Alþýðublaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.06.1944, Blaðsíða 6
9 ALÞÝÐUBLAetÐ Ingólfur Kristjánsson frá Hausthúsum: Vor ðskasfund Ort í tilefni lýðveldisstofnunarinnar 17. júní. IDAG er hátíð iiugum vorum næst, nú hefir margra alda draumur rætzt; úr fjötrum erlends valds er land vort leyst Og lýðveldið — hið foma — endurreist. Vér hyllum þessa heillaríku stund, sem helg mun jafnan verða um Islands grund. Vér fylkjum liði frjáls um vora storð í fyllri gleði, en lýsa nofckur orð. í sögu vorri eru eyktaskil, og ósjálfrátt vér lítum baka til. Vér minnumst glapa og gæfuverka í senn, sem gjörðu bæði vorrar þjóðar menn. Þá erlend vald'stjórn yfir landi réð um aldaskeið, var lamað þjóðargeð. En margur traustur stofn þó upp úr stóð, er sterkan grunn að frelsi voru hlóð. Og baráttan var bæði löng og hörð, en beztu synir landsins stóðu vörð, og þrekið ætíð óx við hverja raun, nú íslenzk þjóð í dag fær sigurlaun. Og víst á landið vaska og góða menn, sem vinna munu af dyggð og kjarki enn. Það öflugasta í íslendingsins sál orka skal til jafns við blý og stál. Hin unga kynslóð fær nú frelsi í arf, en framundan er margt, sem gera þarf; því hennar bíða óleyst vandaverk, sem verða létt, ef þ j óðin sj álf er sterk. Hver þegn, sem ísland elur brjóst sín við, nú á að leggja fram sitt bezta lið, og tryggja um aldir frelsi og frið um láð svo framar landið verði ei kúgun háð. Vér biðjum guð að blessa þetta land, hvem blett, sem grær, hvert vatn, hvern eyðisand, og vaka um eilífð yfir vorri þjóð svo Islands framtíð verði björt og góð. 18. júní á Akranesi: Tvíþætt hátíSahöld: Lýðveldis- stofnunin og 80 ára afmæli bæjarins -----.» — Hin skrautlegu messuklæói Unnar Ólafs dóttur færð Akraneskirkfu að gjöf Gælsilegt íþróttamót 18. og 19. júní. Nýtt Norðurlandamet seti í kúiu- varpi og íslandsmef í langstökki: IÞRÓTTAMÓT í. S. L, það sem árlega hefir farið fram 17. júní, var fært fram á 18. júní að þessu sinni, í samræmi við hátíðarhöldin hér í bænum þann dag. Hófst mótið með því að íþróttafólk úr 9 félögum safnaðist saman til skrúðgöngu, og var það sú glæsilegasta skrúðganga íþróttafólks, sem nokkru sinni hefir sést hér í Reykjavík, og setti sá liður há- tíðarhaldanna mjög minnisstæð an svip á hátíðahöld dagsins. Iþróttafólkið gekk allt í íþrótta- búningum sínum og undir fé- lagsfánum, ennfremur með ís- lenzkan fána í broddi fylking- ar. Gekk skrúðgangan um marg- ar götur bæjarins og staðnæmd ist suður á íþróttavelli. Talið er að um 600 manns hafi verið í skrúðgöngunni. Forseti I. S. L, Benedikt G. Waage setti mótið, en því næst hélt Bjarni Benediktsson borgarstjóri ræðu, og var at- höfn þessari útvarpað. Því næst hófust íþróttirnar með því að fimleikaflokkur kvenna úr Ármann, sýndi leik- fimi, undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, og því næst sýndi úrvalsflokkur karla, undir stjórn Davíðs Sigurðssonar íþróttakennara. Var þá komið svo mikið hvassviðri að hætta varð við að láta keppnisíþrótt- irnar fara fram og var þeim frestað þar til á mánudags- kvöld, en þá hélt mótið áfram. Úrslit í einstökum íþrótta- greinum á mánudagskvöldið urðu sem hér segir: 100 metra hlaup: 1. Finnbjörn Þorvaldsson Í.R. 11,8 sek., 2. Sævar Magnússon F.H. 12,1 sek., 3. Brynjólfur Ingólfsson K. R. 12,1 sek. og 4. Jón M. Jónsson 12,4 sek. Kúluvarp: 1. Gunnar Húseby, kastaði hann 15,32 metra og er það nýtt íslandsmet, fyrra metið sem var 14,79 m. átti Gunnar einnig 'Er þetta Norðurlandamet í kúluvarpi. 2. Jóel Sigurðsson í. R. kastaði hann 13,90 m., 3. Bragi Sigurðsson, K.R. kastaði 12,28 m., 4. Einar Þ. Guðjhon- sen K.R. kastaði 11,71 m. jjg stökk: 1. Skúli Guðmundsson K.R. stökk 1,93 m. og er það nýtt íslandsmet. Fyrra metið var 1,85 m. sett af Sigurði Sigurðs- syni árið 1938. 2. í hástökki varð Brynjólflur Jónsson úr K.R. stökk 1,73 m. og 3. Jón Hjartar K. R. stökk 1,70 m. 800 metra hlaup: 1. Hjörtur Hafliðason, Ár- manni á 2 mín. 6,9 sek., 2. Páll Halldórsson K.R. 2 mín. 12,6 sek. Fleiri tóku ekki þátt í þessu hlaupi. Langstökk: 1. Sljúli Guðmundsson K.R. stökk 6,18 metra, 2. Brynjólfur Frá fréttaritara Alþýðu- blaðsins, Akranesi. ÁTÍÐAHÖLDIN á Akra- nesi 18. júní voru tví- þætt: Tilefni lýðveldishátíð- arinnar og 80 ára afmæli verzlunarréttinda á Akra- nesi, sem bar upp á 16. júní. Hófust þau með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 10. Við það tækifæri var altari kirkjunnar ' skreytt nýju klæði og prestur- inn hökli, eru það messuklæði þau, eftir Unni Ólafsdóttur, er sýnd voru opinherlega fyrir skemmstu í Reykjavik og lýsti prestur yfir því, að messu klæðin hefðu verið gefin kirkj- unni ,en vitað er, að gefendum- ir eru frú Ingunn Sveinsdóttir og Haraldur Böðvarsson út- gerðarmaður. Taldi prestur þetfca vera sérkennilegustu og vönduðustu messuklæði, sem til væru á landi hér. Enn fremur hafði kirkjunni borizt að gjöf þjóðfáni á stöng, og hafði honum verið komið fyr- ir í kór gegnt prédikunarstól. Þakkaði prestur gjafir þessar fyrir hönd kirkjunnar og safnað- arins og lýsti blessun yfir því. Jafnframt ósbaði hann, að þetta tákn íslenzka lýðveldisins yrði sannarlegt tákn frelsis og far- sældar hinnar íslenzku þjóðar og kirkjunni hvöt og þróttgjafi í hennar starfi. Kl. 13 söfnuðust börn, skátar, verzlunarfólk og aðrir bæjarbúar saman við barnaskólann og gengu þaðan í fylkingu undir þjóðfánum, með lúðrasveitina Svanir úr Reykjavík í farar- broddi. Var gengið um götur bæjarins að undirbúnu skemmti- svæði. Þar íluttu Arnljótur Guð- mundsson bæjarstjóri og Pétur Ottesen alþingismaður ræður. Fimleikaflokkar karla og kvenna sýndu fimleika og sex menn ís- lenzka glímu. Var glímt um verð- launagrip, er bæjarstjórnin gaf. Er það skjöldur, sem á eru skorn- ir tveir glímumenn, er taka sam- an höndum áður en þeir ganga til glímu, en Akrafjall er í bak- s.ýn. Ætlazt er til, að gripurinn verði farandgripur, en skipulags- skrá er enn ósamin. Sveinn Guð- bjarnarson hafði 5 vinninga og hlaut gripinn að þessu sinni á- samt titlinum glímukappi Akra- ness, enn fremur hlaut hann heiðursskjal frá Iþróttaráði Akra ness fyrir fegurðarglhnu. Lúðra- Jónsson K.R. stökk 6.10 m., 3. Jón Hjartar K.R. 6,06 m. og 4. Halldór Sigurgeirsson 6,04. Kringlukast: 1. Gunnar Huiseby K.R. kast aði 42,89 m., 2. Ólafur Guð- mundsson í. R. 42,10 m., 3. Bragi Friðriksson K.R. 38.26 m. og 4. Kristinn Helgason Ármann 35.12 m. 5000 metra hlaup: 1. Óskar Jónsson Í.R. á 16 mín. 55,6 sek., 2. Steinar Þor- steinsson 17 mín. 35,4 sek., 3. Vigfús Ólafsson K.V. 17 mín. 49 sek. og 4. Reynir Kjartans- son Í.Þ. 17 mín. 51,8 sek. 1000 meíra boðhlaup: Fyrst varð sveit Í.R. á 2 mín. sveitin Svanir spilaði milli atriða. Kl. 13 hófst skemmtun í Bíó- höllinni, er var alveg fullskipuð, en margir urðu frá að hverfa. Þar flutti Olafur B. Björnsson, forseti bæjarstjórnar, ræðu, og Kjartan Olafsson brunavörður úr Reykjavík fimm kvæði, allt í tilefni afmælis1 Akraness sem verzlunarstaðar. Kjartan er upp- alinn á Afcranesi. Einnig voru flutt tvö kvæði frá ókunnum höfundum. Var gerður mjög góð- ur rómur að þessu öllu. Karlakór Akraness og blandaður kór sungu nokkur lög hver. Ung stúlka, Valgerður Jóhannsdóttir, kom fram sem Fjallkonan, en barnahópur hyllti Fjallkonuna í talkórs formi. Tókst allt þetta með ágætum. Verzlunarfélag Akraness af- henti bænum að gjöf málverk, er Freymóður Jóhannsson málari hafði málað. Er myndin frá þeim tíma, er róið var frá Akranesi á opnum skipum. Er skip að lenda í Teigavör, en annað er undir þöndum seglum úti fyrir og Akrafjall í baksýn. Forseti bæj- arstjórnar þakkaði gjöfina. Vegna þeirra, sem urðu frá að hverfa, svo og barna, var skemmtunin í Bíóhöllinni endur- tekin 19. júní kl. 17. 17. júní, um sama leyti og blómsveigur var lagður á styttu Jóns Sigurðssonar í Reykjavík, var hátíðarnefnd Akranesskaup- staðar, fyrir hönd bæjarstjórnar, stödd í Garðakirkjugarði. Setti hún niður flaggstöng á leiði síra Hannesar Stephensen og dró á hana íslenzkan fána og lagði blómsveig úr íslenzkum blómum á leiðið í minningu baráttu hans fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðar- innar. Slúdentar stofna bandalag ÞAGANA 18. og 19. júní var annað landsmót stúdenta haldið hér í Reykjavík. Höfuðmál mótsins var að stofna bandalag íslenzkra stú- denta, og fór stofnun bandalags ins fram síðari dag fundarins. í stjórn Bandalags íslenzkra stúdenta voru kosnir: Ágúst H. Bjarnason, prófessor, Sigurður Ólason, lögfræðingur, Klemenz Tryggvason, hagfræðingur, Egill Sigurgeirsson, lögfræðingur og Rannveig Kristjánsdóttir, hús- mæðraskólakennari. Ýms önnur mál voru til um- ræðu. og 08,5 sek. en önnur B-sveit K.R. á 2 mín. og 12 sek. Var þetta mjög hörð keþpni, eink- um milli Í.R. og A-sveitar K.R., en maður A-sveitar K.R. datt á síðasta sprettinum. Er þetta eitt hið glæsileg- asta íþróttamót, sem hér 'hefir verið, þegar tekið er tillit til hinna tveggja meta, sem sett voru í kúluvarpi, sem er Norð- urlandamet í þeirri grein og langstökkinu — sem er mjög glæsilegt met. Til samanburð- ar má géta þess, að bezta íþróttaafrek, sem unnin voru í Svíþjóð í fyrra,' voru í kúlu- varpi 15,18 m. og í langstökki 1,96. Miðvikudagur 21. júní 1944 Lifa Grikkir dag frebisins. GFrh. af 5. síðuy þessara nauðþurfta er miklum erfiðleikum háð oft og tíðum. Það hefir reynzt miklum erf- iðleikum háð að afla eldsneytis, svo að unnt sé að sjóða matinn í hinum ýmsu almenningseld- húsum. En þó hefir furðanlega tekizt að leysa þann vanda. í barnamatstofunum í Aþenu starfa kvensjálfboðaliðar, og margar þessar konur verða að fara klukkutíma leið til þess að rækja þessi störf sín. Á sumrum hefst vinnudagur þeirra jafnaðarlega klukkan sex að morgni, þar eð það er nær óger- legt að halda mjólkinni kaldri vegna hitans um hádaginn. Kon ur þessar halda svo eklci oft og tíðum heim fyrr en kvöldsett er og þær sætta sig við sama mat- arskammt og aðrir borgarar. Skömmu efir að matarsend- ingarnar til Grikklands hófust, lækkaði tala þeirra, sem létust úr hungri í Aþenu, úr 243 niður í 97 af þúsundi. En viðnáms- þróttur þjóðarinnar hefir mjög þorrið á þrem árum, og dauðs- fallatalan er nú aftur tekin að hækka. Það er vitað, að veru- legur hluti barna undir tólf ára aldri þjáist af beinkröm og nær ingarskorti. Tvær milljónir og fimm hundruð þúsundir hafa veikzt af mýrarköldu meira eða minna. Fólk hrynur og niður úr berklaveiki. Svo að segja gervöll gríska þjóðin klæðist tötrum, Annar hver maður er án yfirhafna og skófatnaðar. Varadómstjóri hæstaréttarins í Aþenu lét eigi alls fyrir löngu gera sér föt úr síðustu ullarábreiðu sinni. Hið fjórða kvalaár grísku þjóð arinnar er upp runnið. Nýlega hefir verið tilkynnt að matvæla skammturinn þar myndi auk- inn eitthvað, en verði Grikkland ekki frelsað úr heljarklóm naz- ista áður en langt um líður hljóta bandamenn að verða að auka hjálpina Grikkjum til handa að verulegu leyti, ef þjóð in á ekki að líða undir lok. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. á 4. síðu. framt upphaf nýrra leikreglna í stjórnmálabaráttunni, þar sem al- þingismenn og stjórnmálaflokkar hafi unnið þau heit, að láta aldrei framar flokkadrætti og sundrung komast að, þegar leysa þarf málefni, sem velferð þjóðarinnar er undir komin, að vel fari? Nei, því miður eru ekki líkur til þess, að þingmenn geti flutt þjóðinni slík tíðindi. í þingsölunum er engin breyting sjáanleg. Þar er sama óein- ing í-íkjandi, flokkadrættir og sundr- ung. Þingmenn fara heim, ekki til þess að tilkynna landsfólkinu þjóðar- einingu, heldur til þess að búa það undir ný átök flokka og stétta. Þetta er áreiðanlega ekki að vilja þjóðarinnar." Rétt er nú það, og ekki vant- ar, að fallega er mælt af Morg- unblaðinu. En vill það ekki upp- lýsa, hverjir það voru, sem rufu þjóðareiningima strax við lýð- veldisstofnunina, þegar fyrsti forsetainn var kjörinn? Því að það skyldi þó aldrei vera, að ýmsir þingmenn, sem nokkuð I nærri standa Morgunblaðinu sjálfu svo og vissir pólitískir vinir þeirra, hafi verið þar nokk- . uð framarlega í flokki? Kvenréttindafélag íslands og Landsfundur kvenna, sem hald- inn er um þessar mundir, gangast fyrir opinberum fundi um réttinda- og atvinnumál kvenna föstudaginn 23. þ. m. og munu þar flytja ræður konur frá ýmsum starfsgreinum. „Dixie“ nefnist amerísk músíkmynd, sem Tjarnarbíó sýnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.