Alþýðublaðið - 28.12.1944, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 28.12.1944, Qupperneq 6
ALÞVÐUBLAÐIP Tvær stjörnur Á myndinni sjást tvær frægar leikkonur og kvi'kmyndastjörn ur: Jeanette MacDonald, sem nú er ein af vinsælustu stjörn- um leikhús- og kvikmyndahúsgestanna, og Mrs. Homer Har- grave, sem einu sinni var ekki síður upp á hald þeirra, en þá \ hét hún Colleen Moore ,og mtmu flestir kannast vel við það nafn. Merkur tónlistarviðburður: Fyrsfa órafórfa íslands Björgvin GUÐMUNDS- SON tónskáld á Akureyri mun vera einhver mikilvirk- asti höfundur landsins í tón- smíði. Og þó hefir jafnan verið furðu hljótt um þennan útvörð íslenzkrar menningar síðan hann hvarf hingað heim frá Vesturheimi árið 1931. Hingað til hafa birzt eftir hann þrjú hefti af Tónhendum, kantöturn ar íslands þúsund ár og Til komi þitt ríki, Kvöldbæn, Dauðs-manns-sundið, Tvö söng lög, Tvær prelúdíur, Sofðu ttnga ástin min, í dalnum, Vopnafjörður, . íslands lag, Jólahugleiðing og Serenade, auk margra laga í ýmsum tímarit- um. Þess utan hefir hann séð um útgáfu á lagasafninu Söngva-Borga og útbúið tvö kórlagabefti fyrir Landssam- band blandaðra kóra. íslenzk tónlistarmál hefir hann mjög látið til sín taka og skrifað um þau fjölda greina í blðð og tímarit. Hefir Björgvin jafnan skorið djarflega upp herör gegn öllu því sem honum hefir þótt omiður fara í menntamálum vor um, ekki sízt á sviði tónmennt- ar, og hefir honum þar orðið mikið ágengt nú þegar. Nú hefir Björgvin sent frá sér á vegum bókaútgáfunnar Norðra á Akureyri fyrsta ís- lenzkt stórverk óratóríuforms- ins, Friður á jörðu við hinn söngþjála ljóðaflokk Guðmund ar Guðmundssonar. Er hér um að ræða mjog mikið verk, 176 bls. að stærð, þar sem skiptast á hljóðfæraþættir, einsöngskafl ar, kórbálkur, fyrir blandaðan kór og karlakór, dúettar og söngles eða „rezítetív“. Bókaút gáfan Norðri hefir með þessari framkvæmd sinni sýnt tónbók anenntum vorum verðskuldaða ! athygli og látið leysa verkið prýðilega af hendi með skýrri nótnasetningu og ágætri prent un. Björgvin hefir tekið ást- fóstri .við kórbálkinn frSmar allri annarri tónsmíðategund, og þar nær hann fram geysisterk um dramatískum áhrifum, sem skáka öllum íslenzkum tónskáld um fyrr og síðar. Laglínuauð- legð hans er annað höfuðein- kenni verka hans. Nægir að benda á Heyrið vella á heiðum hveri, sem samið er 1914, en er nú fyrst að öðlast allsherjar- útbreiðslu sem hreinasta lag- perla, ennfremur á hið ramma lag Á Finnafjallsins auðn, sem mun vera eitthvert bezta karla kórslag, sem út hefir komið hér á landi. Báðir þessir kostir koma höfundinum að góðu haldi við samningu stærri tónlistarforma. Þau eru prófsteinn á hið skap- andi þanþol tj áningarinnar og sýna, hvað höfundurhm hefir andlegt þrek til þess að gera svo háum kröfum veruleg skil. Hér skilar tónskáld og tónhag an. Björgvin hefir reynzt valda hinum stóru raddsöngsform- um, og „Friður á jörðu“ er ný sönnun þess. Höfundurinn er stórbrotinn og langsýnn í form sterkri sköpun sinni; hann bein ir athygli sinni fyrst og fremst að hinni stóru línu franwind- unnar en er síður sárt um ein- stök smáatriði tónbálksins. Af þessu spretta að sjálfsögðu mis fellur í leiðslu einstakra radda á nokkrum stöðum, en þær verða síður tilfinnanlegar í stóru formi en smáu. Björgvin hefir fyrstur íslendinga tekið hið klassíská óratóríuform í þjónustu sína og fyllt það kraft mikilli frumsköpun, sem nýt- ur sín ágætlega í hinu þéttriðna raddneti kórkaflans „Haxm Söngurinn af himni Frh af 5 sífta í gervöllum Zillerthal í Tíról höfðu engin böm fegurri söng- rödd en Strassersystíkinin fjög- .ur — Karólína, Jósep, Andrés og Amalía, sem nefnd var Mali og var svo lítil, að það gat vart heitið, að hún væri enn altal- andi. „Strassersystkinin syngja eins og næturgalar,“ var orðtak þar í dalnum. Og Strassersystkinunum lílcti til næturgalanna að því leyti, að þau héldu norður á bóginn sér- hvert vor. Leið þeirra lá til borg arinnar Leipzig í konungsrík- inu Saxlandi. Foreldrar þeirra voru hanzkasaumarar að iðn og héldu til Leipzig til þess að selja framleiðsluvöru sína. Börn þeirra voru ávalt í fylgd með þeim og aðstoðuðu þá við að selja hina mjúku og eftirsóttu gemsuskinnshanzka á sölutorgi borgarinnar. Það var mikið um að vera í Leipzigborg markaðsdagana, og það kom iðulega fyrir, að systíkinin frá Zillerthal villtust meðal hins mikla mannfjölda á sölutorginu. En þá gripu þau jafnan til hins sama ráðs og þá þau voru heima og vildu vísa kvíða eða hryggð á bug — þau sungu. Og lagið, sem þau sungu tíðast, þar eð þeim var það kærast allra laga, var „Söngur- ■inn af himni.“ Það var Karl Mauracher, hinn víðfrægi orgelsmiður í Ziller- hal, sem hafði kennt þeim syst- kinunum óð þennan. Þannig hafði sem sé atvikazt, að hann hafði verið kvaddur til þess að gera við kirkjuorgelið í eirnum nágrannabænum, og þegar hann hafði lokið viðgerðinni, bað hann organistann að reyna orgel ið. Organistinn var Franz Xavier Gruber, og þegar hann sat þarna við orgelið og lét fing urna líða yfir hljómborðið, tók hann ósjálfrátt að leifca lagið, sem hann hafði samið við sálm séra Mohr. „Þetta lag hefi ég aldrei heyrt fyrri,“ mælti Mauracher og undrunin í rödd hans duldist eigi.>, „Mætti ég ekki hafa það heim með mér? Ég efast ekki um það, að fólkinu heima í iZillerthal muni getast vel að því.“ Gruber hafði þá boðizt til þess að láta hann hafa afrit af því, en orgelsmáðurinn svaraði því til, að hann gæti sparað sér þá fyrirhöfn. Mauracher kunni þegar mörg hundruð lög utan bókar, svo að það skipti litlu máli; þótt eitt bættist við. Orgelsmiðurinn hafði svo lag þetta „heim með sér_,“ og það átti brátt almennum vinsæld- um að fagna í Zillerthal. Dalbú arnir völdu á’álminum heitið „Söngur af himni.“ En orgel- smiðurinn gerði sér að sjálf- sögðu ekki gein fynir því, að sáímur þessi og lag var í sann- leika mikil og dýrmæt gjöf tveggja óþekktra listamanna gervöllu mannkyni til handa. Systkinin frá Zillerthal urðu þess brátt vör, að „Söngurinn af himni,“ hafði mikil áhrif á hugi ’ fólks í Leipzig. Vegfarendur námu staðar og hlýddu sem heillaðir væru á hina fögru og unaðslegu óma. Svo var það dag nokkum, að aldurhniginn, skrautklæddur maður gaf sig á tal við börnin. Hann kvaðst heita Pohlenz og vera söng- málamálastjóri saxneska ríkis ins. Hann gaf börnunum að- göngumiða að miklum faljóm- leikum, er hann átti að stjórna í Gewandhaus í Leipzig. Syst- kynjn voru frá sér nuipin af fögnuði. Þegar systkyi^m komu um kvöldið inn í salinn þann hinn mikla, er var þéttsetánn skraut klæddu fólki . — karlmönnum með harða hatta og konum á silkikjólum — fóru þau hjá sér og kváðust hafa orðið fegnust, er þau voru komin í sæti sín skammt frá leiksviðinu. Þegar hljómleikarnir hófust, gleymdu systkinin öllu öðru. Þau sátu þarna eins og dáleidd, þegar það gerðist, sem þau áttu sízt af öllu von á. Herra Pohlenz hafði snúið sér að áheyrendun- um. Nú hóf hann upp höndina til þess að biðja um hljóð og flutti þau tíðindi, að þar í saln um sætu fjögur börn frá Tírol er hefðu fegurstu söngraddir, er hann hefði heyrt langa hríð. Hann kvaðst vona, að þau fengj ust til þess að syngja nokkur hinna fögru laga ættlands síns fyrir konung og drottningu Sax lands og aðra viðstadda. . Börnin stóðu á öndinni af undrun og gerðust kafrjóð, þeg ar hið ákafa lófatak áheyrend- anna hófst. „Við skulum bara loka augunum og ímynda okk- ur, að við séum að syngja heima,“ hvíslaði Mali að syst- kinum sínum. Fyrst sungu þau „Söng af himni,“ og þegar þau höfðu lok ið að syngja lagið ríkti andar- tak dauðakyrrð í salnum, en því næst létu viðstaddir hrifn- ingu sína í Ijós með dynjandi lófataki. Því næst sungu þau öll þau lög, er þau kunnu, hvert af öðru, og þegar þau mundu ekfci eftir fleiri lögum, sungu þau „Söng af himni“ öðru sinni. Áheyrendur hrópuðu til barn anna og báðu þau að syngja meira, þegar einkennisklæddur maður gekk upp á leiksviðið og sagði, að hans hátign æskti þess að tala við börnin. „Þetta var yndislega fallegt,“ sagði konungurinn, þegar hann hafði heilsað börnunum með handabandi. „Við höfum aldrei heyrt þessan jólasálm fyrri. Hvar hafið þið lært hann?“ „Þetta er tírólskt þjóðlag, yð- ar hátign,“ svaraði Jósep. „Mynduð þið ekki fáanleg að koma til hallarinnar og syngja hann á jólunum?“ spurði drottn ingin. „Ég er viss um, að börn- unum okkar þætti innilega vænt um það.“ Þannig atvikaðist það, að guð þjónustunni í hallarkirkjunni að Pleissenburg, konungshöll Saxlands, á aðfangadagskvöld áið 1832 Íauk með því að Strass ersystkinin sungu: Heims um ból helg eru jól. Signuð mær son guðs ól, frelsun mannanna, frelsis- ins lind, frumglæði Ijóssins, en gerv- öll mannkind byrgir augun og byltir sér,“ sem sýnir vel hinar tíðu texta endurtekningar dramatísks kór forms. Söngraddirnar fá víða hin þakksamlegstu tækifæri til að spenna langa lagboga með þroskandi- legatosöng eins og t. d. í þættinum „Það er elskunn ar^ ómdýpt og hljómmýkt.“ Sjálfstæður víxlsöngur er og allvíða, eins og í „Drottins kær leikans orð,“ og fer hið bezta Verkið or allt samið í hrein- um og ómenguðum kórstíl há1 bundinnar verkvísi og veiti uppfærendum öllum áreiðar lega fyrirtaks þjálfun og mikl ánægju. Frágangur allur fr forlagsins hendi er tónlistarbó menntum íslenzkum til mikii vegsauka og höfundinum sjáll um til hins mesta sóma. Me þessu verki hefir Björgvin Gu mundsson enh á ný staðfest þat að hann er mestur. raddsöng£ höfundur íslands. Hallgrímur Helgason. Fimmtudagur 28. des. 1944 Fyrstur á land Myndin er af ámeríska hermann inum, sem fyrstur varð á land þegar innrásin var gerð í Nor- mandie í sumar. meinvill í myrkrunum lá, meinvill í myrkrunum lá. Á þessari stundu kvaddi söng ur þessi systkinin fjögux og hóf sigurför sína um heiminn. Sálmurinn Heims um ból var árum saman sunginn í Hallein, í húsi því, þar sem Gruber lifði og dó. Þar var hann sunginn af sonarsonum Grubers, sem leku á gítar þann, er afi þeirra hafði leikið á, þegar hann söng sálm þennan ásamt föður Mohr fyrsta sinni. Síðar barst sálmur þessi um víða veröld á öldmm ljósvak ans — unz Austurríki var strik að út af landabréfinu dag nokk urn árið 1938 og þessi fagri frið aróður var talinn „óæskilegur.“ En í hinu mikla ríki ljóða og laga, sem er hið sanna ættland hans, getur engin landamæri. Og „Söngurinn af himni,“ nær ávallt, eins og boðskapur jól- anna, til allra þeirra, sem þrá frið á jörðu og velþókruun með mönnunum. HVAÐ SEGJAHIN BLÖÐIN? Frh. aí 4. sföu Grundvöllur stofnanani'ia má ekki stranda á tómri ótrú. Ég nefni ekki fleira. Þetta er ðeins rödd sem ef til vill verður þögguð í hel. En meyðin í ;,ástands málunum" mun halda áfram að kalla, uns verulega verður hafist handa og reynt að bjarga því, sem jargað verður, því að enn færum við hér of dýrar fórnir." Það munu fleiri vera á þeirri skoðun en sr. Gunnar, að hér séu færðar „of dýrar fórnir,“ þó að ótrúlega mikil þögn og aðgerðarleysi sé riíkjandi um þessi mál. t St. Freyja nr. 218. Fundur í kvöld kl. 8.30. Spilakvöld og kaffí. Æðstitemplar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.