Alþýðublaðið - 19.01.1945, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.01.1945, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ SkattafrumvðTpin i alþingi... Frh. af 2. stöu. 2 Stilwell í orlofi j Stilwell, ameríski hershöfðingi, sem fyrir nokkru var kallaður heima frá Kína vegna einhvers ágreinings milli hans og Chiang- Kai-Shek, hvílir sig nú að heimili sínu í Carmel í Kaliforníu. Þar var þessi mynd tekin af honum. En böðað var strax, að honum myndu verða falin mikilvæg störf á einhverjum öðrum vett- vangi styrjaldarinnar. Fðstudagnr 19. janáar 1945. [ Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstur annast B. S. R.t sími 1720. ÚTVARPIÐ 8.30 Morgunfréttir. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur 19.00 Þýzkukennsia, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið og kornsléttan“ eftir Johan Bojer, IX. (Helgi Hjörvar). 21.00 Píanókvintett útvarpsins: Píanókvintett eftir Humm- el. 21.15 Tónlistarfræðsla fyrir ungl inga (Robert Abraham söngstjóri). 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (dr. Björn Sig- fússon). 22.00 Fréttir. 22.05 Þorravaka: Ávarp. — Upp- lestur. — Þjóðkórinn syng u(r, undir stjórn Páis ís- ólfssonar. 23.00 Dansiög. 2.00 (e. miðn.) Dagskrárlok. Tilkynning frá Skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Grótta: Að gefnu tilefni vill Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Grótta birta tillögu um Fiskimálanefnd eins og hún kom fram á fundi félagsins þ. 7. þ. m.: „Skipstjóra- og stýrimannafélag ið Grótta samþykkir að skora á alþingi að leggja niður Fiskimála nefnd eins og hún hefur starfað síðast liðin ár, og leggur til að fá Fiskifélagi íslands störf hennar til úrlausnar.“ Ás tandii í Srini- fangelsltiu y EIDLER er stjórnar hinu illræmda Grinifangelsi við Oslo, og hefir titilinn SS Haupt sturmfúhrer hefir gefið út nýja reglugerð fyrir fangana þar og gefur hún nokkra hugmynd um ástandið á þessum stað. í fyrsta lið reglugerðarinnar sem fjállar um tilraunir til flótta segir meðal annars, ,,að fangarnir njófi þess frelsis að mega hreyfa sig innan fangels issvæðisins, en verði það mis- notað til flóttatilrauna muni það hafa í för með sér hinar alvarlegustu refsiaðgerðir. Þeir sem vprða staðnir að flóttatil- raunum, verða skotnir. Lögð er áherzla á að rafmagnsstraum ur er í girðingunni umhverfis fangabúðirnar. Hið svonefnda hættusvæði er merkt aðvörun- arskiltum með áletruninni „Todeszone" (dauðasvæði). Auk þess hefir verið komið fyrir jarðsprengjum víða utan girð ingarinnar.“ Auk þess eiga fangarnir að heilsa öllum Þjóðverjum, hvort sem þeir eru einkennisklæddir eða ekki og öllum konum, sem þar vinna. í sex feta fjarlægð frá Þjóðverja á fanginn að taka ofan og er hann er kominn þrjú skref fram hjá skal hann setja upp húfuna á ný. Þegar hann gengur fram hjá skal það gert á hermannavísu, þráðbeinn. og þegar sýnt, að hún yrði góð að minnsta kosti fyrra hluta ársins. Spáði fjármálaráðherra því, að skoðanir þingmanna myndu verða skiptar um það, hvort heldur bæri að leggja skatt þennan á veltu þessa árs eða hins liðna. Þó kvað hann það skipta mun minna máli, hvort ofan á yrði, þar eð ákveð ið væri, að skattur þessi skyldi aðeins lagður á einu sinni. Þá fór ráðherrann nokkrum orðum um framkvæmd þessara laga. Kvað hann til þess ætlazt í frumvarpinu, að skattgreið- endur sendu skattstjórum skýrsl ur um veltu sína ársfjórðungs lega. Taldi hann þetta fyrirkoinu lag erfitt fyrir smákaupmenn, sem ekki hefðu fasta starfs- menn í þjónustu sinni til þess að annast bókhald. Gerði hann það að tillögu sinni, að frum- vörpum þessum yrðr vísað til fjárhagsnefndar og myndi hún bá vinna að því að finna betra fyrirkomulag þessarar fram- kvæmdar, ef henni þurfa þætti. Fjármálaráðherra gat þess að lokum, að bví færi að sjáf- sögðu fjarri, að hér væri venð að leggja neyzlutoll á almenr.- ing í landinu, þar eð tekið væri fram í frumvarpinu, að skatt inn mætti ekki telja í kostnaðar verði vöru. Haraldur Guðmundsson lét þess getið í ræðu sinni, að ekki yrði um bað deilt, að hér væri um mjög óæskilega tekjuöflun að ræða. Kvað hann til þessa ráðs gripið af illri nauðsyn og væri samkomulag um bað, að skattur þessi skvldi aðeins lagð ur á einu sinni. Höfuðgalla frum varpsins taldi hann þó bað, að til þess væri ætlazt, að skattur inn yrði lagður á veltu ársins 1945 en ekki ársins 1944. Minnti hann á það, að framkvæmd lag anna yrði stórum auðveldari, ef miðað væri við liðið ár, því að fyrir lægju skýrslur um tekjur fyrirtækia og einstaklinga frá því ári. Taldi hann framkvæmd laganna að sjálfsögðu skinta öllu máli og lét eindregið í íjós að hverfa bæri að því ráði að leggja skattinn á veltu fýrra Iárs, enda skipti það hlutaðeig- endur litlu máli, við hvort árið væri miðað, þar eð ákveðið væri að skatturinn yrði aðeins lagður á einu sinni. Haraldur benti einnig á það. að fráleitt væri að halda því fram, að hér væri um neyzlu- toll á almenninp að ræða, og taldi sér í lagi auðvelt að koma í veg fyrir það, að ekki vrði auð ið að láta neytendur greiða skattinn, ef hann yrði lagður á veltu fyrra árs. Hermann Jónasson flutti langa ræðu um mál þetta og kom víða við. Fann hann skatta Ennfremur eru í reglugerðinni nákvæm og fáránleg .fyrirmæli um kurteisi, er sýna ber hátt- standandi þýzkum foringjum. Ströng refsing er um ef smygl að er pinklum til eða frá fang- elsinu og fangarnir gefa hver öðrum merki. (Frá norska blaðafulltrúanum). Betra að panta tímanlega. Smurt brauð Steinunn Valdemarsdóttir. Sími 5870. vfrumvörpunum og sér í lagi ! frumvarpinu um veltuskattinn, allt til foráttu. Taldi hann frum varpið bera það með sér, að orð ið væri næsta erfitt' að ná þeim 1 tekjum, sem ríkissjóður þyrfti á ; að halda, þegar gripið væri til þessarar tekjuöflunaraðferðar. Kvað hann skattinn koma þyngst niður á þeim, sem hefðu mikla veltu og lága álagningu en léttast á þá, sem hefðu li+ln veltu en háa álagningu og taldi því, að fjarri færi, að hér væri sama látið ganga yfir réttlóta og rangláta. Einnig fullyrti Her mann, að hér væri um neyzlu- toll á almenning að ræða og greip í því sambandi til þess ráðs að vitna fil þess, að veltu skattur á samvinnufélög væri hreinn neytendaskattur. Upn- lýsti hann, að ef samvinnufé- lögin ættu að greiða þennan veltuskatt, bæri S. í. S. að greiða siö hundruð þúsundir en Kron hundrað og fjörutíu þúsundir miðað við veltu árs- ins, sem leið. Þá þuldi Hermann langan lest ur um það, að ólíklegt væri, að skattur þessi yrði aðeins lagður á í þetta eina sinn. Kvað hann sialdgæft, að skattur væri iagð ur á eitt ár og því næst afnum- inn, en virtist þó ekki úrkula vonar um, að því mætti þó við koma. En meginröksemd hans fyrir því, að hann væri vantrú- aður á, að skattur þessi yrði af- numinn að ári var þó sú að hann sagðist ekki telja nokkrar líkuj: á því, að þörf ríkissjóðs fyrir skatta yrði minni að ári en í ár. Einnig fjölyrti Hermann um uppbætur á útfluttar land- búnaðarafurðir og mátti á bon um heyra, að hann teldi stefnt í mikinn og bráðan voða, ef þeim yrði hætt að hausti og virt ist þar kveðá við næSta annan tón hjá honum en Eysteini Jóns syni í neðri deild í fyrradag, er hann fór mörgum fögr- um orðum um fórn bændástétt arinnar, þegar fulltrúar hennar á síðasta búnaðarfélagsþingi af söluðu sér hækkun landbúnað- arvísitölunnar . til þess að tryggja sér það, að uppbótar- greiðslunum yrði haldið áfram! Bernharð Stefánsson tók síð astur til máls og talaði út fund artímann. Fylgdi hann Her- manni fast eftir, en virtist vera í efa um bað, að það væri til nokkurs fyrir sig í fjárhags- nefnd að fjalla um frumvarpið og mátti helzt á honum heyra, að hann vildi fá upplýsingar hjá ríkisstjórninni um það, hvort sú fyrirhöfn mvndi svara kostn aði fyrir sig eða ekki! Umræð- unni lauk þó þannig, að Bern- hai>ð fékk enga forskrift að því, | hvernig hann skyldi haga störf t um sínum í fjárhagsnefnd! Efri deild vísaði frumvarpinu •um gjald af söluverði fisks er- lendis til annarrar umræðu og fjár'hagsnefndar með ellefu sam hljóða atkvæðum, en umræð- | unni um veltuskattsfrumvarpið varð hins vegar ekki lokið eins og fyrr greinir. Hojgaard og Schullz Frh. af 2. síðu. Björnsson hafnarstjóri, Lund- gaard verkfræðingur, Helgi Sig urðsson hitaveitustjóri, Helgi Hermann Eiríksson bæjarráðs maður og Ole Hertevig, bæjar stjóri á Siglufirði. Var sérstaklega minnst Hoj- gaard verkfræðings, sem drýgst an þátt átti í því af hálfu firm ans að verkið var hafið. Hóf þetta fór hið bezta fram og stóð til morguns. Templarahöll ... Frh. af 2. siðu. inni fyrir mjög verulegan hluita af. skrifstofum stjórnarráðsins. sem annars hefði bókstaflega verið á götunni. Það er mjög virðingarvert, að leiðtogar regl- unnar hafa þannig greitt götu stjórnarvaldanna í nauðsynlegu máli. Mun mörgum þeirra einn ig vera ljóst, að eldra umtali um, að ríkið fái húsið til var- anlegra umráða vegna æðstu .stjórnar landsins, er raunveru- lega frestað. íslenzka ríkið get ur ekki komizt hjá að eiga þenn an stað, bæði vegna 'þarfa sinna á líðandi stund og þó einkum vegna framtíðarinnar. Templar ar eiga skilið viðurkenningu þjóðfélagsins fvrir að geyma til afnota fyrir félagsskap sinn og fyrir ríkið þá huseign, sem öll um má vera sýnilegt, að þarf að vera ríkiseign á íslandi. Templarareglan þarf til við- bótar núverandi húeignum að reisa samkomuhús með 3—4 misstórum fundarsölum, veit- ingarstað, lestrarsal og skrifstof um. Þetta hús verður að vera í miðbænum. Ríkið og Reykjavík urbær verða að leggja til þess- arar húsbyggingar svo myndar lega fjárhæð, að þetta templara hús geti orðið með myndarleg ustu byggingum í bænum. Það má ekki líta á meginstöðvar templara í höfuðstaðnum eins og venjulegt samkomnhús, miklu fremur hliðstætt skóla- og spítaiabyggingu. Pegar bær með 40, þús. íbúum þarf áfengi á einum vetrardegi fyrir 360 þús. kr., þá er um að ræða áfeng issýki, sem í eyðileggingu og skaðsemi er meira en sambæri- legt við berklaveikina. Vegna þess sjúkdóms hefir þjóðin reist morg dýr og góð hús og eyðir stórfé til þeirra varna árlega. Sömu tökum verður að beita við áfengissýkina. Samkomuhús templara í Reykjavík á að verða á sínu sviði sambærilegt við Vífilsstaði eða Kristneshæli. Áfengismálið í Reykjavík er svo aðkallandi um skynsamlega úrlausn, að ekki er unandi við aðgerðarleysi forráðamanna rík is og bæjar. Hér er lagt til, að rikisstjórnin leitist við, í sam ráði við bæjarstjórn Reykjavík ur, að fá skipaða þriggja manna néfnd ólaunaðra áhugamanna til að beita sér fyrir byggingu templarahallar í Reykjavík. Það þarf að finna heppilegan stað fyrir þetta framtíðarheim ili templara í miðbænum. Sá staður mun vera auðfundinn og auðfenginn, ef forráðamenn bæjarins vilja hraða frám- kvæmdum í þe»su efni.“ Ræða Churchills Frh. af 3. siðu. Um afskipti Breta af málum annarra landa sagði ChurchilL að Bretar þyrftu ekki ítölum að halda frekar en Spánverjum, það væri þjóðin sjálf, sem yrði jafnan að fá að velja sér stjórn arform að sínu skapi í frjáls- um kosningum. Churchill sagði og, að brezka stjórnin væri fylgjandi samkomulagi Subas- cich og Titoi sem einu lausninni í bráð, en Júgóslavar myndu sjálfir kjósa sér stj órnarform þegar þess yrði kostur. lVIesta athygli vöktu ummæli hans um Grikklandsmálin. Hann Vitti mjög það framferði ELAS-manna að taka gisla, og sagði, að það væri upplýst, að þeir hefðu drepið 12—15 þús- und gisla með öxum og hníf- um. Hann sagði, að grískir kommúnistar hefðu tekið sæti í grísku stjórninni með það eitt fyrir augum að vega síðan aft an að henni og hann sagði að hersveitir Breta hefðu afstýrt óskaplegum ofbeldisverkum. Qjjjurchill sagði, að það væri skylda Breta að taka ákveðna afstöðu gegn ELAS-mönnum vegna framfejrðis þeirra gagn vart gislunum og myndu þeir hvergi hvika frá henni. Bretar hafa lagt meira á sig í þessari styrjöld en nokkur önn ur þjóð, sagði Ohurchill, og við förum snauðari út úr henni en áður. Við girnumst ekki ný lönd né meiri völd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.