Alþýðublaðið - 10.08.1944, Síða 7

Alþýðublaðið - 10.08.1944, Síða 7
Miðvikudagur 9. ágúst 1944 ALHYÐUBLAÐIÐ ! Bœrinn í dar :i____________________ Næturlæknir er í Læknavarð- •stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast B.S.R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40 Besin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórn- ar): a. „Kalífinn frá Bag- dad“ eftir Bolieidie. b. Int- ermezzo eftir Meyer-Hel- mund. c. „Einn dagur í Feneyjum“ eftir Nevin. '20.50 Frá útlöndum (Jón Magnus son). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Upplestur: „Við Babylons- fljót“, bókarkafli efir Kaj Munk (Sigurbjörn Einars-i son prestur). 21.35 Hljómplötur: Ensk þjóðlög. og lagt dxög að því að þessi -ríki ‘hafi með sér samtök í hinu erfiða starfi, sem heimsins mun bíða eftir stríð. Sem stríðsleiðtogi hefir Win- ston Churchill unnið slíkar dáðir, að ég tel hann einhvern hinn mikilhæfasta hermálaráð- herra Breta fyrr og síðar. És skírskota til tveggja dáða, sem Churchill hefir drýgt og. sanna hæfni hans sem stríðsleiðtoga. Hin fyrri var sú, er hann sigr- aðist á kafbátáhættunni 1942 og 1943. Að mínum dómi voru við horfin þannig árið 1942, að kaf- bátahættan var það vopn óviri- anna, sem beit bezt í barátt- við bandamenn. Winston Churc- hill lagði sig allan fram um að skipuleggja sókn gegn kafbát- um óvinanna. Kafbátahernaður- inn var það vopn, sem Hitler gerði sér von um að myndi ráða úrslitum styrjaldarinnar. Og það var einmitt þetta vopn, sem Winston Churchill braut í höndum hans. Ef til vill hefir hann þar með ráðið úrslitum hildarleiksins. Önnur dáð hans, sem ég vildi gera að umræðuefni, er sú, hversu framsýnn hann var, er hann efndi til hernaðarins á .Miðjarðarhafinu. Það sannar gleggst hermannshæfileika Churchills hversu skyggn hann var á mikilvægi hernaðarins á Miðjarðarhafi. Hernaðurinn þar varð til þess, að Ítalía var of- urliði borin og ráðagerðir Hitl- ers um það að taka hö^d....... saman við Japani til þess að tryggja sigur möndulveldanna ":runnu út í sandinn. Á þessum fjórum ógnaárum hildarleiksins, hefir Winston Churchill sannað hæfni sína sem stríðsleiðtogi ög stjórnmála maður, þannig að til einsdæma mun verða talið. Ef honum end- ist líf og heilsa til þess að halda áfram starfi sínu eftir stríð, mun hann áreiðanlega geta sér slikan orðstír, að- hann verði talinn mestur afburðamaður samtíðar sinnar. Það hefir verið auðna banda- manna, að þeir hafa haft mik- ilhæfum leiðtogum á að skipa á hinum válegu tímum, sem yf- ir hafa dunið að undanförnu. En meðal þeirra ber Winston Churchill vissulega hæst allra. För hnefaleikaranna Frh. af 2. síöu. Ný sljórn iekin við á Finnlandi. i ■ Forsætisráðherra hennar er Anti Hackzell. STJÓRNARSKIPTI eru nú Finnlandi og voru þau til kynnt í Helsinki í fyrrakvöld. Hin nýja stjórn er samsteypu- stjórn, en forsætisráðherra henn ar er lAnti Hackzell, einn af þekktustu stjórnmálamönnum finnska íhaldsflokksins. Utan- ríkismálaráðherra er Carl Enc- kell, einnig gamall og reyndur stjórnmálamaður, meðlimur sænska flokksihs. Enginn hinna þekktari manna fráfarandi stjórnar á sæti í nýju stjórninni, þannig til dæmis ekki Linkomies, Tannes 'né Ramsay. Og talið er, ‘að meirihluti stjórnarinnar muni ákveðinn í því, að reyna að fá frið sem fyrst. Anti Hackzell, hinn nýi for- sætisráðherra, var sendiherra Finnlands í Moskva 1922—1929 og utanríkismálaráðherra 1932 —1936! Carl Enckell hefur og einnig áður verið utanríkis- málaráðherra, 1918—1919 og aftur 1922—1924. Einnig síðar hefur hann komið mikið við stjórnmál í Finnlandi og fylgdi meðal annars Paasikivi til Moskva í vor, þegar friðarum- leitanirnar stóðu yfir við Rússa. Sóknin til Parísar. Frh. af 3. sá»u. sjá mætti, þegar flogið væri nú inn yfir Frakkland; alls staðar sæjust herflutningar að baki víglínu bandamanna, en að baki víglínu Þjóðverja væru vegirn- ir auðir, margir þeirrá væru eyðilagðir og marga þyrðu Þjóð verjar ekki að nota, nema þá að nóttu til, af ótta við loftárás- j ir. Allt landflæmið milli Seirie ' og Loire, sagði Sir Lee-Mall- ory, væri raunverulega einangr að, því að flugvélar banda- manna væru búnar að sprengja í loft upp allar brýr á Loire og allar nema tvær á Seine. Allir herflutningar Þjóðverja tækju nú af þessum ástaéðum marg- faldan tima á við það, sem áður var. * FRÉTTIR FRÁ Í.S.Í. Framhald af 2. síðu. anlegt 26,78 m., bæði metin sett af Gunnari Huseby, Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur. 400 m. hlaup 42,3 sek., sett af Kjart ani Jóhannssyni, Iþróttafélagi Reykjavíkur. Ráðinn hefir verið fraih- kvæmdástjóri sambandsins til eins órs, Þorgeir Sveinbjarnar- son frá Laugum. 9 menn hafa í júlímánuði gerzt ævifélagar samban^r- Eitt félag, Skylmingafélag Reykjavíkur, hefir gengið í sam bandið. Form. þess er Hörður Ólafsson. Félagið er nýlega stofnað. Að lokum langar mig að biðja Alþýðublaðið að færa þeim sem tóku á móti okkur kærar. þakkir okkar Ármenninganna, en þeir voru fyrst og fremst Helgi Sveinsson á Siglufirði, Kári Sigurjónsson i íþróttafé- laginu Þór á Akureyri og Ólaf- Ur Sigurðsson á Akranesi.“ Vinnu- og skemmtiferð , verður farin austur í Dagsbrún- arland n. k. laugardag kl. 2,30 e. h. Unnið verður að því að girða landið. Fríar ferðir. Þátttakendur tilkynni þátttöku sína fyrir föstu- dagskvöld. Fjolmennið, félagar. Landuámsnefnd Dagsbrúnar. Konán mín, Sólrún EVIagnúsdéttir, andaðist að heimili sínu, Brunnstíg 2 í Keflavík mánudaginn 7. ágúst. Þórður Þorkelsson. Jaröarför Ólafs Péturs Sveinssonar, fer fram föstudaginn 11. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hins látna, Fjölriisvegi 11, klukkan 1,30. Jarðað verður frá Dómkirkjunni. Aðstandendur. Jóhann B. J. 'Jónsson BViinningarorÓ um: Jóhann 6. L Jónsson. ANN 4. ágúst síðastliðinn lést í sjúkrahúsi Hvíta- bandsins, Jóhann Ágúst Jóns- son sjómaður, eftir stutta legu, rúmlega fertugur að aldri, fædd ur í Reykjavík á Jónsmessudag inn 24. júní 1904, sonur þeirra hjóna Ragnhildar Jónsdótur og Jóns Árnasonar frá Móum á Kjalarnesi. Jón var kunnur sjó maður hér í bæ, lengi stýri- maður á kútteratímabilinu. Hann lést fyrir rúmu ári siðan. Ágúst Jónsson, en undr því nafni gekk hann að jafnaði, byrjaði .sjósókn á þilskipum með föður sínum strax eftir fermingu og allt til ársins 1924, að hann réðst á togarann Bald- ur og var á honum óslitið til 1940, en eftir þann tíma vann hann í landi við trésmíði. Kynni okkar Ágústs hófust á Baldri og unnum við þar saman í rúm 16 ár. Sú kynning og þau bönd er urðu til milli tveggja starfs félaga, hvetja mig til þess að minnast þessa ágæta félaga lát- ins. Ágúst sál. var ýmsum hæfi- leikum búinn, prýðilega greind ur, stilltur í daglegri framkomu, en nokkuð dulur í skapi. Dugn aðarmaður hinn mesti til allra starfa og óvanalega verkhygg- inn og verklaginn. Hann var sérstaklega dáður jafnt af yfir mönnum, sem starfsfélögum. í öllum félagsskap var hann fyrst og fremst sá, sem allt vildi bæta, til þess að skapa samstarf og einingu. Kom þetta jafnt fram i félagslífinu á skipsfjöl, sem í opinberum málum. Hann var félagi í Sjómannafélagi Reykjavkur allt frá æsku og studdi þann félagsskap og þau mál, sem hann berst fyrir með ráðum og dáð. IJm afskipti hans af öðrurn opinberum málum, var hann heill og óskiptur. Þessi mannlýsing af Ágústi sál. er að minni hyggju og allra sem urðu honum samferða, sú sanna og rétta. I honum var mikið mannsefni til þess að vera stjórnandi á skipi, en sér- stakar ástæður ollu því að hann gat ekki búið sig undir það starf, þrátþ fyrir flest öll skil- yrði er hann hafði til þess. Sjón hans var með þeim hætti að ekki fullnægði skipsstjórnar- manni. Ágúst hafði skapað sér gott og skemmtilegt heimili og nú siðast á Háteigsveg 19. Hann giftist árið 1933 eftirlifandi konu sinni, Fanneyju Friðriks- dóttur, ættaðri úr Vestmanna- eyjum, ágætri konu. Eiga þau eina dóttur á æsku aldri. Hann var ágætis heimilisfaðir og unni heimili sínu sérstaklega. Öllum frístundum varði hann til þess að prýða það á allan hátt. Öll sín húsgögn smíðaði hann sjálf ur, sem að útliti mátti ætla að unnin væru í fyrsta flokks vinnustofu, svo mikill hagleiks maður var hann. Er þetta nokk urt dæmi um verklægni hans. Með fráfalli hans í blóma lífs- ins, er harmur kveðinn að hans nánustu, er trega góðan eigin- mann, föður, son og bróður. Við gömlu félagar hans söknum vinar í stað, og sjómannastéttin og samtök þeirra er einum ágæt s manninum fátækari. Við gömlu félagarnir þökk- um fyrir þann tíma, sem við nutum samvistar hans og geim- um minninguna um hann sem einn hinn bezta dreng. ‘H. Ö. , ireiSfirSinpr í Rvík á skemmiiför um Snæfellsnes. Breiðfirðingafélagið efndi til skemmtiferðar um Snæfellsnes um verzlunar- mannahelgina 5.-7. ágúst. — Þátttakendur voru 109. Farið var frá Reykjavík eftir hádegi á laugardag í fimm langferða bifreiðum. Ekið var til Ólafs- víkur um kveldið og gist þar. Á sunnudagsmorgun var ek- ið að Máfahlíð og komið við á Fornu Fróðá í leiðinni. Þaðan var gengið um Búlandshöfða, inn Eyrarsveit að Grafarnesi. 86. manns tóku þátt í þessari göngu. Munu aldrei fyrr svo margir hafa gengið samtímis fyrir Búlandshöfða. í Grafar- nesi var höfð alllöng viðdvöl og m. a. fengnir bátar og farið út á Grundarfjörð. Bifreiðarnar höfðu snúi'ð við suður yfir heiði með þá, sem eigi fóru í gönguferðina. Var svo ekið norður Kerlingaskarð, vestur 'yfir Berserkjahraun, um Hraunsfjörð og vestur í Grund- arfjörð, þar sem fólkið beið. -—- Síðan var snúið við og ekið um kveldið inn að Berserkjahrauni og tjaldað þar við hraunjaðar- inn. Árla á mánudag var haldið til Stykkishólms og dvalist þar til lrádegis. Á heimleið var gengið á Helgafell. Þar flutti leiðsögumaður fararinnar, Kristján Hjaltason, kennari frá Fjarðarhorni í Helgafellssveit, snjallt erindi um staðinn og héraðið. Margir gengu á Helgafell í fyrsta sinn. Munu flestir hafa reynt að fylgja hinum settu, helgu reglum, til þess að eign- ast óökastund uppi á fellinu. — Frá Helgafelli var svo haldið til Reykjavíkur og komið þangað nokkru eftir miðnætti á þriðju- dagsnótt. Ferð þessi gekk mjög að ósk- um. Veður var ágætt alla dag- ana. Rómaði ferðafólkið mjög Svarfsýni í Tokio: Japan ekki lengur ör- uggf fyrir árásum. ORSÆTISRÁDHERRA JAPANA sagði í ræðu í Tokio í gær, að Japan væri *nú ekki lengur öruggt fyrir árás- um af hálfu bandamanna, og mætti þjóðin hvenær sem væri, búast við árásum á heimaland- ið. ■ y Viðurkenndi forsætisráð- herrann, að Japanir hefðu far- ið halloka á Kyrrahafi í seinni tið, og kvað brýna nauðsyn, að þjóðin tæki á öllu því, sem til væri. í fregnum frá London í gær- kveldi var sagt, að Japanir væru nú á undanhaldi í Norður Burma og að af þeim þremur herfylkjum þeirra, sem réðust inn í Manipurhérað á Indlandi, væri algerlega búið að uppræta tvö og aðeins leifar eftir af hiriu þriðja. Gjafir lil S. í. B. S. SÍBS, hafa nýlega borizt eft- irtaldar gjafir: Frá skips- höfninni á Fjallfossi 1325. Starfsm. Sagarinnar hf. ÍOHE Skipsh. á Þórólfi 1110. Friðjón Jensson 1000. N. N. (áh.) 50. M.G.E. (áh.) 100. Guðm. Pét- ursson, ms. Esju 100. Har. Lár- usson o. fl. 110. Áheit 25. Á- heit 20. Áheit frá gamalli konu 10. Safnað af S. Sörensen, Fá- skrúðsfirði 275. Safnað af ‘Fr. Berndsen, Skagaströnd 255. — Safnað af Þórði Einarssyni 170. Áheit frá S. 10. Safnað af Jón- ínu Hermannsd., Flatey 765. Safnal af Ragnheiði Jónsdótt- ur, Dalvík 700. Safnað af Ólafi Hermannss., Eskif. 1550. Frá Líknarfélaginu Einingu, N.- Múlasýslu 300,. Afh. af Kaupf. Skagstrendinga 50. Áheit frá N. N. 10. líina miklu fegurð Snæfells- ness og Breiðafjarðar. Helgi Hjörvar skrifstofu- stjóri og frú haris voru í ferð- inni sem gestir Breiðfirðinga- félagsins. Fararstjóri var Jóhannes Ól- afsson frá Sandi. Breiðfirðingafélagið biður blaðið að færa Snæfellingum þakkir fyrir góðar og alúðleg- ar móttökur í ferðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.