Alþýðublaðið - 22.06.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1944, Blaðsíða 3
jk^nnmtutíagur 22. juni 3 \ Merkur dagur Bandarfkjamenn hafa slegið hálfhring um Cherbourg, DAGURINN í DAG, 22. JÚNÍ, er að ýmsu leyti mjög mikil vægur í sögu Evrópu og jafn- vel alls heimsins. Á þessum degi, fyrir þremur árum réð- ust hersveitir Hitlers inn í Rússland. Á þessum degi fyr- ir 132 árum síðan fengu her- sveitir Napoleons skipun um að ráðast gegn risanum í austri og á þessum degi, árið 1815 varð Napoleon, mesti hershöfðngi sinnar aldar að afsala sér keisaradómi eftir ófarirnar við Waterloo. Og einmitt á þessum degi, 1940, voru undirritaðir vopnahlés samningarnir í Compiégne- skógi. Einhvernveginn finnst manni tilhlýðilegt að staldra við augnablik og beina hug- anum aftur til liðinna stór- viðburða nú, þegar verið er að ákveða framtíðarskipulag heimsins, bæði á orrustuvöll unum í Normandie, á Kyrj- álaeiði og á óravíddum Kyrrahafs. ÞAÐ ER NÆSTA TÁKNRÆNT fyrir Adolf Hitler, leiðtoga þýzku þjóðarinnar og æðsta mann hernaðarvélar Þjóð- verja að ráðast inn í Rúss- land á þessum degí. Af hans er bersýnilegt að hann hafði kynnt sér æfiferil hermannakeisarans, séð hvar mistökin lágu og menri skyldu ætla, að hann hefði eitthvað lært af því. En, ónei. Það var ekki svo. Að vísu er geysileg- ur aðstöðumunur nú, þegar Hitler hóf herförina inn í Rússland og aðgerðum Napo- leons árið 1812. Nú þurftu hermennirnir ekki að ganga eða ferðast á illa fóðruðum hrossum, Nú mátti flytja þá í bifreiðum, járnbrautum og flugvélum. Nú var ekki um að ræða bráðapest meðal her mannanna vegna ónógrar hjúkrunar. Allt sem tiltæki- legt þykir í nútíma lækna- vísindum fylgdi hinum þýzku hermönnum, sem lögðu gunnreifir af stað inn í Rússland fyrir réttum þremur árum síðan. „UPPLÝSINGASTOFNANIR“ Gobbels voru ekki í nein- um vandræðum með að skýra fyrir þýzku þjóðinni, að nú væri hafin lokabar- áttan, sem færa myndi naz- istum sigurinn, lokasigur- inn. Það væri aðeins smábið, en síðan væri Moskva, Len- ingrad og aðrar þær borgir, er mikilvægar þykja með * Rússum, á valdi Þjóðverja, en síðan yrði Bretaveldi mal- að mélinu smærra. TIL DÆMIS MÁ GETA ÞESS, að einn hermálasérfræðingur Þjóðverja lét svo um mælt í aðalmálgagni nazista, ,,Völk- ischer Beobachter“ 23. sept- ember 1941, „að allt bendi til þess, að barátta okkar í austurvegi í dag muni verða á annan veg en herför Napo- leons. ,011 hernaðaráætlunin er runnin undan rótum snilli gáfu foringja okkar. Vegna skipulagshæfileika Þjóðverja erum við ekki lengur hrædd- ir um óravíddir Rússlands." NÚ HAFA TÍMARNIR breytzt. áthafnasamar á innrásarsvæSÉnu. Hér sést ein af sprengjuflugvélum Bandaríkjamanna af miðlungsstærð, sem gert hafa skæðar árásir á strandvirki og kafbátastöðvar Þjóðverja, meðal annars í St. Nazaire og Brest. Flugvél- ar þessar eru mjög hraðfleygar og vel vopnaðar og hafa þær valdið Þjóðverjum miklu tjóni. áfram só Komnh 24 km. vesfur fyrir borgina. Stjériíarskipti I aSsigi í FinBiEandi? — EFTIR TÖKU VÍBORGAR sækja Rússar nú fram vestur á bóginn, gegnum borgina og eru nú þegar komnir 24 km. vestur fyrir hana. Tefla Rússar fram miklu skriðdrekaliði, en Finnar hörfa undan og munu þeir ætla að snúast til varnar vestar í landinu, nær Helsinki. Samkvæmt fregnum, sem borizt hafa frá Stokkhóhni, hefir Mannerheim marskálkur tilkynnt finnsku stjórninni og þinginu, að frekari mótspyrna sé vonlítil og nauð- synlegt sé að mynda nýja stjórn, sem fús væri til einhvers sam- komulags við Rússa. Talið er, að Mannerheim muni kref jast þess, að Tanner niiverandi utanríkisráðherra Finna, verði að víkja úr embætti, þar eð hann sé svo andvígur Rússum. Engar opinberar fregnir hafa verið birtar um væntanleg stjórn- arskipti í Finnlandi, en sam- kvæmt heimildum í Stokkhólmi, sem taldar eru áreiðanlegar, hef- ir Mannerheim marskálkur, yfir- maður alls herafla Finna, lýst yfir því, að Finnar geti ekki var- izt öllu lengur og beri því að mynda stjórn, sem væri fær um að kornast að einhverju viðunan- legu samkomulagi við Rúússa. Segir svo í Lundúnafréttum, að hér sé verið að bjarga því, sem bjargað verður, eins og nú Þjóðverjar hafa verið hraktir út úr Rússlandi á nærfellt öll- um vígstöðvum. Þeir eru á hröðu undanhaldi á Italíu og landgöngusveitir bandamanna hafa náð öruggri fótfestu á Normandiejskaga. ' Loftárásir bandamanna verða æ haroari og útlitið skuggalegra fyrir hersveitir Keitels. Sennilegt er, að tónninn í áróðursdálk- um Göbbels hafi tekið nokkr- um stakkaskiptum hina síð- ustu daga og vikur, og virðist það næsta skiljanlegt. HERFÖR NAPOLEONS TIL Rússlands 1812 mistókst eins og alkunnugt er. Hermenn hans urðu víðáttunni, hungr- standa sakir. Sumar fregnir herma, að ekkert sé því til fyrir- stöðu, að Ryti verði áfram for- seti, en hins vegar muni Rússar ófáanlegir til þess að semja við núverandi stjórn undir forsæti Linkomies og að Tanner' verði að láta af embætti sem utanríkis- ráðherra. Þetta er enn allt á huldu, sem fyrr segir, og munu næstu dagar skera úr, hverju fram kann að vinda. Sókn Rússa frá Viborg.er mjög hröð, að því er fregnir hermdu frá London í gær. Hafa þær inu og kuldanum að bráð, og á svipaðan hátt fór um hinar þaulvönu hersveitir Hitlers 139 árum síðar. Stórher Napo- leons, sem brauzt yfir Niemen- fljót endur fyrir löngu, kom aftur, eða réttara sagt, örlítið brot af honum. Ney marskálk- ur, sem þótti einn færasti her- foringi hins djarfa hermanna- keisara og hafði hlotið sæmd- arheitið „hinn hraustasti hinna hraustu“, er sagður hafa sagt, er hann var spurð- ur, hver hann væri: „Ég er baksveit stórhersins." Á svip- aða Iund mun herför Hitlers lykta, bæði í Rúússlandi og annars staðar. fregnir flestar borizt yfir Stokk- hólm. Hafa Rússar sótt fram um 10 km. á dag nú að undanförnu og sækja hratt fram í áttina til Helsinki eftir töku Viborgar, sem var mjög mikilvægur hlekk- Mannerheim marskálkur ur í varnarkeðju Finna. Sam- kvæmt fregnum þessum streym- ir nú stöðugur straumur skrið- dreka og annarra vélahergagna um borgina í áttina til höfuð- borgarinnar. Þegar Rússar réðust inn í borgina, höfðu allir óbreyttir borgarar verið fluttir á brott lengra inn í landið, en nokkrir finnskir hermenn voru teknir höndum. Mikil spjöll höfðu orð ið á mannvirkjum í borginni, bæði af völdum loftárása Rússa og eins vegna þess, að Finnar eyðilögðu margt það, sem Rúss- um mátti að gagni koma. Urslifaorrusía á Kyrra- hafi! P ORESTALL, flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, greindi frá því í gær, að ýmislegt benti til þess, að mikil átök ættu sér I'stað, eða myndu eiga sér stað Sefuiið Þjéðverja á sér fæpasl undankomu auðið þaðan. C AMKVÆMT síðustu fregn um frá London í gær- kveldi höfðu Bandaríkjaher- sveitir gersamlega innkróað setulið Þjóðverja í flotastöðinni Cherbourg. Hafa Þjóðverjar víðast hvar hörfað án mjög harðrar mótspyrnu. Einkum eru áhlaup Bandaríkjamanna skæð vestan og austan borgar- innar, en þar eru þeir mn 8 km. frá miðbiki hennar. Frétta ritarar segja frá því að þarna sé erfitt yfirferðar þar sem Þjóðverjar hafa komið fyrir mörgum skriðdrekagildrum og jarðsprengjum. Halda Þjóðverj ar áfram að sprengja í loft upp hafnarmannviríki og margt annað, sem bandamenn geta motað er þeir ná borginni, en fall hennar er talið yfirvofandi. Bandaríkjamenn halda áfram sókn sinni og eiga nú í höggi við framvarðasveitir Þjóðverja við Cherbourg. Á miðvígstöðv- unum eru harðir bardagar háð- ir, en að austan og vestan sækja Bandaríkj ahersveitir hratt fram í áttina til borgarinnar og verð- ur vel ágengt. Eru þeir þegar komnir inn í útvirki hennar. Á svæðinu milli Tilly og Ca- en eiga brezkar og kanadiskar hersveitir í mjög hörðum bar- dögum við úrvalssveitir -Þjóð- verja. Þar hafa bandamenn hundið þremur skæðum gagn- áhlaupum Þjóðverja, sem sýna hið mesta harðfengi. Við Tilly eru háðar mjög harðar orrust- ur og nota Þjóðverjar hvern trérunna og hvert bændabýli til varnar. Víða hafa Þjóðverjar komið fyrir skriðdrekum, sem þeir nota sem stórskotalið. Bretar og Kanadamenn vinna að því að uppræta skriðdreka þessa og leyniskyttur Þjóðverja, sem krökkt er af í nágrenni Tilly. Þar voru eyðilagðir um 80 skrið- drekar Þjóðverja, þar á meðal 27 hinna frægu Tigris-skriðdreka. Veður hefir hamlað aðgérðum bandamanna á ströndinni og sjó- gangur mikill. Þó hefir banda- mönnum tekizt að koma allmikl- um birgðum á land og eins vinna þeir að því að flytja hergögn upp á land, sem þegar hafði verið skipað á land. Bandaríkjamenn hafa tekið nokkrar stöðvar þar sem Þjóðverjar skutu á loft hin- um mannlausu flugvélum sín- um. Hafa sérfræðingar þeirra þegar tekið að athuga útbúnað allan og ýmisleg tæki, sem Þjóð- verjum vannst ekki tími til að eyðileggja. næstu daga milli öflugrar amer- ískrar flotadeildar og meginhluta japanska flotans eða alls jap- anska flotans á Mið-Kyrrahafi, sennilega undan Mariana-eyjum. Áður hafði Chester Nimitz, yf- irmaður Kyrrahafsflota Banda- ríkjamanna, tilkynnt, að japansk- ur floti, sennilega meginhluti alls j flotans, hefði safnazt saman vest- 1 ur af-Saipan-ey, sem er ein Mari- I ana-eyja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.