Alþýðublaðið - 21.06.1944, Page 3

Alþýðublaðið - 21.06.1944, Page 3
_________________ &LÞÝÐUBLAÐIÐ Bandamenn komnir inn Valognes og Monlebourg voru leknar í gær. Brezkar og kanadiskar hersveitir herjast við Þjóðverja í Tilly. BANDAMENN 'halda áfram að hraðri sókn í Normandie. Samkvæmt síðustu fregnum eiga þeir nú í höggi við Þjóðverja í ytri virkjabelti Cherbourg. Montebourg og Val- ognes hafa fallið í hendur bandamönnum og virðast Þjóð- verjar eiga mjög í vök að verjast á þessum slóðum. Setulið Þjóðverja í og við Cherbourg mun vera um 40 þúsund menn, illa búið að skriðdrekum og vélknúnum hergögnum. Er búizt við falli borgarinnar þá og þegar. í Tilly geisuðu harðir bardagar þegar síðast fréttist, en vitað var, að áð- staða bandamanna þar var örugg, síðast í gærkveldi. Loft- árásum bandamanna er haldið áfram af sama krafti og áður og fá Þjóðverjar ekki að gert. _____________________3 f úfvirki Cherbðurg. Á honum hvílir ábvrgSln. Nú orðið þekkja allir manninn, sem birtist mynd af, það er Dwight D. Eisenhower, sem stjórnar innrásarherjum banda- manna í Vestur-Evrópu. Á þessari mynd brosir hann ánægju lega, enda ástæða til, þar sem hermenn hans sækja fram á allri víglínurmi í Normandie. lússar fékn Víborg í gær. Eru nú komnir jafnlangt snn í Finniand ©g síóast í vetrarstríðSsiim IBORG, næststærsta borg Finnlands, féll í gær, er Rússar rufu varnir borgarinnar og tóku bana með byssustingja- áhlaupi. Þetta var tilkynnt í dagskipan Stalins í gær og um leið var skotið af fjölmörgum fallbyssum. Sóltn Rússa hefir verið mjög hröð á Kyrjálaeiði og hafa þeir sótt fram alít að 10 km. á dag til jafnaðar. Sagt er, samkvæmt Stokkhólmsfregnum, að Mannerheim marskálkur reyni nú að mynda nýja stjórn, sem líklegri þyki til samkomulags við Rússa. Miðvikudagttr 21. júní 1944 Dagurinn nálgast. | SUMIR HAFA HALDIÐ því fram, að sókn Þjóðyerja og hemaðaraðgerðir þeirra yfir- leitt í þessari styrjöld séu al- gert einsdæmi í hernaðarsög- unni. Það er eins og Þjóðverj- ar hafi átt einhvers konar einkaleyfi eða „patent“ á , leiftursókn. Þeir hafi notað áður ókunnar aðferðir, ráðizt á andstæðingana þar sem eng- um datt í hug og lamað þá með einhverjum dularfullum hætti, áður en vömum varð við komið. Þetta er tæpast rétt. Að vísu er það svo, að sókn Þjóðverja árið 1940 var með ódæmum hröð og segja má, að þeir hafi raskað ýmsu því, sem þótt höfðu brúkleg hernaðarvísindi allt frá dög- um Napoleons mikla. En kynjasögurnar um leynivopn- in reyndust heilaspuni einn, en höfðu þó sína þýðingu á þeim tíma. Sagan um, að Þjóðverjar hefðu með ein- hverjum dularfullum geislum ónýtt fallbyssurnar í Liége í Belgíu og margar slíkar, eiga frekar heima í æfintýrum Grimms og Asbjörnsens en í frásögnum viti borinna manna á tuttugustu öldinni. EN ENDA ÞÓTT AÐGERÐIR Þjóðverja í byrjun þessa stríðs hafi verið með ódæmum hrað- ar og komið mönnum á óvart, mun óhætt að fullyrða, að styr j aldarrekstur Japana sé enn furðulegri. Þeir taka á skömmum tíma ríkustu ný- lendur Hollendinga, Filipps- eyjar af Bandaríkjamönnum, og virkið Singapore, sem talið var eins. konar Gibraltar í Asíu, féll fyrir tiltölulega lít- inn pening, ef svo mætti segja, á skömmum tíma. Skýringin á þessum undarlegu atburðum er tvíþætt, annars vegar and- varaleysi Breta og annarra bandamanna þeirra og ofstæki J apana, Har akiri-hugarf ar ið. NÚ ERU TÍMARNIR breyttir. Japanar eru ekki lengur í leiftursókn, né heldur hæg- fara sókn. Tilraun þeirra til þess að ná Indlandi á sitt vaíd hefir, að því er virðist, farið út um þúfur og hvað úr hverju færist styrjöldin nær bæjar- dyrum þeirra og hætt er við, að hinir óbreyttu borgarar í Tokio, Osaka og Yokohama fari að efast um óskeikulieik Hirohitos og Tojos, sem engum dauðlegum manni í eyveldinu þar eystra hefir dottið í hug að véfengja. FYRIR TVEIM ÁRUM urðu íbúar Tokioborgar fyrir kyn- legum hlutum. Undarlegt suð heyrðist yfir borginni. Það var eitthvert hljóð, sem hinir hjól- fættu þegnar mikadósins þekktu ekki. Það var eitthvað óhugnanlegt, sem þeir áttu erfitt með að botna í, eitthvað, sem boðaði óheillavænleg tíð- indi. Skömmu síðar svifu flug- vélar inn ýfir borgina, merkt- ar hvítri stjörnu, og vörpuðu sprengjum sínum á tiltekna staði. Sums staðar hrundu bambuskofarnir eins og spila- borgir barna, á öðrum stöðum féllu nýtízku verksmiðjubygg- ingar í rúst. MIKLUM ÓHUG sló á alþýðu' manna. Var ekki Ameríka í Sókn bandamanna á Norman- dieskaga gerist hraðari með degi hverjum, að því er Lundúna- fregnir hermdu í gærkveldi. Þrengja bandamenn hringinn um hina mikilvægu fiotahöfn í Cherbourg og sækja fram á breiðri víglínu. Njóta þeir stuðn- ings mikils loftflota og margra skriðdreka. Veður var slæmt í gær, sjógangur talsverður og erf- itt að -skipa upp hergögnum. Þó er haldið áfram, hvenær sem færi gefst, að setja á land herlið, skriðdreka, vörubifreiðir og ým- islegan útbúnað og gengur það að óskum. Þjóðverjar hafa játað, að þeir hafi orðið að hörfa frá Monte- bourg, sem þeir tóku á dögunum, svo og borginni Valognee, sem er mikilvæg samgöngumiðstöð, sem mikið hefir verið barizt um að undanförnu. — Fregnir hafa borizt um, að Þjóðverjar séu þegar byrjaðir að sprengja upp ýmisieg mannvirki í Cherbourg til þess að þau falli ekki í hendur bandamönnum. Við Tilly og í borginni sjálfri eiga brezkar og kanadiskar her- sveitir í höggi við Þjóðverja. Fregnir, sem ekki höfðu fengizt staðfestar í gærkveldi, hermdu, að borgin væri þegar á valdi bandamanna. Þjóðverjar hafa gert mörg og hörð gagnáhlaup, en þéim hefir verið hrundið við mikið mannfall í hði Þjóðverja. Úti fyrir ströndum Cherbourg eru tundurspillar Breta og Bandaríkjamanna á sveimi og er talið ólíklegt, að Þjóðverjum órafjarlægð, var ekki floti Bandaríkjamanna á marar- botni í Pearl Harbour? Hvað gat verið að ske? Þetta voru flugsveitir Jimmy Doolittles hershöfðingja, sem nú gáfu Japönum forsmekk af því, sem koma skyldi. SÍÐAN ÞETTA VAR, hefir margt gerzt. Bai^damenn eiga nú frumkvæðið að hernaðar- aðgerðunum í nærfellt öHum hlutum heims. Nú heyja þeir ekki lengur varnarstríð gegn ófyrirleitnum bófum. Nú eru þeir í sókn og brátt tekur að hilla undir þann dag, er hinar undirokuðu þjóðir geta hrist klafann af sér, eftir fjögurra ára ánauð. FYRIR NOKKRUM DÖGUM var enn ráðizt á Tokio. Að þessu sinni komu flugvélarnar ekki af skipum langt á hafi úúti. Þær lcomu frá stöðvum takizt að koma nokkrum manni undan sjóleiðis. Hraðbáta Þjóð- verja hefir ekki orðið vart síðan bandamenn gerðu hinar heiftar- legu loftárásir sínar á stöðvar þeirra í Le Havre og St. Nazaire. Fregnir hafa borizt um, að skemmdarstörf hafi mjög farið í vöxt í Frakklandi síðustu daga og víða hefir komið til heiftar- legra götubardaga. Hafa franskir föðurlandsvinir sprengt í loft upp járnbrautabrýr, verksmiðjur og margt annað, sem Þjóðverjum er nauðsynlegt. Heifíarlegar leflárásir á Þýzkaland og Frakk- land í gær. IGÆR fóru um það bil 1500 amerískar sprengjuflugvélar, varðar fjö'lmörgum orustuflug- vélum, til árása á ýmsar stöðvar í Þýzkalandi, svo og stöðvar í Frakklandi. Var árásunum eink- um beint gegn olíuvinnslustöðv- um, allt frá Hamborg til Stettin. Einnig var ráðizt á stöðvar í og' við Hannover og Magdeburg. Þá voru einnig gerðar heiftar- legar loftárásir á Calais og svæð- ið þar um kring, en þaðan senda Þjóðverjar hinar mannlausu flugvélar sínar. Þegar árásirnar voru -gerðar á Calais, voru Þjóð- verjar að skjóta mannlausum flugvélum á loft, en brezkar og amerískar flugvélar eltu þær og skutu margar þeirra niður. á meginlandi Asíu, í Kína. Nú fengu mennirnir, sem léku sér að því að æfa sig með byssu- stingjum sínum á varnarlaus- um kínverskum föngum að finna til þess, hvað stríð er. Þeir, sem steyptu þjóð sinni út í ógæfuna, geta nú hugleitt gerðir sínar. Þeir geta hugleitt bölvunina, sem þeir leiddu yf- ir milljónir saklausra manna í Kína, fólk, sem ekkert hafði til saka unnið annað en að fá að rækta land feðra sinna í friði og vildi vera laust við alla „nýskipan“ í álfunni. ÞEGAR FLUGVÉLAR banda- manna ber við himin yfir rís- ekrunum í Kína, horfa menn upp og hugsa: Hvenær kemur dagur frelsisins? Hvenær fá- um við aftur að vera í friði? Sömu óskir ala milljónir manna í brjósti um gervalla Evrópu. Dagurinn nálgast. Áður en ,Víborg hafði fallið var tilkynnt, að Rússar hefðu tekið borgina Björkö (Koivisto) og sæktu fram með ómótstæði- legum krafti. Undarihald Finna virðist vera að breytast í óskipu legan flótta, að því, er Lundúna fregnir herma, og er mikill uggur meðal almennings í Finnlandi. Rússar fluttu allmikið lið sjóleiðis og skipuðu því á land á ströndum Finnlandsflóa til stuðnings hersveitunum, sem sóttu austan að Mannerheim- línunni og útvirkjum Víborgar. Rússar höfðu mikla yfirburði í lofti og gerðu fjölmargar árásir á Víborg og nærliggjandi stöðv- ar Finna. Þá höfðu þeir miklum mun meira stórskotalið, svo og skriðdreka. Þjóðverjar gátu lít- ið aðstoðað finnsku hersveitirn ar í vörninni. Með töku Víborgar er talið, að Rússum sækist greiðlegar sóknin inn í Finnland og margt bendir til þess, að hið mesta los sé komið á varnarkerfi Finna. Hersveitir Guvorovs, sem ' stjórnar rússnesku herjunum, fundu fyrir bæ, sem var hulinn reyk af brennandi húsum af völdum loftárása Rússa. Fólk hefir að undanförnu streymt úr bænum og flutt sig vestur á bóginn. Víborg, sem hefir um 80 þús. íbúa og var næststærsta borg Finnlands, var einn styrkasti hlekkurinn í varnarkeðju Finna og. þangað komust Rússar lengst í styrjöldinni 1939—40 og fengu þá borg í sinn hlut við friðarsamningana. Ífalíuvígstöðvarnar: Perugia var tekin í gær. íOÓKN bandamanna á Italíu ^ gengur vel, að því er sagt var í fregnum frá London í gær- kveldi. Borgin Perugia, sem er mikilvæg sarrjgöngumiðstöð, ekki all-langt frá : Trasimenusvatni á miðri Ítalíu, féU þeim í hendur í gær eftir harða bardaga. Hafa Þjóðverjar þarna misst þýðingar- mikla bækistöð.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.