Alþýðublaðið - 15.09.1944, Side 7

Alþýðublaðið - 15.09.1944, Side 7
]piQ$tu<Í3£ur 15. september 1944 ALÞYOUBLAÐIO Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: 20.30 íþróttaþáttur: Ávarp til sambandsfélaga í. S. í. (Þor geir Sveinbiarnarson). 20.50 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett nr. 27 í F-dúr eft- ir Mozart. 21.05 Upplestur: „Sagan af Tail- ega, hvíta hestinum“ eftir William Saroyan (Hanhes Sigfússon). 21.25 Hljómplötur: Erna Sack syngur. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Symfónía nr. 5 eftir Schubert. b) Fiðlukonsert eftir Spohr. d) „Mazeppa"- symfónían eftir Liszt. .Ferðaí'élag íslands ráðgerir að fara berjaför upp í Seljadal næstkomandi sunnudag. Xiagt af stað kl. 10 árdegis frá Ausjurvelli. Farmiðar seldir á löstudaginn og til hádegis á 'laug- ítrdag í skrifstofunni, Túngötu 5. í fyrradag bjargaði Sigurður Magnússon kennari manni frá drukknun fyr- ir neðan Skúlagötu. Hafði maður- inn vaðið þar út í sjóinn, rétt aust an við olíugeyma Olíufélag's ís- lands. Marlene Dielrich með ísl. blaðamönnum Samningar Hiífar Frh. af 2. afSu. skipavinnutaxti Dagsbrúnar er: í ísvinnu kr. 2.75 og í vinnu við kol, sement, salt og i ,,boxum“ kx. 2.90. Hermann féll frá þess- airi kröfu og fé'kk kr. 2.85 í allri bryggju og skipavinnu. Þá er eftirvinna og næturvinna að jöfnu hlutfallslega lægri í.Hafn arfirði, . miðað við dagvinnu- kaupið, en kaup fyrir eftir- og næturvinnu í Reykjavík. Hins vegar fékk Hermann 30 mínút- ur í kaffi og fórnaði því kaup- inu í Reykjavík fyrir það. Loks ska-1 þess getið, að hér í Reykjavík, og það sama hefur gilt í Hafnarfirði, hefur atvinnu rekandi orðið að fá undanþágu til að halda áfram vinnu frá kl. 8—10 á kvöldin til að Ijúka verki, en nú var það fellt úr samningunum. Eins og menn sjá er hér um sízt betri kjör að ræða en verka rhenn í .Reykjavík hafa; þver.t á móti. Stjórn Hlífar' mun ekkert umiboð hafa haft til að undir- rita samningana án samþykkis félagsfundar. Boðaði stjórn fé- lagsins því til fundar í gær- kveldi og var samkomulagið samþykkt þar. Þetta er annar ósigur komm únista í þeim fyrirhyggjulausu deilum, er beir hafa efnt ^ t.l undanfarið. Rætist sá spádóm- ur sannarlega, að fyrirhyggju- leýsi kommúnista kemur fyrst og fr-eimst niður á ver-kalýðnum. Verkamennirnir í H afnarfiri: i hafa tapað nálega vikuvinnu algerlega að ástæðulausu. Söngskersimtura Frh. af 2. síðu, ér fremur erlend lög, þar sem íann hefir dvalið við nám í Cnglandi síðastliðna tíu bánuði >g aðallega æft þau. Þorsteinn Hannesson mun indurtaka söngskemmtun sína kvöld 1:1. 11,30, við hljóðfærið /■erður eins og áður dr. Victor /on Ui'bantschitsch. við Marte iiiifrstí Frh. ad 2. sffiu. lene Dietrich notaði og hvar hún keypti þau. Þið eruð öðru- vísi.“ lands frá Grænlandi“, sagði Marlene Dietrich. „Þar vorum við í 10 daga og skemmtum í herbúðum víða um landið. Nafn ið á landinu ykkar er alveg út í blýinn, það ætti að heita Græn land en Grænland ísland. Hér er allt svo grænt og vinalegt, eins og einhverskonar paradís á norðurhjara. Mér fannst mikið til um að koma til Reykjavíkur frá ísnum og auðninni í Græn- landi, að sjá öll ljósin og falleg myndarleg hús. Ég vona, að mér auðnist að fá að sjá meira af landinu. > Og kvenfólk- ið, sem ég hefi séð, er svo lag- legt, ég hefi enn ekki séð ófríða stúlku hér í Reykjavík.11 „Höfðuð þér hugsað yður ís- land eins og það er í raun og veru“j spyrjum við. „Nei, allt öðruVísi,“ segir leikkonan og brosir. „Ég hélt að hér væri svo kalt og hörkulegt, en svo kém- ur maður til svona vingjarnlegs lands. ísland minnir mig mikið á Sviss, það er tígulégt. án þess þó að vera kuldalegt eins og nafnið bendir til. Ég var satt að segja alveg hissa.“ Svo varð nokkurt hlé á sam- talinu, meðan kvikmyndatöku- menn kepptust við að taka myndir af leikkonunni og var auðséð, að hún var vön ster/- um ljósum og hélt áfram sam- talinu, eins og ekkert hefði í skorizt. í leikflokknum er önnur leik- kona, Lin Myberry, sem oft hef ir leikið í útvarp í Bandaríkjun um. Stóð hún hjá Marlene Diet- rich meöan blaðamenn töluðu við hana. „Það er annars skrít- ið“, sagði Lin Meberry, „hve ólíkar spurningar eru hjá blaða mönnum í hinum-ýmsu löndum. í Bandaríkjunum myndu blaða menn spyrja, hvaða tegund af sokku-m og silkinærfötum Mar- Konan mín og móðir okkar elskuleg lirafeia Hrisijáns'dlóttir.’ andaðistí Landakotsspífala 14. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjartur Jónsson og dæhi:r. Fér með Siernum inn Róm Marlene Dietrich skýrði frá því, að þau hefðu verið á Ítalíu. í apríl, maí og júní og farið með ameríska hernum inn í Róm, er borgin var tekin. „Það var ó-- gleymanleg stund“, sagði hún. Hún var einnig á ströndinni við Anzio á sínum tíma og í Afríku og mun láta nærri, að hún hafði ferðast þúsundir kílómetra til þess að skemmta hermönnum og eyða tilbreytingarleysinu hjá þeim. Héðan fer hún til Bretlands. .. Marlene Dietrich skýijði einn ig frá því, að síðasta kvikmynd- in, sem hún hefði leikið í, hefði verið tekin í desember s. 1. Heit ir hún ,,Kismet“ og leikur Ronald Colman annað aðal- hlutverkið. Hún sagðist ekki mundu leika í fleiri kvikmynd- fyrr en að ofriðnum loknum. Auk Lin Mybérry, sem fyrr getur, eru í leikflokknúrcrCraig Mathues, sem jafnframt er far- arstjóri. Hann er kunnur leikari í Bandaríkjunum. Þá eru þeir Jerry Cummins, sem leikur á píanó og harmóniku, Mandy Kaye og Joey Faye, sem báðir eru skopleikarar. Allt er þetta fjörugasta fólk, eins og vera ber, enda hefir það hlotið hinar beztu viðtökur. Þegar Marlene Dietrich og hinir leikararnir og blaðamenn irnir höfðu verið ljósmyndaðir í krók og kring, var leikkonan kvödd, enda hefir hún ærið að staffa hér, eins og annars stað- ar, þar sem hún kemur.. Um leið og við skutumst út úr dyrunum, stálumst við til að gefa henni enn einu sinni hýrt auga. 'jmþykkf alþtagisi gærkveidi Fi'h. af 2. síðu. „Alþingi ályktar að fela rik- isstjórninni að lækka verð á vörum innanlands fyrst um sinn með framl’agi úr rikissjóði, til þess að koma í veg fyrir, að vísitala f-rámfærslukostnaðar hækki úr 272 stigum.“ Tillaga þeirra Bernharðs og Skúla var til umræðu á fundi sameinaðs þings, er hófst kl. 5 í gær. Bernharð fylgdi henni úr hlaði með nokkrum orðum. Hann kvað það skoðun flutn- ingsmanna tillögunnar, að óverj andi væri að gefa dýrtíðinni nú lau-san tauminn, þegar búið væri að halda henni i skefjum í nálega tvö ár. Nú stæði svo á, að fram færu viðræður mi-lli stjórnmálaflokkanna um lausn dýrtíðarmálanna i heild og möguleika til myndunar nýrr- ar ríkisstjórnar. Þessari tillögu væri engan veginn ætlað að slá þeim umræðum á frest, heldur að koma í veg fyrir, að vísital- ail yrði látin stóbhækka, meðan á þeim stæði. Ásgeir Ásgeirsson kvað tvenn sjónarmið hafa komið fram í ij árhagsnefnd neðri deildar varðandi þetta mál. Tv armenn teldu eðlilegast, að verðlag á landbúnaðarvörum yrði látið haldast óbreytt, svo og uppbótargreiðslur úr ríkis- sjóði, sem nú eru inntar af hendi, meðan reynt væri til þrautar að koma á samnir?i'ra um heildarlausn þessara mála. Hitt sjónarmiðið, sem fram hefoi komið í nefndiry; - hið sama -og í bessari tillöeú, sem sé að rikissjóður tæki á sig að greiða niðúr hækkunina á landbunáðarvö'- - að gariga í gildi. Ásgeir kvað það engum vafa undirorpið. að þörf væri aðgerða til úrbóta á þvi vandamáli, sem af dýrtiðinni leiddi. Það væri hins vegar eng in lausn að greiða með fram- leiðsluvörunum og leggja á nýja skatta í því skyni. Það fæl ist auðvitað ekki heldur lausn í því að fresta verðhækkuninni, enda miðaði það aðeins að því, að svigrúm fengist til að ráða þessum málum til lykta. Eftir nokkrar umræður var tillögunni vísað til 2 umræðu og fjárveitinganefndar og fund ur ákveðinn í sameinuðu þingi kl. 9 i gærkveldi. Á kvöldfundinum var tillag- an tekin til 2. umræðu og lágu þá fyrir álit frá tveim minni- hlutum fjárveitinganefndar. Þriðji minnihlutinn, fu-lltrúar Alþýðuflokksins og kommún- ista, skilaði ekki áliti. í fyrsta minnihl-uta voru fulltrúar Sjálf stæðisflokksins1 í fj árveitinga- nefnd. Lagði sá minnihluti til, að tillögunni yrði breytt í það horf, að verðinu á landbúnað- arvörunum yrði haldið niðri með greiðslum úr ríkissjóði til 23. þ. m. Arinar minnihluti-nn, Jónas Jónsson og Helgi Jónas- son, vildi samþykkja tillöguna óbreytta. Pétur Ottesen, framsögumað ur fyjr-sta minnihlutans, kvað raunverulega ekkert ’bera á milli efni-slega. .Fyrsti minnihlutinn vildi aðein-s binda niðurgreiðsl urnar við ákveðinn dag, enda mætti vænta, að úr þvi yrði skorið innan fárra daga, hcort mynduð yrði ný ríkisstiórn. Núverandi ríkisstjórn hefði sagt af sér frá og með degin- um á morgun. Væri því ekki nema um tvennt að velja: mynda nýja stjórn eða skjóta málinu undir dóm þjóðarinnar, ef vera mætti, að með því skap aðist þingmeiúihluti, er tekið gæti við stjórn landsins. Bernharð Stefánsson kvað flutningsmenn tillögunnar frem' ur óska þess, að hún væri r þykkt óbreytt, enda þótt rétt væri, að hér bæri ekki efnislega mikið á milli. Hins vegar taldi hann það ran-ghermi, að stjórn- in h e f ð i sagt af sér. Kvaðst hann þvert á móti líta svo á, að stjórnin gæti setið ef gerð væ-ri slík samþykkt, er í tillög-u þeirra Skúla og hans fælist. Forsætisráðherra Björn Þórð arson, var viðstaddur umræð- una, en lét ekkert uppi um af- stöðu stjórnarinnar, þrátt iyrir þessi orðaskipti í þinginu. Frumvarp frá Ásgeiri Ásgeirssyni og Áka Jakobssyni Á kvöldfundinum var útbýtt frumvarpi frá Ásgeiri Ásgeirs- syni og meðnefndarmanni hans í fjárhagsnefnd neðri deildar, Áka Jakobssyni. Nefnist það frumvarp til laga um bráða- birgðaverðlag landbúnaðaraf- urða og er svohljóðandi: „1. gr. Frá 15. sept. 1944 til 1. desember 1944, ef alþingi tek ur ekki aðii-i ákvörðun innan þess tíma., skal verðlag innan- lands á landbúnaðarafurðum haldast óbreytt eins og það er nú og uppbótagreiðslur úr ríkis sjóði vegna innanlandssölu á þessum vörum haldast óbreytt- ar. Þó er heimilt að lækka verð þeirra landbúnaðarvara, sem að nokkru leyti eru fluttar inn frá útlöndum, með verðjöfnun. Greinargerð flutningsmanna er svohljóðandi: „Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja, mun verð á landbúnaðarafurðum, reiknað i samræmi við ákvörðun sex manna nefndarinnar, hækka 15. sept. n. k. um ca. 10%. Slík hækkun mundi án efa koma af sitað nýrri verðkækkunaröldu og torvelda - samkomulag um stöðvun dýrtíðarinnlr. Flutningsmenn telja að nauð synlegt sé að koma í veg fyrir þessa hækkun og fá um leið svig rúm til heildarsamninga um lausn þessara mála.“ ií u-mræðunni lagði Ás-geir Ásgeirsson áherzlu á fyrri um- mæli sxn um það, að í þessu frumvarpi fælist engin lausn á þessu máli. Með því væri aðeins stefnt að því að fá frest til heild arafgreiðslu þess, en hún myridi tæplega nást nema þingið hefði málið til meðferðar í 1—2 mán- uði. Éf hins vegár éngin breyt- ing yrði í þessum efnum fyrir 1. desémber. kæmi sú verðhækk un, sém nú hefði átt að verða á landbúnaðarafúrðum, til fr.am- kvæmdá. ia!< KO--' úy Atkvæðagreiéslan Að umræðunni lokinni var gengið til atkvæða. Var fyrst ib-oarin undir atkvæði breytingar tillaga Spálfstæðismanna, sem áður er lýst. Var hún sam- þykkt að yiðhöfðu nafnakalli með 27. *atkv. gegn 17. Með henni greiddu atkvæði Sjálf- stæðismenn og kommúnistar, en Alþýðuflokksmenn og Fram sóknarmenn á móti. Áð því búnu var tillaga þeirra Bern- harðs og Skúla, svo breytt, bor in undir atkvæði og samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 32 atkv. gegn 14. Með henni greiddu atkvæði Framsóknar- og Sjálfstæðismenn, en Alþýðu flokksmenn og kommúnistar á móti. Urðu kommúnistar þannig til þess að tryggja samþykkt Fram sóknartillögunnar með því að ljá breytingartillögu Sjálfstæðis flokksins fylgi sitt og gera hon um auðið i(5 greiða síðan atkv. með Framsóknartillögunni svo breyttri. En eftir er að sjá', hvort þeir hafa ekki þar með einnig bjargað stjórninni. ÚtbreiðiS Alþýðublaðið. 383æ3æ3æ3S383æS®88$88aa

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.