Alþýðublaðið - 28.12.1944, Page 2

Alþýðublaðið - 28.12.1944, Page 2
s Jólasjónleikurinn „Álfhóll" JÓLASJ ÓNLEIKURINN „Álfhóll“ eftir danska.leik ritaskáldið Jóhan Ludvig Hei- berg var sýndur í fyrsta sinn á annan í jólum fyrir troðfullu húsi við ágætar viðtökur áhorf enda. Var fyrsta þætti ledksins útvarpað. — Það jók á hátíða- brag þessarar skrautlegu sýn- ingar að á’horfendur sýndu hlý hug sinn til fyrrverandi sam- bandsþjóðar okkar og konungs hennar með því að rísa úr sæt um símum, sem eimn maður, þegar danski konungssöngurinn var leákinn við upphaf og enda lok hennar, en hann er ofinn inn í hina fögru músík Kuh laus, sem samin er við leiikrit- ið. — Meðal hinna mörgu gesta á frumsýningunni mátti sjá de Fontenay sendiherra Dana, og frú hans. — Myndin sem- hér birtist er úr fyrsta þætti sjón- leiiksdns og sýndr frá vinstrá: Harald Björnsson í hlutverki Kristjáns konungs fjórða, Æv- ar R. Kvaran, sem Flemming, hirðmann hans, Brynjólf Jó- hannesson í hlutverki veiði- mannsins og Gunnþórunni Hall dórsdóttur sem bóndakonuna, Karenu. Önnur sýning sjónleiksins er í kvöld kl. 8. Fleiri umsóknir um aÓstoS til vetrarhjálparinnar en í fyrra Meira safnaðist af fé og fé var úthlutað til 500 manns Mann fékur úl af fog aranum „Karls- efni" Sæmundur Bjarna son frá Bnnra- Lambadal í Dýra- firði UM klukkan 8 jóladagsmorg un tók mann út af togar- anum „Karlsefhi“. Var það einn hásetanna Sæmundur Bjarna- son frá Innra-Lambadal í Dýra firði, 31 árs að aldri, fæddur 18. maí 1913. Togarinn „Karlsefni“ var staddur austan Djúpálsins (ísa fjarðardjúp) er slysið varð, fékk skipið sjó á sig svo að Sæ mundur féll fyrir borð og náð- ist ekki. Var veður slæmt og veðurhæð allmikil. Sæmundur var ókvæntur og barnlaus. Afbeoding mafvæla- seðla hefsf í dag JÓLAÚTHLUTUN Vetrar- hjálparinnar í Reykja- vík var lokið á aðfangadags- kvöld. Alþýðublaðið sneri sér í gær til fostöðumanns vetrarhjálpar innar Stefáns A. Pálssonar og spurði hann hvernig söfnunin til vetrarhjálparinnar hefði gengið. „Söfnunán gekk mjög vel,“ sagði Stefán Á. Pálsson. „Al- menningur hefir aldrei brugð ist jafn vel við. Það safnaðist nú meira en t. d. í fyrra og náði’ söfnunin þó hámarki þá. Skát- arnir söfnuðu langmestu, sýndu þeir mikla fórnfýsi og dugnað. Einnig skal þess getið að all- mikið fé barst frá fyrirtækjum, starfsfólki við atvinnufyrirtæki og einstaklingum. Ennfremur safnaðist allmikið af fatnaði. Umsókríir um ‘hjálp bárust nú til okkar öl'lu fleiri en í fyrra og nú fengu úthlutun um 500 manns, en í fyrra urðu 470 manns aðstoðar aðnjótandi. Um heldarsöfnunina get ég ekki sagt að svo komnu, enda liggur uppgjör enn ekki fyrir. Vil ég og taka það skýrt fram að starfi Vetrarhjálparinnar er ekki lokið. Það heldur áfram, enda er mér kunnugt um að söfnun fj.ár og fatnaðar er langt frá því að vera lokið enn“ DAG hefst afhending -mat- vælaseðla í Hótel Heklu, og verða þeir afhentir frá kl. 10 f. h. til kl. 6 e h. í dag og á morgun, en á laugardaginn fer afhending seðlanna fram frá kl. 10—12 f. h. og er þá ætlast til að almenningur hafi vitjað matvælaseðla sinna. Seðlarnir verða aðeins af- hentir gegn stofnum núgildandi matvælaseðla og verða þeir að vera greinilega áletraðir. Leikfélag Reykjavíkur vill vekja athygli leikhúsgesta á því, að af alveg sérstökum á- stæðum getur félagið sýnt franska gamianleikinn Hann einu sinni enn þá, annað kvöld kl. 8. Er þetta tilvalið tækifæri fyrir þá, sem ekki ennþá hafa séð þennan skemmti- lega leik. En þetta verður allra síðasta sýning. Enn fremur vill fé- lagið vekja athygli é því, að þriðja isýnírjg á jólaleiknum „Á:j£hóll“ verður á nýjársdagskvöld. ALÞVÐUBLAÐIÐ_______________ Fimmtudagur 28. des. 1944 Símastöðvarhúsið í Sandgerði brennur til kaldra kola Þrjú lílil börn voru ein heima og varð 9 ára felpa eldsins vör kl. 2 um nótlina Allir innanstokksmunir brunnu með húsinu SÍMASTÖÐVARHÚSIÐ í Sandgerði brann til kaldra kola á svipstundu í fyrri nótt. Þrjú ung börn voru í húsinu, en þau björguðust, en allir munir sem í því voru bnmnu. Símstöðvarhúsið var nýupp- * gert og var eigandi þess Hannes Arnórsson, stöðvarstjóri. í kjall ara þess var skósmíðavinnu- stofa með allmkilu af nýjum vélum og átti Hannes hana. Á hæðinni var símastöðin en á ris hæð íbúð stöðvarstjórans. Um kvöldið klukkan rúmlega 12 fór heimilisfólkið á dansleik í húsi rétt hjá og voru þrjú börn heima, þar á meðal tvær telpur, tveggja ára og níu ára. Um klukkan 1.45 fór níu-ára telpan að sækja mjólk handa litlu telpunni og er hún var aft ur komin inn til hennar fann hún reykjarlykt. Fór hún nú nlð ur og út á tröppur og hitti þar mann sem hún sagði frá reykj- arlyktinni. Fór hann þegar til föður telpnanna, en er þeir komu að húsinu var kominn mik ill reykur um það allt. Börn- in björguðust öll út, en húsið varð brátt alelda og varð eng um munum bjargað nema einní sæng. Slökkvilið Sandgerðis kom strax á vettvang, en dælur þess reyndust ekki nógu öflugar og fékk ekki aðgert, brann húsið þarna fyrir augum fólksins og allt sem í því var, en jafnframt læstý eldurinn sig í tvö næstu hús. í því kom amerískt sl'ökkvi lið á vettvang með sterkari dæl ur og bifreiðar og tókst því að slökkva eldinn í húsunum tveim ur. Gekk það mjög vel fram og sýndi mikinn dugnað. Hannes Amórsson eigandi hússins og alls sem í því var, varð fyrir mjög miklu tjóni. Upptök eldsins voru rannsök uð eftir föngum í gær af lög- reglunni í Hafnarfirði og er tal ið líklegast að eldurinn hafi komið upp í kj allaranum í mið stöðinni eða út frá henni. Er bersýnilegt að hér hefir ekki mátt miklu muna að af hlytist hræðilegt slys. JélakveSjur lil íslend- ínga Irá Danmörku EGAR jólakveðjum frá ís lendingum í Danmörku var útvarpað frá Kalundborgar útvarpinu, var ekki hægt að end urvarpa þeim hér. Ríkisútvarpið hafðd fyrir all löngu sent símskeyti til Dan- merkur og spurst fyrir um það hvenær jólakveðjum yrði úh varpað, en útvarjDÍð fékk ekk- ert svar. Nú hefir útvarpið fengið skeyti um það að jólakveðjurn ar yrðu endurteknar 1 danska útvarpið og verður þeim end- urvarpað hér. Hófst það í gær- kvöldi, en framvegis verður þeim útvarpað kl. 10—11 á kvöldin, í kvöld og annað kvöld og á laugardagskvöld og aftur á sama tíma 2., 3. og 4. janúar. íslendingur ráðinn starfsmaður UNRRA í fiskimálum Mið- jarðarhafslandanna ¥y ÓRÐUR ALBERTSSON hefir verið ráðinn starfs- maður endurreisnarráðs hinna sameinuðu þjóða (UNRRA.) Veður hann fiskimálaráðunaut ur á Balkan og starf hans í því fólgið að samræma að- gerðir og aðstoð ráðsins í fiski- málum Miðjarðarhafslanda. Til starfsins var Þórður ráðinn sam kvæmt meðmælum fyrrverandi ríkisstjórnar. Fer hann eftir ára mótin til að taka við starfi sínu. Slórgjafir fil Barna- spítalasjéðs Hrings- ins ARNASPÍTALASJÓÐ Hringsins hafa undanfarið borizt margar og veglegar gjaf ir, enda vilja margir styðja þetta ágæta mál. Hér fer á eft ir listi yfir gjafirnar: Minningargjafir: Til minning ar um læknishjónin Sigrúnu Briem, Friðgeir Ólafsson og börn þeirra, frá I. G. F. kr. 500.00,, Hjalta Jónssyni, kon- iSÚl, kr. 500.00, frændfólk kr. 1.000.00 — eittþúsund krónur —, Á. I. kr. 200.00 og Ragnhildi Halldórsdóttur kr. 1.000.00 •— eitt þúsund krónur —. Helgi Bergsson, skrifstofustjóri afhent kr.1.100.00 frá samstúd entum Sigrúnar Briem, lækn- is, til minningar um hana, mann hennar og börn. Minningargjafir: Um Pétur Ingimundarson, slökkviliðs- stjóra, er eftir ósk konu' hans, frú Guðrúnar Benediktsdóttur, gengu til Barnaspítalasjóðs Hringsins, námu kr. 4.017.50. Gjafir: Frá frú Þórunni Klem- enz kr. 1.000.00 — eitt þúsund krónur — Frá A. K. H. kr. ÍO&OO. L. H. Múller og frú kr. 1.000.00 þúsund krónur — eítt þúsund krónur —. Áheit: Kr. 50.00 frá B. — Frá stúlkum kr. 60.00 — G. E. kr. 5.00, Friðrik Jónsson kr. 100.00 og kona kr. 20.0,0. Innkomið á söfnunarlista fjáröflunarnefndar Hringsins: Starfsmenn Jóhanns Ólafsson- ar & Co. kr. 500.00. Starfsmenn Tr. Péturssonar & Co. 450.00. Ræsir h. f. 100.00. Starfsmenn Ræsis h. f. 700.00. Starfsfólk Eimskipafélags íslands h. f. 300.00,. Fylkir h. f. 500.00. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar Frh. á 7. síðu Lílið ölæðl og engir eldsvoðar um jél- . f m En lögreglan var önnum kafin við að bjáipa fólki til aðkomastumbæ inn V ALÞÝÐUBLAÐH) átti I gær tal við Erling Pálsson, yfn? lögregluþjón og spurði hann nm starf lögreglunnar um jólin. Kvað hann að óvenjurólegl hefði verið í bænum, og engar útkallanir vegna ölvunar sjálfa jóladaganna, hins vegar var mikið ölæði í bænum á Þorláks messukvöld og þá um nóttina, Annars hafði lögreglan nóg að starfa að fólksflutningum um bæinn og h'efir aldrei verið jafis tilfinnanlegur bílaskortur og nú. Á aðfangadagskvöld og jóla dag, varð lögreglan t. d. að fara um 70 ferðir með fólk sem eng in ráð hafði með að ná sér í bifreiðar, og er langt frá því afB bílakostur lögreglunnar sé næg ur til slíks aksturs og taldi yf- irlögregluþjónnnin, að lögregl- an þyrft minnst á tveim bifreiffi um að halda til viðbótar þeim« sem fyrir eru. Engar útkallanir urðu held- ur hjá slökkviliðinu um hátíð- ina og má það teljast einsdæmi því oftast hafa meiri og minni íkviknanir átt sér stað um jól- in vegna kertanna og óbyrgðra ljósa, sem þá eru oft höfð uxrs hönd. Af þessu má sjá að mjög fri8 sælt og rólegt hefir verið hér £ bænum um jólin, og er þaffi vissulega fagnaðarefná. Símasamband aflur komið á við Vest- mannaeyjarog Stykklsbélm NOKKRAR símabilanix urðœ1 um hátíðina og var sam- bandslaust til Stykkishólms og 'Vestmannaeyja í gærmorgun. En bilanirnar munu ekki hafa verið alvarlegar, og var gerf við þær á báðum þessum lín- um snemma í gærdag, svo nú er aftur komið á símasambantl til þessara staða. Sendhneon á tveimur ráðsfefnum vesfan hafs koma hebn ■v I I rjjp VEIR sendimenn íslendingæ sem fóru á verzlunarþing ið í New York, eru nýkomnir heim, eru það þeir Magnús Kjar an og Haraldur Ámason. Komi þeir flugleiðis í fyrrinótt. Þrír fúlltrúar aðrir, sem sátu þingið af hálfu íslendinga erut ókomnir ennþá, eru það þeir Eggert Kristjánsson, Hallgrím ur Benediktsson og Oddur Guffi jónsson. Einnig er Agnar Kofoed-Haia sen lögeglustjóri kominn heim, en harun sat flugmálaráðstefnu í Chicago eins og kunnugt er.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.