Alþýðublaðið - 16.12.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.12.1944, Blaðsíða 5
ALÞVÐUBLAÐIÐ Ijaiatgardagnr 16. desember 1944 í gær kom jólabékin eftir André Maurois ANDRÉ MAUROIS er án alLs vafa einhver víðlesnasti og vinsælasti rithöfundur Frakklands, þeirra, er nú lifa. Stílsnilli hans, skarpleika, lærdómi og fyndni er við brugðið. Skáldsögur hans hafa þótt frábærilega snjallar, en mesta frægð hefir hann þó getið sér fyrir ævisögur sínar ekki sízt ævisögur enskra mikilménna. Maurois hefir kannað til grunna enska menningu og lífsviðhorf og er viðurkenndur snjallari túlkur þeirra og skýrandi en jafnvel hinir snjöllustu meðal Breta. Fara þar saman skáidlegt innsæi hans og gleggni gestsaugans. Maurois hefir skrifað ævisögur Chateaubriands, skáHsins, stjómmálamannsins og ástamannsins Voltaires, hins nafnfræga rit- höfundar Lyanteys, stofnanda Afríkuveldis Frakka, Disraelis, hins mikla brezka stjómmálamanns, Shelleys, hins hugljúfa, enska skálds. En frægastur hefir hann orðið fyrir ævisögur BYRONS LÁVARÐAR, höfuðskáldsins mikla, sem hann skilur og túlkar af undursamlegri nærfæmi, ætt hans og erfðir. Uppeldi hans og menntun, ástir hans og skáldskap — einu orði allt hans líf, unz hann fellur í valinn í Missolaughi, glæsilegasta hetjan í frelsisstríði Grikklahds og sá, sem barg málstað þess. Eitt ágætasta bókmenntablað Bretlands, Times Litterary Supplement segir í ritdómi um þessa bók: „Fransltux snillingur hefir með þessu verki goldið minningu |. Byrons Iávarðar þá skuld, sem engum var skyldara að greiða, • en oss sjálfum. En bók hans mun eigi að síður skipa varanlegt og virðulegt sæti í hópi þeirra rita, er ágætust hafa verið rituð um enska menn og enskar bókmenntir. 0, Hún er dásamlegur lykill að hinni dularfullu og fjölþættu sál . Býrons, smíðaður af skyggnum völundi, sem hefir töfrávaldið til þess að láta hlið Sesams opnast.“ N f, Með snilldarlegum þýðingmn hafa þeir Steingrímur og Matthías gert Byron að einu ástsælasta skáldi íslendinga. Með þessari bók gefst þeirn kostur á að kynnast ævi hans og samtíð, skapgerð hans og persónu, sem einu sinni var frelsisskáld allrar Norðurálfunnar og glæsilegastur allra sinna samtíðarmanna. Þetta er bok, sem hver einasti ung- ur maSur og kona heiir gaman ai að eignast og lesa. ~. • * r Bókaverzlun Isafoldar og útibú Laugavegi 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.