Alþýðublaðið - 02.06.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.06.1944, Blaðsíða 5
Fostudagxtr 2. júní 1944. 5 Ilmur daganna — „Það er svo gott að leiða litlar hendnr“ — Orðsending frá gamalli konu — Um Hjörvarð list- fræðing — Skógarkjarr og girðingin við Vífilsstaði. SKÁLDIN HAFA sungiff um ilm ðagana og flestir hafa fundið þennan ilm lífsins einhverntíma og sumir oft, og jafnvel daglega. Dag- arnir eru þrungnir af ilmi og lífi, gleffi og fegurff. Stundum sjáum viff þó aðeins gráan hversdagsleik- ann, þegar áhyggjurnar og argiff Þyngja hugann, en svo bregffur allt í einu þessum ilmi fyrir og sam- stundis bjrtir. VI© ÞEÖMMUM hérna um göt- umar í þungum þönkum og oft hálfblindir fyrir fegurð lífsins og okkur kemur ekki vitund við það sem fram fer í kringum okkur. Þeir sem við mætum eru aðeins iðandi kös eða stríður straumur í gráu og gruggugu fljóti. Við fáum olnbogaskot og við gefum olnboga- skot. En allt í einu heyrir maður hvellan hlátur eða sér glamþ- andi broshýr augu og björt enni, og þá kemur ilmur daganna. ÉG VAR að ganga heim til mín einn daginn, nýsloppinn úr yfir- fullum strætisvagni og var að hugsa um margra dálka sorpgrein, sem ég var nýbúinn að lesa í dagblaði, og það samvizkuleysi, sem þyrfti til þess að geta skrifað slíka grein. Ég gekk hratt og sparkaði í stein- völur, sem voru á gangstéttinni. Ég heyrði létt fótatak við hlið mér og sá tvö lítil börn. Annað var lít- il stúlka á að gizka 7 ára en hitt var lítill drengur 2—3 ára. Bæði voru þau björt og brosandi. ÉG STAÐNÆMDIST hjá börn- unum og brosti til þeirra og svo sagði ég við litlu stúlkuna: „Ert þú að passa litla kútinn? Þið megið vara ykkur á bifreiðunum“. Litla stúlkan leit upp á mig, en hélt fast um hendi litla drengsins. „Já“, sagði hún smámælt, „það er svo gott að leiða litlar hendur“, Og þó fyltist loftið af angan — ilm dag- anna. Hún var aðeins sjö ára og þessi setning hennar í öllu sínu lát- leysi hefði sómt sér vel í Ijóði eða sögu hins bezta skálds. ÞRÁTT FYRIR GRÁAN hvers- dagsleikann, þrátt fyrir iðandi kös- ina og olnbogaskotin veit maður aldrei nema só sem gengur fram hjá manni gefi manni um leið dýr- mæta gjöf. Og er það ekki einmitt þetta sem við eigum allt af að leita eftir hvert hjá öðru, hvemig sem lífið þá og þá er blandið? FVRIR NOKKRU birti ég bréf um háa húsaleigu í Hótel Heklu og í því var getið um áttræða konu sem yrði að greiða mikið fé fyrir eitt herbergi þar. í gær kom þessi gamla kona heim til mín, hún heit- ir Stefanía Stefánsdóttir. Hún strauk mér um vangann og sagði: „Settu í blaðið að ég hafi ekki farið með þetta í blaðið. 'Fólkið segir að ég sá farin að fara í blöðin, en þú veist að ég fór ekki með þetta í blöðin. En það er samt satt, sem þú sagðir um leiguna. Mér kæmi það betur ef þú vildir gera þetta, því að ég vil ekki að fólk haldi að ég sé að fara í blöðin.“ OG SVO strauk hún mér aftur hlýlega um vangann og brosti. Og ég vil sannarlega staðfesta þetta. Hún hvorki skrifaði mér um þetta eða talaði við mig um það. M. G. SKRIFAR: „Þegar ég hlust aði á hið ágæta útvarpserindi Hjör- varðar Árnásonar listfræðíngs, sem hann flutti ó 70 ára afmæli Einars Jónssonar myndliöggvara, datt mér í hug að þarha hefði okkur verið eins og sendur af einihverjum góð- um máttarvöldum, hinn rétti mað- ur til að fræða okkur um listir og listamenn, því að fróðleikur okkar í þeim efnum er mjög fátæklegur enn sem komið er.“ „ÞENNAN MANN megum við ekki láta hverfa frá okkur aftur að öllu leyti, fyrr en hann hefir skrifað bók eða bækur á okkar máli um listir og lisíamenn ásamt út- skýringu listaverkanna, líkt og hann gerði í fyrrnefndum fyrir- lestri.“ „ÞAÐ HEFIR rekið margt verð- mætt á fjörur okkar, og Hjörvaflrður Amason er með því verðmætasta. Hann hefir þegar fær.t okkur mikla fræðslu, og hann er líklegur til að gera það ennþá betur. Arfur hans og feðra, íslandi til handa gæti orðið dýrmætur ef við notuð- um tækifærið.“ SJÚKLINGUR skrifar mér á þessa leið: „Mér datt í hug að skrifa þér nokkrar línur til þess að reyna að fá þig í lið með mér. Þannig er mál með vexti, að mér þýkir eins og fleirum vænt um skógarkjarr og álít það skyldu okk ar að reyna að vernda það og auka. Ég dvel nú sem stendur á Vífilstöð- um. Hér framundan hælinu liggur víðáttumikil hraunbreiða og í þeim hluta hennar sem Vífilstöðum til- heyrir er töluverður trjágróður. í kringum þetta land hefir verið girðing, en er nú af ýmsum ástæð- um svo illa farin, að hún kemur ekki að neinu gagni. Sauðfé leik- ur því lausum hala innan hennar og þarf ekki að efa hver verða endalok skógarkjarrsins ef þessu heldur áfram.“ „MIG LANGAR því til þess, að biðja þig, að komast að því, hverjir það eru, sem eiga að sjá um við- ha|d þessarar girðingar, og aðrar lagfæringar í sambandi við hana, og hvetja þá til þess að hefjast handa sem fýrst, svo að hraunið verði aftur orðið friðland trjágróð- ursins 17. júní.“ ÉG VONA FASTLEGA að þeir, sem hér eiga hlut að máli lagfæri girðingima nú þegar. Hannes á horninu. vantar okkur frá mánaðamótum til ða bera blaðið um CrSmsste^aiioSt. Kvikmynd aleikari í stríðinu Á mynd iþessari sést hinn frægi kvikmyndaleikari Jimmy Stewart, isem nú er majór í her Bandaríkjam'anna. S'ést íhann Ihér vera að ræða við fjóra ílugmenn fró Penrusylvaníu, er hafa bælkistöð einhvers staðar á Englandi. FRANSKUR rithöfundur á | seytjándu öld ritaði um síld ina sem fisk þann, er ákvæði örlög heimsvelda. Um aldaskeið hefir verulegur hluti tekna ým- issa þjóða myndazt vegna nær- veru þessa fiskjar við strendur Norðurálfu. Síldin olli því, að smáfiskiþorp breyttust á skömm um tíma í stórborgir, er efndu til viðskipta við framandi lönd og færðu Vesturlönd og Austur- nær 'hvert öðru. Sildin olli því og, að stjórnmálakenningar urðu til, sem enn gætir og hafa meira að segja margvísleg áhrif á hild arleik þann, sem nú er háður. Fyrir nær sex öldum lögðu geysistórar síldariorfur leið sína inn í hið salta Eystrasalt. Var sú trú manna, að hvalir væru valdir að síldargöngum þessum. Um þær mundir var kjöt munaðarvara í Norðurálfu, og f iskur var mun þýðingarmeiri .fæðutegund þá en nú. Hanu var snæddur á öllum hinum'fjölda- mörgu hátiðisdögum, en þegar tekið var að verka síld, var raun verulega brotið blað í sögu mannkynsins. Síldin reyndist hinar lákjósanlegustu vistabirgð ir, og nú var mun auðiveldara að búa heri vistum en áður hafði verið. Það er sögn, að brezki herinn við Crécy hafi neytt íhlálfrar milljónar sílda áður en hann lagð til hinnar sögu- frægu orrustu. Krossfararnir neyttu geysilegra síldarbirgða, er síldarorrustan var háð í febrúar árið 1429, sem. var háð til þess að ná á vald sitt salt- fiskssendingu til ensku hersveit anna, er sátu um Grléans. Með síldveiðar að aðalat- vinnuvegi urðu borgirnar Lii- beck, Bremen, Hamborg, Stett- in og Rostock mikilvægar mið- stöðvar heimsviðskiptanna. Floti þeirra óx mjög, og viðskipta- frömuðir horga þessara gerðu út verzlunarleiðangra um ger- valla Norðurálfu. Kaupmenn þessir sto.fnuðu Hansastaðasam- bandið árið 1241 til þess að treysta hagsmuni sína sem bezt. Þegar veldi þeirra var mest, höfðu þeir útihú í hundrað og þrjátíu borgum, og slíkt var traustið á austurlingnum, eins og gjaldeyrir þeirra var nefnd- ur, að hann varð sterlingspund vorra tíma. Þegar svo mátti segja, að veldi Hansastaðamanna byggðist á yfirráðunum yfir fiskiveiðun- REIN þessi, sem er eftir George Mell og hér þýdd úr tímaritinu World Dig est, fjallar um síldina og á- hrif hennar á sögu þjóSanna. Mua mörgum þykja fróðlegt að lesa um þennan duttlunga- fulla fisk, sem afkoma okkar Islendinga er svo mjög und- ir komin, enda leiðir grein- in í ljós, að voldugri og stærri þjóðir en íslendingar hafa átt og eiga velgengni sína eigi hvað sízt síldinni að þakka um, gerðu þeir ráðstafanir til þess að halda því, sem þeir höfðu komizt höndum yfir. Slcipa- smíðastöðvarnar við Eystrasalt, sem flugher bandamanna hefir nú unnið mest grand, bergmál- j uðu einu sinni hamarshögg, þeg ar þar var unnið að því að smíða flóta, er berjast skyldi við Dani, sem kepptu við Þjóðverja um yfirráðin. Tvisvar sinnum unnu flotar Hansastaðamanna langar og kostnaðarsamar styrjaldir, og Hansastaðasambandið varð sterkara en nokkru sinni fyrr. Vissulega hefðu Hansastaða- menn átt þess kost um skeið að sameina gervallt Þýzkaland í eitt heimsveldi. En síldin, sem skapað hafði velmegun þeirra og uppgang, olli og hningun veldis þeirra að lokum. SÍLDARTORFURNAR fluttu sig yfir í Norðursjó, að því er talið er af völdum breyting- ar á sjávarhitanum, til stranda Hollands, og kaupmennirnir í uAmsterdam biðu ekki boðanna með að hagnýta sér tækifærið og ná yfirráðum verzlunarinn- ar úr höndum Hansastaða- manna. Vegur þeirra varð sízt minni en Þjóðverjanna. Brátt flutti floti þeirra varning um víða veröld og lagði grundvöll- inn að heimsveldi Hollendinga. Auðæfi þau, er Hoillendingum hlotnuðust af fiskiveiðum, ollu því, að þeir gátu kostað frægar köununarferðir og veittu borg- urum landsins ko&t á þvi að þroska vísindi og listir og eign- ast slíka menn sem Rembrándt. Þau gerðu þeim og fært að hefj- ast handa um hina i margbættu og merkilegu blómarækt sína. Sannnefnd gulllöld og áuðnu- tími rann upp fyrir Holland einkum eftir að Mynheer Bauc- kéls fann upp nýja og hagkvæm ari aðferð við síldarverkun. En þegar vegur Hollands var mestur, breytti hinn duttlunga fulli fiskur en um háttu, ' og hnignun ægði Hollandi. Síldar- toriurnar fluttu sig yfir Norð- ursjóinn til strandar Englands. Það, hversu langt var að sækja á miðin voru 'smámumr einir, en hið sögulega mikilvægi þessa var geysilegt. Hollenzku fiski- mennirnir, ér nutu verndar her- skipa, eltu síldina og lögðu iðu- lega netum sínum örskammt frá strönd Englands. Auðvitað mótmæltu Englendingar þessu, en þó kom aldrei til teljandi vandræða af völdum þessa. Þá bar Grotíus, einn af frumkvöðl- um alþjóðalaga, ■ er hugðist treysta og tryggja aðstöðu lands síns, fram þá kenningu, að höf- in og auðæfi þeirra væru frjáls öllum þeim, sem um þau gætu siglt. Þannjg var lagður grund- völlur að afnotarétti allra af höf unum og auðæfum þeirra. ENGLENDINGAR áttu þess engan kost að vísa kenn- ingu þessari á bug, enda þótt Karl fyrsti legði bann við því, að útíendingar fiskuðu innan landsýnar Englands. En til þess að hann gæti staðið við þetta valdboð sitt þurfti hann á flota að halda, og þar eð ríkisfjár- hirzlan var tóm, neyddist hann til þess að grípa til hins ill- ræmda skipaskatts, er vakti mót mæli Johns Hampdens og fleiri. Þrátt fyrir þá staðhæfingu kon- ungs, að hér væri aðeins um að ræða endurnýjun á skatti þeim, sem lagður hafði verið á land- eigendur árið 1007 til þess að byggja flota, er stökkva skyldi Dönum á brott,1 varð óánægjan, er þessi náðstöifun vakti, ein or- sök borgarstyrjaldarinnar á Englandi að því er talið er. En er hér var komið sögu, hafði Holland gerzt voldugasta þjóð Norðurálfu. Það er talið, að á seytjándu öld hafi verzl- unar- og fiskifloti Hollendinga numið tveimur þremur hlutum hinna tuttugu þúsunda skipa, er. til voru á meginlandinu! En við- horf þessi breyttust á ríkis- Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.