Alþýðublaðið - 23.01.1945, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.01.1945, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞriðjtidagTir 23. janúar 1945. Ötgeí-adi: AI]>ý»«flokknrlna =tltstjó.ri: Stefán Péturw.on Ritstjórn og afgreiBsla í A1 frtiuhúsinu viS Hvei Cisgötu Símar ritstjórnar: 4°01 og 490? íimar afcr^iðslu: 4900 og 4906 Verð 1 lausasölu 40 aura. AlþýSuorentsmiðjan h.f. Kosninoar afínr í Dagsbrún. FORSPRAKKAR KOMM- ÚNISTA sýna á sér tölu- verðan taugaósyrk síðan það varð kunnugt, að þeir verka- menn í Dagsbrún, sem fylgja Alþýðuflokknum, svo og ýmsir aðrir, sem ekki vilja lengur una einræði og svikum kommúnista, myndu í þetta sinn bera fram sérstakan lista við stjórnarkosn ingu í félaginu. Svo að segja daglega er hinn kommúnistiski niðursetningur á skrifstofu Dagsbrúnar látinn skrifa lang- ar greinar í Þjóðviljann til þess að reyna að, gera þennan lista tortryggilegan. Það er engu lík ara en að það sé einhverskonar glæpur, að kosningar séu yfir- leitt Iátnar fara fram í félagi nu. Þess er krafizt að ekki komi fram nema einn listi við stjórn arkosningar, rétt eins^ og við svokallaðar kosningar í ríkjum Hitlers og Stalins. Slíkt er lýð ræðið orðið í Dagsbrún undir Sftjórn kommúnista! * Aðalinntak í hinum daglegu áróðursgreinum Eggerts Þor- bjarnarsonar í Þjóðviljanum varðandi Dagsbrúnarkosning- arnar er það, að ekki megi leiða flokkslega sundrungu inn í fé- lagið. „Ef stjórn Dagsbrúnar segir hann í Þjóðviljanum a sunnudaginn, „hefði hagað sér samkvæmt hugsunarhætti hinn ar pólitísku flokkssundrungar, þá hefði hún neytt áhrifa sinna til þess að sjá um, að einungis menn ákveðinnar stjórnmála- stefnu yrðu fyrir valinu.“ Jú, þér ferst, Flekkur, að gelta. Eggert Þorbjarnarson og flokksbræður hans, hafa sýnt svo mikið pólitískt hlutleysi stjórn Dagsbrúnar undanfárin ár, eða hitt þó heldur, að þeim farpt, að krefjast þess af öðr- um,- að þeir geri þar enga stjóm málastefnu gildandi. Hafa kom únistarnir í stjórn Dagsbrúnar ekki tvisvar sinnum svikið gef- in loforð við- Alþýðuflokks- manninn, sem sæti hefir átt í stjórninni með þeim, þegar kosnir hafa verið fulltrúar fyr ii félaeið á Alþýðusambands- þing? Hafa þeir ekki þá, þrátt fyrir orð að eiða, neytt meiri- hluta síns í stjórninni til þess, að trygeja flokki sinum svo að segja alla fulltrúa félagsins á Alþýðusambandsbing? ,Og hvort skyldi það hafa verið gert af umhyggju fyrir pólitísku hlutleysi og faglegri einingu félagsins? Vill ekki Eggert Þor bjarnarson gera ofurlítið nán- ari grein fyrir þvi? Nei, forsprakkar kommúnista í Dagsbrún ættu sem minnst að talá um pólitískt hlutleysi og faglega einingu í verkaiýðsfé- lagsskapnum. Það er öllum kunnugt, hvernig þeir létu í Dagsbrún, meðan þeir voru þar í minnihluta, og hvernig þeir láta annarsstaðar, þar sem þeim hefir ekki tekizt að ná stjórnar Ámi Kristjánssonu Jón S. JónssoH. Jón Pálsson Helgi Þorbjarnarson issmnaðraverkamanna við sliórnarkiðr í Dansbrún Var iagður fram á laugardagskvöldið LISTI LÝÐRÆÐISSINNAÐRA VERKAMANNA við kosningu stjómar og trónaðarráðs í Verkamannafé- laginu Dagsbrún hefur nú verið lagður fram; Er listinn skipaður þessum mönnum: Aðalstjórn: Formaður: Ámi Kristjánsson, Óðinsgötu 28 B. Varaformaður: Jón S. Jónsson. Aðalbóli. Ritari: Jón Pálsson, Hringbraut 139. Gjaldkeri: Helgi Þorbjamarson, Ásvallagötu 16. Fjármálaritari: Guðmundur Konráðsson, Vesturgötu 46, Varastjóm: Egill Þorsteinsson, Fríkirkjuveg 1. Sigurður Gnðmundsson, Njarðargötu 61. Björgvin Jónsson, Baldursgötu 36. Stjórn Vinnudeilusjóðs: J Björgvin Friðgeir Magnús- Formaður: Sigurður Guð mundsson, Freyjugöu 10A. Meðstj.: Þorsteinn Sigurjóns sim, Grundarstíg 17, Páll Steins son, Bánargötu 3A. Varamenn: Hallgrímur Guð- mundsson, Hverfisgötu 83, Björgvin Friðgeir Magnússon, Endurskoðendur Kjartan Guðnason, Meðalholti 12, Run- ólfur Sefánsson, Bragga 9, Skóla vörðuholti. Varamaður: Karl Gíslason, Meðalholti 17 T rúnaðarmannaráð Aðalsitemn Vígmundsson, Laugavegi 162. Albert Sigtryggsson, Eiríks- götu 25. Árrd Kristjánsson, Óðinsgötu 28 B. Ámi Árnason, Suðurpól. Ásbjörn Eggertsson, Skóla- vörðustíg 22 Af Ásbjörn Pétursson, Miðtúni 68. Axel Sigurðsson, Grettisgötu 44 A. Baldpr Guðmundsson, Njáls götu 72. Baldur Ólafsson, Laugaveg 132. Benedikt Jóhannsson, Týs- götu 7. Björgvin Jónsson, Baldurs- götu 36. son, Laugamesveg 40 Brynjólfur Kristjánsson, Lind argötu 9. Egill Þorsteinsson, Fríkirkju veg 1. Einar Dyrsett Laugaveg, 24 B Einar Matthías Einarsson Bræðraborgarstíg 31. Einar Friðriksson, Njáls- götiu 32A. Eiríkur Einarsson, Háteigs- veg 15. Elís Magnússon, Vitastíg 9. Eiríkur Eiriksson, Vesturvalla götu 4. Eyþór Guðjónsson Laugavegi 46 B. Guðjón Bjarnason, Bjamar- stöðum. Guðjón Jóhannsson, Vestur- götu 10. Guðlaugur Bjamason, Lauf- túni, Grandaveg. Guðlaugur Skúlason, Hverf- isgötu 106. Guðmundur Friðriksson Sam túni 20. Guðmundur Gissurrarson, Haðarstíg 2. Guðmundur Guðmundsson, Kárastíg 9 A. Guðmundur Jónsson, Vestur götu 18. Guðmundur Þ. Konráðsson, Vesturgötu 46. Guðmundur Magnússon, Grandaveg 37. Guðmundur Steinsson, Rán- argötu 3 A. Guðmundur Þorbjamarson, Hofsvallagötu 20. Gunriar Eysteinsson, Hverfis götu 37. Gunnar B. Guðnason, Vega- mótastíg 7. Hálfdán Helgason, Stórholti 26. Hannes Pálsson, Meðalholti 9 Haraldur Jóhannsson, Týs- götu 7. Haraldur Magnússon, Höfða borg 82. Hallgrimur Guðsmundsson, Hverfisgötu 83. Helgi Guðmundssoh, Hofs- vallagötu 20. Helgi Þorbjamarson, Ásvalla götu 16. Ingimundur Einarsson, Eiríks götu 33. Ingvar Albertsson, Sjafnar- götu 2. Ivar Þórðarson, Höfðaborg 38. Jóhann, Eiríksson, Háteigs- veg 9. Guðmundur Konráðsson Jóhann Gíslason, Urðarstíg 5 Jóhann Jónatansson, Brekku Seltjarnarnesi. Jón Ingimarsson, Vitastíg 8 A Jón S. Jónsson, Aðalbóli. Jón Pálsson, Hringbraut 139. Jón J. Sigurjónsson, Hring- braut 205. Jón Tómasson, Framnesveg 34. Jónas Ámason Vatnsstíg 9. Júlíus Þórðarson, Hverfis- götu 83. Júlíus Þorsteinsson Bergstað arstræti 41. Frh.. á 6. síðu hendur. Þar er ekki verið að tala um pólitískt hlutleysi eða faglega einingu. Og hvernig létu beir á síðasta Alþýðusam- bandsþingi? Hvar var þá þessi umhyggja þeirra fyrir pólitísku hlutleysi og faglegri einingu verkalýðsfélagsskaparins, þeg- ar þeir gerðu þing allsherjar- samtakanna að vettvangi á- byrgðarlausustu pólitískra of- sókna og hjaðningavíga, sem þekkzt hafa í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar hér á landi? Nei, forsprakkar kommúnista í Dagsbrún ættu að hafa hægt um sig. Þeir hafa ekki sýnt þá orðheidni eða hófsemi í garð verkamanna úr öðrum flokkum innan vébanda þessa félags, að þeir þurfi að vera neitt forviða, þótt fleiri en einn listi komi nú fram við stjórnarkjör þar. Og hvaða lýðræði væri það líka í Dagsbrún, ef þar mætti ekki kjósá milli manna í stjórn félagsins, eins og í öðrum fé- lögum? TÍMARITIÐ Menntamál birtir í nóvemberhefti sínu, sem er nýútkomið, stutt en skemmtilegt og íhugunarvert viðtal við Asgeir Ásgeirsson alþingismann, undir fyrirsögn- inni „Tíminn líður.“ í þessu við tali' segir Ásgeir meðal annars: „Við nútíma menn verðum flijátt gamlir, ef aldurinn á að mælast í breyttum tímum. Við lifum nú á hverjum tíu árum meiri breytingar en gömlu menn- irnir áður á heilum mannsaldri. Þeir, sem eru fæddir fyrir alda- mót, hafa séð tvenna tímana. Þeg- ar ég var unjfor fannst mér tím- inn drattast áfram og ætla aldrei að líða, en nú eru vikurnar og mánuðirnir þotnir fram hjá áð- ur en varir. Þegar 'ég var strákur uppi í Straumfirði, fannst mér eyjan, sem við bjuggum á, vera heil ver öld og Hafnarfjall, í sínum breyti lega bláma, svo langt í burtu, að þangað kæmist ég aldrei, að ég nú ekki nefni hafsaugað, sem ég að vísu starði út í, en sá þó al- drei. Þá var minn litli heimur stór. Þegar ég var í skóla, fór ég í kaupavinnu norður í Möðrudal og var eitt sinn fimmtán daga á leiðinni til’ Vopnafjarðar með Botníu, norður um allt land og inn á hverja vík og vog. En nú í sumar var ég í fimmtán klukku stundir frá Reykjavík til Washing ton í Bandaríkjunum. Finnst þér ekki hin víða veröld vera farin að þrengjast? Það liggur við, að þetta ævin- lýri gei;i mig ungan aftur. Að hefj ast frá jörðu í roki og rigningu af hrjóstruguReykjanesinu og vera innan skamms kominn í sólskinið ofar skýjum. Fljúga hálfan dag í himinblíðu. Undir er Maríuull- in, hvítir skýjabólstrar svo þétt að hvergi grisjar á milli, en yfir önnur ský, sem sólin stafar í gegn um. Máske himnarnir séu 7effarið er nógu hátt. Svo fara að koma vakir í skýjabreiðuna. Það glittir í hafsflötin, og einhver undrablóm með mjallhvíta krónu og smaragð grænar rætur. Fjarlægðin málar fleira en fjöllin. Við erum komn ir á Nýfundnalandsbanka, svona var borgarísinn, sem „Titanic" fórst á. Brátt dimmir og við sofn um; það er engin hætta á ferðum á himnum. Innan stundar líður svefnhöfginn frá. Dökkblátt rökkr ið verður að svartri nótt. En á jörð niðri kvikna bjartir ljósálf- at. Það eru bústaðir milljónanna, fyrst Boston, hin stolta borg Píla- grímsfeðranna. Þá kemur hin mikla ljósbreiða New-Yorkborgar. Þar er hin mikla 'Babýlon allra kynkvísla og þjóðtungna. Hin Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.