Alþýðublaðið - 08.12.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstadagur 8. desemJber 1944. 4 • &*■' *>.• »e -'í ■ ■ ■ ■ i- emroma íslands í K INGSÁLYKTUNAK- * TILLAGA ríkisstjórnar- innar um þátttöku fslands í alþjóðlega vmnumálasam- bandinu (I. L. O.) var til síð- ari umræðu í sameinuðu þingi í gær. Fjárveitinganefnd hafði skilað áliti um tiilögnna og mælt einróma með sam þykkt hennar. Var hún sam þykkt einróma og umræðu- laust við síðari umræðuna og afgreitt til ríkisstjómarinn- ar sem ályktun alþingis. Hitaveitan rædd YerSur heita vatnið tekið at Hörð gagnrýni Jóns Axels Péturssonar Abæjakstjórnar- FUNDI í gær var hita- veitan til umræðu og þau vandræði sem af skortinum á heita vatninu stafa fyrir bæj arbúa í þeim hverfum, þar sem heita vatnið hverfur á miðjum dögum og fólkið verður síðan að sitja í kuld- anum. - Steinþór Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, og gerði fyrirspurn til borgarstjóra um það, hvort Viðskiptaráð setur skorður við álagningu á vinnustundir Ákvæðin ná tii vélsmiója, skipasmiðja og dráttarbrauta Óánægja meðal verkstæðaeigenda 17 IÐSKIPARÁÐ hefir gef * ið út tilkynningu um verðlag á vinnu vélsmiðja, skipasmíðastöðva og dráttar- brauta, sem hlýtur að hafa alhnikil áhrif á kostnað verka sem unnin eru í þess- um verksmiðjum. Breytingin er í því fólgin, frá því sem áður var, að nú er verð hverrar vinnustundar ákveðið. Eins og kunnugt ér máttu vélsmiðjur, skipasmíðastöðvar og dráttarbrautk; áður leggja á vinnustundir starfsmanna sinna 60%. Þessu var breytt fyrir méira en hálfu öðru ári, en þá var ákveðið að lækka þessa á- lagningu niður í 40%. Nú hefur kaup sveina í járn smíði, skipasmíði, verkamanna og annarra, sem við þessi verk stæði vinna hækkað, bæði í al- gengri dagvinnu, eftirvinnu og nætur- og helgidagavinnu. Um leið hsekkaði að sjálfsögðu fjár hæð sú sem verkstæðin fengu af álagningunni á vinnuna, svo að smiðjurnar græddu beinlínis á kauphækkuninni. Viðskiptaráð hefur nú reikn að út hvað hver vinnustund skuli kosta, þanrdg að smiðj- urnar eru sviptar þeim beina gróða sem þær höfðu af sjálfri kauphækkuninni. Samkvæmt tilkynningu verð lagsstjórans eiga smiðjurnar að selja vinnustundir starfsmanna sinna eins og hér segir: Sveina í járnsmdði: Dagvinna kr. 4.62, eftirvinna kr. 6,27, nætur- og helgidagavinna kr. 7.92. Svein- ar, sem vinna inni í kötlum og skipatönkum, daevinna kr. 5,08, eftirvinna kr. 6,90 og nætúr- og heleadagavinna kr. 8,71. Skipa- smiðir, dagvinna kr. 4,93, eftir- vinna kr. 6,69 og nætur og helgi dagavinna kr. 8,45. Aðstoðar- menn í vélsmiðjum, dagvinna kr. 4,06, eftirvinna kr. 5,51 og nætur- og helgidagavinna kr. 6,96. Algeng verkamannavinna, dagvinna kr. 3.43, eftirvinna kr. 4,66 og nætur- og helgidaga vinna kr. 5.88. Þessar tölur mega þó hækka ef vísitala hækkar, annars ekki. Þessi ákvæði eiga að koma til framkvæmda í dag. Eigendur verkstæðanna telja að of nærri þedm sé gengið með þessari tilkynningu við- ákiptaráðs. Segja þeir að álagn ing á vdnnuna í eftirvinnu og nætuirvinnu sé lækkuð úr 40% í 20—30%. Þetta sé ófært, því að rekstur verkstæðanha í slíkri vinnu sé raunverulega dýrari, þar sem færri menn vinni þá en í venjulegri dagvinnu, en jafnframt þurfi til dæmis að kosta upp á hita og fleira. Laugarnesskólinn skreyttur málverk- um effir Jóhann Briem JÓHANN BRIEM listmál- ’ ari hefir verið ráðinn til þess að annast skreytingu Laugarnesskólans. Hefur borgarstjóri ráðið ,hann til starfsins. Jóhann hefur af þessu tilefni fengið frí frá kennslustörfum meðan hann vinnur að þessu. j Svo er til ætlast að lista- maðurinn máli í forsal skól- ans myndir úr íslenzku þjóð- lífi og þjóðsögum. Þarf ekki að efa að Jóhann Briem leysi þetta starf vel af hendi, því að hann er eins og kunnugt er ágætur listamaður og auk þess hefur hann lagt sérstaka stund á þjóð leg efni í málaralistinni. Ráð- gert er að 22 myndir verði settar í forsal skólans, þar af 2 á neðstu hæð, en 10 á hvora efri hæðanna. Það ber mjög að fagna því, er þannig er hafizt handa um skreytingu opinberra stofnana og það verður gott fyrir börnin í Laugarneshverfinu að mega í framtíðinni njóta listaverka Jóhanns Briem í barnaskóla sínum. fólk myndi geta vænst þess að eitthvað yrði gert til úrbótar. Borgarstjóri kvað það að sönnu myndi verða reynt, og þá fyrst og fremst með því að reyna að auka vatnsmagnið með því að þétta þær 'heita- vatnsholur, sem lekar væru, ennfremur sagði hann, að í ráði væri að taka úr sambandi við hitakerfið ýmsar stórbygg- ingar í bænum með samþykki eigenda þeirra bygginga. Og ennfremur með þvi að brýna fyrir fólki að fara eins spar- lega með heita vatnið og kost- ur væri á. Var á borgarstjóra að heyra, að hann væri harla ánægður með gang þessa fyrirtækis, og kvað verkfræðingana furðu lít ið hafa misreiknað sig í útreikn ingum sínum um verkið. Sagði hann þó meðal annars, að hér væri ekki um fullkomið fyrir- tæki að ræða, heldur tilrauna- stofnum. Og kvað fólk verða að vera þolinmótt, þar til reynsl- an skæri úr um gæði hitaveit- unnar. Jón Axed Pétursson kvaddi sér hljóðs og sagðd að allar fyrr nefndar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir hitaskort, væru vægast sagt haldlitlar, enda væri þá komið langt af leið, frá því sem áætlað hefði verið í fyrstu, þegar hverfa þyrfti að því ráði, að hita stór hverfi bæjarins upp með kolum eins og áður hefði verið gert. Taldi hann að betur hefði farið, ef framfylgt hefði verið hinum upphaflegu fyrirætlun- um, sem sé þeim, að hleypa ekki heitu vatni beint í kran- ana, ‘heldur aðeins afrennslis- vatninu, eins og ráðgert var. Með því móti, að gefa hverjum sem er kost á því að eyða sjóð andi heitu vatni beint úr hita- kerfinu, bæði til þvotta og ann ars, taldi hann að væri höfuð- orsök þess ástands, sem skap- azt hefur, þegar það er auk þess vitað, að fólk fer almennt ósparlega með heita vatnið. Taldi Jón Axel, að það sem gera þyrfti við fyrsta tækifæri væri það, að breyta hitavatns leiðslum húsanna í það horf sem ráðgert var í upphafi. EnnÆremur benti hann á, að horfið hefði verið frá því að nota vikur til einangrunar við innanbæjarkerfið, og annað efni valið í staðinn, sem ber- sýnilega einangraði hitann ekki eins vel og ráð hefði verið fvr- ir gert, þannig að vatnið kóln aði óeðlilega mikið í leiðslun- um. Því næst bar Jón Axel fram tillögu þess efnis, að takmark- uð væri, eða bönnuð, með öllu, hitavatnsnotkun við þvottahús og annan iðnað, sem eyddu miklu af heitu vatni, og var til lögunni vísað til bæjarráðs. Freslað að veita for- sljóraslarf Ið við Fjárfagafnimvarpið: anlega lokið í dag, ■ »a4 jís hersins á íslandi sjó- m greiðslu A FUNDI bæjarstjómar í gær átti að skipa forstjóra að Sundhöll Reykjavíkur, en . Frh. á 7. síðu |7 JÁRLAGAFRUMYARPIÐ *• kom til 2. umræðu í sam- einuðu þingi kl. 5 í gær. Jóhann Þ. J'ósefsson var framsögumað- ur fjárveitinganefndar og fylgdi hann áliti og breytingar tillögum nefndarinnar úr hlaði með alllangri ræðu. Umræðunni verður haldið á- fram kl. 1.30 í dag og er ætlazt til að henni verði lokið í kvöld, að atkvæðagreiðslu undanskil- inni. Vera kann, að atkvæða- greiðsla fari fram á morgun. Afmælishljómleikar Péturs Jónssonar óperusöngvara á næsfunni ip ÉTUR JÓNSSON óperu- söngvari mun á næstunni efna til hljómleika í sambandi við sextugsafmæli sitt ,sem er 21. þ. m. Hafa mokkrir vinir og velunnendur hans hvatt hann til að halda.þessa hljóm- leika í tilefni afmælisins. Á IþasEfum M'jiómileikuim mun Péftur synigja toæði ísfenzk lög og ýmsar aríur úr óperum, sem hann hefur sungið erlendis. í saimlbaindá við þesea aÆmæl- isihljóimflieLka verðiur igefim úit vönduð söngskrá, með fjölda mynda af Pétri í ýmsum ó- pemuMuitiveffikmim. Veröur söng- skráin prentuð á vandaðan páppír og verður 24 blaðsíður að sitærið. Sextín og fimm ára er í dag Jóhann Guðmundsson skipstjóri Hverfisgötu 82. NÝLEGA færði yfirmaður brézka sjóliðsáns hér á landi, SundhölMnni vandað stökkbretti að gjöf, með þeim ummælum, að þetta væri þakk lætisvottur fyrir þá ánægju, er hðsmenn hans í sjólhemum hefðu haft af Sundshöllini, í dvöl þeirra hér á landi. Nýju bæjarhúsin boóin ul T BÚÐARHÚS þau, sem ■*- Reykjavíkurbær hefur á- kveðið að láta reisa innst við Skúlagötu, hafa nú verið boð- in út til byggingar Þeir sem ætla að gera tilboð í að taka framkvæmd verksins að sér, eiga að vitja uppdrátta af húsunum og útboðsskilmála í skrifstofu bæjarverkfræðings. Verðiiur nú vænitamfliaga haÆM hiamida vdð byggiingarnar hið faráðaisit, og þær efldd dnagmar á langinn að þarflausu. Bnd<a þútt þesöar nimtegu 70 íbúðir, seim þama á að reisa ileytsd ekki húsmæðisivamdinæðin aið mieámiu veruiLagu fleyti, <þá vemða iþær afllitaf nioflokur úr- fliaiusn þeim, sem verat enu á veigi staddir í húsmæðdismáiun- um og með tilliti til þess ætti að hraða byggingu þessara húsa eins og frekaöt er fcostar á.. 22 skíðaferóir farnar á vegum Skíðafélags- ins s. I. vetur A ÐLFUNDUR Skíðafélags Reykjavíkur var haldinn í fyrrakvöld. í skýrslu sinni gat ritari fé- Frh. á 7. síðu Hafnfirðingar æfla að koma sér upp barnaspífala Kyenféiagið Hringurinn starfar a$ því og safnar fé til þess me$ai bæjarbúa Frá Kvenfélaginu Hring- urinn í Hafnarfirði hefur Alþýðublaðinu borizt eft- irfarandi ávarp: KVENFÉLAGIÐ HRINGUR- INN í Hafnarfirði vinnur að því að koma hér upp barna- spít'ala í sambandi við væntan- legt fæðingarheimili. Vænta fé- lagskonur þess að Hafnfirðing- ar bregðist vel við og styrki okkur í þessu þarfa máli með gjöfum og áheitum, því um nauðsyn slíkrar stofnunar eru ekki skiptar skoðanir meðal bæjarbúa. Listar fyTÍr gjafir og áhéit , liggja frammi í bókabúðum bæjarins. Hér fara á eftir nöfn þeirra sem þegar hafa gefið: Bjarni, Snæbjörnsson 1000 kr. Loftur Bjarnason 1000 kr. Blísabet Egilson 1000 kr. Ás- geir G. Stefánsson 1000 kr. Bein teinn Bjarnason 1000 kr. Geir Zoega 1000 kr. Ólafur T. Ein- arsson 1000 kr. Sören Pamp- mann 1000 kr. Þorsteinn Eyj- ólfsson 1000 kr. Þorgils G. Ein arsson 500 kr. Jón Gíslason 400 Ia-. Vélsmiðja Hafnarfjarð ar h. f. 300 kr. Júlíus J. Nyborg 500 kr. Emil Jónsson 300 kr. Bergur Jónsson 300 kr. Eyjólf- ur Kristjánsson 100 kr. Stefán Sigurðsson 100 kr. Þ. J. 50 kr. Guðm Guðmundsson 50 kr. N. N. 100 kr. Vélsmiðjan Klett ur- h. J. 100 kr. Þórður B. Þórð arson 25 kr. Steingrímur Torfa son 100 kr. P. G. 50 kr. H. Bjömsson 50 kr. Jón Sigur- geirsson 10 kr. Sigurþór Sig- fússon 10 kr. Kristján Kristins son 200 kr. Jóh. Ól. Jónsson 100 kr. Á. Þorsteinsson 100 kr. N. Árnason 50 kr. Bj. Þórðar- son 50 kr. Þórður Gíslason 25 kr. Samtals kr. 12,570,00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.