn-
ar, að nú sé mynduð allra flokka
stjórn fyrir 17. júní, ekki þriggja
heldur fjögra flokka stjórn, sem
allir fái að vera með í. Mbl. hefir
verið mjög umliugaö síðustu vik-
urnar aS þjóðin fái „góða“ stjórn
áður en lýðveldið verður stofnað
og hefir margsinnis skorað á flokk-
Augiýsingar,
sem birtast ®iga I
AlþýSublaðmn,
verða að vera
komnar til Augíýs-
ingaskrifstofunnar
í Alþýðuliúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fyrlr kl. 7 a$ kvöldi.
Síni 4906
loknu. Kenmrafræðin hin síð-
ari árin og lítil aðsókn að kenn-
araskólanum niú bera þessu líka.
órækt vitni. Og sé það skoðun yf
irvaldanna, að litlu máli skipti?
hverjir veljiist í liennarastéttina.
og lítið geri til, þó að þar í
stétt séu þeir einir, sem ekki
treystast í sókn um stöður ú
öðtrum sviðum þjóðlífsins, þá er
óneitaniega verið á réttri leið.
En sé það aftur á móti þannig
að stjórnéndur Mti srvo á, að'
ömgg og traust kennarastétt sé
U'ndirstöðusteinn í grunn góðr-
ar þjóðfélagsibyggingar, þá verð-
ur hér brátt um að bæta.
Nú vil ég koma aiftur að breyt
ingunni á kennaraskólanum. —
Þiað verður að teljast þroska-
merki bverrar atvinnustéttar,.
sem þarf sérmenntunar með, að
henni sé kappsmál, að adlir, sens
Framhald á 6. síðu.
ana aS hefjasí nú handa, jafnveE
þótt málefnagrundvöllurinn væri
eingöngu og ekkert annað en stofn-
un lýðveldisins, því að um það eru
þó engar deilur. Hugmyndin er
þess verð að henni sé gaumur gef-
inn. En þótt kynlegt megi virðast,
hafa flokkamir ekkert látið á sér
bæra um það, að sameinast nú urn
stjórnarmyndun á grundvelli þess
eina máls sem þeir eru sammála
um. Allir munu geta verið Mbl.
sammála um að það spáir ekki
góðu.
Hins vegar heyrist nú mjög ái
fjölda greindra og gætinna manna,,
að þeir telja mestu varða eins og
sakir standa, að lýðveldinu verði
nú fyrst og fremst komið örugg-
lega á stofn, með iþeirri festu og
virðuleik sem slíkum viðburði
sæmir. Um hitt sé minna vert,
liverjir sitja í stjórn ef allir eru
samtaka um að ná því marki sem
nú er örugglega stefnt að. Núver-
andi stjórn hefir sýnt einbeitni og
festu í þessu máli og hvergi hvik-
að frá hinni yfirlýstu stefnu sinni,
sem mun hafa frekar en nokkuð
annað orðið til þess að sameina
krafta þingsins."
í framhaldí af þessum hug-
leiðingum lætur Vísir ummælt
á þessa leið:
„Þegar svo lýðveldið er komið é
stofn, kemur til kasta þingsins að
mynda sterka stjórn, sterkt fram-
kvæmdavald í landinu, til þess að
tryggja hina nýju stjórnskipun og
leggja grundvöllinn að stórstígum
og heillavænlegum framförum og
raunhæfu sjálfstæði. En það verð-
ur ekki gert nema flokkarnir komi
sér saman um víðtækan og traust-
an málefnagrundvöll, þar sem tjald
að er lengur en til einnar nætur.
Hver sú stjórnarmyndun er byggð
á sandi, og verður til engrar bless-
unar, sem ekki er reist á málefnum,
Framhald á 6. síðu.