Alþýðublaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 2
Hjónavígslum fer mjög fjölg-
andi í landinu
—....------
Fleiri fæðingar 1941 en næsfu 8 ár áður,
en 4. hverf barn var óskilgetið
INÝÚTKOMNUM Hagtíð-
indum er skrá yfir hjóna-
vxgslur, fæðingar og manndauða
árið 1941 og meðfylgjandi tafla
sýnir meðaltölu fæðinga og
manndauða frá árinu 1916. Fer
hér á eftir skrá þessi:
HJÓNAVÍGSLUR
Árið 1941 var tala hjóna-
vígslna á öllu landinu 1024.
Meðalmannfjöldi ársins samkv.
ársmanntölum í byrjun og lok
ársins var 121 982. Hafa þá kom
ið 8,4 hjónavígslur á hvert þús.
landsmanna, og er það miklu
hærra hlutfall heldur en verið
hefir mörg undanfarin ár, svo
sem að sjá má á eftirfarandi
yfirliti:
Hjónavígslur
1916- -20 meðaltal 594 6,5 %o
1921- -25 — 571 6.9 —
1926- -30 — 691 6,6 —
1931- -35 — 721 6,4 —
1936—40 — 694 5,9 —
1941 ............. 1024 8,4 —
FÆÐINGAIi
Árið 1941 var tala lifandi
fæddra barna 2 638 eða 21,-6 á
hvert þús. landsmanna. Er það
töluvert hærra hlutfall en 4
næstu ár á undan, en annars hef
ir hlutfallið farið sílækkandi á
undanförnum árum allt til 1939,
svo sem eftirfarandi yfirlit sýn-
ir: .
Fædd lifandi.
1916—20 meðaltal 2443 26,7 %»
1921—25 —
1926—30, —
1931—35 —
1936—40 —
1941 .......
2568 26,5 —
2662 25,6 —
2636 23,5 —e
2434 20,5 —
2638 21,6 —
Andvana fædd börn voru 56
árið 1941, en 51 árið á undan.
Alls hafa fæðst 2694 börn lif-
andi og andvana árið 1941.
Af öllum fæddum börnum
1941 voru 667 eða 24,8% óskil-
getin. Er það nokkru lægra h'lut
fall en árið á undan, enda var
það hið hæsta ,sem kunnugt er
um. Annars hefir hlutfallstala
óskilgetinna barna hækkað mik
ið síðustu árin, svo sem eftir
farandi yfirlit sýnir:
1916—20 meðaltal . . . 13,1 %
1921—25 — . . . 13,5 —
1926—30 — . . . 14,4 —
1931—35 — ... 18í6 —
1936—40 — ... 23,2 —
1941
24,8
MANNDAUÐI ,
Árið 1941 dóu hér á landi
1354 manns, eða 11,1 af hverju
þús. landsmanna. Er það hærra
manndauðahlutfall heldur en 3
undanfarin ár, sem verið hafa
hin minnstu manndauðaár, sem
komið hafa, en jafnhátt meðal-
tali áranna 1931—35. Á síðari
árum hefir manndauði verið
svo sem hér segir:
Dánir.
1296
1347
1202
1242
1227
1354
1916—20 meðaltal
1921—25 —
1926—30 —
1931—25 —
1936—40 —
1941 .........
Innan 1 árs dóu
1941. Miðað við
fæddra á sama tíma hefir barna
dauðinn innan 1 árs verið 3,3%
er það heldur minni barnadauði
heldur en næsta ár a undan, er
hann var 3,6 %. 1938 var hann
lægstur, ekki nema 2,8 %, en
árið 1939 var hann 3,7%. Ár-
in 1936—40 var barnadauði hér
14,2 %o
13,9 —
11,5 —
11,1 —
10,4 —
11,1 —
88 börn árið
tölu lifandi
að meðaltali 3,6 %, og er það
minni barnadauði en í flestum
öðrum löndum Norðurálfunnar.
MANNFJÖLGUN
Hin eðlilega mannf jölgun, eða
mismunurinn á tölu lifandi
fæddra og dáinna, var 1284 árið
1941, eða 10,5 %o miðað við með-
almannfjölda ársins. Á undan-
förnum árum hafa þessi hlut-
föll verið:
Fæddir umfram dána.
1916—20 meðaltal 1147 12,5 %0
1921—25 —
1926—30 —
1931—35 —
1936—40 —
1941 .......
1220 12,6 —
1460 14,7 —
1394 12,4 —
120,7 10,2 —
1284 10,5 —
Ef engir mannflutningar væru
til landsins eða frá því, mundu
þessar tölur. sýna, hve mikið
fólkinu fjölgaði á ári hverju. En
vegna flutninganna til og frá
landinu getur fólksfjölgunin
orðið ýmist meiri eða minni.
Þegar litið er á tímabilið 1916
—30 í einu lagi, munar þetta þó
sáralitlu, aðeins rúml. 100
manns, sem ætti að hafa flutzt
frá landinu unfram tölu inn-
fluttra til landsins, en á ein-
stöku árum er munurinn tölu-
vert meiri til beggja handa.
Fyrstu árið eftir 1930 er fólks-
fjölgunin hins vegar töluvert
meiri heldur en viðkoman sam
kvæmt skýrslum um fædda og
dána. Árið 1934—37 er mann-
fjölgun aftur á móti minni held-
ur en viðkoman, árin 1938—40
hins vegar meiri, en 1941 aftur
minni, svo að mannflutningar
frá landinu virðast hafa þá ver-
ið meiri en inn í það
Sepfembermói í frjáls-
um íþróffum
Q ÍÐASTA mót ársins í
^ frjálsum íþróttum fer
fram sunnudaginn 3. sept.
næstkomandf á íþróttavell-
inum, er það hið svo kall-
aða septembermót.
Er mót þetta haldið til þess
að gefa íþróttamönnum sumars
ins kost á þvj að spreita sig enn
einu sinni, áður en skammdeg
ið skellur yfir, því ’þá fá þeir
langa hvíld frá útiíþróttunum,
en eru hins vegar í góðri æfingu
frameftir haustinu eftir sumar-
ið.
Undanfarið haust hefir verið
keppt í ýmsum íþróttum, sern
hæst hafa borið á sumarmótun-
um, og að þessu sinni verður
keppt í eftirtöldum íþróttagrein
um: 200 m. hlaupi, 800 m.
hlaupi, 3000 m. hlaupi, há-
stökki og langstökki, spjótkasti
og kringlukasti. Þá verður og
að þessu sinni keppt í 80 m.
hlaupi kvenna.
í þessu móti má búast við
góðum íþróttaárangri og verða
væntanlega ný met sett, svo
sem á flestum íþróttamótum
sumarsins.
Glímufélagið Ármann sér um
þetta mót eftir ósk íþróttaráðs
Reykjayíkur og verða tilkynn
ingar um þátttöku að vera
komnar til stjórnar Ármanns fyr
ir 28. ágúst.
Hjónaband
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Valgerður Magnús
dóttir, Njarðargötu 41 og Sigur-
berg Guðjónsson, Skólavörðustíg
22 a.
ALÞYPUBLAÐS0 Fimmtudagur 24. ágúst 1944
Rfsa upp mörg ný kvikmynda-
hús hér í bænum innan skammsl
Bæjarstjórn mun veifa ölium feyffi, sem
uppfylla viss skilyrði, sem sell verða
- % -... 1 i
Enn deilt um það, hver þessi skilyrði
eigi að vera
U NN HEFIR engin fullnaðarákvörðun verið tekin um
■ afstöðu bæjarstjómar Reykjavíkur til.veitingu leyfa
til kvikmynda'húsareksturs hér i bænum.
Að vísu samþykkti bæjarstjórnin á síðastlinum vetri að taka
rekstur kvikmyndahúsanna í sínar hendur, en ekkert hefir orðið
af því eins og kunnugt er.
Til skamms tíma hefir það ó-
þolandi ástand ríkt í þessum
málum að tvö kvikmyndahús
hafa 'haft nokkurs konar einok-
unaraðstöðu í þessum rekstri,
en nú fyrir fáum árum bættist
þriðja kvikmyndahúsið við.
Æskilegasta fyrirkomulagið
væri það að hér væru starfrækt
4—5' kvikmyndahús og að bær-
inn ræki þau öll. Þetta fyrir-
komulag verður áreiðanlega tek
ið upp þó að síðar verði, alveg
eins og Reykjavíkurbær hefir
nú tekið rekstur Strætisvagna
Reykjavíkur í sínar hendur.
Hefði verið heppilegra fyrir bæ
inn að gera það longu fvrr, því
að hluthafar Strætisvagnafé-
lagsins hafa grætt stórfé á
rekstrinum á undanförnum ár-
um — og nú tókst þeim að selja
eignir sínar mjög vel nú um
daginn. Það væri slæmt, ef eins
færi fyrir Reykjavík, hvað
rekstur k vikmy n dah úsa n n a
snertir.
Sú stefna mun nú hafa orðið
ofan á hjá ráðamönnum bæjar-
ins, að veita öllum þeim leyfi
til kvikmyndahússreksturs í
bænum, sem uppfylla ákveðin
skilyrði.
Þetta mál kom til umræðu á
síðasta bæjarráðsfundi og lá
fyrir áður framkomin tillaga
frá borgarstjóra. Haraldur Guð
mundsson, sem hafði orð fyrir
Alþýðuflokkinn, sagði að vel
yrði að gæta að bæjarsjórnin
bakaði ékki bænum fjárhags-
legra örðugleika með afstöðu
sinni til málsins nú. Kvað
hann að umfram allt yrði að
fyrirbyggja það að leyfin sjólf
verði metin til fjár, en það
hafði komið fram í' tilboðum
Nýja Bíó og Gamla Bíó, að þau
mætu leyfi þau sem bærinn
hafði veitt þeim til fjár. Þá ságð'
hann, að skilyrði þau, ’sem borg
arstjóri vildi setja fyrir leyfun-
um væru ekki nægjanleg, en
þau voru að leyfishafi uppfyllti
skilyrði um atvinnurétt í bæn-
um, að hann hefði viðunárid:
húsnæði og að hanri greiddi
sætagjald í bæjarsjóð sarn-
kvæmt ákvörðunum bæjar-
stjórnar. Þá vildi hann og set.ja
það skilyrði að bærinn b'-
forkaupsrétt að kvikmyndahús
unum.
Haraldur lagði til að enn-
fremur yrði bætt við eftirfar-
andi skilyrðum:
„Leyfin veitast til ákveðins
tíma, sem eigi sé lengri eri 25
ár, eru óframseljanleg og bund-
in því skilyrði, að hús þau og
mannvirki, sem leyfishafi kaup
ir eða reisir til kvikmyndasýn-
inga, eru nauðsynleg til slíkr-
ar starfsemi og ekki verða not-
uð til annars án mikilla breyt-
inga, falli til bæjarins endur-
gjaldslaust að leyfistíma lokn-
um.
Þó getur bæjarstjórn ef hún á
kveður ao taka rekstur kvík- ]
myndahúsa í sínar hendur, felt
leyfin úr gildi með eins árs fyr
irvara hvernær sem er á leyfis
timabilinu, enda hafi þá bæjar
stjórn rétt og skyldu til að
kaupa hús og mannvirki^ sem
í 1. málsgrein segir, fyrir verð,
sem svarar til þess, að eignir
þessar hefðu verið afskrifaðar
að fullu á 25 árum, svo og nauð
synleg sýningartæki fyrir mats
verð.“
HaraldUr Guðmundsson kvað
Alþýðuflokkinn myndi greiða
atkvæði með tillögunni um að
veita leyfi til reksturs kvik-
myndahúsa, ef þessi skilyrði
yrðu sett —- og fyrst ekki feng
ist fram bæjarrekstur kvik-
myndahúsana. Þá spurðist hann
fyrir um störf nefnda þeirra,
sem kosin var til að athuga
rekstur kvikmyndáhúsanna og
taldi æskilegt að niðurstöður
nefndarinnar lægju fyrir bæjar
stjórn áður en hún tæki ákvarð
anir sínar.
Málið varð tkki útrætt á síð
asta fundi bæjarstjórnar. Fyrir
liggja nú hjá bæjarstjórn um-
sóknir frá einstaklignur, stofn-
unum og félagssamtökum um
leyfti til reksturs kvikmynda-
húsa.
Fimmtíu og fimm ára
er í dag Jón Þ. Jósepsson vél-
stjóri Skólavörðustíg 26 A.
.ffj AÐ FÓR að vonum, að
■ Björn Bjarnason form-
maður íðju þyti upp með
biekkingar og ofstopa út a£
hinni hógværu grein hér í
blaðinu um afstöðu iðnverka-
fólksins í fyrra dag. Hann
reyndi ekki á minnsta hátt
að rökræða afstöðu fólksins
eða deiiuna í heild, en fer
að eins með fullyrðingar og
tilhæfulaus ósannindi.
' Eiit viðurkennir hann þó.
Hann viðurkennir að mörg stór
fyrirtæki haldi áfram rekstri.
Áf hverju halda þau áfram
rekstri? Af því að þau fá strafs-
fólk úr öðrum félögum og greiða
því kaup samkvæmt samn-
ingum þessara félaga, en þau
eru Dagsbrún ,og Framsókn.
Þau fá einnig ófélagsbundið
Forsefi Islands far-
inn fil U. S. A.
Situr boð Roose-
velts í Hvíta hús-
inu í kvöld
POESETI ÍSLANDS
*■ Sveinn Bjömsson, lagði
af stað flugleiðis til Banda-
ríkjanna kl. 11 árdegis , gær.
en Roosevelt Bandaríkjafor-
seti hafði boðið honum vest-
ur um haf. í fylgd með for-
setanum eru þeir Vilhjálmur
Þór, utanríkismálaráðherra,
Bjarni Guðmundsson, hlaða-
fulltrúi ríkisstjórnarinnar,
Pétur Eggerz, forsetaritari og
Jakob Jónsson lögregluþjónn.
Mun forsetinn hafa komið
til Bandaríkjanna árdegis í
morgun. f kvöld situr hann
boð Roosevelts í Hvíta hús-
inu í Washington.
Slöðugt unnið í
Þjóðleikhúsinu
STÖÐUG vinna hefúr staðið
yfir við Þjóðleikhúsið frá
því í vor, og er ibúið að múr-
húða mikið af hliðarsölum og
herbergjum hússins þótt ékki
sé 'búið að ganga fyllilega frá
þeim ennlþá.
Aðgerðir á aðalsalnum og leiik
sviðinu, hafa hins vegar verið
litlar ennþá, enda mun megin
vinnan liggja þar í. Verið er
nú að höggva gólfið í anddyri
hússinis og verður væntanlega
gengið frá því bráðlega.
Um tuttugu manns vinna xm.
í húsinu og eru þar af fiimra.
múrara.
Mun enn vera langt í laxíd,.
þar ti'l lokið verður að ganga
•firá húsinu að fullu, nema jþví.
meira vinnuáfli verði hætt við.
Hins vegar hefir verkinu mið-
að vel áfram með þeim mann-
atfla ,sem við það hefur unnið.
fólk, sem ekki fær að vera a
Iðju fyrir tilstuðlan B. B. við
síðustu samninga. Einu fyrir-
tæki, sem Aiþýðublaðið nefndi
sleppir Björn Bjarnáson þó,
smjörlíkisgerðinni Smári. Hvers
vegna sleppir hann þessu fyrir-
tæki, sem sagt er að framleiðí
smjörlíki eins og ekkert hafi
í skorizt?
Hvað eru verkalýðsfélögin?
Það er félagsskapur fólks til
þess að bæta kjör þess. Bætir
Iðja kjör iðnaðarverkafólksins?
Meðlimir Dagsbrúnar og verka
kvennafélagsins vinna í iðnað-
inum fyrir hærra kaup- og hafa
lengi gert — en félagar Iðju
hafa fengið samkvæmt þeim
samningum, sem Björn Bjarna
son gerði í fyrra. Þá samdi hann
'um kaup handa iðnaðarfólkinu,
sem enginn atvinnurekandi gat
Frh. á 7. aíta.
r
A að fórna hagsmunum iðnaðar-
verkafólks á allari kommúnisla!
-t-----■»....■■-- |
Játningar kommúnistans iförns Bjarnason-
ar »- ®g staöreyndiraar