Alþýðublaðið - 05.08.1944, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.08.1944, Síða 5
Laugardagur 5. ágúst 1944 ALÞYÐUBLAOIO 5 Páll ísólfsson segir nokkur orð — Lærið þjóðin ekki hátíðasöngvana — „Ástandið“ á Þingvelli og lögreglan — Hlutverk umsjónarmannsins þar — Hvar er bryn- varða bifreiðin? — Á ekkert að gera? UT AF BRÉFI frá þjóðkórsvini, sem ég birti í gær segir Páll ísólfsson: „Þjóðkórinn söng tvö jþjóðhátíðarlög á niiðvikudags- kvöldið við þjóðhátíðarkvæðin, verlaunakvæði Einils Thoroddsens og lag Þórarins Guðmundssonar, en bæði þessi lög voru sungin á ^Þingvelli 17. júní Næst þegar þjóð kórinn lætur til sín heyra mun tiann syngja lag Árna Björnssonar, ásamt fleiri lögum nýjum, sem kórinn vill kynna. Mér þykir fyrir því ef einhverjir hafa talið að við værum með einhverja dóma og lilutdrægni með því að syngja þau tvö lög sem sungin voru á Þing- velli, en sleppa lagi Árna —. Svo var alls ekki.“ \ ÉG BÝST heldur ekki við því að jþeir séu margir sem væni Pál ís- ólfsson um slíkt. Hann hefir aldrei fengið það orð, enda viðarkennd ur forystumaður í tónlistarmálum okkar, réttsýnn og réttlátur og allt af boðinn og búinn til að túlka það sem vel er gert. í SAMBANDI við þetta vil ég segja: Ég heyri engan syngja þjóð hátíðarkvæðin. Hvernig stendur á því? HÍuti af kvæði Huldu er vel fallinn til söngs, en það lítur að rninnsta kosti svo út enn sem kom ið er að hvorki lag né ljóð hafi gripið þjóðina. Vel má þó vera að úr þessu rætist og að fólk fari að syngja ljóðin eftir að þjóðkór inn er farinn að kynna lögin við þau. Það væri íurðulegt ef þessi mikla hátíð skyldi ekki eftir í forjóstum okkar söngva og hljóma. SÍÐAN ÉG BIRTI bréfið um umgengni aðkomugesta á Þing- velli hef ég fengið nokkur bréf um þetta efni. Flest eru þau eins og of lík bréfi því er ég birti til þess að ég telji ástæðu til að birta þau. Tveir bréfritarar telja ekki nauðsynlegt að setja upp lögreglu miðstöð á Þingvelli vegna þess að þar sé vörður sem eigi að hafa eftirlit á hendi. ÞETTA TEL ÉG að ekki nái umgengni aðkomugesta á Þing- valla getur ekki synnt því að standa í stímabraki við ölóðan, sóðalegan skríl, sem þarna hendir- sér niður. Hans starf er og fólgið í öðru. Hér verður lögreglan að koma til skjalanna —- og það er ekki nóg að þar sé einn eða tveir lögregluþjónar þar verða að vera að minnsta kosti þrír íslenzkir lögregluþjónar og einnig erlend lögregla. Þessir lögregluþjónar. verða líka að hafa afdrep fyrir það fólk, sem tekið er úr umferð og þeir verða að hafa bifreiðar til taks.. OG ÞÁ DETTUR mér í hug hvar hann sé brynvarði skriðdrekinn — eða hin furðulega lögreglubifreið sem hefir verið gengið frá und- anfarið. Væri ekki tilvalið að láta hana vera á Þingvelli um helgar að minnsta kosti. — Menn sjá það sjálfir að við getum ekki unað því að þetta ástand sé látið haldast á Þingvelli. Það vekur ol^kur sárr- ar hryggðar — og svo er það þjóð inni til háborinnar skammar. Hannes- á horninu. vantar okkur nú þegar tiB a$ bera út í nokkur hverfi I bænutn. Hátt kaup. álþffaiaSÍ. — Ismi 4900. Kos Þeir, sem hafa í hyggju að gjörast fastir áskrif- endur að Alþýðublaðinu, ættu að gjöra það nú . þegar, því meðan að upplagið endist, fá þeir ókeypis f ( Þjéifm IISárhla'ð AlþýðublaSsins AUGLÝSID f ÁLÞÝDUBLAÐINU Það eru þungar blóðfórnir, sem þjóðirnar verða nú að færa í þessu stríði. Margar milljónir manna á bezta aldri hafa þegar látið lífið og ennþá fleiri særst. Hér á myndinni sjást særðir amerískir hermenn í Normandie, sem senda á með spítalaskipi yfir til Englands til að- hlynningar. Engin veit hvort þeir fá nokkurn tíma aftur fulla heilsu. En hvort mun þá sá heimur, sem upp úr styrjöldinni rís, verða þannig, að þeirfái að minnsta kosti að sjá, að þeir hafi ekki til einskis ‘barizt? t l__________________________________________________ ______________________________ _________________________________ Þeir vilja ekki deyja fil einskis Særðir hermenn. AUÐI herjar mannkynið um þessar mundir, og enn munu margir menn láta lífið áður en úrslit hildarleiksins hafa verið ráðin. Um það verð- ur eigi éfazt, enda þótt dul hvíli yfir sviði atburða næstu vikna. Og hinir óbreyttu borg- arar hugsa ef til vill meira um dauðann en nokkurn tíma þeir, sem berjast á hinum ýmsu víg^ völlum. Eg hef rætt við ó- breytta borgara í Norður-Af- ríku, Bretlandi, Suður-Ame- ríku og Bandaríkjunum. Þeir hafa spurt frétta af hermönn- unum, spurt, um hvað þeir tali og um hvað þeir hugsi. — Þeir hafa hlýtt af kostgæfni á svör' þau, sem ég hefi getað látið þeim í té Ýið þessum spurn ingum, enda þótt þau hafi að vonum verið ófullkomin. Eg hef lýst því fyrir þessu fólki, að stundum sé lífið í grennd við vígvellina engan veginn frábrugðið lífi her- mannanna, er þeir dvöldust heima. Það er lögð öll áherzla á það, að gera líf hermann- anna sem viðunanlegast, og mat né nauðsynlegan aðbúnað skortir þá eigi. Styrjöldin hefur haft mikil áhrif á heim þann, sem við byggjum, en tækni og framfarir friðartímanna hefur og haft mikil áhrif á styrjöld- inaJ Sérstakir menn ferðast milli vígvallanna og efna til kvikmyndasýningá fyrir her- mennina. Þegar hermenn bandamanna höfðu hrotizt yf- ir Sangroána á Ítalíu, fóru þeir úr fötum þeim, sem þeir höfðu borið vikum saman, og þau voru 1 þvegin í hreyfanlegu þvotfahúsi hersins. Brauðgerð- arhúsum hefur og verið komið upp í námunda við vígvellina, i til þess að hermennirnir geti neytt nýrra brauða, sem eru ljúfmeti hið mesta fyrir menn þá, sem hafa orðið að sætta sig við hart kex svo að segja í all- an mat vikum saman. Allt þetta er satt, og' allt þetta sagði ég fólki því, er spurðist frétta af hermönnunum. En oft og tíðum hafði ég það á til- finningunni, að því væru aðrar GREIN. ÞESSI, sem er eftir Sam L. Solon og þýdd úr ameríska vikublaðinu, The New Leader, fjallar um hugsanir hermannanna á vígvöllunum og afstöðu þeirra til lífsins og dauðans. Greinarhöfundurinn lýsir því og, hversu mjög hermennirnir verði fyx-ir vonbrigðum, er þeir hverfi aftur heim og lýkur máli sínu með hvatningu um það, að heinxur frapxtíðarinnar verði að vera slíkur, að mikilleiki lífsins fái þar nötið sín, því að til þess verði ekki ætlazt, að menn miði ráð sitt aðeins við mikilleik dauðans. spurningar í huga, sem það þráði að fá svör við. Spurning- ar, sem það vissi ekki, hvernig það ætti að koma orðum að, og svör, sem það taldi ósanngjarnt að nokkur maður myndi láta því í té. Á vígvöllunum ber margt til tíðinda, sem fréttarit- ararnir láta eigi getið í skeyt- um sínum, vegna þess, að ör- yggi hersins krefst þess, að þau séu látin liggja í láginni og ritskoðunin myndi aldrei leyfa það, að þær yrðu sendar út í víða verÖld. Slíkt er eðlilegt og skiljanlegt. En svo eru líka önnur tíðindi, sem fréttaritar- arnir hika við að senda frá sér — ekki vegna þess, að ritskoð unin banni-það, heldur vegna þess, að manni er óljúft að láta þeirra getið. Hvað segir maður móður í þorpi á Bretlandi eða í Ame- ríku, sem átti son, er við þekkt- um — og sáum deyja, þegar hún spyr, eins og hún ein hefur rétt til að spyrja: Hvernig dó hann? Segjum við henni sann- leikann? Segjum við henni, að hann hafi verið hæfður [ sprengju, sem tætti af honUm ! handlegginn og reif hann á hol? Og að samt sem áður hafi hann í lifað góða stund og haft ráð og rænu? Segjum við henni, að hann hafi litið á hinn lemstraða lík- ama sinn og brostið í sáran grát? Og að hann hafi sagt við okkur, senp hjá honum vorum: ,,Það er ekki dauðinn, sem veldur harmi mínum. Eg óttast ekki dauðann. En ég á svo margt ógert. Eg á svo margt ógert af því, sem máli skiptir. Eg hefi ekki einu Sinni lært að synda. Eg hefi aldrei unnað stúlku.“ Við heyrðum grát hans hljóðna amám saman eftir því sem lengra leið á nóttina. Þegar orustur skyldu hafnar um dagmál, var hann dáinn. * 'C1 G á svo margt ógert af því, sem máli skiptir. Þessi orð greyptust í hugi okkar, er viðstaddir vorum. Það var auðheyrt, að hinn 19 ára gamli æskumaður taldi nokk- urs um þann heim vert, sem hann var að kveðja. Þrátt fyrir hatrið, eymdina, glæpina og ör- væntinguna, senk heimurinn hafði börnum sínum að bjóða, átti hann og bjartar hliðar, sól- skin, hlátur og vinagleði. í New York hitti ég að máli föður ungs flugmanns, sem ég hafði kvatt á flugvelli á Bret- landi áður en hann hélt í hinu fljúgandi virki sínu í árásar- leiðangur gegn Þýzkalandi. Þetta varð síðasta för hans. Við fréttum, þegar hinar flugvélarn ar höfðu lent,. að flugvél hans hafði verið skotin niður. Hinir flugmennirnir höfðu séð flug- flugvél hans steypast til jarð- ar í björtu báli. Allir mennirn- ir af áhöfn hennar, nema flug- maðurinn, höfðu stokkið út úr • hinni brennandi flugvél í fall- hlífum sínum. Hann lét eitt yfir sig og farkost sinn ganga. Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.