Alþýðublaðið - 19.11.1944, Page 5
Sunnudagur 19.. nóv. 1944.
ALÞYÐUBLAÐIÐ____________________________S
Um tannlækna og tannskemdir — Um bækur — bóka-
flóð og brennivín — Bréf um mjólkurmáin
UM TANNLÆKNA og tannviS-
viðgerðir fékk ég eftirfarandi
bréf í gær frá „Mg“: „Ég lief að
unðanförnu verið að hringja til
hinna ýmsu tannlækna hér í bæ í
því skyni að fá framkvæmdar
tannviðgerðir, en hef alls staðar
fengið sama svárið: „Það verður í
fyrsta lagi í maí eða júní næsta
ár sem þér getið fengið tíma.“
„ÞETTA SÝNIR okkur að hér
eru nú starfandi of fáir tannlækn-
ar, en það verður að vinna að
því að þeim fjölgi. Það nær vitan-
lega ekki nokkurri átt og er í raun
inni alveg óþolandi, að maður
skuli þuirfa að bíða í 7 til 8 mán-
uði eftir að'fá gert við tönn. Að
svo löngum tíma liðnum getur í
mörgum tilfellum varla verið um
mikla viðgerð að ræða, heldur ein
ungis að' taka tönnina."
„ÞÁ GETUR maður sagt að lítið
fari fyrir árangrinum af hinum
stöðuðu áminningum um að hirða
vel tennumar og vitja tannlæknis
í tíma, ef um skemmd er að ræða.
Það er óhjákvæmilegt að ráða bót
á þessu á einhvern hátt og treysti
ég því að bæjarlæknir og land-
læknir kynni sér þetta mál og láti
til sín taka svo um muni.“
S. P. SKRIFAR mér: „Oft hef-
ur það borið við undanfarið, í
blöðum og tímaritum, að rætt hafi
verið um bókaflóð. Hef ég velt
þessu einkennilega orði um bóka-
útgáfu síðari ára fyrir mér, og
látið hugann reika aftur til þeirra
tíma er voru hér fyrir stríð, at-
vinnuleysisins, öngþveitisins, sem
ríkti hér þá á flestum sviðum. Þá
var nú ekkert „bókaflóð“, síður
en svo, enda lítið úrval góðra bóka
á íslenzku. Man ég það, að þá gerð
ust ekki meiri bókakaup hjá mér
en 1 eða 2 bækur á ári, og þóttist
ég þá ná í allt er ég vildi eiga.“
i
„Sír ÖRVUN í viðskipta- og at-
hafnalífinu sem hófst hér á landi
með yfirstandandi styrjöld og her
námi, hefur að vísu einnig náð til
bókaútgáfunnar ,en þó aðeins, að
því er mér virðist, í eðlilegu hlut-
falli við þróun og útþennslu ann-
arra athafna meðal þjóðarinnar, og
mœtti því segja, að hér sé að
„BÓKAKAUP MÍN"“ síðustu 4
árin hafa verið til jafnaðar 12
bækur á ári, og finnst mér að
minna megi það ekki vera, því
margt er nú góðra bóka á markað
inum, og ólíkt auðveldara finnst
mér nú að eignast 12 bækur á ári
en 2 fyrir stríð, og veldur það, að
laun manna og atvinna eru nú
rífleg, en bókaverði stillft meira í
hóf en flest annað, sem selt er ’nú
til dags, þegar undanskildar eru
nokkrar bækur frá stríðsgróða-
æfintýra-útgáfufélögum."
„GÓÐ BÓK er eitthvað það
bezta sem maðurinn eignazt. Það
er þægileg hvíld að loknu dags-
verki að taka sér góða bók í hönd
og gera sér tilveruna enn verð-
mætari en áður. Ólíkt hollara er
að kaupa sér eina góða bók, eins
og t. d. Jón Sigurðsson í ræðu og
riti, sem kostar í góðu bandi kr.
80.00, en eina flösku af
\yhisky fyrir sama verð, og ó-
líkt meira vit er í því að kaupa
sér 12—20 bækur á ári fyrir kr.
800.00 en einn lélegan armstól fyr-
ir sama verð.“
„ÉG GET EKKI komið auga á,
að hér hafi myndast óeðlileg
þennsla í bókaútgáfu eða „bóka-
flóð“, fram yfir aðra framleiðslu
þjóðarinnar á öðrum sviðum. Eh
ef við íslendingar höfum verið of
athafnasamir á ýmsum sviðum hin
síðari ár, sem til óhófs mætti telja,
væri ekki úr vegi að minna á
skemmtanafLóð, húsgagnaflóð, heild
salaflóð, samkvæmisflóð, áfengis-
flóð, ráðherraflóð og alls konar-
flóð, sem of langt væri upp að
telja í dálkum þínum.“
„XVm“ skrifar mér á þessa leið:
„í pistlum þínum fyrir nokkrum
dögum, er minnst á, að „ófremd-
arástand“ það, — mjólkurskort-
inn í bænum — sem verið hafi und
anfarið, sé ennþá ríkjandi. Þetrta
er víst alveg rétt, en mér virðist
þú telja aðalorsök þess — hina
einu? — að ekki er komið upp
stórt og mikið kúabú í „nágrenni
bæjarins", væntanlega rekið af bæj
arfélaginu? Þetta er sjálfsagt að
nokkru leyti rétt líka, en það eru
fleiri orsakir að mjólkurskortinum
í bænum.“
verða sæmilegt úrval bóka á ís-
lenzku máli.“
„FYRIR STRÍÐ voru bókaverzl-
anir flestar fullar af dönskum og
norskum bókum, á síðari árum hef
ur sú breyting orðið á, að í stað
Norð'úrlandabókanna hafa bóka-
verzíanirnar fyllst af enskum og
amerískum bókum; sýnir það m.
a. að þó útgáfa hafi aukist hér,
vantar enn stórum á, að fullnægt
sé úrvalsþörf almennings á bók-
um á íslenzku máli.“
„FYRIR NOKKRUM árum mun
framleiðsla mjólkur á landi bæjar-
ins hafa verið komin upp í allt að
11/2 milljón lítra á ári, en mun
nú ekki vera mikið yfir 6—700 000
lítrar. Ástæður fyrir þessari þróun
niður á við eru fleiri en ein. Setu-
liðið hefur tekið til afnota rækt-
uð lönd og eyðilagt þau, sem nema
mun mörgum kýrfóðrum. Stjórn
bæjarins hefur tekið undir bygg-
ingar allmikið af ræktuðu landi,
Fnh. á 6. síðiu
tJniSinpr
óskast til þess að bera blaðið til áskrifenda viðs vegar
um bæinn, einnig í úthverfum bæjarins. — Talið við
afgreiðsluna. !
AUGLÝSID I ALÞÝDUBLAÐINU
Heillum horfinn
Hitler lítur töluvert öðruvísi út á þessari mynd, en þeim, sem teknar voru af honum, meðan allt
lék í lyndi og herskarar hans unnu hvern sigurinn af öðrum. Þessi mynd var tekin honum á
i járnbrautarstöð í Þýzkalandi seint í sumar, eftir að upp komst um samsærið gegn honum, og er
hann að bíða þar eftir sálufélaga sínmn Mussolini. Á sporinu sést brynvarin einkajárnbrautar-
lest hins heillum horfna „foringja11.
Hitler élur ofan í sig
EF Hitler, Göring og Göbbels
skyldu falla bandamönn-
um lifandi í hendur, væri eigi
unnt að búa þeim aðra refsingu
verðskuldaðri en þá að löka þá
inni í fangaklefa og láta þá eyða
tímanum við að færa í letur orð
sám frá velmakitardöguni sínum.
Það er áuðvelt að gera sér í hug
arlund, hvernig þeim muni
verða innanbrjósts, þegar radd-
ir sjálfra þeirra enduróma úr
fortíðinni að eyrum þeirra. —
Það verður þeim vissulega í
semn strömg og háðuleg refsing
Við skulum til dæmis hlýða
á orð þau, sem Hitler mælti til
þýzka þingsins morguninn sem
hersveitir hans réðust inn í
Pólland:
„Frá og með þessari stundu
er ég fyrsti hermaður þriðja rík-
isins. Ég hefi klæðzt þeim bún-
ingi, sem er mér helgastur og
kærastur, og ég mun ekki úr hon
um fara fyrr en sigur er tryggð
ur — ella mun ég ekki lifa úr-
slit hildarleiksins, sem nú er
hafinn.“
Og honum mæltist á líka lund
rtii áheymenda sitruna i bjórkjall-
aranum í Múnchen hinn 8. dag
nóvembermánaðar árið 1940:
„Ég er staðráðin í því að berj
ast til úrslita. Ég skál færa Bret
um heiim sánninm um það, hverj
um síkal verða itortímit í þeissari
styrjöld.“
í nýársboðskap sínum árið
1941 mæltist honum á þessa
lund:
„Styrjöld þessi mun verða háð
til úrslita — og þau úrslit eru
fengin, þegar hinir! ábyrgu
glæpamenn hafa hlotið sinn
verðskuldaða dóm.
Látum þá skeggræða um
„hamingjuhvörf í styrjöldinni“.
En þeir munu komast að raun
um það, að í þessari styrjöld er
engin hamingja til önnur en rétt
ur sigurvegaranna.“
Og hann hélt þannig áfram
16. marz sama ár:
„Hin eilífa forsjón mun eigi
láta sigurinn falla þeim í skaut,
sem eru reiðubúnir að úthella
l
GREIN ÞESSI, sem er eft-
ir J. C. Johnstone og
þýdd úr tímaritinu World
Digest, fjallar um hreysti-
yrði Hitlers og samherja
hans, meðan allt lék í lyndi
fyrir nazistum og hersveitum
þeirra. Höfundurinn telur, að
það myndi þyngsta refsingin,
sem hægt væri að leggja á
nazistana, að þeir væru látnir
skrá hin fórnu hreystiyrði sín
eftir ósigur þeirra og hlusta á
bergmál fortíðarinnar, sem
hlyti að láta þeim óþekkilega
í eyrum.
• . - í ' 1
blóði til þess eins að svala dráp-
fýsn sinni.“
En Rlbbentrop á sinn bróður-
þátit á þeesisium. söng. Honum
fórust þannig orð meðal annars
í ræðu, sem hann hélt 27. sept.
árið 1942 í árdögum orrustunn-
ar um Stalinigrad:
„Ef til vill mun orrusta þessi,
þegar fram líða stundir, verða
talin tákn frelsisbaráttu Ev-
rópu.“
Þegar þýzku hersveitirnar
unnu hvern sigurinn af öðrum,
kunnu forustumenn nazista sér
ekki læti fyrir fögnuði .Göbbels
lét eftirfarandi orð falla í ræðu,
sem hann hélt 19. janúar árið
1940:
„Aldrei áður hefur Þýzka-
landi gefizt slíkt tækifæri til
þess að verða forustuþjóð heims
ins. Öll þýzka þjóðin bíður óþol
inmóð hinnar langþráðu stund-
ar, þegar heimsveldisdraumur
hennar rætist, og hvert manns-
barn á Þýzkalandi veit, að sú
stund mun upp renna.“
Hinn 10. maí árið 1940, dag-
inn sem Þjóðverjar réðust inn í
Holland og Belgíu, mælti Ribb-
entrop hreykinn í bragði::
„Þýzki herinn mun tala við
Stóra-Bretland og Frakkland á
því eina tungumáli, sem drottn
endur þessara lainda virðast
skilja og útkljá mál sín við þá í
eitt skipti fyrir öll.“
Hitler tók undir á þessa lund:
„Orrustan, sem hefst í dag,
mun ákveða framtíð Þýzkalands
næstu þúsund ár.“
Þegar Hitler hélt ræðu sína
í bjórkjallaranum í nóvember-
mánuði árið 1940, kvaðst hann
„hafa samúð með þeim Bretum,
sem ættu herra Churchill þján-
ingar sínar að þakka. „Herra
Clhurchill befur gert sig sekan
um mestu flónsku, sem verald-
arsagan kann frá að greina, með
því að dirfast að ráðast á Þýzka
land með hinum brothættu vopn
um sínum, flughernum og flot-
anum.“
„Ég fullvissa ykkur rnn það,
að Churchill mun úr sögu áður
en langt um líður, en þýzku kaf
bátarnir munu þá hins vegar
enn fyrir hendi.“
Göbbels gaf svohljóðandi yfir
lýsingu:
„Þegar styrjöldinni er lokið
með glæsilegum sigri Þjóðverja,
munum við minnast með á-
nægju og stolti skyldna þeirra
og harðréttis, sem komið hefur í
hlut okkar í hinni miklu bar-
áttu.“
Sama boðun felsit í nýársboð-
skap Hitlers 1941, sem svo oft
hefur verið til vitnað:
„Árið 1941 mun færa þýzku
þjóðinni mesta sigur, sem saga
vor kann frá að greina.“
Hitler klifaði á því í sífellu,
hvílíkur leiðtogi hann væri og
kvaðst njóta hylli og verndar
forsjónarinnar. — „Ég er vernd
ari framtíðar þýzku þjóðarinn-
ar.“ (10. desember, 1940). „Ég
hef óbifanlega trú á sigri mín-
um.“ (8. nóvember, 1940). „Ég
þarf ekki á styrjöld þessari að
(halda tiiil þess að gera nafn mitt
ódauðlegt.“ (3. október, 1941).
Hinn 24. febrúar árið 1940 lét
hann eftirfarandi orð falla:
Framh. á 6. síðu.